Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 Hringiðan Þessi böm þöndu heldur betur raddböndin fyrir fjölda áhorfenda í Smáranum í Kópavogi um helgina en þar var í gangi 10. landsmót íslenskra bamakóra. Börnin sungu bæði í smáum hópum og svo öll saman. AIls vom kórarnir 42, og sennilega hafa aldrei eins margir sungið í einu í þessu glænýja íþróttahúsi Breiðabliksmanna. DV-myndir VSJ I Gamlar knattspyrnuhetjur á Hótel íslandi Þessi káti hópur var staddur á Hótel íslandi á sunnudag þegar þar var í fullum gangi knattspyrnuhátíð þar sem htiö var yfir farinn veg og knattspyrnumenn frá árunum 1955- 1967 voru heiðraðir. Það vom þeir Hermann Gunnars- son og Rúnar Júlíusson sem tóku aö sér að stjóma veislu og tónhst, enda vel við hæfi því báðir era þeir gamlar knattspymuhetjur. Um helgina stóð Hundaræktarfélag íslands fyrir hunda- sýningu í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Um var að ræða meistarakeppni þar sem tveir dómar- ar, frá írlandi og Sviþjóð, dæmdu kosti og galla hund- anna. Alls voru til sýnis 34 tegundir og er hvolpurinn á myndinni að tegundinni dalmatier. 0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT...0DYRT... DEKKJA 1 ÞJÓIMUSTA; ELDSHOFÐA 6 - SIMI 67 78 50 10% i AFSLÁTTUR i gegn framvísun þessa miða | VERTU HAGSÝNN Í ÁR! Láttu setja sumardekkin á aukafelgur. Vib hjá Vöku hf. eigum ódýrar notabar felgur á bílinn þinn. Vib eigum líka gott úrval af: • Notubum hjólbörbum á vægu verbi • Sólubum hjólbörbum • Nýjum hjóíbörbum Komdu og kynntu þér málib, vib gerum þér gott tilbob. SJAUMST! ATHUGIÐ: Takmarkað magn af felgum - fyrstir koma, fyrstir fá! Óperu- tónleikar Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit íslands sl. fimmtudag. Stjómandi var Owain Arwell Hughes. Á efnisskrá voru aríur úr óperum, auk stuttra hljómsveitarverka. Tónleikamir hófust á forleiknum að Töfraflautunni eftir Mozart. Ef undan er skihn örlítil ónákvæmni í innkomum á 2-3 stöðum í fiðlunum var forleikurinn mjög vel leikinn, bæði af sterkri samheldni og leikgleði innan hljómsveitarinnar. Ingibjörg söng síðan með sveitinni konsertar- íuna Vado ma dove K583, eftir Mozart. Strax var ljóst að Ingibjörg hefur unnið vel með rödd sína og hefur hún þegar náð góðum árangri. Rödd hennar barst vel og, þótt hún ætti eftir að gera enn betur síðar á þessum tónleikum, skhaði hún hér vönduðum flutningi. Tónlist Áskell Másson í aríunni Come Scogho, úr óperanni Cosi fan tutte, eftir Mozart, losn- aði strax um spennu og hún söng frjálslegar og röddin naut sín betur. Flutningur hennar var þó mjög nákvæmur, flúr hreint og skýrt og greini- lega vönduð vinnubrögð að baki ahs. Fluttir voru sjö dansar úr óperanni Fást eftir Gounod og Svíta nr. 1 úr óperunni Carmen eftir Bizet. Hljómsveitin flutti þessi verk geysivel og með sérlega skemmthegum andblæ. Mikið bar á fagotti í dönsunum og er ástæða til að minnast þar á góðan leik. Nokkurrar ónákvæmni gætti þó í slagverkinu, t.d. tambúrínu í 1. þætti Carmen-svítunnar og var það miður í ljósi þess hversu vel var annars gert. Ingibjörg söng Gimsteinaaríuna úr óperunni Fást eftir Gounod og gerði það með thþrifum. Einnig tvær aríur eftir Puccini, Signore, ascolta úr Turandot og Quando m’en vo soletta úr La Boheme. Hér fór hún á kost- um og sýndi að hún er nú meðal okkar efnhegustu söngkvenna. Hún mætti kannski sýna örlítið meiri gleði þegar það á viö, en dramatískar óperuaríur virðast vera hennar sterka hhð. Hefur hún nú þegar góða tækni, er t.d. með einkar fallega sotto voce og mjög skýran fókus. Hljómsveitin lék Intermezzo, eða mhhsph, úr óperunni Manon Lescaut eftir Puccini og gerði það af sérlega mikhh innlifun og einlægri tilfinningu. Arían þekkta Un bel di vedremo úr Madam Butterfly var fahega sung- in hjá Ingibjörgu og söng hún sem aukanúmer aríuna 0, mio babbino caro eför Puccini og gerði einnig mjög vel. Lokaverk tónleikanna vom Polovetsian dansar úr óperunni Prins Igor eftir Borodin. Var flutningur þessara skemmthegu dansa hinn ágætasti undir góðri sfjórn Owain Arwell Hughes. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran. Menning ALLIR FINNA EITTHVAÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.