Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Viðskipti 300 milljóna gjald- eyristekjur af HM ’95 Heimsmeistaramótiö í handknatt- leik á íslandi, HM ’95, er í aðsigi. Opnunarleikur fer fram nk. sunnu- dag og keppendur, áhorfendur og blaðamenn eru famir að streyma til landsins frá öllum heimsálfum. Mesta óvissan ríkir um hversu marg- ir áhorfendur koma til landsins en reiknað er með um 1 þúsund manns. Von er á 400 blaðamönnum og um 600 manns sem fylgja þeim 23 hðum sem taka þátt auk íslands. Því er áætlað að um 2 þúsund útlendingar komi til íslands vegna HM ’95. Miðað við meðaleyðslu erlends ferðamanns á Islandi má lauslega gera ráð fyrir um 300 milljóna króna gjaldeyris- tekjum í þjóðarbúið. Að auki má reikna með auknum umsvifum á ýmsum öðrum sviðum. Þannig má búast við verulegum tekjum sem Póstur og sími mun fá af stórauknu tölvu- og símsambandi við útlönd, svo dæmi sé tekið. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði í samtah við DV að mesti ávinn- ingurinn væri af komu 400 blaða- manna tií landsins' Þess má geta að síöustu ár hafa að meðaltali komið 200 erlendir blaðamenn til landsins árlega þannig að sú tala tvöfaldast vegna HM. Ferðaniálaráð fékk út- hlutaö af íjárlögum 20 milljónum króna til að standa að landkynningu á meðan mótið fer fram. Magnús sagði stærstan hluta þess fjár fara í að sinna fjölmiðlunum. „Dvöl 400 erlendra fjölmiðlamanna í eina til tvær vikur verður náttúr- lega aldrei metin til fjár. Hver og einn fjölmiðlamaður fer í 3-4 skoðunar- ferðir í boði Ferðamálaráðs þannig að ríkið greiðir einar 1.500 skoðunar- ferðir. Að auki leggjum við mikið upp úr upplýsingaþættinum. Við munum setja upp upplýsingamiðstöðvar á hverjum keppnisstað fyrir fjölmiðl- ana og dreifa kynningarefni," sagði Magnús. Hákon Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri HM-nefndarinnar. Hann sagði við DV að HM ’95 myndi skila miklu í þjóðarbúið á meðan mótið færi fram en ekki mætti van- meta langtímaáhrifm. Þar vitnaði hann til þess að um 50 milljónir manna í 30 löndum myndu njóta beinna sjónvarpsútsendinga frá mót- inu auk þess sem fjöldi manna í fleiri þjóðlöndum fengi fréttir af HM ’95. Minnihlixtinii í Stöð 2 seldi fyrirmilljarð , Kaupsamningur var gerður sl. föstudag milli þeirra hluthafa sem fara með meirihluta í íslenska út- varpsfélaginu og þeirra sem fara með minnihluta hlutafjár um að meirihlutinn kaupi hlut minnihlut- ans í íslenska útvarpsfélaginu. Kaupverð er ekki gefið upp en sam- kvæmt heimildum DV voru bréfin seld á fjórföldu nafnverði. Þaðþýð- ir söluvirði upp á eínn milljarð króna sem gerir þetta ein stærstu hlutabréfaviðskipti íslandssögunn- ar. Bandaríska fiármálafyrirtækið Oppenheimer hefur að undan- fómu farið með söluumboö fyrir minnihlutaeigendur en félagið mun nú fyrir hönd meirihlutans hafa milligöngu um fjármögnun vegna kaupanna. Reiknað er meö að fjármögnun taki 3 mánuði. Engarbreytingarverðaástjórn íslenska útvarpsfélagsins fyrr en viðskiptunum hefur að fullu ver- ið lokiö. Meirihlutinn hefur ekki ákveöið hvort bréfm fara í sölu á almennum hlutabréfamarkaði eða verða seld erlendum sjón- varpsstöðvum. Tilboð þess efnis hafa borist, samkvæmt heimild- um DV. Sjöttubekkingar í Versiunarskóla íslands stóöu fyrir kynningu i síðustu viku á verkefnavinnu sinni í vetur á sviði stjórnunar og stofnunar fyrirtækja. Um er að ræða sérstakt fag sem miðar að þvi að kenna nemendum hvernig staðið skuli að stofnun fyrirtækis. Á myndinni eru nemendur úr 6. bekk P að kynna verkefni sin. Sitjandi eru Auður Ester Guðlaugsdóttir og Þórhildur Heba Hallgrímsdóttir og hjá þeim standa Súsanna Finnbogadóttir, Helga Garðarsdóttir og Maron Kristófersson. Svo er að sjá að verkefni Marons vekji áhuga stúlknanna. DV-mynd ÞÖK Eimskipsbréfin vinsæl Hlutabréfaviðskipti um Verðbréfa- þingið og Opna tilboðsmarkaðinn í síðustu viku námu aðeins 12,2 