Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Spumiiigin Heldurðu að vorið sé endanlega komið? Kristín Anna Arnþórsdóttir íþrótta- kennari: Nei, ég held að það sé ekki alveg komiö enn þá en það er þó á næsta leiti. Bára Jóhannsdóttir, ferðamálafull- trúi með Atla Má Truscott: Ég hugsa ekki en vona það samt. Guðmundur Simsen nemi: Nei, ég held að það sé ekki komið enn þá. Björg Óskarsdóttir, heimavinnandi húsmóðir: Nei, það held ég ekki. Ester Elín Bjarnadóttir hárgreiðslu- ncmi: Já, þaö vona ég. Þorfinnur Gunnlaugsson í doktors- námi í efnafræði: Já, það lítur út fyr- ir það. Ég kom með það með mér frá írlandi þar sem ég bý. Lesendur Forsætisráð- herra í klípu Bréfritari telur Davíð Oddsson vera í nokkurri klipu um þessar mundir. Friðrik Guðm. skrifar: Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá maöur sem alltaf virðist hafa öll trompin á hendi sér enda er hann sagður vera slyngur bridge-spilari! Sé talað í fullri alvöru þá er þetta engu aö síður bláköld staðreynd. Davíð virðist vera þeim gáfum gæddur aö geta komist út úr hvaða erfiðleikum sem er. Þaö er alveg sama á hverju dynur, hvort sem það er innan Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar, alltaf kemur Davíð út sem sigurvegarinn. Ávallt eru það aðrir sem fá skömm í hatt- inn. Bara foringinn sleppur. Þetta var t.d. augljós staðreynd í síðustu ríkisstjórn. Þegar hún naut sem mestra óvinsælda var Jón Baldvin tahnn vera sökudólgurinn! Forsætis- ráðherrann var stikkfrí. Þetta eru merkilegar staðreyndir og sjálfur kann ég engar einfaldar skýringar á þeim. I rauninni kann ég bara alls engar skýringar á þessu. Þegar þessar línur birtast á prenti veröur Davíð sjálfsagt búinn að mynda stjórn með Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknarflokks- ins. Með því hefur Davíð sýnt eina ferðina enn að hann hefur öU tromp- in á sinni hendi. Jóni Baldvini og krötum var ýtt til hliðar eftir platvið- ræður og Halldór tók sæti hans við spilaborðiö. Forsætisráðherrann var ekkert að bíða eftir viðræðum hinna flokkanna um vinstristjórn heldur tók af skarið og sigraði! Þetta er allt saman gott og blessað fyrir þá sem vilja Davíð Oddsson áfram sem forsætisráðherra og að hér verði rikisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks næstu íjögur árin. Hinir verða bara að bíta í súrt epli. Að mínu mati er það ekki málefna- samningur sem er höfuðverkur Dav- íðs við þessa ríkisstjómarmyndun. Nei, það er að skipa ráðherralista flokksins svo að öllum líki. Það hlýt- ur að teljast vonlaust verk því alltaf verða einhveijir óánægður og telja sig hlunnfarna. í þessu sambandi er nærtækasta dæmið um Ólaf G. Ein- arsson sem fékk embætti mennta- málaráðherra árið 1991. Það er alveg sama hvaða ákvörðun forsætisráðherrann tekur í þeim efn- um. Einhverjir verða óánægðir. Að því leytinu til er Davíð í klípu og meira aö segja töluvert mikilli klípu. Það er ekki gott að fá fylkingar upp á móti sér í flokknum, jafnvel ekki þótt maðurinn sé formaður hans. Ólafur G. er svo umdeildur að menn skiptast bara í tvo flokka þegar hann er annars vegar. Annaðhvort eru þeir með honum eða á móti. Út- strikanir kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjanesi segja sitt en jafn- framt er erfitt að ganga fram hjá kjördæmi þar sem flokkurinn á fimm þingmenn. Það hlýtur að vera erfitt að láta þá vera ráðherralausa. Hvernig sem málið fer er ljóst að Davíð er í klípu. Stórkostleg kvikmynd Guðrún B. skrifar: Ég vil flytja forráðamönnum Sjón- varpsins kærar kveðjur og þakklæti fyrir kvikmyndasýninguna á sumar- daginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl sl. Þá var sýnd aldeilis frábær kvikmynd sem heitir Konunglegt brúðkaup frá árinu 1951. Þar fór hinn dásamlegi Fred Asta- ire á kostum ásamt Jane Powell, Pet- er Lawford og mörgum öörum, mjög góðum dönsurum og leikurum. Þrátt fyrir að myndin sé komin til ára sinna mátti glögglega sjá að kvik- myndagerðarmenn þess tíma kunnu vel til verka. Sérstaklega var eftir- tektarvert atriðið þar sem Fred Asta- ire bókstaflega dansaði um allt her- bergið. Tæknibrellur í því atriði voru einstaklega vel útfærðar og gefa nýj- ustu kvikmyndunum ekkert eftir. í þessu sambandi vil ég einnig minnast á að gömlu kvikmyndimar eru ekkert síðri heldur en þær nýju og oft á tíðum miklu betri. Vissulega kann þetta að vera smekksatriði en mörg okkar, sem eru komin yfir miðjan aldur, kjósa frekar aö horfa á gömlu myndimar. Fyrir því eru margar ástæður og nægir að nefna ofbeldið sem nú tíðkast í bíómynd- um. í myndinni á sumardaginn fyrsta var