Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 9 pv_____________________________________________Útlönd Firam féllu í eldflaugaárás Serba á Zagreb í Króatíu: Verður verra en á Norður-írlandi segir fertug kona sem slasaðist í sprengjuárásinni í gærmorgun Tugir særðra óbreyttra borgara og óttaslegnir ættingjar þeirra fylltu sjúkrahús í Zagreb, höfuðborg Króa- tíu, í gær eftir að serbneskir upp- reisnarmenn skutu fimm flugskeyt- um á borgina. Fimm manns týndu lííi og 134 slös- uðust í sprengjuárásunum. Bílar tættust í sundur, rúður brotnuðu í húsum og gígar mynduðust í göturn- ar við sprengingarnar sem urðu í hverfi þar sem m.a. er að finna utan- ríkisráðuneyti Króatiu og banda- ríska sendiráðið. „Ég var bara á leið yfir götuna og þá rigndi málmbrotum skyndilega um allt. Það er aldrei hægt að treysta Serbum," sagði hin fertuga Mirjana Niksic sem brotnaði á fæti og hlaut skrámur á kinn. „Þetta verður verra en á Norður-írlandi. Þetta er bara byrjunin." Sprengjuárásin var gerð daginn eftir að króatískar hersveitir fóru yfir vopnahléslínu Sameinuðu þjóð- anna og lögðu undir sig Slavóníu- hérað sem er hundrað kílómetra austur af Zagreb. Aðskilnaðarsinnar Serba höfðu haft héraðið á valdi sínu frá árinu 1991. Yfirvöld í Zagreb fyrirskipuðu þeg- ar að skólum og dagheimilum skyldi lokað að minnsta kosti þar til í dag. Þá var stór hluti miðborgarinnar ein- angraður af öryggisástæðum. Uppreisnarmenn Serba hafa lang- drægar eldflaugar með klasasprengj- um í vopnabúri sínu. Þeir höfðu áður hótað að beita þeim ef farið yrði yfir vopnahléslínuna og ráðist á þá. Zagreb, sem er 40 kílómetra frá næstu víglínu, var meðal þeirra skot- marka sem hótunin náði til. Bandarísk stjórnvöld hvöttu deilu- aðila til að draga hersveitir sínar til baka og leyfa SÞ að taka við stjóm svæðisins. Reuter Óbreyttur borgari stumrar yfir líki manns sem lét lífið í eldflaugaárásum uppreisnarmanna Serba á miðborg Zagreb, höfuðborg Króatíu, í gærmorgun. Fimm fórust og á annað hundrað manns særðust. Símamynd Reuter .■’\ "—7 W —F1 ■ "j m m n f. T %LJlrí‘ * i f i i j * s » m Frankfurt í morgun: Pakkasprengja særði 12 Niðurstöðurolíu- rannsóknavið Færeyjaráleiðinni Nú fer að styttast í að Færey- ingar komist að því hvort olíu er að finna undir hafsbotninum inn- an lögsögu þeirra. Á næstu dög- um koma niðurstöður úr skjálfta- mæhngum á um helmingi land- grunnsins frá Bandaríkjunum til Færeyja og þá verður hægt að byrja að túlka þær. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að við eyjarnar em svæði sem vert að skoða nánar en gert hefur verið. Bandarískt skip er komið til Færeyja og verður þar í sumar viðhafsbotnsrannsóknir. Ritzau Tólf póstmenn að minnsta kosti slösuðust þegar pakki sprakk í aðal pakkaflokkunarstöð póstþjón- ustunnar í Frankfurt í Þýskalandi í morgun. Óljóst er hvort um árás var að ræða eða hvort sprengingin hefði orðið fyrir slysni. „Klukkan 7.50 varð sprenging í flokkunarherbergi pósthússins, að því er virðist af völdum pakka sem var á færibandi," sagði talsmaður lögreglunnar við fréttamenn. Hann sagði að tólf hefðu slasast, þar af tveir alvarlega. Björgunar- þyrlur flugu með hina slösuðu á sjúkrahús. Átta manns fengu að- hlynningu vegna áfalls og tveir hlutu minni háttar skrámur. Slökkviliðið sendi fullskipað lið á staðinn. Lögreglan sagði að slökkviliðið væri að reyna að finna leifar pakkans til þess að hægt væri að gera sér grein fyrir orsökum sprengingarinnar. „Þessa stundina vitum við ekki hvað var í pakkanum," sagði tals- maður lögreglunnar og bætti við að ekki hefði verið gefm nein viðvörun. Fréttamaður Reuters á staðnum sagði að ekki væru sjáanlegar neinar ytri skemmdir á byggingunni sem er ínorðurhlutaFrankfurt. Reuter LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! iiar0* 17. leikvika 29. APRIL 1995 Nr. Lelkur: Rööin 1. Djurgtrden - Degerfors 1 - - 2. Halmstad - Malmö FF -X - 3. Hammarby - Norrköping --2 4. Trelleborg - AIK 1 - - 5. Örebro - Frölunda -X - 6. Örgryte - Helsingbrg --2 7. Oster - Göteborg -X - 8. West Ham - Blackburn 1 - - 9. Man. City - Newcastle -X - 10. C. Palace - Notth For. - -2 11. Norwich - Liverpool --2 12. Arsenal - Tottenham -X - 13. Chelsea- QPR 1 - - Heildarvinningsupphæð: 82 mllljónlr 13 réttir| 12 réttirj 11 réttirj 10 réttirl 2.206.840 66.160 5.520 1.470 kr. kr. kr. kr. ITAf-grcr í?(?r-7rRrnf J / J 17. leikvika 30. APRÍL 1995 Nr. Lelkur: Rööin 1. Genoa - Sampdoria 1 - - 2. Torino - Napoli -X- 3. Padova - Roma -X- 4. Foggia-Bari -X- 5. Lazio - Cagliari -X- 6. Inter - Cremonese -X- 7. Reggiana - Milan - -2 8. Atalanta - Fid.Andria 1 - - 9. Ancona - Verona 1 -- 10. Udinese - Cesena 1 -- 11. Palermo - Salernitan -X - 12. Pescara - Perugia -X - 13. Cosenza - Vicenza -X - Heildarvinningsupphæð: 9 mllljónlr SEVERIN CAFE CAPRICE kqffivélin sýður vatniðjyrír uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Verð kr. 11.286 stgr, Hlboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. REYKVIKINGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.