Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96>-26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Ávísun á ímyndaðan auð Baksamningur nýju ríkisstjómarinnar um sjávarút- vegsmál gerir ráð fyrir, að ofveiði á þorski verði aukin um 8-12.000 tonn á ári til að friða eigendur veiðiskipa, sem em minni en 150.000 tonn, án þess að gera það á kostnað hinna, sem eiga stærri skip en 150.000 tonna. Þetta er dæmigerð pólitísk lausn, afbrigði af prentun peningaseðla, sem em ekki ávísun á nein ný verðmæti. Lausnin mildar að sinni ági’eining milli smárra og stórra innan sjávarútvegsins með því að búa til viðbótarkvóta, sem ekki er ávísun á nein viðbótarverðmæti í hafinu. Þorskurinn var ofveiddur, áður en þessi póhtíska sjón- hverfmg var hönnuð. Hún stuðlar að aukinni ofveiði á líðandi stund og þar með stuðlar hún að minnkun á verð- gildi hverrar kvótaeignar fyrir sig, þegar hættan á hruni þorskstofnsins færist enn nær okkur en hún er nú. Áfram verður haldið að meta stöðu þorskstofnsins. Misræmið milli raunverulegra veiða og þeirra veiða, sem þorskstofninn þolir, mun aukast og valda auknum kröf- um um almennan niðurskurð veiðiheimilda áður en stofninn hrynur að færeyskum og kanadískum hætti. Kröfumar munu koma frá hinum raunvemlegu eig- endum þorskstofnsins, sem eru hvorki ráðherrar né sægreifar, heldur fólkið í landinu. Það mun kreíjast þess, að umboðsmenn sínir láti ekki smáa og stóra útgerðar- menn gera þjóðareignina verðlausa með illri umgengni. Þeim vanda ætlar ríkisstjórnin að mæta, þegar að honum kemur. Að sinni fmnst henni brýnna að sætta misjöfn sjónarmið eigenda fiskiskipa á kostnað eigenda auðlindarinnar. Stjómmálamönnum hefur jafnan fundizt skynsamlegast að pissa í skóinn á líðandi stund. Hin innstæðulausa ávísun á þorsk er að þessu sinni sérstakt áhyggjuefni. Fremur hefði verið búizt við henni af ríkisstjórn með aðild Alþýðuflokks, sem á síðasta kjör- tímabili var veikur fyrir kenningum galdralækna um, að reiknilíkön fiskifræðinga væru ekki nógu góð. Framsóknarflokkurinn var hins vegar talinn búinn þeim kosti að vera hallari en aðrir flokkar undir ábyrga fiskveiðistjóm. Það stafaði af, að núverandi formaður hans reyndist ekki vera eins óábyrgur sjávarútvegsráð- herra á sínum tíma og aðrir slíkir höfðu þá verið. Þar sem sjávarútvegsráðherra fráfarandi og nýrrar ríkisstjómar hefur að mestu fetað að þessu leyti í fótspor formanns Framsóknarflokksins á valdaskeiði sínu, hefði mátt vona, að samstarfsflokkamir í nýju ríkisstjóminni sýndu meiri ábyrgð en fram kemur í baksamningnum. Að létta og ljúfa leiðin skyldi vera valin sýnir okkur, að takmörk era fyrir ábyrgðartilfinningu í stjómmálum. Þrýstihópamir em smám saman að verða óbilgjamari og valda stjómmálamönnum vaxandi ótta. Þetta er hættuleg þróun, svo sem baksamningurinn sýnir. Ábyrgðarbilun af tagi baksamningsins veldur þjóðinni miklu tjóni. 8-12.000 tonna aukin þorskveiði mun rýra þorskstofninn og valda enn meiri niðurskurði til mótvæg- is á allra næstu kvótaámm, nema ábyrgðarleysið vaxi enn og leiði til eyðileggingar auðlindarinnar. Þorskurinn í sjónum eykst ekki neitt, þótt stjórnmála- menn auki veiðiheimildir um 8-12.000 tonn. Langt er síð- an almennt varð ljóst, að þorskurinn er ofveiddur og fer með hverju árinu rýmandi sem auðlind. Hlutverk stjóm- málamanna ætti að felast í að snúa þeirri þróun við. En ríkisstjómin lítur ekki á sig sem umboðsmann fólksins, heldur sem umboðsmann sérhagsmuna, er allt- af hafa átt fremur ljúfan aðgang að stjórnarflokkunum. Jónas Kristjánsson „Hefur islenska þjóðin, eigandi auðlindarinnar, gefið útgerðarmönnum heimild til að nýta nytjastofna ó Is- landsmiðum með þessum hætti? Svarið er nei.