Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELiAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Kapteinninn var fiskifæla Alþýöuflokkurinn fékk tiltölulega fáa þorska í veiði- keppni flokkanna aö þessu sinni. Þyngst vegur á metun- um, að formaðurinn hagaði málum á þann veg, að unnt var að kljúfa flokkinn. Samkvæmt kenningu sama for- manns á að skipta um kapteina á bátum, sem ekki fiska. Á síðasta kjörtímabili fékk Alþýðuflokkurinn á sig réttmætt spillingarorð. Það lýsti sér einkum í óeðlilega eindreginni áherzlu á að útvega flokksmönnum gögn og gæði af almannafé. Þessi ímynd flokksins olb því, að klofningsframboð Þjóðvaka fékk töluverðan stuðning. Þegar varaformaður flokksins varð að segja af sér ráðherraembætti, fylgdi því alls engin iðrun. Þvert á móti var hann staffírugur og sagði vonda flokksbræður og fjölmiðla hafa búið til fár, sem ylb flokknum óþægind- um og kabaði á fóm, þótt málsefni væru engin. Þótt varaformaðurinn væri að mestu leyti hafður 1 felum í kosningabaráttunni, hefur flokkurinn enga tb- raun gert til að gera upp spibta fortíð sína á kjörtímabb- inu. Flokkurinn gekk óhreinsaður og iba lyktandi tb kosninga, þannig að enn er feimnismál að vera krati. í kosningabaráttunni hafði flokkurinn þá sérstöðu, að vera í andstöðu við sínar eigin gerðir í ríkisstjómum. Eftir langvinna valdaaðstöðu sína bauð flokkurinn upp á aukna Evrópuaðild og jöfnun kosningaréttar, fráhvarf frá kvótum í sjávarútvegi og ríkisrekstri landbúnaðar. Tæpast getur tabzt traustvekjandi að byggja kosninga- baráttu á loforðum um að breyta og bæta á nokkrum sviðum án þess að hafa getað notað langvinna stjómar- setu til að þoka málum áleiðis á sömu sviðum. Slík þver- sögn gefur kosningabaráttu óraunverulegan svip. Hins vegar er rangt, að þessi mál hafi verið flokknum fjötur um fót. Þau fara saman við skoðanir íjölmenns minnihluta þjóðarinnar. Til dæmis vbja fjórir af hverjum tíu reyna aukna aðbd að Evrópu og sama hlutfall vib umtalsverða minnkun á ríkisrekstri landbúnaðar. Stjómmálaflokkur, sem hefur aðeins 10-20% fylgi, getur leyft sér að styðja minnihlutaskoðanir, sem hafa 40% fylgi kjósenda. Ef ahir aðrir flokkar era að fiska í meirihlutanum, eiga að vera mikbr möguleikar fyrir lít- inn flokk að afla sér fylgis á bilinu frá 10-20% í 40%. Það er rangt hjá fallkandidat flokksins á Austförðum, að sérmál Alþýðuflokksins sem slík hafi verið honum Úötur um fót. Fremur má telja, að kjósendur hafi af fyrri reynslu ekki treyst flokknum í þessum málum og tabð ekki henta langvinnum valdhafa að lofa öllu fögm. Þannig ber flokkurinn ímynd óvenjulega mikblar spib- ingar og óvenjulega mikbs misræmis mibi orðs og borðs. Við þetta bætist, að fráfarandi ráðherrar flokksins, að Rannveigu Guðmundsdóttur undanskibnni, eru í hópi þeirra stjómmálamanna, sem bðugastan hafa talanda. Þannig er enn ein ímynd flokksins af ráðherrum, sem geta blaðrað endalaust og em alltaf tbbúnir tb burtreiða, en geta ekki látið verkin tala; af ráðherrum, sem