Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 15
ÞRIDJUDAGUR 25. APRÍL 1995 15 • • i beittur brögðum Þegar mikið er í húfi kemur fyrir að óheiðarlegum vinnubrögðum sé beitt frekar en að taka fyrirsjáan- legum afleiðingum gerða sinna. Slíkt er oft afsakað með því að til- gangurinn helgi meðahð. Nokkrum dögum fyrir kosningar gengu sex- tíu manns úr Þjóðvaka og um sama leyti fannst manni nokkrum, ofar- lega á lista hans, skyndilega sínum málum betur borgið annars staðar. Slíkar uppákomur eru ótrúverðug- ar og í mínum huga fyrirfram ákveðin skemmdarstörf. Stórpóli- tískir einstaklingar, harðlínu- menn, sem sjá að fólkið ætlar að fylkja sér um nýtt afl, sem gefur því nýja von um að það sé um það sjálft sem málin snúist en ekki einkahagsmuni flokkseigenda, gætu auðveldlega skipulagt slíkt. Kjallaiinn Albert Jensen trésmiður , JFlokksforingjarnir Halldór, Jón og Ólafur létu sanngirni og drengskap lönd og leið þegar Jóhanna átti hiut aö máli en voru óvenjulega hógværir hver í annars garð." Óhróðursherferð Þegar fyrstu kannanir sýndu að Þjóðvaki var orðinn annar stærsti flokkurinn hófst allsherjar óhróð- ursherferð gegn foringa hans. Það var reynt að gera brottför hennar úr Alþýðuflokknum sprottna af ráðríki eða öðrum yfirgangi af hennar hálfu. En ástæðan fyrir henni var ofríki formannsins sem gerði henni ómögulegt að koma málum fram. Ólafur Ragnar tók þvi illa að Jóhanna vildi styrkja stöðu sína fyrir yiðræður við hann um samstarf. Á því má sjá að það er annað að vera góður stjórnmála- maður eða stjórnmálafræðingur. Flokksforingjarnir Halldór, Jón og Ólafur létu sanngirni og dreng- skap lönd og leið þegar Jóhanna átti hlut að máh en voru óvenjulega hógværir hver í annars garð. Davíð var aftur á móti sanngjarn og sjálf- um sér samkvæmur. Menn skulu gæta þess að hann er yfirlýstur sjálfstæðismaður en ekki þre- menningarnir. Það er hins vegar erfitt að vita hvað þeir eru í raun. Ég efast um að þeir viti það sjálfir. Það þarf minna til að flækja mál og rugla dómgreind ópólitískra manna. Blekkingarmeistarar Pólitískur þroski íslendinga virð- ist lágur. Ég hitt marga sem kjósa Þjóövaki náði góðri fótfestu á þingi voru þrátt fyrir að hann mátti þola rætinn og meiri árásarþunga en aörir. eins og afi og amma, mamma og pabbi Sjálfstæðisflokkinn af því að það eru svo margir sem kjósa hann, hafa enga skoðun eða þora ekki að taka sjálfa sig alvarlega. Alþýðuflokkurinn hlýtur ekki at- kvæði út á sjávarútvegsstefnuna heldur Evrópumálin. Ótrúlegt en satt. Framsókn bætti við sig. Eru framsóknarmenn meistarar í blekkingum eða er fólkið eitthvað annað að hugsa? Alþýðubandalagið býr að stórum kjarna og barnslegri trú. Það hefði verið slæmt mál ef Kvennalistinn hefði horfið. Þjóðvaki náði góðri fótfestu á þingi voru þrátt fyrir að hann mátti þola rætinn og meiri árásarþunga en aðrir. Ég trúi því að menn muni átta sig á aö þetta nýja afl er fyrir þjóðina en ekki útvalda. Svo vona ég að Þjóðvaki útiloki ekki neinn flokk frá samvinnu aftur. Davíð á heiður skilinn fyrir að gera flest högg Jóns að sjálfstæði Islands að vindhöggum. Sjálfstæði þjóðarinnar er yfir allt hafið, eins og sagan