Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995
23
Fréttir
Sérfræðingar telja sig hafa unnið áróðursstríðið við Sighvat:
Bjartsýnn á lausn málsins
- segir ritari sérfræðingafélagsins sem fundar með ráðherra á morgun
„Ég er bjartsýnn á lausn málsins.
Þótt ég þekki ekki þennan nýja heil-
brigðisráðherra þá lýst mér afskap-
lega vel á hana. Mér sýnist af því sem
ég hef séð til hennar, hvort tveggja á
prenti og á þingi, að hún hafi mjög
heilbrigðar og góðar skoðanif á þess-
um málum. Við sérfræðingar viljum
vinna með henni að lausn þessa
máls og að sparnaði innan heilbrigð-
iskerfisins, bæöi meðal okkar og
annars staðar. Við teljum tilvísana-
leiðina hafa verið afleita til sparnað-
ar," segir Bárður Sigurgeirsson, rit-
ari Sérfræðingafélags íslenskra
lækna.
Sérfræðingar og nýr heilbrigðis-
ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir,
munu funda á morgun um tilvísana-
kerfið en ráðherra hefur ákveðið að
fresta gildistöku þess og skoða málið
ofan í kjölinn.
„Við fögnum bæöi nýjum heil-
brigðisráðherra og þessari ákvörðun
hennar. Við fórum fram á þetta við
fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sig-
hvat Björgvinsson, allan tímann. Við
töldum það óeðlilegt að keyra það í
gegn á jafn skömmum tíma og raun
bar vitni," segir Bárður.
Sérfræðingar höfðu sagt upp samn-
ingum sínum við Tryggingastofnun
ríkisins frá og með 1. maí. Bárður
segir að uppsagnirnar verði ekki
dregnar strax til baka. Vissulega sé
stuttur tími til stefnu en þrátt fyrir
að mikill samningsvilji sé meðal sér-
fræðinga vilji þeir fyrst heyra hvað
ráðherra hyggist fyrir.
Síðustu daga og vikur fyrir kosn-
ingar héldu ráðuneytið og félag sér-
fræðinga marga blaðamannafundi til
að skýra málstað sinn. Aðspurður
hvor hafi unnið áróðursstríðið segjr
Bárður:
„Ég held að það sé engjnn vafi á
því að við höfum unnið þetta áróð-
ursstríö. Það var kannski ekki okkar
markmið heldur það að leiða málið
farsællega til lykta." -pp
Reykjanesbær:
Nafnbreytingunni frestað
Ægir Már Karason, DV, Suðurnes:
Bæjarstjörnin í Keftavík, JSöarð-
vik og Höfnurn hefur ákveðið að
fresta nafhbreytíngu á syeitarfé-
Iaginu þar tíl félagsmálaráöuneytið
hefur úrskurðað í kærumáli Einars
Ingimundarsonar.
Einar er Keflvíkingur og kærði
kosninguna til ráðuneytisins áður
en kosið var um nafn samhliða ai-
þingiskosningunum. Reykjanes-
bær fékk þar flest gild atkvæði.
Hins yegar skrifuðu 1737 nafti
Keflavíkur á kosnjjigaseðilinn og
nöfinn Keflavik og líöarovik á 1107
seöla. Þau atkvæði voru ógQd því
nöfhin voru ekki í boöi.
Smáauglýsingar
Kerrur
VÍKUR-
VAGNAR
Ódýrar kerruhásingar. Lögleg
bremsukerfi. Evrópustaðall. Hand-
-bremsa, öryggisbremsa. Allir hlutir til
kerrusmíða. Víkurvagnar, Síðumúla
19, sími 568 4911.
Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi,
með eða án rafhemla, í miklu úrvali,
fyrir flestar gerðir af kerrum.
Fjallabílar/Stál og stansar hf.,
Vagnhöfða 7, Rvík, sími 567 1412.
á
Bátar
Þessi bátur er til sölu. 5 brt. mótun-
arbátur, 25 feta, vél 200 hö, Volvo
Penta, árg. '89. Verðhugmynd ca 5,2
millj. Skipasalan Bátar ogbúnaður,
sími 562 2554, fax 552 6726.
Erum meö í smíöum krókaleyfisbát, 5,9
brúttótonn, af gerðinni Garpur 860.
Bátasmiðjan sf., Stórhöfða 35,
sími 587 8233.
Bílartilsölu
M. Benz, árg. 1988, ekinn 96.000,
skoðaður '95, topplúga, 16" álfelgur,
15" álfelgur, vökvastýri, samlœsingar,
armpúði, sjálfskiptur, grágulllitaður,
toppeintak. Verð 1,7 millj., skipti á
ódýrari. Upplýsingar í síma 91-871275
á kvöldin og 91-814422 á daginn.
Benedikt.
Loksins til sölu! Rauð Honda CRX, ár-
gerð '88, ekin 110 þúsund, topplúga,
álfelgur, geislaspilari, radarvari, topp-
bíll á aðeins 630 þúsund eða skipti á
dýrari. Upplýsingar í síma 91-670267
milli kl. 16 og 18.
Mercedes Benz, árg. '81, ekinn 209 þús.
km, gott eintak. Upplýsingar í síma 91-
653838 eftir kl. 18.