fram- leiða mikinn hávaða og skrautlegt fjaðrafok, en hafa reynzt btlu hafa breytt, þegar moldviðrinu bnnir. Formaður flokksins ber að sjábsögðu ábyrgð á þessum ímyndum, sem samanlagt valda því, að flokkurinn er tæpast tabnn marktækur. Formaðurinn hefur haft mik- inn tíma tb að móta flokkinn eftir sínu höfði. Þar á ofan ber hann hálfa ábyrgð á klofningi flokksins í vetur. Svo vel vib tb, að þessi sami formaður hefur fyrir löngu sjálfur upplýst, hvaða gera eigi við kapteina, sem ekki fiska. Nú þarf útgerðin að meta stöðu fiskifælunnar. Jónas Kristjánsson i hinu lögbundna verði fyrir vindorkuna felst reyndar dálítill orkuskattur - aðrir orkugjafar eru ódýrari, enn sem komið er. Heilög kýr, mögur kýr Samkeppnisstaöa fyrirtækja er nær alheilög kýr í umræðunni. Hún á aö hafa algjöran forgang, segja menn, og þá mun allt annaö yöur veitast: hagvöxtur, atvinna, velmegun. Vissulega er samkeppnisstaöa þessi eitt af því sem menn ekki komast undan aö taka tillit til í þjóðabúskap. En skilyrðislaus of- dýrkun þessarar helgu kýr er óðum aö breytast í hrollvekju á borö viö þær mögru kýr í draumi Faraós sem koma eftir árin sjö og éta upp allan þann forða sem áður var safn- aö. Hin grimma barátta fyrir sam- keppnisstööu er nefnilega samofin hrikalegri skammsýni: hún reikn- ar sín dæmi til næsta hluthafafund- ar og þarnæsta en sér ekki og vill ekki sjá lengra. Ráðstefnan sem brást í Berlín var haldin ráöstefna SÞ um andrúmsloft jarðar. Hún varð að sjálfsögðu árangurslítil: tals- mönnum þeirra sem framleiða olíu og bíla tókst að eyðileggja flest sem menn vildu samþykkja um skuld- bindandi ráðstafanir til aö koma í veg fyrir stórslys í umhverfinu. Gróðafrekjan (m.ö.o. arðsemiskr- öfur til fyrirtækja) hefur enn sitt fram um að bílar og raforkuver, sem brenna eldsneyti, megi sem fyrr spúa upp þeim ómældu skað- ræðisgufum sem munu svo sannar- lega ofhita jörðina. Þjóðverjar, sem hýstu ráðstefn- una, hafa sjálfir í ýmsu reynt að sýna nokkra forsjálni í þessum efn- um. Til dæmis komu stjórnvöld þar á lögum árið 1991 sem ýta undir þá aðila sem reyna að framleiða umhverfisvæna orku meö aðstoð vatns og vinda. Lögin skuldbinda stóru orkuframleiðendurna, sem eiga raforkudreifingarnetin, til að taka viö orku, t.d. frá vindmyllum, á íostu verði og það í hærri kantin- um: 17,3 pfenniga fyrir kílóvatt- Kjallaiiim rithöfundur stundina. (Neytendur borga svo 19,2 pf. fyrir kvtst.). Þetta frum- kvæði hefur hleypt nokkru fjöri í fjárfestingar í vindorku sem er öll- um skaðlaus og því fagnaðarefni. Hamast gegn framsýni En viti menn: einmitt dagana sem þingaö var um andrúmsloftið í Berlín gerðu þýskir orkuhringar harða hríð að þessari hollu orku. Þeir þykjast hafa komist að því, að lögbundið fastaverð fyrir sólar- og vindorku sé ólögleg niðurgreiðsla, tilræði viö heilbrigð arðsemissjón- armið og náttúrlega hina heilögu semkeppnisstöðu orkufyrirtækj- anna. Gott ef þeir telja ekki sitjóm- arskrána sín megin sem og öll lög- mál Evrópusambandsins. í hinu