Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ1995 r voin iijtou ^ Húseigendur! 15% afsláttur af móðuhreinsun glerja út maí. Þaktækni hf. Löngumýri 15-210 Garðabæ Sími 565-8185 yjáþi láþrýstíþvottur - Þakdúkalagnir - Þakviðgerðir og fl. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Skráning unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 1995 fer fram dagana 2. maí til 12. maí nk. í afgreiðslu skólans, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, jarðhæð. Opið er frá kl. 8.20 til 16.15 alla virka daga. Upplýsingum um starfsfyrirkomulag Vinnuskólans sumarið 1995 hefur verið dreift til nemenda í 8. og 9. bekk grunnskóla í Reykjavík. Upplýsingunum fylgdi skráningarblað og skrá unglingarn- ir sig til vinnu með því að fylla það nákvæmlega út og skila til Vinnuskólans. VINNUSKÓLI REYKAVÍKUR Nám í * Tannsmiðaskóla Islands Umsóknir skal senda til Tannsmiðaskóla íslands, c/o skrifstofu Tannlæknadeildar Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. júní nk. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið grunnskólaprófi og hafa jafngildi stúdentsprófs í ensku og einu Norð- urlandamáli, auk þess er undirstöðuþekking í efna- fræði æskileg. Umsóknum skal fylgja: 1. Staðfest afrit eða ljósrit af prófskírteinum. 2. Læknisvottorð um almennt heilsufar ásamt vottorði um óbrenglað litskyggni. 3. Meðmæli sem kynnu að skipta máli. 4. Umsóknir skulu vera vel merktar með nafni, heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi. Skólanefnd Merming Litaorgel Leifs Breið- fjörðs í Gerðarsafni Yfirlýst markmið Leifs Breiðfjörðs með sýningunni í Gerðarsafni er að „leika á safnið einsog risastórt hljóðfæri, litaorgel, semja fyrir það sinfóníu í litum, formum og línum með hjálp ljóssins". Markmiðið er vissulega háleitt og margþætt, en þegar sýningin er skoöuð kemur í ljós að það hefur ekki reynst Leifi óyfirstíganlegt, þvert á móti. Hér er um að ræða ein- hverja fjölskrúðugustu og stærstu sýningu einstakl- ings hér á landi í háa herrans tíð. Safnið er allt lagt Myndlist Ólafur J. Engilbertsson undir í bókstaflegum skilningi - aö meðtöldum loftum, anddyri, stigagangi og kaffistofu - alls 129 verk auk 14 spjalda með ljósmyndum og frumdrögum að gler- verkum. Það er ekki að ófyrirsynju að Leifur nefnir sýninguna Yfirsýn, því það er hún sannarlega, þótt ótrúlegt megi virðast; haldgóð yfirsýn aldaríjórðungs- ferils þessa stórvirka glerlistamanns. Margar merkingar í sama formi Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók um lista- manninn, rituö af Aðalsteini Ingólfssyni, í samvinnu Máls og menningar og Schanbacher útgáfunnar. Úm bókina verður fjallað sérstaklega síðar, en þar rekur Aðalsteinn m.a. hina stuttu glerlistarsögu okkar ís- lendinga er hefst í reynd ekki fyrr en með steindum glergluggum Gerðar Helgadóttur árið 1955. Nú hefur sá hreiðrað um sig í safni Gerðar er telst hafa fyrstur íslendinga helgað sig glerlistinni alfarið. Leifur er af- burðateiknari og hann hefur lag á þvi að gera flókna hluti einfalda, segja margt með einu formi, fela marg- ar merkingar innan sama flatar. Þessa sér einna best stað í stærsta verki Leifs til þessa, íkarusi í Leifsstöð, en einnig í því nýjasta, Mannsandanum í Þjóðarbók- hlöðunni. A sýningunni í Gerðarsafni er að finna vinnuteikningar af báðum þessum verkum - að vísu aðeins hluta hins mikla verks í Leifsstöö - qg er feng- ur að því að sjá hvernig listamaðurinn vinnur sig áfram í formi og lit í þessum drögum. Flókin saga - tær einfaldleiki Stórvirki Leifs í Skotlandi og Þýskalandi hafa hins vegar farið fram hjá mörgum hér á landi og því er. ekki síður fengur í því að sjá hér drög þeirra verka og ljósmyndir af þeim í endanlegri mynd. Þar ber sýnu hæst Minningarglugga um Robert Burns í St. Giles dómkirkjunnni í Edinborg. Vinnuteikningin er í rétt- um hlutföllum, tæpir tíu metrar á hæð og tæpir fimm á breidd og nær upp frjáfur safnsins í stigagangi við kaffistofu. í þessu verki hefur Leifi tekist