Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 15 Um Hæstarétt Umræöan um dómsmál er oft á tíðum ekki ýkja mikil á íslandi. Jafnvel svo að lögmenn og dómarar kvarta um fáleika fjölmiðla. Nýlega héldu aðstandendur Hæstaréttar íslands upp á 75 ára afmæli dóms- ins. Ríkisútvarpið flutti öll erindin sem þar voru mæld í sérstakri dag- skrá fyrir skömmu. Annars minnist ég ekki að hafa séð myndir eða annað birt frá þessu sögulega afmæli. Eða eru æðri dómsmál einkamál dómara og lög- fræðistéttarinnar? Skyldu skilaboð forseta Hæstaréttar um árið hafa verið túlkuð á þá lund að óþarfa- fréttaflutningur af dómsmálum væri ekki æskilegur. Dómstólar eru eitt af mikilvæg- ustu stjórnskipan lýðveldisins ís- lands. Allar umræður eru því gagn- legar ef dómstólar eiga að fylgja Kjállariim Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri „Vantrú á dómstólum er mein sem ekki er auðvelt að vinna á. Dómstólar þurfa því stuðning frá almenningi sem á að búa við lögin, jafnt sem alþingismenn.“ þeirri hraðfleygu siglingu sem þjóðfélögin eru á. - Eða er þjóðin að drukkna í oft innantómri pólitík, um Alþingi og framkvæmdavaldið? Skilaboð forseta Hæstaréttar Fyrir rúmu misseri beindi forseti þeim tilmælum til lögmanna- og dómarafélagsins; að málflytendur reyndu að takmarka málflutning fyrir Hæstarétti við „meiriháttar- mál“. Viðkomandi bréf var aldrei birt opinberlega. En skilaboðin láku út til lögmanna og hafa ef til vill verið mistúlkuð. Sumir lögmenn litu á þessar bréfaskriftir sem persónulegt van- traust á lögmannastörf sín. Lái þeim hver sem vill. Hins vegar væri nær að birta bréfið sem öllu umrótinu olh opinberlega. Eru ekki störf dómara fyrir opnum tjöldum, líkt og hjá ráðherrum eða alþingismönnum? Væri ekki nær fyrir virðulegan forseta Hæstaréttar að beina spjót- um sínum til löggjafans? Er það ekki hlutverk löggjafans að setja dómstólum leikreglur? - Móta far- veg dómstóla og gera lögin betri, fremur en að fjölga dómurum Hæstaréttar. Hæstiréttur breikki lögin? Lögin um Hæstarétt eru fáskrúð- „Eru ekki störf dómara fyrir opnum tjöldum, likt og hjá ráðherrum eða alþingismönnum?" er spurt í grein Sigurðar. ug og löngu kominn tími til að Al- þingi setji þar víðtækari ákvæði. Geri þar með störf dómara bæri- legi. Sæki fyrirmyndir víðar en til Norðurlanda, ef innlendir eru ekki nægilega góðir lagasmiðir. Vantrú á dómstólum er mein sem ékki er auövelt aö vinna á. Dóm- stólar þurfa því stuðning frá al- menningi sem á að búa við lögin, jafnt sem alþingismenn. Hlutverk Hæstaréttar er öðru fremur að túlka lögin svo brúkleg séu. Ekki að nálgast lagavaldið til aö setja reglur eins og margir dómarar vilja meina að þróunin hafi orðið. Hins vegar hlýtur það að vera skylda dómsvalds að víkka út lögin þegar við höfum undirritað Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasátt- mála Evrópu. Sigurður Antonsson Hagsæld og hlutabréf Það má einkennilegt vera aö til- tölulega lítið er um það að fólk eignist hlutabréf hér á landi. Ein- hverra hluta vegna virðist margt fólk hafa fremur litla tiltrú á slík- um viðskiptabréfum og kunna að vera ýmsar skýringar á því. Sýnir þetta að sjálfsögðu almenna tor- tryggni íslendinga gaghvart fyrir- tækjarekstri á Islandi og vantrú þeirra á forsvaranlegri meðferð á íjármagni sem stjómendur fyrir- tækjanna hafa á hendi. Eigin lífeyrissjóður Fyrir nálægt áratug tók þáver- andi ríkisstjórn þá stefnu að veita sérstakan en takmarkaðan skatta- afslátt þeim sem fjárfestu í hluta- bréfum með tilteknum skilyrðum. Hafa nokkur þúsund manns not- fært sér rétt þennan á hveiju ári. Stendur mörgum stuggur af slíkum fríðindum en í sjálfu sér er stefnan ekki röng því fólk leggur til hliðar dáhtla fjármuni sem eha færa að nokkru leyti í skattahítina miklu og þessir fjármunir eru á meðan ekki á gráa eða jafnvel svarta fjár- hagsmarkaönum. Hiö opinbera hefur einnig tryggingu fyrir því að þegar arður af hlutabréfaeign fer fram úr ákveðnu marki, verður það sem umfram er að tekjustofni við- komandi framteljanda. Lífeyrissjóöimir hafa keypt hlutabréf til að ávaxta féð sem þeim er trúað fyrir, af hverju get ég sem framtgljandi ekki gert það sama og þeir þo í smáum stíl sé? Hlutabréf eru vel til þess fallin að mynda eig- in lífeyrissjóð eða varasjóð sem Kjallarinn Guðjón Jensson bókasafnsfr. og leiðsögumaður grípa má til á örlagastundu. Sparn- aður af þessu tagi hvetur einstakl- inginn til þess að setja sig inn í heim fyrirtækjareksturs og við- skipta sem aftur hefur þau áhrif að hann geti gert sér betur grein fyrir efnahagsástandi