Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 Spumingin Lesendur Ertu búin/n að plana sumarfriið? Ragnhildur Ásbjörnsdóttir nemi: Ég verð að vinna í unglingavinnunni og ætla líka að passa. Bjarney ísleifsdóttir skrifstofutækn- ir: Já, reyndar. Ég ætla að fara til Spánar í sumarfríinu mínu. Inga ísleifsdóttir húsmóðir: Já, ég ætla að fara til Benidorm í sumar. Guðríður Daníelsdóttir fiskverkandi: Nei, það er ég ekki búin að gera. Helgi Friðþjófsson verkamaður: Nei, snjórinn verður fyrst að hverfa áður en maður spáir í það. Guðrún Másdóttir þroskaþjálfi: Ja, ég ætla að ferðast innanlands í sum- ar. Ráðherralausir Reyknesingar Sjálfstæðismenn i Reykjanesi eru ráðherralausir í ríkisstjórninni ettir brott- hvarf Ólafs G. Einarssonar. B. Björnsson skrifar: Um úrslit kosninganna má hafa mörg orð en ekki ætla ég að gera þau að aöalumræðuefni mínu í þessu bréfi. Ríkisstjórn Davíðs og Halldórs er tekin til starfa og full ástæða til að óska henni velfarnaðar. Sömu árnaðaróskir hefði ég líka sent öðr- um ríkisstjórnum. Það er hagur allra að vel til takist, líka þeirra sem kusu aðra stjórnmálaflokka í þessum kosningum. En nóg um það. Líkt og aðrir landsmenn fylgdist ég með stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í gegnum íjölmiðla. Svo virðist sem tekist hafi að ganga frá málum á tiltölulega skömmum tíma og misbrestir sýnast fáir, a.m.k. á yfirborðinu. Þegar þeirri vinnu allri var lokið tók við önnur vinna innan flokkanna sjálfra. Þá var komið að því að skipa ráðherra til næstu íjög- urra ára. Að venju var um töluvert leynimakk að ræða og ég tel næsta víst að formennirnir hafi haft meira um málið að segja en þeir viður- kenndu. Sagt var að þingflokkarnir greiddu atkvæði og út af fyrir sig er þaö rétt. Það var hins vegar búið að leggja línurnar áöur. Hver var það sem talaði um breyt- ingar á ráöherraliði Sjálfstæðis- flokksins? Það var auövitað formað- urinn sjálfur. Ekki tók Ólafur G. Ein- arsson sjálfur upp á því að draga sig í hlé og biðjast undan ráðherradómi. Og þarna er ég einmitt kominn að kjarna málsins en hann er sá að sem kjósandi flokksins í Reykjanesi er ég hundóánægður með gang mála. Hér á Sjálfstæðisflokkurinn fimm þing- menn sem hafa yfir sextán þúsund atkvæði á bak viö sig og svo fæst ekki svo mikið sem einn ráðherra- stóll. Þetta er til hreinnar skammar. Það er ekkert annað en móðgun við okkur Reyknesinga að héðan skuli ekki vera neinn ráðherra. Menn tala bara um að forseti þingsins sé virð- ingarstaða. Það er nú meiri virðing- arstaðan eða hitt þó heldur. Sjáið þið hvernig fór fyrir þeirri ágætu konu, Salome Þorkelsdóttur. Framsóknarmenn í þessu sama kjördæmi geta líka verið svekktir. Þrátt fyrir góðan árangur þeirra, en flokkurinn bætti við sig manni, fengu þeir ekki heldur ráðherra. Það er út af fyrir sig hneyksli að í næststærsta kjördæmi landsins skuli ekki vera einn einasti ráðherra. Á sama tíma fá Norðlendingar þrjá ráðherra, ein- um færri en Reykvíkingar. Það sjá allir sem það vilja sjá' að þetta gengur ekki upp. Þetta er hreinasta móögun við kjósendur. Þegar litiö er á staðreyndir máls- ins, sem eru atkvæðin sem komu upp úr kjörkössunum, blasir