Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 27 Litlibikarinn: Skagamenn og unnu sína leiki Riölakeppnl Litlu bikarkeppn- innar í knattspymu lauk um helgina og fara tvö efstu liöin í úrslitakeppni. Úrslit leikjanna um helgina og lokastöður í riöl- unum urðu: A-riðilI: Viöir - Akranes...........0-2 Grindavík - Ægir..........2-0 Akranes...,..3 3 0 0 9-0 9 Grindavík....3 2 0 1 4-3 6 Víðir........3 1 0 2 5-5 3 Ægir.........3 0 0 2 1-11 0 B-riðiU: ÍBV - Afturelaíng........5-0 FH - Selfoss.............4-0 FH...........3 3 0 0 13-0 9 ÍBV..........3 2 0 1 11-2 6 Selfoss......3 1 0 2 5-12 3 Afturelding..3 0 0 3 2-17 0 C-riðiIl: Skallagrímur - Keflavík..0-1 HK-Grótta...............2-1 Keflavík.....3 2 1 0 7-1 7 HK...........3 1 2 0 4-3 5 Skallagrímur....3 0 2 1 4-5 2 Grótta.......3 0 1 2 4-10 1 D-riðill: Stjarnan - Reynir.......8-2 Breiðablik -Haukar........2-0 Stjarnan.....3 3 0 0 15-5 9 Breiðablik...3 2 0 1 8-3 6 Haukar.......3 l 0 2 3-7 3 Reynir.......3 0 0 3 3-16 0 # 8-liða úrslít heflast á fimmtu- daginn kemur og leika þá Akra- nes-ÍBV, FH-Grindavík, Kefla- vík-Breiðablik, Stjarnan-HK. All- ir leikirnir byrja kl. 19. Finnarsigursælir í pílukasti Finnar uröu sigursælir á Norð- urlandamótinu í pílukasti sem fram fór á Hótel Lofleiðum um helgina. B-lið Finna sigraöi A-liö Finna 1 úrslitaviðureign i sveita- keppni karla. Finnar unnu einnig sigur í kvennaflokki, lögðu Dani í úrslitum. í tvímenningi unnu Svíar í karlaflokki og Danir í kvennaflokki. Skylmingamenn íöðrusætinu A-lið íslands í skylmingum fékk silfurverðlaun í sveitakeppni á Norðurlandamótinu í Kaup- mannahöfn um helgina. B-lið Is- lands lenti í flmmta sætinu. Kári Freyr Björnsson tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í flokki 20 ára og yngri. Arsenal meistari íkvennaflokki Arsenal sigraði Liverpool í úr- slitaleik bikarkeppni kvenna á Wembley, 3-2, á sunnudaginn var. Arsenal hefur um árabil átt mjög sterku kvennahði á að skipa. Koemanáförum frá Barcelona? Hollensk útvarpsstöð skýrði frá þvi í gær að Ronald Koeman væri á leiðinni frá Barcelona til Feye- noord og myndi skrifa undir tveggja ára samning í vikunni. Koeman, sem 32 ára, hefur leikið með Barcelona í sex ár. Svensson til Barcelona Sænski landsliðsmarkvörður- inn í handknattleik, Thomas Svensson, hefur samið við Barce- lona.til fimm ára. Hann lék áður með Bidasoa á Spáni. Barcelona bauð honum átta ára samning. íþróttir er vinsælasta keppn- isgrein fatlaðra íþróttamanna og einbeitingin I lagi. DV-mynd gk Hængsmótið: Reykvíkingar unnu bikarinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrú ItlUUðlVIUUDUl UUi uccugut Akureyri hélt sitt árlega Hængs- mót um helgina en það er mót fyrir fatlaða íþróttamenn, hreyfi- hamlaða og þroskahefta. Vegna blakmóts i íþróttahöllinni var mótið flutt í KA-húsið og haldið þar við þrengri húsakost en venjulega en framkvæmd þess tókst þó mjög vel, enda eru Hængsmenn orðnir sjóaðir i framkvæmdinni. íþróttafélag fatlaðra í Reykja- vík átti flesta sigurvegara og vann þar með Hængsmótsbikar- inn en Sigurrós Ósk Karlsdóttir fékk Hængsbikarinn sem veittur er fyrir bestan árangur einstakl- ings í íþróttafélaginu Akri á Ak- ureyri. Sigurvegarar i mótinu urðu annars þessir: í lyftingum þroskaheftra sjgr- aði Gunnar öm Erlingsson, Ösp, en Arnar Klemensson, Viljanum, í flokki hreyfihamlaöra. I bogfimi sigraði Ester Finnsdóttir, ÍFR, i kvennaflokki, Óskar Konráðs- son, ÍFR, í karlaflokki og Stefán Jón Heiðarsson, Akri, í opnum flokki. Jón Heiðar Jónsson, ÍFR, sigraöi í borötennis karla og Gunnhildur Sígþórsdóttir, ÍFR, í kvennaflokki. Umfangsmesta keppnin var hins vegar í boccia. í flokki þroskaheftra sigraði Matthías Ingimarsson, Eik, Haukur Gunn- arsson, ÍFR, í flokki hreyfihaml- aðra, Rökkvi Sigurlaugsson, Grósku, i opnum flokki og Aðal- heiöur Bára Steinsdóttir í rennu- flokki. í sveitakeppninni sigraði Snerpa í flokki þroskaheftra, Akur i ílokki hreyfihamlaðra og Snerpa í opna flokknum. Kim Magnús og Hraf nhildur meistarar Magnús Kim Nielsen varð íslandsmeistari í karlaflokki í skvassi sem fram fór í Veggsporti um helgina. Magnús Helgason varð annar og Gunnar Guð- jónsson þriðji. í kvennaflokki varð Hrafnhildur Hreinsdóttir íslandsmeist- Jari, Rósamunda Baldursdóttir önnur og Inga Margrét Róbertsdóttir þriðja. Vinir sem skrá sig saman fá 1000.