sannar. Aldrei aftur er- lend yfirráð. Frjáls viðskipti við allar þjóðir. Útlendingar munu ekki nú frekar en áður vinna okkur út úr vandanum. Albert Jensen Hryllingsmyndir - Sturlunga íslenskt, já, t akk Á undanförnum mánuðum hefur almenn umræða snúist nrjög um það hömlulausa aðgengi sem börn og unglingar virðast hafa að gengd- arlausu ofbeldi í dagskrám hós- miðla og ekki síður á myndböndum hjá myndbandaleigum. Leidd eru rök að því að af þessum ástæðum mótist leikir barna og vís- að til óhugnanlegra atburða sem átt hafa sér stað erlendis þar sem börn leika sér að lífi leiksystkina sinna og sem í tilfellum hefur leitt til dauða þeirra. Þetta gerist meðal annars í næsta nágrenni við okkur meðal þeirra þjóða sem við lítum á sem skyldastar okkur að ætt sem menningu. Það er einnig vísað til ofbeldisat- burða í höfuðborg íslenska lýðveld- isins á fögrum sumarnóttum. Þar sem unglingar veitast að öðrum unghngum, oft að því er virðist að tilefhislausu sem einnig hefur leitt til dauðsfalla. Þessir atburðir þykja bera keim af tiltækjum úr grófustu myndum myndbandaleiga'og úr dagskrám ljósmiðlanna. Áhrif þessara mynda eru umtals- verð og full ástæða til þess að vinna á móti þessu og reyna að þrengja möguleika barna til að nálgast þær ofbeldismyndir sem eru á boðstól- um. En eru myndir og myndbönd einu kennslutækin í ofbeldi og glæpa- starfsemi sem íslensk börn og ungl- ingar hafa aðgang að? Eigum við íslendingar sjálfir þarna einhverja sök? allarinn þeirra áður en hann sálgaði þeim. Eða hinar persónugerðu hetjur Sturlungaaldar! í vetur var Sturlunga lesin í Rík- isúrvarpinu oft í viku á besta hlust- Menningararfurinn Ef við Islendingar hefðum ekki drukkið það í okkur með móður- mjólkinni að þessir ribbaldar, sem engu eirðu, væru hinar mestu hetj- Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri Er þjóðin í heild ekki alin upp við hetjudýrkum íslendingasagna þar sem manndráparar, brennuvargar og ódrengir eru persónugerðar hetjur fornaldar sem til er ætlast að við lítum upp til með virðingu og aödáun. Tvískinnungurinn í þjóðarsálinni Þjóðskáldið og hetjan Egill Skallagrímsson vó á barnsaldri leikbróður sinn af htlu tilefni og drekkti fóstru sinni af þeirri sök einni að hún ávítaði hann fyrir ósæmilegtframferði. Áfullorðinsá- rum óð þessi sama herja um lönd, rænandi og myrðandi, reif augu úr gestgjöfum sínum og spjó í andht „Það er einnig vísað til ofbeldisatburða í höfuðborg íslenska lýðveldisins á fögrum sumarnóttum. Þar sem ungl- ingar veitast að öðrum unglingum, oft að því er virðist að tilefnislausu sem einnig hefur leitt til dauðsfalla. Þessir atburðir þykja bera keim af tiltækjum úr grófustu myndum myndbandaleiga og úr dagskrám ljósmiðlanna." unartíma barna, milh kl. 18.00 og 18.30. Og út á hvað gengur þessi lestur. Kvöld eftir kvöld eru þetta kennsluþættir í einhverjum af þeim andstyggilegustu aðförum í manndrápum sem gefur í gjörvöllu prentverki heimsins. i Þar er í smáatriðum lýst hvernig menn eru brenndir inni í hýbýlum sínum og hvernig þeir sem gefast upp eru gripnir úr bálinu, dregnir til hliðar og höggnir. Þarna eru ít- arlegar lýsingar á því þegar bar- dögum er lokið