ósanngirnin við. Tökum dæmi: Vel innan við fimm þúsund sjálfstæðismenn á Suð- urlandi fá einn ráðherra en yfir 16 þúsund Reyknésingar engan. Nærri níu þúsund framsóknarmenn í Reykjanesi fá engan ráðherra en það fá hins vegar vel innan við þijú þús- und kollegar þeirra á Vesturlandi. Pálmi er maðurinn Jóhanna Jónsdóttir skrifar: Þótt enn sé rúmt ár eftir af fjórða kjörtímabili frú Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, er sannarlega orðiö tímabært að velta fyrir sér hugsanlegum eftirmanni hennar. Það er vissulega ekki sama hver tekur við þessu mikilvægasta emb- ætti þjóðarinnar og því nauðsynlegt að vanda valið. Þjóöinni þarf að gef- ast tækifæri til að velta fyrir sér öll- um möguleikum og til þess verður að fást nægur tími. Ef frú Vigdís kýs að halda áfram er afar ósennilegt að einhver frambjóöandi bjóði henni birginn. Til þess er núverandi forseti alltof vinsæll. Vigdis hefur líka stað- ið sig afar vel og það er varla til sá einstaklingur í þjóðfélaginu sem drægi þá fullyrðingu í efa. Lýöræðislegar kosningar munu skera úr um hver verði næsti forseti en það er full þörf að skapa umræðu um frambjóöendur. Uppástungur og tillögur eru þess vegna af hinu góða og það er hægt að komast að vilja almennings furöu íljótt. Þeir áhuga- sömu um starfiö geta þess vegna komið af stað orðrómi og fengið fljótt úr því skorið hvort væ.nlegt er að taka þátt eða ekki. Um flesta gildir það þó trúlega að þeir þurfa áskorun- ar við og er allt gott um það að segja. Fólk vill ógjarnan trana sér fram. Þótt enn megi segja aö nægur tími sé til stefnu en rúmt ár er eftir af kjörtímabili frú Vigdisár hef ég þegar gert upp hug minn. Ég er búin að sjá fyrir þann einstakling sem ég vildi helst að yrði næsti forseti íslands. Þessi maður er prestur í Bústaða- kirkju og heitir Pálmi Matthíasson. Að mínu áliti er hann rétti einstakl- ingurinn til að taka við af Vigdísi þótt ungur sé. Pálmi hefur fyllilega sýnt það með verkum sínum að hann er traustsins verður. Ég hygg að þeir einu sem væru honum mótfallnir í forsetaframboði væru sóknarbörnin í Bústaðahverfi. Þau vildu auðvitað láta prestinn þjóna áfrarn í sókninni og lái þeim hver sem vill. Forseti vanvirtur KT skrifar: Leitt var aö horfa upp á hvernig vinstri menn umgengust forseta ís- lands nú á dögunum. Eftir að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með 40 þing- menn af 63 á bak við sig, höfðu gert ákveðna tillögu til forsetans um stjórnarmyndun leyfðu forkólfar ^ Aóeins 39,90 mínútari - eða hringið í síma * 56Í27Ö0 millíkl. 14 og 16 Formenn vinstri flokkanna sýndu forsetanum óvirðingu aö mati bréf- ritara. væntanlegrar stjómarandstööu sér að leggja til að forseti fæh Halldóri Ásgrímssyni aö mynda fjögurra til fimm flokka vinstri stjórn. Þeir ætl- uðust til að forseti fæli Halldóri um- boð til að mynda allt aðra stjóm en Framsóknarflokkurinn hugðist standa að. Hefði forsefi farið að heilræðum vinstri manna hefði hún orðið að athlægi. Það hljóta jafnreyndir menn og formenn vinstri flokkanna að hafa vitað og því ekkert annað vakað fyr- ir þeim en að atast í forseta og fram- sóknarmönnum. Svo er annað einkennilegt. Þegar stjórnarmyndun