Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1995 3 I I I > Í í > i i i > Fréttir Hafa náð þeim eina ár- angri að fella út eitft orð - niðurstaðan fullkominn ósigur „Eg sé ekki betur en að þessir menn haíl náð þeim árangri einum aö fá eitt orð fellt út úr stefnu- skránni. í uppkasti að stjórnarsátt- málanum stóð að áfram skuli fylgt aflamarkskerfinu í meginatriðum. Þeir munu hafa náð út orðinu áfram þannig að nú stendur að fylgt skuli aílamarkskerfmu í meginatriðum," segir Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaður um framgöngu vestfirsku sjálfstæðismannanna við gerð sjáv- arútvegssáttmálans. Hann segir að frá sínum bæjardyr- um séð hefði þeim verið nær að bæta inn einu orði; orðinu ekki. „Þetta er algjör ósigur vestfirsku sjálfstæðis- mannanna og þeir eru fastir í yfirlýs- ingum. Þá er þaö ekki síður ósigur fyrir þá að stjórnin hefur svo mikinn meirihluta að ekki skiptir máli hvor- um megin hryggjar þeir liggja," segir hann. Sighvati hefur nokkuð verið legið á hálsi fyrir að gefa svipaöar yfirlýs- ingar fyrir kosningar og sjálfstæðis- mennimir gerðu nú. Þær raddir heyrast að hann hafi síðan brugðist þegar kom að ríkisstjórnarmyndun. „Ég hef alltaf reynt að vinna á móti kerfinu í öllum atkvæðagreiðsl- um. Ég hef aldrei skrifað upp á stjórnarsáttmála um áframhaldandi aflamarkskerfi. Það hafa þeir aftur á móti gert,“ segir Sighvatur. -rt Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? Gerist áskrifendur! Slökkvilið og lögregla munu heimsækja grunnskólana í Reykjavik næstu daga til að brýna fyrir börnum og ung- mennum hættuna af því að kveikja í sinu. Ekki einungis getur trjágróður stórskemmst, dæmi eru um að skemmdir hafi orðið á mannvirkjum og slys á börnum. Á dögunum heimsóttu slökkviliðsmenn á slökkviliðsbíl nemendur i Fossvogsskóla í þessum tilgangi. DV-mynd Sveinn TÍMARIT HESTAMANNA Sími 588 2525 mmu iMiiED ilUmlVllill Loksins é íslandi! Frumsýning um helgina í Bílasalnum Fosshálsi 27 Frábærir eiginleikar við ólíklegustu aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.