Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Qupperneq 4
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 íþróttir Íslandsglíman um Grettisbeltið: Margar skemmtilegar og jafnar glímur sáust á mótinu sem fór mjög vel fram. Ingibergur J. Sigurðsson úr Ármanni og Arngeir Friðriks- son, HSÞ, voru jafnir og þurfti aukaglímu til að skera úr um hvor hreppa skyldi annað sætið og hafði Ingibergur betur. Jóhannes sagði í samtali við DV í mótslok að hann heföi ekkert frekar átt von á því aö sigra á mót- inu. Ingibergur, sem er bóndason- ur úr Þingvallasveit, stundar nám við búvísindadeild að Hvanneyri. „Ég hef ekki neina sérstaka að- stöðu til æfinga á Hvanneyri. Ég hef reynt að halda mér í góðri lík- amlegri þjálfun og reynt að glíma eins og kostur er. Þetta mót var nokkuð jafnt og að mínu mati áttu 4-5 glímumenn góða möguleika á að sigra,“ sagði Jóhannes og bætti við: „Ég er bjartsýnn á framhald glímunnar og það eru að koma fram einstaklingar sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.“ Jóhannes hiaut sex vinninga á mótinu, Ingibergur J. Sigurðsson 5,5, Arngeir Friðriksson 5,5, Orri Bjömsson, KR, 4, Jón Birgir Vals- son, KR, 4, Ólafur Sigurðsson, Ár- rnanni, 2, Yngvi Ragnar Kristjáns- son, Ármanni, 1, og Arngrímur Jónsson, HSÞ, fékk engan vinning. Jóhannnes Sveinbjörnsson úr HSK vann Íslandsglímuna sem háð var í Laugardalshöllinni á laugardag- inn. Þetta var í þriðja sinn sem Jóhannes vann sigur í Íslandsglím- unni þar sem keppt var um Grettis- beltið, elstu sigurlaun sem keppt er um á íslandi. • Orri Björnsson, KR, tekur hraustlega á andstæðingi sínum í Islands- glímunni. DV-mynd Brynjar Gauti • Júlíus Jónasson reynir hér að skora gegn Austurrikismönnum um helgina. T\ Norðurlandamótiö í badminton: Danir sigursælir - enginn Islendingur í undanúrslitin Danir urðu sigursælir á Norður- landamótinu í badminton sem haldið var í Reykjavík um helgina. Danir unnu til fernra gullverð- launa en Svíar hömpuðu einu gulli í einliðaleik kvenna. Enginn ís- lensku keppendanna komst í und- anúrslit en Guðrún Júlíusdóttir og Birna Petersen komust næst því í tvíliðaleiknum en biðu þar lægri hlut fyrir norskum mótherjum. Danir sýndu mikinn styrk á þessu móti eins og reyndar var búist við en helstu mótherjar þeirra voru Svíar. Danir og Svíar skipa sér á bekk meðal fremstu badmintonþjóða í heiminum og áhorfendur fengu því um helgina að berja á því besta sem sést í þess- ari íþrótt. í einliðaleik kvenna var mjög jafn leikur á milli þeirra Lim Xiao Zing frá Svíþjóö og löndu hennar Christ- ine Magnusson. Sú síöarnefnda átti Norðurlandameistaratitil að verja en varð að játa sig sigraða gegn Zing í bráðskemmtilegum leik, 11-4,11-12,12-10. Þar sást á köflum badminton eins og það gerist best en þar sýndi Zing að hún er best í einliðaleik kvenna í heiminum í dag. Thomas Stuer Lauridsen frá Dan- mörku sigraði einliðaleik karla eft- ir úrslitaviðureign gegn Svíanum Jens Olsson, 15-8, og 15-4. Laurid- sen var að keppa á sínu fyrsta móti eftir nokkurt hlé en sýndi góða takta enda maöur í fremstu röð. Guðmundur Adolfsson mætti Lauridsen í 1. umferð og tapaði, 15-1 og 15-8. Broddi Kristjánsson mætti Svíanum Henrik Bengtsson í 1. umferð og beið lægri hlut, 15-8 og 15-9. í einliðaleik kvenna mætti Birna Petersen sjálfum meistaran- mn, Zing, og tapaði báðum hrinum, 11-0. • Lim Xiao Zing frá Svíþjóð varð Norðurlandameistari í einliðaleik kvenna. DV-mynd Brynjar Gauti Islendingar gerðu jafntefli við Austurríkis] Jón Kristján Sigurðsson skri&r: íslenska landsliðið í handknattleik þreytti síðasta próíið fyrir heimsmeist- arakeppnina, sem hefst á sunnudaginn kemur, þegar liöið gerði jafntefli við Austurríki, 19-19, í Laugardalshöllinni á laugardaginn var. Þetta var fyrsti leikurinn í endurbættri Laugardalshöll og hafa aldrei fleiri fylgst með landsleik á íslandi áður. Aðgangur var ókeypis og troðfylltu .5000 áhorfendur Höllina. Erfitt er að dæma íslenska liðið af þess- um leik, sem var langt frá því að teljast góður, en ljóst er að erfiður undirbún- ingur á síðustu dögum kom greinilega niður á leikmönnum í þessum leik. Margir hverjir í liðinu léku langt und- ir getu og má ganga út frá því sem vísu að þar hafi þreyta spilað þar inn í. Það sem skiptir öllu máli er að liðiö hrökkvi í gang þegar stóra stundin rennur upp á sunnudaginn kemur en þá leika Is- lendingar sinn fyrsta leik í heimsmeist- arakeppninni gegn Bandaríkjamönn- um. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði íslenska liðið ekki átt að vera í neinum vandræðum með austurríska liðiö. Samt má alls ekki gera lítið úr því en það hefur tekið þó nokkrum framfór- um hin síðustu ár og verður eflaust komið í hóp þeirra bestu í framtíðinni ef rétt veröur haldið á spilunum. Allflestir íslensku leikmannanna voru ekki líkir sjálfum sér í þessum leik. Gústaf Bjarnason, sem sýnt hefur góðar framfarir með liðinu og sýndi það einnig vel á mótinu í Danmörku í síð- ustu viku, lék illa og vill örugglega gleyma leiknum sem allra fyrst. Gústaf fór illa með hvert tækifærið af öðru gegn markverðinum, nokkuð sem hann gerir mjög sjaldan. í þessu dæmi hefur þreytan sagt til sín. Patrekur Jóhannesson sýndi nokkur góð tilþrif, sem hann er frægur fyrir, í fyrri hálfleiknum en var ekki eins áber- andi í þeim síðari. Bergsveinn Berg- sveinsson varði á köflum ágætlega en getur samt miklu meira. Ekki kæmi á óvart þó Ólafur Stefánsson væri orðinn vítaskytta liðsins en hann skoraði úr sjö slíkum í leiknum í ýmsum útgáfum. Eitt þeirra varði þó austurríski mark- vörðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.