engum blóðsúthellingum fyrir að fara og þar var rómantíkin afls ráðandi og ástarsenumar voru fallegar, ólíkt því sem nú þekkist. Ég ítreka þakkir mínar til Sjón- varpsins og hvet þá til að halda áfram á þeirri braut að sýna meira af þess- um gömlu, góðu myndum. T.d. væri gaman að fá að sjá myndir með Fred Astaire og Ginger Rogers í aðalhlut- verkunum. Því myndu örugglega margir fagna. Eðlileg samkeppni E.E. hringdi: Ingi Bjöm Albertsson talar um stóm Framsóknarflokkana tvo og á þar við þann gamla og væntanlega Sjálfstæðisflokkinn líka, sem allir þekkja. Ég get tekið undir þessa skýr- ingu hans eftir framlag flokksins til landbúnaðarmála og fleiri mála- Aöeins'39,90 mínútan - eða hringið f síma k ^ 5632700 v^mUÍi kl. 14 og 16 Kolkrabbinn er þjóðinni ekki til heilla, að mati hringjanda. flokka er snúa aö þjóðinni. Á þessu kjörtímabili ræðst hvort hér fái eðlileg samkeppni að ráða. Aðeins er farið að örla á samkeppni erlendis frá og ferskir vindar blása um kinnar. Stóra einokunarfélögin era farin að setja sig í stellingnar til aö takast á við heilbrigða sam- keppni. Því víst eru að myndast sprangur í múrinn. Kannski fer þjóð- in aö átta sig á því að enginn hagur er lengur í óskapnaði þeim er kallað- ur hefur verið Kolkrabbinn meðal landsmanna. Að sjálfsögöu mun fóð- ur hans rýrna að miklum mun við samkeppnina þó hann drepist ekki alveg. Á þessu kjörtímabili ræðst hvort þjóðin heldur eignarrétti á þjóðararf- inum, fiskimiðunum, eöa hvort fáum einstaklingum verði færð þessi eign á silfurfati og er þaö hin mesta hroll- vekja að hugsa um. Þarna yrði þjóð- inni keyrt aftur á svipaö plan og ban- analýöveldin hafa þurft að búa við. Sem sagt skömmtunarkerfi örfárra íjölskyldna. Skemmtileg tilbreytibg Helga hringdi: Ég er sammála þvi að nætur- sundið sé skemmtileg tilbreyting frá því að hanga niðri í bæ. En mér fmnst aö það ætti að lækka aldurstakmarkiö niður í 14 ára. Það myndi halda krökkum undir 16 ára aldri frá miðbænum um helgar. Músíkin miidarsiðina GG skrifar: Það er mikið ánægjuefhi aö nú skuli boðiö upp á útvarpsrásir sem flytja eingöngu sígilda tón- list. Enn skemmtilegra hefði þó ver- ið ef viökomandi stöðvar hefðu leitað til kunnáttumanna til að kynna tónlistina. Þar dettur mér fyrst í hug Jóhannes Jónasson lögreglumaður en hann er nánast óþijótandi viskubrunnur, bæði um tónlistina og flytjendur. Nú- verandi kynnar virðast hins veg- ar eiga í erfiðleikum með að hafa rétt eftir upplýsingar af diska- hulstram og þekking þeirra á tónlist er bundin við „Greatest Hits“ tónskáldanna. Því legg ég til að Jóhannes verði kaflaður til liðs við þá. Þótt skarð verði fyrir skildi í lögreglunni, kann hins vegar að draga úr glæpatíöni með hann í útvarpinu því eins og skáldið sagði: „Músik- in mildar siðina". Glæsilegir fulltrúar Kjósandi skrifar: Þótt deila megi endalaust um úrslit nýafstaðinna alþingiskosn- inga held ég að flestir geti verið ánægðir með þann hóp fólks sem nú tekur sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Þetta fólk er sannarlega glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar. Endurnýjunar var þörf á þing- liðinu og ég get ekki annaö sagt en vel hafl til tekist í þeim efnum. Og skiptir þá engu hvaða stjórn- málaflokkar eiga í hlut. Fram- sóknarmenn era með nýja konu á Reykjanesi, sjálfstæðísmenn á Austíjörðum og Alþýðubandalag- ið í Reykjavík. Kratar eru með komungan mann á Suðurlandi og með Þjóðvaka koma ný andlit ásamt Jóhönnu. Ekki má heldur gleyma hinum vösku kvennalis- takonum. Það er alveg sama hvert stjórn- armynstrið er. Það er full ástæöa til bjartsýni með dugmikið fólk í öllum stjórnmálaflokkum. Hert eftirlit Guðjón Sigurðsson skrifar: Atburðirnir óhugnanlegu í Bandarikjunum hljóta að vekja upp þá spumingu hvemig örygg- ismálum alls staðar sé háttaö. Hryðjuyerk geta gerst alls staðar, líka á íslandi og þess vegna er nauðsynlegt að skoöa þau mál ofan í kjölinn. Hér er t.d. banda- rísk herstöð og hún hlýtur að vera hugsanlegt skotmark hermdarverkamanna. Þaö þýðir jafnframt aö þúsundir íslendinga eru í hættu. Atburðimir hroöalegu í Okla- homa kalla skilyrðislaust á það að við íslendingar íoram vel yfir öfl okkar öryggismál. Það er eng- inn lengur óhultur í þessari ver- öld. Vantar hugmyndaflug Jóna hringdi: Það er ánægjulegt hversu unga fólkið er duglegt að setja upp leik- sýningar á sumrin. Eini gallinn er sá að þetta eru flest „gömul“ stykki. Það er eins og vanti aðeins meira hugmyndaflug hjá þessum ungmennum. Framtak þeirra er samt mjög gott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.