lögbundna verði fyrir vindorkuna felst reyndar dáhtill orkuskattur - aðrir orkugjafar eru ódýrari, enn sem komið er. En í fyrsta lagi er hér um smávægilegan aukakostnað að ræða -145 milljón- ir marka á ári af 100 milljarða veltu í sölu rafmagns. í öðru lagi er hér um pólitíska ráðstöfun að ræða sem ýtir undir tæknilegar framfar- ir sem hafa verið aö gera þá sömu vindorku ódýrari og ódýrari. í þriðja lagi er í fyrrgreindum lögum fólgin sú framsýni sem veit að mannfólkið verður að stefna á orkugjafa sem endurnýja sig, fram- sýni sem olíu- og kolabrennendur dagsins í dag vilja ekki þekkja. Þeirra framsýni er annars eðús. Það kemur nefnilega fram í þessu máli að orkusalarnir stóru hafa kannski ekki miklar áhyggjur af þeirri litlu endurnýjanlegu orku sem Þýskaland framleiðir í dag. Þeir eru hræddir við framtíðina - þeir óttast að vindorkan hreina fari að höggva skörð í þeirra markaðs- hlutdeild! Kannski gætu „sjálfbær- ir“ orkugjafar gefið Þjóðverjum svosem 15-20% af raforkuþörf þeirra eftir svosem 30 ár! Það mælir allt með því. Nema samkeppnisstaöan og arðsemis- krafan á líðandi stund. Þar stendur hnífurinn í vorri kú. Árni Bergmann „Hin grimma barátta fyrir samkeppn- isstöðu er nefnilega samofin hrikalegri skammsýni: hún reiknar sín dæmi til næsta hluthafafundar og þarnæsta en sér ekki og vill ekki sjá lengra“. Skoðanir annarra Meiri möguleikar „í stjórnarsáttmálanum lýsa stjórnarflokkamir því markmiði að ná jafnvægi í ríkisíjármálum á kjör- tímabilinu. Það var einnig yfirlýst markmið fyrrver- andi ríkisstjómar, þegar hún tók við völdum vorið 1991. Það tókst ekki. Möguleikar nýrrar ríkisstjórnar að ná þessu markmiði em meiri vegna batnandi skilyrða í efnahagsmálum. Sérstaka athygli vekur, að ríkisstjórnin hyggst taka upp viðræður við sveit- arfélögin um „alvarlegan hallarekstur þeirra og leiö- ir til að bregðast við þeim vanda.““ Leiðari Mbl. 23. apríl. Prófsteinn ríkisstjórnarinnar „Prófsteinninn á þessa ríkisstjórn, og þar með á það hvort eitthvað var að marka málflutning Fram- sóknarflokksins á síðasta kjörtímabili, er hvort tek- ist verður á við yfirvofandi vaxtahækkun í þjóðfélag- inu. Það hlýtur einfaldlega að verða fyrsta verk / stjórnarinnar að grípa í vaxtataumana og reyna aö beina vaxtaskriðunni í viöunandi farveg. Sporin hræða, það má ekki endurtaka mistök Viðeyjar- stjórnarinnar frá því í upphafi síðasta kjörtímabils." Leiðari Tímans 22. apríl. Atkvæðum kastað „En hvernig stóð á því að Árni vann ekki þriðja sætið 1987? Gat hann ekki sýnt sama manndóminn og ég að vinna þetta sæti? Ekki var viö mig að sak- ast þótt Þorsteinn Pálsson henti Alberti Guömunds- syni út og þar með hundruðum atkvæða frá flokkn- um. Hvemig stóð á því að Ámi studdi Þorstein í þeim óskaplegu mistökum? Ekki voru þau vinnu- brögö borin undir mig, enda ekki studd af mér. Það má því segja að það hafi komið vel á vondan að sitja í þriðja sætinu við þær aðstæður." Eggert Haukdal í Mbl. 22. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.