Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 Fréttir Tugþúsundir myndlykla á haugana - urðaðir með öðru húsasorpi „Við höfum safnað saman okkar eigin lyklum og hyggjumst senda þá utan til endurvinnslu. Fyrirtæki er- lendis bræðir þá niður og hráefnið fer upp í kostnað sem hlýst af þessu," segir Jón Axel Ólafsson, yfirmaður myndlyklaverkefnis Stöðvar 2. 11. mars var fyrsti dagurinn sem einungis var hægt að nota nýju lykl- ana og hefur Stöð 2 safnað saman um þrjú þúsund gömlum lyklum sem hún á sjálf. Eftir standa tugir þús- unda myndlykla sem voru í eigu áskrifenda en hluta þeirra hefur lík- lega verið komið fyrir í geymslum við hhð fótanuddtækja og soda-stre- am tækja. Jón segir að áskrifendum hafi verið ráðlagt að senda þá lykla í endur- vinnslu og margir hafi farið að þeim ráöum. Ekki sé hægt að nota gömlu lyklana. Hætt sé að framleiða þá, þeir séu úreltir og erfitt að fá 1 þá varahluti. - Þær upplýsingar fengust hjá Sorpu að nokkuð væri um aö afruglarar kæmu með sorpi þangað. Þeir færu í böggun og væru urðaðir með öðru húsasorpi. Tryggvi Stefánsson, starfsmaður Heilbrigöiseftirhts Reykjavíkur, sagði menn þar ekki hafa hugleitt það að tugir þúsunda úreltra afruglara væru á leið á haug- ana. Fljótt á htið væri engin ástæða til að kanna þetta. Engin betri leið væri sjáanleg th að losna við þá. -PP Mikill fjöldi stórvirkra vinnuvéla er í notkun á athafnasvæði Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri en þar er unnið að því að grafa fyrir flotkvínni sem væntanleg er til landsins i næsta mánuði. Kvíarstæðið er stórt og djúpt eins og sjá má á myndinni en til hægri er malarkantur sem fjarlægður verður þegar útgreftri lýkur og þá mun sjór fossa inn í kvíarstæðið. DV-mynd gk Skagafjörður: Sárindi vegna sölu á stóðhesti Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki; „Ég hafði ekki hugsað mér að hætta á þennan hátt og taldi mig eiga annað skilið frá þessum hrossaræktar- mönnum en ganga út með rýtinginn í bakinu", sagði hinn kunni hrossa- ræktarmaður Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki. Hann gekk út af aðalfundi Hrossa- ræktarsambands Skagaíjarðar sem haldinn var nýlega. Þetta gerðist í kjölfar deilna er áttu sér stað vegna sölu SH á stóðhestinum Vafa frá Kýrholti sem á dögunum var seldur th Danmerkur. Sveinn hafði haft spurnir af því aö frammi í héraði væri á ferð undir- skriftalisti þar sem samþykktar væru vítur á hann og annan stjórnar- mann, Skafta Steinbjörnsson á Haf- steinsstöðum, út af því hvernig stað- ið var að sölunni á Vafa. Sveinn lýsti eftir þessum hsta á fundinum, en þrátt fyrir ítrekanir kom listinn ekki fram. Sveinn sagðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og jafnframt mundi hann segja af sér formennsku í stjórn Vindheimamela hf. Sárindi hans eru því mikh, en mál manna er að enginn eigi eins mikið í uppbyggingu á Vindheima- melum og Sveinn og alhr þekkja þátt hans í hrossarækt í Skagafirði. Þeir hrossaræktendur sem DV hef- ur haft tal af segja að það sé afar leiö- inlegt hvernig þetta mál hafi þróast og leitt að Sveinn skuli hafa gengið út með þessum hætti. Fjórir stóð- hestar úr ræktun Sveins verða í notkun hjá Hrossaræktarsambandi Skagaíjarðar í sumar. Sveinn segist ætla að standa við þá samninga. REYKVÍKINGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.