Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 28
5 28 ÞRIDJUDAGUR 25. APRÍL 1995 dags nn Ný rikisstjórn og nýir þingmenn setja svip á þingstörf næsta haust. Enginn senuskrekkur „Ég man ekki eftir að ég hafi verið með neinn fiðring né senu- skrekk þegar ég kom fyrst á þing. Það er alveg sama nú." - Páll Pétursson i DV. Trakteringar „Við erum að sjálfsögðu hund- óánægðir... Menn eru ekki vanir þessum trakteringum hér i Reykjanesi." Kristján Pálsson f DV. Ekki notið hand- leiðsiu kvenna „Þeir hafa greinilega ekki notið handleiðslu kvenna." Krlstin Halldórsdóttir i DV. Ummæli Nægjusamur flokkur „Framsóknarflokkurinn lætur sér bara nægja að taka við gömlu krataráðuneytunum." Ólafur Ragnar Grfmsson f DV. Verður þetta nokkuð langt viðtal? „Verður þetta nokkuð mjög langt viðtal? Ég er nefnilega mjög þreyttur." Birkir Sveinsson, 7 ára, í DV. Mest gaman að vinna „Mér finnst eiginlega mest gam- an að vinna." Jóhann Jónsson, 9 ára, í DV. Robert Mitchum hefur tvisvar verið dæmdur til fangelsisvistar. Frægtfólk í fangelsi Það þarf ekki alltaf að vera mannskemmandi til frambúðar að lenda í fangelsi. Margt frægt fólk hefur setið inni fyrir mis- munandi sakir og haldið reisn sinni eftír það. Hér eru nokkur dæmi: Chuck Berry sat í fangelsi í tvö ár fyrir að reyna að smygla fjórt- án ára stúlku miUi fylkja í Banda- Blessuð veröldin ríkjunum. Þótti sannað að hún var ástkona hans. James Brown hefur setið þrisv- ar í fangelsi. Fimmtán ára var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir þjófnað, sat inni í þrjú ár. 1978 var hann nokkra daga í fang- elsi vegna rannsóknar á útvarps- stöð sem hann átti og tíu árum síðar sat hann inni í tvö og hálft ár fyrir að vera með ólögleg skot- vopn og verjast handtöku lögregl- unnar. Stacy Keach sat í sex mánuði í fangelsi í Englandi eftir að hafa verið handtekinn með nokkurt magn af kókaíni á Heathrow- flugvelli árið 1985. Robert Mitchum hefur tvisvar setið í fangelsi. Fyrst sem ungl- ingur fyrir smáglæpi og síðar árið 1949, þá frægur leikari, fyrir að hafa undir höndum marijuana. Bjart sunnanlands Áfram verður fremur hæg breytileg eða norðlæg átt á landinu. Um landið norðan- og norðaustanvert verður Veðrið í dag skýjað að mestu og lítils háttar slyddu- eða snjóél á stöku stað, eink- um þó útí við sjóinn, en reikna má með björtu veðri um nær allt sunn- anvert landið. Svalt verður áfram um landið norðan- og norðaustan- vert, en sæmilega hlýtt að deginum syðra. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur norðaustan eða breytileg átt, lengst af gola og léttskýjað. Hiti 5-8 stig í dag en 0 til 3 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 21.31 Sólarupprás á morgun: 5.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.56 Árdegisflóð á morgun: 4.19 Heimild: Almannk Háskóluns Veðrið kl. 6 í morgun: Veörið kl. 6 í morgun Akureyri Akurnes Bergsstaðir Bolungarvik Kefla vikurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavik Stórhófði Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhóhnur Þórshöfh Amsterdam Barcelona Chicago Feneyjar Glasgow London Lúxemborg Madrid Mallorca Montreal New York Nuuk Orlando París Róm Valencia Vín slydduél alskýjaö alskýjað úrkoma þokuruðn. alskýjaö skýjað þokuruðn. skýjað skýjað skýjað skýjað skúr léttskýjað skýjað léttskýjað alskýjað alskýjað rigning mistur mistur skýjað léttskýjað léttskýjað heiðskírt léttskýjað skýjað alskýjað þrumuveð- ur þrumuveð- ur léttskýjað rigning 0 2 -1 0 1 3 -1 0 4 8 7 10 10 6 4 13 10 7 12 7 9 15 0 11 3 11 1 20 9 12 11 12 HjálmarÁrnason, skólameistari ogþingmaður: Það verður erfitt að yfirgefa skólann Ægir Már K&rasart, DV, Suðumesjujn: „Ég mun sækja um fjögurra ára leyfi frá skólanum og sjá hvernig mér líkar þingmannsstarfiö. Það verður erfitt fyrir mig að yfirgefa skólann en þar er ég búinn að starfá lengi og liðið mjög yel. Þetta er eins og að kveðja gamian ást- Maðurdagsins vin," segir Hjálmar Árnason, nýr þingmaður framsóknarmanna á Reykjanesi og skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Hjálmar sagðí að á sínum tíma þegar hann tók við starfi skóla- meistara heföi hartn