og þeir sem halloka fóru og hafa lagt niður vopn sín og gefist upp eru leiddir burt til af- töku. ur sem við ættum í hvívetna aö taka okkur til fyrirmyndar þá mundum við líta þá sömu augum og við htum aðfarir nasistanna þýsku við útrýmingu þjóða nema hvað tæknin var þá fullkomnari við brennslu og aðrar aðferðir við aftökur. Hrottaskapurinn, ódreng- lyndið og allur óhugnaðurinn er af sama toga spunninn. Hluti.af námsefni okkar í barna- skóla, hlutí af uppeldi okkar, er að hta þessa karla sem hinar einu sönnu hetjur og æskilegar fyrir- myndir. Þetta er menningararfur sem við skilum til barna okkar. Benedikt Gunnarsson Halktór Blöndal Bönguráðherra. Meðog ámóti Sami ráðherra gegnir tveimurráðuneytum Samkvæmt rey nslunns get- urþaðgengið „Ef maður gegnir tveún- ur ráðuneyt- um þarf yissulega að sinna þeim báðum. Það hefur lengi : verið svo aö við íslending- ar höfum reynt að halda niðri vexti stjórnarráð- ánna. Á hinn bóginn höfum við reynt að sundurgreina ráðuneyt- in eftir verkefhum eins og gerist $ kringum pkkur. Samtsemáður förura við okkar leiðir í því. Hér á árumáður var sami ráðuneytis- srjórinn méð marga ráðherrá, samanber Gunnlaugur Briém. Menn sögðu að honum hefði far- ist það vel úr hendi. Þar var eitt atvihnuráðuneyti sem tók yfir bæði sjávarútvegsmál, landbún- aðarmál og kannski eitthvað fleira. Á hinn bóginn er það sem menn hafa séð með því að sund- urgreina ráðuneyti að embættis- menn verða þá sérhæfðari í sín- um störfum og geta einbeitt sér betur aö þeim. Það má ekki gleyma þviaðnúna hafa ráðherr- ar heimild tíl að ráða sér póhtíska aðstoöarmenn. Þetta auðveldar þeim að skipta sér milli ráðu- neyta. Ég er þeirrar skoðunar að það geti verið skynsamiegt að fækka ráðuneytum niður í tíu. Ég tel af reynslunni að það gangi að gegna tveimur ráðuneytum. Auðvitað geta komið mikhr álagstímar á annað hvort ráðu- heytið. Ég tel hins vegar að ef menn sjá fyrir sér að ráðherrum muni ekki fjölga tel ég skynsam- iegt að fækka ráðuneytum niöur ítíu." Umhverfis- ráðuneytið f er ískúffuna „Ég er hræddur um afdrif um- hverfisráðu- neytisins, míns gamla ráöuheytis, þegar það er sett undir iandbúnaðar- ráðherra, sér í lagi þegar horft er til stefnuyfirlýsingar hinnar nýju rikissrjóniar. Þar er ; nánast engin áherslá á umhverf- ismáL Þaö þykir mér benda til að þau verði geymd í skúffu land- faúnaðarráðherrans. Það hefur verið togstreita um stór málmilli þessara tveggja ráðuneyta. Mjög margir höfðU yænst þess að mik- ilvægir málaflokkar sem nó heyra undir landbúnaðarráðu- neytið, þ.e^s. skógrækt og land- græðsla, færu undir umhverðs- ráðuheytið nu i upphafi kjörtíma- bils, hver sem rítóssflórnin yrði. Nú sýnist mér endanlega búið aö loka þeim: möguleika. Þessir málaflokkar eru ekkert annað eti dæmigérð umhverftsmál. Það er líka athýglisvert að í hinum nýja stiórnarsáttrnála kemur orðið „náttúruvernd" ekki einu sínni fyrir. Mér skilst að gera eigj um- hverösráðuneyöð að einhverju mehgunarráðuneytL Með þessu er hin nýja ríkissrjórn nánast að flytja umhverfismálin aftur um einríáratug.'' -0<* Össur SkarphéAinsson alþingismsAur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.