“ Sjávarútvegsráð- herra sæti opinberri rannsókn Samkvæmt lögum um stjóm fiskveiða eru allir nytjastofnar á íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildinni. Þrátt fyrir þessi ským ákvæði 1. gr. laganna um stjóm fiskveiða hafa sjávarútvegsmálaráðherrar heimilað að sameign þjóðarinnar, fiskurinn, sé veðsettur af útgerðar- aðilum fyrir tugi milljarða kr. og selji og kaupi aflaheimildir að vild. Meginleiðirnarsex Samkvæmt núgildandi reglum eru sex meginleiðir við framsal aflaheimilda. A. Framsal milli skipa innan sömu útgerðar er frjálst. B. Kvóti keyptur beint og greitt fyrir með peningum. C. Fiskur veiddur beint fyrir aðra útgerð á fóstu verði. D. Veitt fyrir aðra útgerð eftir samkomulaginu tonn á móti tonni á föstu verði. Önnur útgerð leggur þá til ákveðinn tonnafjölda sem veiöa má. Þeir sem veiðamar stunda leggja sama magn á móti og landa hjá fiskkaupanda. E. Fiskmarkaðir útvega kvóta gegn því að landað sé hjá þeim. Þá dregst veröið á kvótanum frá brúttóverði aflans og mismunur- inn kemur til skipta. F. Skipt á jofnum veiðiheimildum miðað við verðmæti fisktegunda. Þá skiptir t.d. útgerð A við B á 100 tonnum af þorski og 200 tonnum af karfa. Hefur íslenska þjóðin, eigandi auðlindarinnar, gefið útgerðar- Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri mönnum heimild til að nýta nytja- stofna á íslandsmiðum með þess- um hætti? Svarið er nei. Þjóðin hefur aldrei gefið útgerðarmönn- um heimild til að veðsetja fiskinn í sjónum fyrir tugi milljarða v/skipakaupa og selja og kaupa fiskveiðiheimildir eins og um væri að ræða þeirra eign. Skýr eignarréttur Eignarréttur þjóðarinnar á auð- lindinni er skýr og afdráttarlaus. Hvergi er að finna í lögum eða reglugeröum um sjávarútvegsmál að þessi eignarréttur hafi verið af- numinn eða skertur. Því ber að ógilda allar framsalsheimildir á nytjafiskum og veðsetningar út- gerðaraðila á óveiddum fiski innan fiskveiðilögsögunnar. Ráðherrar og forstöðumenn stjómsýslustofnana íslenska ríkis- ins, sem bera ábyrgð á þessum meintu lögbrotum, misbeitingu valds og óábyrgri fyrirgreiðslu fjármagns, séu í opinberri rann- . sókn látnir sæta ábyrgð gerða ' sinna. Á undanfórnum árum hefur orð- ið að afskrifa yfir 40 milljarða króna í banka- og sjóðakerfinu, sem einnig má rekja til óábyrgrar fjárfestingar vegna afskipta stjóm- ( málamanna eða forsvarsmanna fjármálastofnana. Hagsmuna- tengsl og fyrirgreiðslupólitík í eigin þágu eða annarra sérhagsmuna er einnig misbeiting valds sem brýtur í bága við almenna hagsmuni og ’ siðferðisvitund þjóðarinnar. Lýð- ræðisþjóðfélag á að framfylgja löggjöf sem sett er af kjörnum full- trúum Alþingis og skráðum reglum sem handhafar framkvæmdavalds- ins sefia. ( Kristján Pétursson „Hagsmunatengsl og fyrirgreiðslupóli- tík í eigin þágu eða annarra sérhags- muna er einnig misbeiting valds sem brýtur í bága við almenna hagsmuni og siðferðisvitund þjóðarinnar.“ Skodanir annarra Prófskírteinið á Alþingi „Hér gengur allt út á ungt fólk og nýtt fólk en min skoðun er að hvort tveggja verði að vera til staðar. Þeir sem eru eldri og hafa reynsluna þurfa að styðja við bakið á þeim sem yngri eru, ekki síst hér á Al- þingi... Þá er ég ekki aö tala um að ungu fólki verði úthýst en það er ekki farsæl þróun ef einungis ungt fólk myndi sitja Alþingi íslendinga. Það eru ekki geröar kröfur til prófskírteinis á Alþingi. Prófskír- teinið er reynslan - lífsreynslan og starfsreynslan." Salorae Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis, í Tímanum 26. apríl. Fólk og fyrirtæki „Mikil umræða hefur farið fram um það, að nauð- synlegt væri að tryggja fyrirtækjum hér á íandi ekki verri rekstrargrundvöll en fyrirtæki, sem viö erum í samkeppni við í öðrum löndum, búa við. Þetta er rétt, en atvinnulífið hér verður þá líka að vera sam- keppnisfært við þessi erlendu fyrirtæki, að greiða hliðstæð laun... Ef íslensk fyrirtæki eru ekki sam- keppnisfær að þessu leyti, getur það ekki leitt til annars en að fólk flytji úr landi þangað sem launin og afkoman er betri.“ m.l.s. í s. tbi. VR-blaðsins. Hvenær læra vinstri menn? „Stundum er það þannig í lífinu að menn verða að stíga eitt skref afturábak til að geta tekið tvö skref áfram... í ósigri er sigur oft falinn. Litlu flokkarnir okkar á vinstri vængnum voru sjálfum sér verstir í kosningabaráttunni sem nú er afstaðin... Hvenær ætla vinstri menn að læra, hætta að beija á samherj- um sínum og fara að snúa sér að því að vinna á hin- um raunverulega óvini? Þeim sem gætir hagsmuna hinna meiri máttar í þjóðfélaginu eins og fiöregg sitt væri?“ Magnús Árni Magnússon, varaþingm. Alþfl., i Alþbl. 26. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.