að fmna Eitt verkanna á sýningunni. hárfína leið á milli þess að segja flókna sögu og túlka tæran einfaldleik uppljómunar. Að rækta frumgróðurinn Líkt og Aðalsteinn bendir á í nefndri bók um lista- manninn fór hans myndhstarþroski fram á tímum sáttaumleitana á milli hlutbundins og óhlutbundins myndmáls. Popplistin fól í sér slikar sættir og hefur reynst Leifi drjúgt ferðanesti. Á þessari viðamiklu sýningu kemur hins vegar glöggt í ljós að Leifur Breið- fjörð hefur aldrei bundið sig við ákveðna línu í Ust- inni, heldur ræktað frumgróður hugmyndanna með því að reyna sig við ólík efni og stílbrigði. Þannig opn- ast myndmálið og græskuleysi verður að sjálfsögðum þætti hins uppljómaða glers. Sýningu þessa hefur Usta- maðurinn unnið í líkan líkt og svo mörg glerlistaverk sín sem eru innsetningar í rými og að því leyti óUk hefðbundnum steindum gluggum fyrri alda. Rýmisvit- undin er þannig stór þáttur í list Leifs og ekki sá viða- minnsti í þessari stórsýningu hans sem stendur tfí 21. maí. HM’95 fÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆIÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ DV mun gefa út sérstakan átta síðna blað- auka um HM ’95 daglega frá 8.-22. maí. Fjallað verður um allt sem viðkemur HM '95 og er blaðaukinn tilvalinn auglýsingavettvangur því meðan á keppninni stendur verður handboltinn mál málanna. Þeim auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa í HM '95 blaðaukanum er bent á að hafa samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsrngadeild DV, í síma 563-2723 hið fyrsta. ATH.I Bréfasími auglýsingadeildar er 563-2727. ÁFRAM ÍSLAND! Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími B63-2700 Bridge Bridgefélag Breiðfirðinga Fjórða umferðin í Primavera-tvímenningi félagsins var spiluð fimmtudaginn 27. apríl. Staða efstu para er nú þannig: 1. Óskar Karlsson-Þórir Leifsson 220 2. Guynnar Karlsson-Sigurjón Helgason 166 3. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 142 4. Sigtryggur Sigurösson-Ragnheiður Nielsen 118 5. Sveinn R. Þorvaldsson-Páll Þór Bergsson 101 6. Magnús Sverrisson-Guölaugur Sveinsson 99 Eftirtalin pör skoruðu mest á fjórða spilakvöldinu: 1. Ingibjörg Halldórsdóttir -Sigvaldi Þorsteinsson 78 2. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 64 3. Ólöf Þorsteinsdóttir-Sveinn R. Eiríksson 53 4. Sigtryggur Sigurðsson-Ragnheiöur Nielsen 49 5. Óskar Karlsson-Guðlaugur Nielsen 48 Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 21. apríl var spilaöur eins kvölds tví- menningur með forgefnum spilum og 38 pör spiluðu 15 umferðir með 2 spilum milli para. Meðalskor var 420 og hæstu skor í NS fengu: 1. Halla Bergþórsdóttir-Lilja Guönadóttir 492 2. Kristófer Magnússon-Albert Þorsteinsson 488 3. María Ásmundsdóttir-Steindór Ingimundarson 477 4. Guðlaugur Nielsen-Þórir Leifsson 470 4. Jónína Pálsdóttir-Sigurbjörn Þorgeirsson 470 - og hæsta skor í AV: 1. Siguijón Tryggvason-Pétur Sigurösson 522 2. Guðný Guðjónsdóttir-Jón Hjaltason 515 3. Geirlaug Magnúsdóttir-Torfi Axelsson 483 4. Guðbrandur Guðjohnsen-Magnús Þorkelsson 476 5. Friðrik Jónsdóttir-Anton Valgarðsson 468 Bridgesamband Austurlands Austurlandsmót í sveitakeppni og aðalfundur Bridgesambands Austurlands fóru fram í Valaskjálf 21.-23. apríl. Tuttugu sveitir kepptu um titihnn Austur- landsmeistari í sveitakeppni 1995. í fyrsta sæti varð sveit Herðis hf. en spilarar í þeirri sveit voru Pálmi Kristmannsson, Guttormur Kristmannsson, Sigurjón Stefánsson og Ólafur Þ. Jóhannesson. Sveit Herðis hlaut 150 stig en í öðru sæti var sveit Landsbankans Vopnafirði með 149 stig. í þriðja sæti varð sveit Loðnu- vinnslunnar hf. með 141 stig, í fjórða sæti sveit Spari- sjóðs Norðfjarðar með 140 stig og í fimmta sæti sveit Áðalsteins Jónssonar með 131 stig. BSA kaus sér nýja stjórn og hana skipa; Hafþór Guðmundsson forseti, Jóna Ólafsdóttir, Ágúst Sigurðs- son, Þorvaldur Hjarðar og Oddur Hannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.