Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 Spumingin Ertu farin/n að spá eitthvað í garðinn? Krisján Jóhannsson öryrki: Nei, því við erum bara með svalir. Gerða Friðriksdóttir húsmóðir: Já, eitthvað en ekki mikið, maðurinn hugsar meira um garðinn. Gréta Björg Erlendsdóttir húsmóðir: Ég er bara farin að hugsa en fram- kvæmdir eru ekki hafnar. Elísabet Guðmundsdóttir, gæslu- kona á leikvelli: Já, ég er aðeins byij- uð að taka til. Hörður Ólafsson ellilífeyrisþegi: Nei, það er sjálfgert aö sleppa því, ég á engan garð. Erna Hulda Halldórsdóttir sagnfræð- ingur: Ég á engan garð. Lesendur Fortíðarviðhorf og nóg komið Kristján skrifar: Það er að mörgu að hyggja fyrir okkur íslendinga ef litið er á stöðuna í ríkisfjármálum eins og þau eru nú. - Það er mjög hætt við því að þessi þjóð kjósi að horfa á hlutina eins og hún vill að þeir séu en ekki eins og þeir eru í raun. Við bíðum með að snúa við dæminu þar til við ráðum ekki lengur för eða þar til allt er of seint. Það þarf mjög mikla ábyrgðar- kennd hjá þjóðinni og ekki síst ráða- mönnum efþoka á aðstæðum til betri vegar. Þess vegna er það frekar óhugnanlegt til þess að hugsa að yfir okkur eigi nú að ganga enn einn framsóknarvetur. - Ekki víst að þjóö- arbúið þoli það. Ráðherrar þess flokks hafa nú ver- ið að setjast í ráðherrastólana eftir talsverða íjarveru. Þeir virðast frek- ar vera glaðir við að komast í stólinn sinn en að þeir finni til þeirrar þungu ábyrgðar sem á þeim hvílir. Þrýstihóparnir bíöa svo handan hornsins. Og þaö mátti sjá fyrirboð- ann fyrir komandi kjörtímabil þegar forsvarsmaður samtaka um tónlist- arhús reyndi á mjög ósmekklegan hátt að niðurlægja eina stjómmála- manninn sem hafði heilindi og kar- akter til að gefa honum ekki loforð fyrir kosningar. Atlagan féll um sjálfa sig og varpaði fremur ljósi á gerandann en móttakandann. - Þetta sýnir þó hve lítil virðing er borin fyrir sameiginlegum sjóðum lands- manna. Ekki er heldur uppbyggilegt að líta til fyrri ára þegar Framsóknarflokk- urinn hafði ítök. Það þurfti ekki að beita þá þrýstingi, þar er innbyggt sóunarkerfi. - Eina vonarglætan liggur í nýjum formanni sem virðist vera ábyrgur maður. En ráðherra- valið varpar skugga á þessa vonar- glætu. Það er auk þess niðurdrepandi að sjá íslendinga dröslast með fortíðar- viðhorf í samsetningu ríkisstjórnar þar sem aðeins er ein kona. Jafnvel mönnum eins og mér, sem er ekki fanatískur í því aö auka hlut kvenna (sem geta að sjálfsögðu verið upp og ofan eins og annað fólk), getur fund- ist nóg komið. „... niðurdrepandi að sjá íslendinga dröslast með fortíðarviðhorf í samsetningu ríkisstjórnar þar sem aðeins er ein kona,“ segir m.a. í bréfi Kristjáns. Stjórnarmyndun í framkvæmd Sigurður Jónsson skrifar: Ymsar skýringar hafa verið á lofti um ástæður þess að Davíö Oddsson söðlaði svo skyndilega um og hvarf frá stjómarmyndunarviðræðum við Alþýðuflokkinn og hóf samninga við Framsóknarflokkinn. Líklegustu skýringuna tel ég vera þá, sem auðvitað er alkunn, að Davíð hefur ekki tekist að ná fullum tökum á sínum eigin flokksmönnum. - í stjómartíð hans 1991-1995 hlupu sjálfstæðismennirnir Eggert Hauk- dal, Ingi Bjöm, Eyjólfur Konráð og jafnvel Matthías Bjarnason hvað eft- ir annað út undan sér og gerðu stjóminni erfitt fyrir. Nú mun Davíð hafa óttast að enn myndi svo fara að ýmsir af hans'eig- in flokksmönnum - yrðu þeir í sam- stjóm meö tæpan meirihluta - kynnu að verða „lausríöandi" ef tilefni gæf- ist til. Slíkt gerir minna til ef meiri- hlutinn er ríflegur. Þá geta þeir „lausríðandi" ekki valdið jafn mikl- um skaða. Ekki er ég alþýðuflokksmaður, en játa að ég sé mjög eftir Jóni Baldvini Hannibalssyni sem ráðherra. - Hann er, að mínu áliti, eini stjórnmálamað- urinn hér á landi sem býr yfir þekk- ingu á alþjóðastjórnmálum. Hann er einnig mikill tungumálamaður og mjög snjall samningamaður. - Slíkur maöur er ómetanlegur fyrir smáþjóð sem er jafn háð samskiptum við er- lendar þjóðir og við íslendingar er- um. Flugfreyjur færa fórnir fyrir aldurinn Jóhann Sigurðsson skrifar: Þær vildu ekki hætta vinnu fyrr en í fulla hnefana, flugfreyjurnar föngulegu. Einn karlkyns starfsbróð- ir þeirra sagðist þó ekki vilja lifa það að þurfa að fljúga með sjötugum kon- um á rölti um kabínuna. Lái honum hver sem vill. - En fómir skulu færð- ar fyrir aldurinn. Og til þess að geta Aöeins 39,90 rnínútan -eða hringið í síma 5632700 milii kl. 14 og 16 „Þær sem ná 63 ára aldri í starfi mega una glaðar við sitt.