millj- ónum króna. Að sjálfsögðu vantar þá kaup meirihluta Islenska útvarps- félagsins á hlut minnihlutans í félag- inu upp á hundruð milljóna króna. Engin viðskipti fóru fram 1. maí og niðurstaða gærdagsins var ekki Ijós þegar þetta var skrifað. Hlutabréf Eimskips voru langvin- sælust í síðustu viku. Af 12 milljóna viðskiptum skiptu hlutabréf Eim- skips að söluvirði 5,5 milljónir um eigendur. Næstmest var keypt af bréfum Haraldar Böðvarssonar, eöa fyrir 2,4 milljónir, og þar á eftir komu bréf íslandsbanka með 2 milljóna viðskipti. Óveruleg breyting varð á þingvísi- tölu hlutabréfa. Hún hækkaði um 5 stig, einkum vegna hækkunar á hlutabréfum Eimskips og Flugleiða. Hlutabréf Olís halda enn áfram að lækka. Gengi þeirra hefur lækkað um 16% á einum mánuði. Einn togari seldi í Þýskalandi í síð- ustu viku. Dala Rafn VE fékk tæpar 18 milljónir fyrir 129 tonna afla. Tölu- verð hækkun varð á gámafiski í Eng- landi milh vikna. Alls seldust 134 tonn fyrir tæpar 22 milljónir. Verð á gámaþorski hækkaöi um 50% frá vikunni áður. Mikill söluþrýstingur á heims- markaði varð til þess um helgina að álverð lækkaði nokkuö. Stað- greiðsluverðið fór niður í 1767 doll- ara tonniö þegar viðskipti hófust í gærmorgun. íslenskar múr- vörur f lytja til Reykjavíkur Dantó Ölafeson, DV, Akianea: Fyrirtækið íslenskar múrvörur hf. í Reykjavík hefur flutt múr- efnaframleiðslu sína frá Akra- nesi til Reykjavikur. Fyrirtækið keypti íramleiðsluréttinn á múr- blöndum og múrviðgerðarefhum af Sérsteypunni hf. sem var i eigu Sementsverksmiöjunnar á síð- asta ári. Að sögn Aöalsteins Sigþórsson- ar, framkvæmdastjóra ÍMÚR, mun ástæða flutnínganna vera sú að viss hagkvæmni felst í því aö hafa starfsemina á einum staö. Þeir starfsmenn sem unnu hjá ÍMÚR á Akranesi halda störfum sínum. Nýtt merki og nýjar um- búðir hafa verið hannaðar fyrir vörur fyrirtækisins sem ætlar að hefja öfluga markaðssókn, ÍMÚR er í eigu Sands hf. í Reykjavik, Sementsverksmiðjunnar, Afl- vaka Reykjavikur og Steinullar- verksmiðjunnar. Nýbensínstöð á Akranesi Nú standa yfir framkvæmdir við nýja bensínstöð Skeljungs á Akranesi og er áætlað aö taka stöðina 1 notkun í sumar. Áætlað- ur kostnaður við verkið er um 42 milljónir króna fyrir utan tanka, dælur og tölvubúnað. Trésmiðjan Akur á Akranesi hefur séð um byggingu stöðvarinnar. Skagstrending- urmeð82 millj- ónakrónatap tórtalhu- Asmundssco, DV, Sauðáiktóki: Tæplega 82 milljóna króna tap varð af rekstri Skagstrendings hf. á Skagaströnd á síðasta ári þegar tekin eru með óregluleg gjöld aö upphæð 13 milljónir. Rekstraraf- koman versnaði á árinu 1994. Nam rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnskostnað og afskriftir um 207 milljónum samanborið við 289 milljónir áriö 1993. Versnandi afkoma er rakin til 31 milljónar taps af rekstri ís- og saltfisktogar- ans Arnars II HU, verulegra gjaldfærðra endurbóta á frysti- togaranum Arnari HU, rninni afla á seinni hluta ársins og lægra verðs á afurðum félagsins. Batnandiaf- komaKBífyrra Olgesc R Ragnaisson, DV, Botgamesi- Umbylting var á stjóm Kaupfé- lags Borgfirðinga, KB, í Borgar- nesi á aðalfundi félagsins. Stjóm- armönnum var fækkað úr sjö í fimm en aöeins tveir af stjómar- mönnum KB hlutu endurkosn- ingu. Heildarniðurstaða rekstrar- reiknings KB hefur batnað um rúraar 110 milljónir frá fyrra ári en hagnaður árið 1994 er um 50 railljónir á móti 60 milljóna tapi 1993. í bættri afkomu vega tekjur af samningi við Mjólkursamsöl- una þyngst en sá samningur er tilkominn vegna úreldingar Mjólkursamlagsins í Borgarnesi. Hagnaður af reglulegri starfsemi KB er um 4 milljónir á uppgjörs- árinu á móti 33 mifljóna tapi árið áður. Þar vegur þyngst lækkun á fjármagnskostnaði en heildar- skuldir lækkuðu um 117 milljónir milli ára. Samkvæmt rekstrará- ætlun er gert ráð fyrir hagnaði af starfseminni á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.