hefur staðið fyrir dyrum hefur forseti ætíð kallað fyrir sig formann hvers flokks fyrir sig. En Kvennalistakonum nægir slíkt ekki. Þær ákveða alltaf að koma tvær. Kvennalistinn heldur að menn bjóði sér sjálfir á fund forsetans. Úrslita- keppni NBA Körfuboltaunnandi hringdi: Þar sem úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfubolta er að byija langar mig aö vita hvort fjölmiðiamir ætli að sinna henni sérstaklega. Ég óttast að Qöl- miðlamenn verði uppteknir af HM í handbolta hér heima. Það er vissulega stórviðburður en NBA-keppnin er enn stærri. Svo verðum við líka aldrei heims- meistarar í handbolta. Sérstaklega langar mig að vita hvernig Stöð 2 ætlar að fjalla um keppnina. Hvað verða t.d. margir beinar útsendingar frá úrslita- keppni NBA? Áskoruntilríkis- stjórnarinnar Kristinn skrifar: Ég skora á nýja ríkisstjórn að efna öll fallegu loforðin sem gefin voru fyrir kosningar, líka að þeir sem sögðu réttilega „Betra ís- land“ standi þá við þaö. Ég skora á rikisstjómina að lækka skattprósentuna eða hækka skattleysismörk. Ég skora á ríkisstjórnina að lækka eftir- launaaldur í 65 ár. í flestum lönd- ura er hann 60-65 ár, við erum hæstir með 67 ár, þannig mætti líka draga úr atvinnuleysinu en annar flokkurinn lofaði 12.000 nýjum störfum. Ég skora á ríkis- stjórnina að leiðrétta það hrika- lega óréttiæti sem einhleypir eru beittir en þeir eins og aðrir borga að sjálfsögðu skatta til þjóðfélags- ins. Þeir einir fá ekkert til baka, þetta hlýtur að vera réttlætismál. Ég skora á rikísstjómina að stefna að því aö launamismunur- inn minnki til muna. Það er úti- lokað fyrir rikisstjórnina að sam- þykkja að sumir hafi 60 þúsund kr. á mánuði en aðrir 300-600 þúsund. Hemmiíbarna- tímann Móðir hringdi: Á mínu heimili eru mikii sárrndi yfir þvi aö þáttur Hemma Gunn skuli vera hættur. Við skiljum ekki af hveiju vinsælu sjónvarpsefni er kippt út úr dagskránni. Varla er það kostnaðurinn. Þá mætti nú al- veg hætta með þessar útsendingar úr ensku knattspyrnunni til að spara peninga. Þrátt fyrir aö þátturinn sé hætt- ur vona ég að Hemmi verði áfram í Sjónvarpinu. Mér firmst hann eiga það skiliö. T.d. mætti láta Hemma stjóma barnatímanum. Hann væri alveg kjörinn í það hlutverk. Vantarbrosid B. Guðjónsson skrifar: Ég óska þjóðinni til hamingju með nýju ríkisstjómina en ég er nokkuð sannfærður um að hún á eftir að vinna gott starf. Sérstak- lega býð ég Halldór Ásgrímsson velkominn til starfa. Þar virðist vera traustur maður á ferðinni. Hann er þó ekki gallalaus frekar en aðrir. Löstur Halldórs er sá aö hann brosir allt of sjaldan. Stjóm- málamenn eiga ekki bara að vera brúnaþungir. Þeir þurfa lika aö hafa húmor. Ég efást ekki um aö Halldór hefur gott skopskyn. Hann þarf bara að brosa meira. Enn áróður Stína hringdi: Enn einn „reyklausi dagurinn" er í nánd og þá hellist yfir mann áróðurinn um skaðsemi reyk- inga. Þetta er orðið vægast sagt þreytandi. Af hveiju í ósköpun- um má maður nú ekki reykja í friði? Það er hvort sem er búið að banna reykingar svo gott sem alis staðar. Vonandi fer þessari áróðursherferð aö linna. Það er nóg komið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.