Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 35 Lalli og Lína Ég hef verið kvæntur í langan tíma ... ég hef greinilega ekki enn þá greitt skuld mína við þjóðfélagið. dv Fjölmiölar Rikissjónvarpiö á hrós skiliö fyrir aö sýna í gærkvöldi þáttinn Sjö grönd í Yokohama. Hann fjallaöi um það einstæða afrek þegar íslendingar urðu heims- meistarar í bridge árið 1991. Sá árangur verður aldrei ofmetinn. Bridge er einhver alvinsælasta iþrótt veraldar enda eru keppnis- spilarar í heiminum sennilega yíir einn tugur milljóna. Svokall- aðir áhugaspilarar, sem láta sér nægja að spila eingöngu í heima- húsum, eru eflaust tvöfalt fleiri og því greinilegt aö fáar íþróttir komast í hálfkvisti við bridge. Sennilega er knattspyrna eina íþróttin sem iðkuð er af fleira fólki. Vegna þess hve margir stunda iþróttina er því merkilegra að ís- land htla, með sína 265.000 íbúa, skyldi ná því að vinna til heims- meistaratitils. Enda vakti afrek íslendinga ekki síöur athygh meðal erlendra bridgespilara. í þættinum „Sjö grönd í Yoko- hama“ var á skemmtilegan hátt lýst þeirri stemningu sem mynd- aðist þegar fslendingar voru að vinna til þessa titils. Hann var einnig kryddaður viðtölum við spilara og aðra sem nálægt komu og í heildina ágætlega unninn. ísak Öm Sigurðsson Andlát Stefanía Einarsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. apríl. Þóra Kristjánsdóttir, Rifkelsstöðum, er látin. Guðný Elísdóttir lést á Hrafnistu, Reykjavík, þann 25. apríl. Guðjón Magnússon bifreiðastjóri, Laufbrekku 27, Kópavogi, lést í Landspítalanum 25. apríl sl. Jarðarfarir Kristinn Kristinsson, Gíslholti, Holt- um, andaðist í Sjúkrahúsi Suður- lands, Selfossi, 25. apríl. Jarðarforin fer fram frá Hagakirkju laugardag- inn 6. maí kl. 14. Guðrún Jónsdóttir frá Helgastöðum andaðist á Elliheimilinu Grund 15. aprfl sl. Útforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Ásgeirsson forstjóri, Hvassa- leiti 56, sem lést 20. apríl sl„ verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 28. apríl kl. 15. Margrét Jónína Gunnlaugsdóttir, Hrafnistu, áður til heimUis á Klepps- vegi 132, sem lést þann 19. aprO sl„ verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fóstudaginn 28. aprU kl. 15. Sigurður Kristinn Þórðarson, Hátúni 19, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju fóstudaginn 28. aprO kl. 15. Útfor Þóreyjar Jónsdóttur frá Hnappavöllum, Öræfum, Vesturgötu 113, Akranesi, verður gerð frá Akra- neskirkju fóstudaginn 28. apríl kl. 11. f.h. Klara Ólafsdóttir, Rauðalæk 27, Reykjavík, áöur Franskamel, Nes- kaupstað, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. aprO kl. 13.30. Haukur Vigfússon, Hrafnistu, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Áskirkju á morgun, fóstudaginn 28. aprO, kl. 13.30. VÆÆÆMJÆMJMÆJÆMJMIMi ATH.! Smáauglýsing í helgarblað DV veröur aö berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11-105 Reykjavík Sími 563 2700 Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 Slöldcvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 21. apríl til 27. apríl, að báðum dögum meðtöldum, verður í Laugar- nesapóteki, Kirkjuteigi 21, simi 553-8331. Auk þess verður varsla í Árbæj- arapóteki, Hraunbæ 102b, sími 567-4200, kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um lækna- þjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin eropið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögiun er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, simi 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í sima 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyflaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur héimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50ániin Fimmtud. 27. apríl Vörn Þjóðverja á ítal- íu er lokið. Margarstórborgirá Norð- ur-ítalíu gefast upp. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Simi 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartnni Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aörir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-Iaug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miöv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, flmmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Sásem biðurkonu um að mega kyssa hana, áðuren hann gerir það, veltir á ósæmilegan hátt ábyrgðinni yfirá hana. Helen Rowland Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn Íslands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aöalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sinú 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, simi 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson ar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 28. apríl Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Mikilvægt er að hlusta á ráðleggingar annarra. Þú getur grætt heilmikið á því. Það er ekkert gagn að því að þumbast við og standa í vegi fyrir framfórum. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú tekur forystuna í ákveðnu máli enda verður ekki lengur beð- ið. Hætt er við að öfund eða afbrýðisemi skjóti upp kollinum. Hrúturinn (21. mars-19. april): Hegðun ákveðinnar persónu fer í taugamar á þér. Láttu það ekki eftir þér. Reyndu fremur að skilja þennan aðila. Þú færð tæki- færi til þess að koma þér á framfæri. Nautið (20. apríl-20. mai): Þú tekur fólki vel sem leitar til þín í vandræðum sínum. Reyndu að sætta menn með þeim ráðum sem þú kannt. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Eyddu ekki tímanum í fánýta hluti. Vertu raunsær. Þú þarfl að byggja þig vel upp. Að því loknu ert þú fær um að veita öðrum. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Þú hefur mikið að gera bæði heima og í vinnu. Þú verður þó að staldra við og hugsa þinn gang. Nýttu hæfileika þína sem best. Happatölur era 10,17 og 30. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú verður að undirbúa starf þitt vel. Það er einkum nauðsynlegt ef einhver áhætta felst í aðgerðum þínum. Þú nærð góðum ár- angri með aðstoð annarra. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Ef menn hika þá er rétti tíminn fyrir þig að taka forystuna. Gefðu þér þó tima til þess að skipuleggja framhaldið. Málamiðlun er líkleg í ákveðnu máli. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú gætir lent í þrasi og þrefl fyrrihluta dags. Aðrir virðast frem- ur skilningslitlir. Þetta lagast þó sem betur fer þegar á daginn líður og kvöldið verður vel þolanlegt. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Samvinna gengur lítið vegna mismunandi sjónarmiða. Þú verður að laga þig að sjónarmiðum annarra, ekki síður en þeir að þínum. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Láttu smáleg vandamál ekki á þig fá. Mikilvægt er að hópurinn vinni allur vel saman. Haltu andlitinu hvað sem á gengur. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú verður að einbeita þér vel. Láttu aðra ekki trufla þig. Með skipulögðu starfi næst árangur. Þú gætir þurft að taka á honum stóra þínum í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.