sagt að það væri eðlilegt að vera i þessu starfí í tíu ár og breyta siðan til. Þessi tíu ár eru brátt liðin og Hjálmar kom- inn í nýtt starf. Hjálmar segist kunna ákafiega vei við þá fram- Hjálmar Árnason. sóknarmenn sem hann séað vinna meB þessa dagana: „Þetta er skemmtílegur hópur og ánægjulegt að sjá hvað þarna er samankomiö hresst fólk, hópur sem hefur góðan húmor." Þegar spurst er fyrir um áhuga- málln hjá Hjálmari svarar hann því fijott: „Eg hef veríð það lánsamur aö síöustu fimmtán árin hafa starf mitt og áhugamál farið saman: Skólamál snerta alla þætti mann- lífsins. Ég verð þ6 að gera eina játn- ingu. Þegar laxveiðitímabilið fer að nálgast fer ólga um mig allan. En á næstunni stefra ég á að eyða meiri tíma með fjölskyldunni en ég hef gert undanfarið." Hjátaar hefar ekki aðeins fengið nýtt starf heldur varð hann einnig afí um páskana þegar sonur hans eignaðist dóttur: „Vinir mínir segja í gamni að það sé skrýtið að þessi ungi maður sé orðinn afi og er ég alveg sammáia þeinv um að ég sé ungur." Eiginkona Hjálmars er Vaigerður Guðmundsdóttir sem gegrár forstöðu í skólaselinu í Keflavík og eiga þau tvö börn sam- an, en Hjálmar á tvö börn frá fyrri sambúð og Vaigerður eina dóttír. Fótbolti og handbolti Reykjavíkurmótínu í knatt- spyrnu verður framhaldið i kvöld, en loks er komið bærilegt veður til að leika fótbolta og má því búast við að áhorfendur fari fljótt að láta sjá sig á vellinum. í kvöld eru það Pram og Víkingur sem leika á gervigrasinu i Laug- ardal og hefst leíkurinn kl. 20.00. íþróttir Eins og flestir vita er íslenska landsliðið í handbolta í Dan- mörku um þessar mundir þar sem þaö tekur þátt í sterku móti, sem er eins konar iokaáfangi æf- ingatímabilsins fyrir HM-keppn^ ina sem hefet í næsta mánuði. í gær léku okkar menn við Svía en i dagkl. 17.45 er leikið gegn Dön- um og er ekkí að efa að þar verð- ur hart barist eins og ávallt þegar þessar þjóðir mætast. Síðarihálf- leiknum er lýst á rás 2. Skák Grípum aftur niður í tafl Kasparovs við Vaganjan, á minningarmótinu um Mik- hail Tal í Riga, sem við sáum brot úr í DV í gær. Eyjólfur Ármannsson skáká- hugamaður benti á að Vaganjan (hvítt) hefði misst af gullnu tækifæri í þessari stöðu: ABCDEFGH Skákin tefldist29. Rxg27? Hxfl+ 30. Kxfl Dcl+ 31. Kf2 Bxd7 32. Dxd7 Hg8 og Kasparov vann létt. Rétt er frá stöðumyndinni 29. HxflB! Hxel + 30. Hfl (fráskák!) Kg8 81. Hxel Bxd7 32. Dxd7 og hvítur á sigurstrang- lega stöðu. Vaganjan var hins vegar alveg að falla á tima og hefur treyst því að útreikning- ar heímsmeistarans væru réttir. Jón L. Árnason Bridge Edgar Kaplan, einn þekktasti spilari Bandarikjanna, á spil dagsins að þessu sinni. Kaplan hefur verið rúma fjóra ára- tugi í fremstu röð en hann var sagnhafi í þessu spili sem kom fyrir snemma á ferlinum. Hann varð sagnhafi í fjórum spöðum sem nánast enginn möguleiki virtist á að vinna. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: * KDG64 V 7642 ? 9 + D8S «8 ? Á853 ? Á1087 + K1064 N V A S * 95 V G109 ? 6542 + ÁG93 Ódýr í rekstri Myndgátan hér að ofan iýsir nafnorði * Á10732 f KD ? KDG3 + 72 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1* Pass 4* p/h Vestur ákvað að spila út trompáttunni í upphafi og greinilegt var aö vörnin gat alltaf tekiö fjóra slagi. Kaplan fann hins vegar stórskemmtilega blekkingarspila- mennsku í öðrum slag. Hann drap fyrsta slaginn heima og spilaði tígulþristinum frá hendinni. Ef vestur hefði sett litið spil hefði spihð að sjálfsögðu staðið en vestur hitti á að setja tíuna. Tilgangur Kaplans með þessari spilamennsku er ekki beint augljós en frá sjónarhóli vest- urs virtist sem austur ætti örugglega a.m.k. eitt háspil í tígli og með tilliti til þess virtist ekki nauðsyn á því að taka slagi á lauflitinn. Vestur ákvaö þvi að leggja niður hjartaás og spila meira hjarta og það var nóg fyrir Kaplan. Nú gat hann trompsvinað fýrir tígulás vest- urs og losnað við tvö lauf úr blindum. Ef Kaplan hefði hins vegar spilað háspili í tígli er mun líklegra að vestur hefði séð að taka þyrfu' slagi á lauflitínn. ísak örn Sigurðsson /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.