landsins. Betri rekstur- hagkvæm áhrif Fyrir nokkrum árum setti ég fram hugmyndir á fundi starfs- mannafélags nokkurs í tiltölulega stóru fyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu. Vildi ég að stjórn þess beitti sér fyrir því að starfsmenn gætu eignast htinn hlut í fyrirtæk- inu á sömu kjörum og hluthöfum var þá boðiö ef þeir vildu auka hlut sinn. Um það leyti hafði fyrirtækið leyst til sín mjög stóran hlut vegna greiðsluerfiðleika eins hluthafans og hlutabréf féllu af þeim sökum dálítið í verði. Áhuginn fyrir hugmynd þessari var því miður ekki mikill en skiln- mgur var einhver. Sennilega hefðu bréfin hækkað í verði í stað þess að lækka, ef áhugi hefði verið vak- inn meðal starfsmanna. Víða er- lendis er starfsmönnum fyrirtækja boðið að eignast hlut á kostaboðum aö uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Heyrði ég fyrir nokkrum árum að hjá stórfyrirtækinu BASF í Þýskalandi hefðu starfsmönnum verið boðnir hlutir með u.þ.b. 8-10% lægra verði en á markaði. Skilyrðin voru þau að þessi bréf yrðu ekki seld öðrum næstu 10 ár enda yrðu þau ekki afhent eigend- um fyrr en þessar kvaðir voru brottfallnar. Fróðlegt væri aö vita hvort áþekk boð tíðkuðust meðal íslenskra fyrirtækja. Við á íslandi erum því miður í „1. bekk“ í fyrirtækjarekstri, ef svo mætti til orða taka. Vinnusálfræð- in leggur mikið upp úr því að há- marka vellíðan starfsmanns og einn liðurinn í því er að stjórnandi eigi að láta starfsmann fmna að honum sé treyst. Til þess að stórt fyrirtæki eða stofnun geti starfað sem best á hámarksafköstum þarf andi meðal starfsmanna að vera framúrskarandi góður. Velvilji starfsmanns til fyrirtækisins og stjórnenda þarf að vera í góðu lagi og gagnkvæmur. Af hverju ekki að eignast ofurlít- inn hlut í fyrirtæki? Með því er stuðlað að betri rekstri þess sem aftur hefur hagkvæm áhrif á allt þjóðfélagið. Þá beinum við við- skiptum okkar í sömu átt og stuðl- um þar með að aukinni veltu fyrir- tækisins sem við eigum. Guðjón Jensson „Til þess aö stórt fyrirtæki eöa stofnun geti starfað sem best á hámarksafköst- um þarf andi meðal starfsmanna að vera framúrskarandi góður. Velvilji starfsmanns til fyrirtækisins og stjórn- enda þarf að vera 1 góðu lagi og gagn- kvæmur.“ Meðog ámóti Bjórsala á HM ’95 Ábyrgð lögð á iþrctta- hreyfinguna „Það þarf auðvitað að standa með nokkurri gát að bjórsölu í íþróttahúsun- um meðan á heimsmeist- arakeppninni stendur og þaö verður mikil ábyjrgð Guðrún Zoéga, fulltrúí Sjalíslæöisflokks l fé- lagsmálaráöi lögð á herðar íþróttahreyfingar- innar verði leyfi veitt fyrir bjór- inn. Ég trúi þvi að vel og sóma- samlega verði að málum staðið og þá er mikilvægt að leggja áherslu á að viröa aldurstakmark þannig aö börn og unglingar geti ekki keypt bjór í HöllinnL Mér finnst allt í lagi að selja bjór í íþróttahúsum meðan á heimsmeistarakeppninni stend- ur. Bjórsalan skiptir miklu máli fyrír keppnina ogíjárhag hennar. Bjór ler mjög veikt áfengi og kannski fyrst og freirist svala- drykkur en ekki áfengi og þess vegna gildir ekki það sama um bjór og annað áfengi. Það hefði ekki komið til greina að setja upp bar í Laugardalshöll en hins veg- ar er sjálfsagt að leyfa mönnum að kaupa bjór á staðnum, og þá ekki síst erlendu gestunum sem eru slíku vanir, frekar en að stuðla að því að áhorfendur taki bjórdósir með sér á leiki. Með bjórsölu á HM fæst reynsla af slíku hérlendis. Ef bjórsalan reynist illa verður hún ekki leyfð aftur.“ Hallæris- legur kotungs- hugsunar- háttur „Áfengis- neysla í íþróttahúsum og á íþrótta- völlum hefur verið gagn- rýnd af íþróttalireyf- ingunni. Það hefursýntsig Cuónin Kr. Óladóttir, að áhorfend- fumrúl Re>Ma*a<ur«st- ur hafa hegö- ans''"a95mál8ráS' að sér illa á íþróttakappleikjum vegna áfengisdrykkju og ég man ekki betur en að í vetur hafi bjór- dós veriö kastað inn á völl og í leikmann. íþróttahreyfingin seg- ir að vísu að bjórinn verði ekki seldur í dósum heldur málum en það er alveg Ijóst að drykkja og íþróttaleikir fara ekki saman. Það er mín skoðun. Bjórsala og drykkja á íþróttaleikjum er slæmt fordæmi fyrir börn og unglinga. Ég lít á það sem tvískinnung að leyfa bjórsölu á HM því að ef þetta veröur leyft núna tel ég aö það eigi líka að leyfa þaö fram- vegis og ekki vera með neina for- ræðishyggju eftir keppnina og banna bjórsölu í íþróttahúsum þá. Mér finnst hallærislegur sá kotungshugsunarháttur að ekki sé hægt að láta útlendingana vera án þess að fá bjórinn sinn þó að þaö sé einhver heimsmeistara- keppni hér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.