Þjónusta
Hrein torg -fögur borg.
Málun - merking bifreiðastæða,
vélsópun gangstétta og stæða.
Merking: bílastæðalínur (gamlar línur
endurmerktar) Hjólastólamerking -
bannsvæði, stafir - sérmerkingar -
endurskin. Vegamál hf, Kaplahrauni
12, sími 565 1655, fax 565 1675.
M jög eðlilegt að ráð-
herra f ái svigrúm
- segir formaður heimilislækna
„Okkar skoðun hefur verið skýr í
sambandi við tilvísanamálið. Við
höfum stutt það. Málið er hins vegar
komið í eindaga hvað varðar upp-
sagnir sérfræðinga á samningum við
Tryggingastofhun ríkisins. Það er
ekki óeðlilegt að nýr ráðherra, sem
ekki hefur komið að málinu áður,
vilji fá svigrúm í tíma til þess að leysa
það. Hann gerir það tæpast með öðr-
um hætti en með því að fresta gildis-
töku þess," segir Sigurbjörn Sveins-
son, formaður Félags íslenskra
heimilislækna, um þá ákvörðun nýs
heilbrigðisráðherra, Ingibjargar
Pálmadóttur, að fresta gildistöku til-
vísanakerfisins og skoða máhð ofan
í kjölinn.
Sigurbjörn segir hins vegar að ef
þetta boði að stjórnvöld séu að leggja
upp í eins hvers konar flótta frá
málinu, og ef forysta Sjálfstæðis-
flokksins sé endanlega búin að láta
hræða úr sér líftóruna vegna tilvís-
anamálsins, sem honum finnst aug-
ljóst af hugarfarsbreytingu þeirra
síðustu daga kosningabaráttunnar
að dæma, þá horfi auðvitað þunglega
fyrir málinu.
Hann telur tilvísanaleiðina geð-
felldari leið en ýmsar aörar takmarn-
ir sem ræddar hafa verið. Hún sé að
sumu leyti til bóta fyrir sjúklinga,
því hún tryggi betri og öruggari úr-
lausn þeirra mála. Auk þess hafi
veigamikil breyting verið gerð á
reglugerðinni skömmu fyrir kosn-
ingar sem minnki verulega þá skerð-
ingu sem verður á rétti sjúklinga.
-PP
Svo skemmtilega vill til að tveir ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Daviðs Oddssonar og samstarfsmenn á Alþingi um
margra ára skeið, félagarnir Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, búa
hliö við hlið í húsunum númer 46 og 48 viö Háteigsveg í Reykjavik. Páll hefur búiö á númer 48 ásamt konu sinni,
Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa, f nokkur ár en Þorsteinn keypti húsið númer 46 af tengdaforeldrum sinum
í fyrra og flutti þangaö úr Fossvogshverfi. DV-mynd BG
Menning
söngkona
Vestur-íslenska söngkonan Valdine Anderson sótti
okkur heim og söng á tónleikum í íslensku óperunni
sl. sunnudag. Steinunn Birna Ragnarsdóttir lék með
henni á píanó. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og
spannaði ákaflega breitt svið. Fyrsta lagið var Let the
florid music praise, eftir Britten og síðan tók við út-
setning hans á laginu Music for awhile, eftir landa
hans Henry Purcell. Bæði lögin voru mjög vel flutt.
Þrjár aríur úr Alcina eftir G.F. Hándel tóku við og
voru þær frábærlega vel fluttar. Valdine hreinlega
brilleraði í þeirri síðustu og Steinunn lék geysivel með
henni og í ákveðnum stíl, sem einkenndist af lítiUi eöa
engri pedalnotkun. Þrjú lög eftir G. Bizet, sem m.a.
minntu á aríur úr Carmen, voru einnig vel flutt, en
hér saknaði undirritaður örlítið öðruvísi raddbeiting-
ar, en hún var full lík því sem verið hafði í Hándel.
Hin fræga aría úr Rómeó og Júlíu, Je veux vivre, eftir
Gounod var betur sungin að þessu leyti og hljómaði
ágætiega í flutningi þeirra Valdine og Steinunnar.
Eftir hlé fluttu þær nýrri músík og byriuðu á fjórum
lögum eftir Gustav Mahler. Tónmyndun Valdíne er
sérlega falleg og artikulasjón hrein.
Rödd hennar er vel fyllt og kraftmikil og textafram-
burður skýr. Hún er afburða músíkölsk og var unun
að hlýða á hana með svo vönduðum listamanni sem
Steinunn er. Það sem eftir var af efnisskrá þeirra var
Tónlist
Askell Másson
allt frábærlega vel flutt. Innlifun þeirra í lögum Mahl-
ers og þrem ljóðum Weberns var heillandi, Valdine
sýndi mikla tækni í Loon (fuglinn lómur) úr Evocati-
ons frá 1968, eftir kanadíska tónskáldið H. Somers og
Ain't it a pretty night úr Susannah eftir C. Floyd var
eins og lítill konfektmoh í lokin. Það var skammarlegt
hversu fáir hlýddu á þessar ágætu listakonur þessu
sinni.