“ - Yngri flugfreyjur að störfum. hætt störfum um leið og ilugstjóram- ir, 63 ára, hafa þær nú sæst á ýmis aukahandtök, svo sem að forfæra matarkassa og aðstoða við „afrifur“ hjá farþegum sem eru mestar fyrir brottför af eðlilegum ástæðum. En flugfreyjurnar eru ekki alls kostar ánægðar með þessi málalok. Þær gerðu þó undantekningu í þess- ari samningalotu vegna strákanna í boltanum, sem munu færa íslensku þjóðinni gjaldeyri og framavonir í ferðabransanum. Þærbjörguðu þjóð- inni frá ævarandi hneisu á erlendum vettvangi og vinnuveitanda sínum í leiðinni. En þaö er langt í frá að þetta sé með glöðu geði gert. Þær verða þó að líta til þess að nú verður stofnaður séreignasjóður um hverja flugfreyju, sem í verður greitt frá 1,7 og upp í 5,6% af launum eftir starfsaldri. Þær sem ná 63 ára aldri í starfi mega una glaðar við sitt. Þetta verður fyrsta starfsstéttin á íslandi sem verður einkavædd sérstaklega með sjóðstofnun. Venjan hefur verið að stofna ekki sjóö um einstaklinga hér á landi fyrr en að lokinni jarð- vist. Þetta er þvi nýmæli og til eftir- breytni fyrir aðra launþega. Þeir munu án efa ganga á lagið án tafar. - Við þökkum flugfreyjum frum- kvæðið og fórfýsina. Megi þær lifa sem lengst eftir sjötugt til að njóta ávaxtar erfiðisins. I>V Kastalaosturinn misgóður Sigfús hringdi: Osta- og smjörsalan hefur fram- leitt Kastalaost við góðan orðstír. En það er galli á gjöf Njarðar. Osturinn bragðgóði selst nefni- lega eins og heitar lummur. Það gerir það að verkum að hann er ekki alltaf fáanlegur í eínhvem tíma í helstu verslununum. Þegar hann kemur svo aftur er hann nýr og þá er hann harður sem venjulegur ostur, en ekki meyr og þroskaður eins og hann á að vera. Þetta verður að bæta með því að framleiða meira af honum í eínu á kostnað annarra ostateg- unda sem mega alveg missa sig í öllu úrvalinu. Deilur við Norðmenn: Höfum við nógu hæfamenn? Hannes skrifar: Hvað eftir annað kemur í ljós í samningaviðræðum um sjávar- útvegsmál á erlendum vettvangi á seinni árum að við íslendingar þurfum að beygja okkur. Ég er farinn að halda aö við höfum ein- faldlega'ekki nógu góðum samn- ingamönnum á að skipa. Undir- staða slíkra viðræðna er ávallt sú aö geta ræðst við reiprennandi og lagt til atlögu í orðaskaki þegar þörf er á - einnig að draga í land þegar hentar. Er þessi þekking bara til staðar hjá okkar mönn- um? Aðmæraflokks- forystu Guðrún Magnúsdóttir skrifar; í Mbl. þ. 27. apríl. sl. las ég grein eftir konu, rithöfund, sem mærir flokksforystu sjálfstæðismanna af þvílíkri innlifun að annað eins hef ég ekki lesið lengi. Hún var ekkert að tvínóna við það; tók efsta lagið eins og það kom fyrir, foringjana fimm sem hún taldi óumdeilanlega sterkustu menn flokksins, en nefnir þá Bjöm Bjarnason og Geir H. Haarde sér- staklega til sögunnar við ráö- herraval og forystustörf. Mér fannst þetta vera eins konar opin- ber afsökun á hlut kvenna í Sjálf- stæðisflokknum. - Útilokað hefði verið að ganga fram hjá konu með reynslu, hæfni og persónu- leika annars hvors þessara manna, segir rithöfundurinn svo undir lokin. - Ekkert smávegis vink! Styttumar hjá Sigga Áhorfandi skrifar: Ég horfi með ánægju á þátt Sig- urðar Hall matreiðslumeistara á Stöð 2. En hvað er Siggi aö gera með allar þessar styttur af berum konum i þætti sínum? Mér fynd- ist sök sér ef þessar styttur heföu aö geyma ýmis hráefni til matar- gerðar; sykur, kryddefni og þess háttar. Það væri til dæmis frum- legt að sjá Sigga taka konustyttu með heilum pipar og snúa hausn- um fram og til baka - nú eða þá um miöjuna. Þetta setti ferskan og frumlegan blæ á þáttinn hjá Sigga. Frábær þjónusta Hagkaups í Kringlu Anna skrifar: Ég keypti kalkún í Kringlunni rétt fyrir páska í matvöruverslun Hagkaups í Kringlunni. Ég fékk fuglinn urbeinaðan, fylltan og jafnframt steiktan. Beinin í sós- una fylgdu svo með sér innpökk- uð og þurfti ekkert að borga ann- að en hráefnið. Ég hef ekki áður kynnst því betra í matarverslun. Kalkúninn bragðaðist ljómandi vel og auðvelt var að sneiða hann. Ég sendi matardeild Hagkaups í Kringlunni innilegar þakkir fyrir frábæra þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.