- kr. afslátt. Systkini fá 10% afslátt (1610 kr. hvert). Sendu skráningarkortið til: Litli íþróttaskólinn íþróttamiðstöð íslands 840 Laugarvatni ...eða faxar í.98-61255 Ég heiti:...............................Námskcið: kt:...............-......... 1.) 18.-25. júní ( ) Heimili:............................... 2.) 26.-01. júlí ( ) Póstnúnier:.......................... 3.) 02.-08. júlí ( ) Nafn ábyrgðarmanns (greiðanda/foreldris): 4.) 09.-15. júlí ( ) Símanúmer:................... Vinnusími:.................. *** Vinur/systkini heitir:............................. kt:..................-.... Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson í samtali við DV: „ Aldrei tekið þátt í neinu slíku áður“ - Örebro missti 4-0 forystu á síðustu 25 mínútunum Guömundur Hflmarssan, DV, Örebro: Það virtist allt stefna í stórsigur Örebro gegn Frölunda í sænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Þegar 25 minútur voru til leiksloka var staöan 4-0 fyrir Örebro en þá datt botninn alveg úr leik þess í orðsins fyllstu merkingu. Frölunda geröi sér lítiö fyrir og náði að jafna, 4-4. Rétt undir lok leiksins átti Frö- Iunda síðan hættulegt tækifæri svo Örebro var bara heppíð að tapa ekki þegar allt kom til alls. Hlynur Stefánsson og Amór Guðjohnsen léku með Örebro allan tímann en Hlynur Birgisson kom inn á í stöðunni 4-0 þegar 30 mínút- ur voru til leiksloka. Hlynur Stef- ánsson var bestur leikmanna Örebro í fyrri háifleik og Amór átti ágæta spretti. Hlynur Stefánsson og Arnór sögðu í samtali við DV eftir leikinn að þeir hefðu aldrei tekið þátt í neinu slíku áöur. Þetta hefði verið alveg nýtt fyrir þá á löngum ferli og hafi þó ýmislegt gengið á um ævina. Þeir voru að vonum hrika- lega svekktir og sögðust þó vona að menn lærðu eitthvaö af svona leik. Kristófer Sigurgeirsson lék ekki með Frölunda, sat raunar eftir heima i Gautaborg en hann á við meiðsl að stríða. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari var á leiknum í Örebro en hann hafði deginum áð- ur verið í Bergen tii að fylgjast með Ágústi Gyifasyni hjá Brann. Úrslit leikja í úrvalsdeildinni: Örgryte - Helsingborg...........0-1 Djurgárden -Degerfors ................2-0 Halmstad -Malmö.................2-2 Hammarby - Norrköping...........0-2 Trelleborg - AIK................1-0 Öster - Gautaborg...............o-O • Halmstad er efst eftir þrjár um- feröir með 7 stig, Malmö, Djurgárd- en, Örebro og TrelJeborg hafa öll 5 stig. Örgryte, með Rúnar Kristins- son innanborðs, hefur 4 stig i átt- unda sæti. Meistaramir í Gauta- borg eru í næstneðsta sætinu með tvö stig og hefur liðið ekki unnið leik til þessa. INNRITUNARKORT í Litla íþróttaskólann Laugarvatni • Það var ekkert gefið eftir á öldungameistaramótinu á Akureyri eins og sjá má á myndinni. DV-mynd gk Öldungar í næturblaki á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það gekk á ýmsu er 20. Öldungameistaramót íslands í blaki var haldið á Akureyri um helgina. Þangað mættu um 450 keppendur í ýmsum þyngdar- og aldursflokkum og léku um 170 leiki. Leikið var á þremur völlum í íþrótta- hölbnni og tók keppnin hátt í 50 klukkustundir. Áðfara- nótt laugardags var síðustu leikjum ekki lokið fyrr en klukkan 2 um nóttina og um miðnætti á laugardagskvöld. í mótinu mátti sjá margar gamlar blakkempur sem gert hafa garðinn frægan og fagnað mörgum íslandsmeistara- titlum undanfarin ár og áratugi. Sumir eru orönir ansi „búsældarlegir" og komnir með „kút“ en allir skemmtu sér hið besta og gleðin var í fyrirrúmi. íslansdsmeistarar urðu KA í karlaflokki og Völsungur í kvennaflokki. Völs- ungur varð sigurvegari í 2. deild karla en Bresi í 2. deild kvenna. í öðlingaflokki karla sigraði Óðinn, Akureyri, Bresi í ljúflingaflokki karla, HK sigraði í 3. deild kvenna og Sindri í 4. deiid kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.