Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 13 Fréttir Sandgildrurnar hafa reynst vel. DV-mynd Páll Vlk í Mýrdal: Sandgildrurnar reynast vel Páll Pétursson, DV, Vík: Sandfok hefur verið vandamál í Vík í Mýrdal síðustu árin og þá sér- staklega að vetrinum. í tengslum við breytingar á fjöru hefur melgresið farið illa og sandurinn fokið óhindr- að yfir byggðina í suðvestánroki. í vetur var gerð tilraun með nýjar sandgildrur. Það „eru plastborðar sem strengdir eru á staura og er komið fyrir á nokkrum stöðum í fjör- unni sunnan við Vík, þvert á vind- stefnuna. Sandurinn hefur safnast að þessum gildrum. Þær eru nú komnar á kaf og því fyrirsjáanlegt að þær þarf að hækka og einnig að fjölga og verður það gert. Þá er gert ráð fyrir að sá melgresi í þessa sandhóla og einnig að planta melgresi í þá. Það hefur aldrei verið reynt hér á landi svo vitað sé. Heimamenn í Vík vonast til að þessar aðgerðir stöðvi sandfok að mestu í framtíðinni. Notaðir gámar á góðu verði s Odýr og þægileg geymsla Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymslu- vandamálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur, flutningabílstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli, hestamennsku o.fl. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið; það er hægt að fella þá inní landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaöa gáma til lengri eða skemri tíma. tt HAFNARBAKKI v/Suðurhöfnina, Hafnarfirði, sími 565 2733, fax 565 2735. HAPPA,, drattur KRINGLUNNAR Yorleikur lyrir viðskiptavini Kringlunnar 27. apríl - 5. maí 1995 Ef þii verslar fyrir 2.000 krónur eða nicira á einum stað í Kringlunni, |)á fylgir einn Happadráttarmiði. Þú fyllir miðann út og setur í Happadráttarkassa sem eru við aðalútganga Kringlunnar. 100 góðir vinningar frá fyrirtækjum Kringlunnar Aðalvinningurinn er: þúsund króna verslunarferð í Kríngluna Stærsti vinningurinn er verslunarferð í Kringluna þar sem vinningshafinn verslar í glæsilegum verslunum og þjónustu- fyrirtækjum Kringlunnar fyrir samtals 300 þúsund krónur. Ifyigjan sér uni kynningu og útdrátt daglega kl. 14. Daglega er dregið um íjóra góða vinninga og tíu aukavinninga og nöfn liinna heppnu lcsin upp á Bylgjunni. Síðasta daginn fara allir miðarnir í stóra pottinn. Aðalvinningurinn, 300 þúsund króna vöruúttekt, verður dreginn út laugardaginn 6. maí kl. 14.00. llcildarverðmæti vinninga er yfír 1 milljón kr. Komdu í Kringluiia og kynntu þér nánar lcikreglumar KRINGWN -heppilegur stadur- Afgreiðslutími Kringlunnan IHánudaga - fimmtudaga 10-18:30 föstudaga 10-19 laugardaga 10-16 ■5 3 S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.