Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 Fréttir Upplýsingaheimar Skýrr opnaðir með efni DV: DV fæst í áskrift á Internetinu - frá og með deginum í dag Frá og meö deginum í dag verður hægt aö nálgast efni DV á alþjóðlega tölvuupplýsingakerfmu Intemeti í gegnum Upplýsingaheima Skýrr, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar. DV er fyrst til að fara inn á Upplýsingaheima Skýrr en eftir mánuð verður hægt að fá áskrift, t.d. að bifreiðaskrá, fyrirtækjaskrá, þjóð- skrá og skipaskrá. Efni DV verður í áskrift. Þeir sem em áskrifendur fyr- ir þurfa aðeins að greiða hálfa áskrift á Intemetinu en aðrir greiða jafn mikið og venjulegir áskrifendur, eða 1.550 krónur á mánuði. Netfang DV á Intemetinu er http://www.skyrr.dv. Til að byrja með verður ekki hægt að nálgast myndir og gröf úr DV heldur fyrst og fremst allan megin- texta blaðsins. Myndefnið verður til- búið síðar. Efni blaðsins verður kom- ið á Internetið á sama tíma og það kemur á götuna, auk þess sem hægt verður að nálgast efni eina viku aftur í tímann. Síðan er stefnt að því að áskrifendur Upplýsingaheima Skýrr fái aðgang að gagnabanka blaðsins 1. júni. Þegar netfang DV hefur verið sleg- ið inn birtist heimasíða DV á Inter- netinu. Þar geta menn valið á milli blaðs dagsins í dag og blaöanna viku aftur í tímann. Velji menn t.d. blað dagsins kemur síða með 8 efnisþátt- um sem eru fréttir, auglýsingar, inn- Netfang DV: http://www.skyrr.dv blað, íþróttir, skoðanir, dagskrár, þjónusta og ættfræði. Hver efnisþátt- ur hefur sína síðu. Notendaviðmótið, sem er hannað af Ólafi G. Guðlaugs- syni, grafískum hönnuði á DV, er aðgengilegt þar sem áskrifendur koma sér áfram á tölvunni með þvi að klikka á hnappa á skjánum. Sjá nánar meðfylgjandi skjámyndir. Fjarlægð áskrifenda skiptir ekki máli „Þetta hefur hagnýtt gildi fyrir marga. Sem dæmi nefni ég aö fólk á landsbyggðinni sér smáauglýsingar á sama tíma og fólk á höfuðborgar- svæðinu, eða um hádegið. Fjarlægð áskrifenda mun þvi ekki skipta máli, hvort sem þeir eru á Kópaskeri eða í Kaupmannahöfn, þeir geta náð í upplýsingarnar strax. í fyrstu setjum við engan texta á Internetið sem fylg- ir myndum eða gröfum. Þetta á t.d. við um bridge- og skákþætti blaðsins og fréttir sem aðeins hafa texta með ljósmynd. En þetta er aðeins örlítill hluti af efni blaðsins. Allan texta sem skiptir máli verður nú þegar hægt að nálgast á Intemetinu," segir Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. DV fær tölvupóstsnúmer Þess má geta að þijá deildir. innan DV hafa fengið tölvupóstsnúmer í gegnum íslenska menntanetið. Þetta eru ritstjórn með númerið (dvritstnismennt.is), auglýsinga- deild með (dvauglDismennt.is) og dreifingardeildin með (dvdreifDis- mennt.is). Skýrr með þjónustulínu allan sólarhringinn Upplýsingaheimar Skýrr sjá um að koma efninu í DV inn á Intemetið og miöla því til notenda. Ef upp koma vandamál við tengingu geta áskrif- endur leitað til þjónustulínu Skýrr sem er á vakt allan sólarhringinn. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr, segir að með því að DV sé komið inn á Internetið sé stigið mik- ilvægt skref í þróun upplýsingaþjóð- félagsins íslenska. „DV veröur eftirsóttara en áður. Eftir því sefn notkun Upplýsinga- heimanna eykst vilja menn fá meira og meira af upplýsingum. Fólk getur fengið hvaða upplýsingar sem er, sama hvar það er statt,“ segir Jón Þór. Hefur auglýst 1 smáauglýsingum D V í áratug: Skilar meiru en „Stúlkurnar i auglýsingadeildinni eru alveg yndislegar og spila mikið með mér. Ég hef getað tjáð mig við þær og sagt þeim mínar þarfir og þær sjá um afganginn," segir Anna Auðunsdóttir, eigandi verslunarinn- ar Smáskór. DV-mynd ÞÖK „Eftir reynslu mína af öðrum auglýsingablöðum met ég það svo að það eitt að velja smáauglýsingar í DV er eftirtektarverðast, árang- ursríkast og dugar mér langleiðina. Þessar ódýru auglýsingar hafa skil- að sér betur en dýrari auglýsingar í öðrum blöðum, segir Anna Auð- unsdóttir, eigandi verslunarinnar Smáskór við Suðurlandsbraut. Anna hefur verið í verslunar- rekstri í bráðum áratug og öll árin hefur hún auglýst verslun sína í smáauglýsingum DV - stundum með hléum en oftast hefur hún birt eina og jafnvel fleiri auglýsingar vikulega í DV. „Ég hef spilað þetta svona af fingrum fram.“ Smáskór er sérverslun með bamaskófatnað, eina sérverslunin af þessum toga á landinu. Anna ílytur megnið af söluvörum sínum inn sjálf og þá helst frá frönskum framleiðendum sem sérhæfa sig i framleiðslu á bamaskófatnaði. Hún segist hvort tveggja vera með dýran gæðaskófatnað og ódýrari skófatnað. Þannig hefur fólk sem verslar hjá henni valkosti en hún bætir jafnframt við að brýnt sé að kaupa vandaða skó á börn. „Það sem er svo þægilegt við að auglýsa í smáauglýsingum DV er hve fyrirhöfnin er lítil. Eg hef getað komið með mynd og ef ég vil endur- birtingu þá þarf ég bara að hringja inn aftur og segja stúlkunum í aug- lýsingadeildinni auglýsingaplanið. Þær em alveg yndislegar og spila mikið með mér. Ég hef getaö tjáð mig við þær og sagt þeim mínar þarfir og þær sjá um afganginn. Þessu held ég áfram." DV Þegar netfang DV hefur verið slegið inn og samband fengist við Upplýsinga- heima Skýrr birtist þessi heimasíða DV á Internetinu. Þar er strax hægt að velja hvort skoða eigi blað dagsins, blöð síðustu viku, fá upplýsingar um DV eða biðja um áskrift. Frá heimasíðu er farið yfir á aðalvalsíðu DV. Þar er hægt að velja 8 efnis- þætti úr DV með því að smelia á viðkomandi valhnappa. Ef efnisþátturinn „fréttir" er t.d. valinn birtist þessi skjámynd þar sem hægt er að velja á milli 9 efnisflokka, hvort heldur sem lesa £igi-blað dagsins eða blöð síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.