Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 13 + dv______________|_____Hringiðan Mörg hundruð böm úr alls um 42 bamakórum mættu til leiks á 10. lands- mót íslenskra bamakóra sem haldið var í Smáranum í Kópavogi um helg- ina. Áhorfendur vom að sama skapi margir og virtust skemmta sér vel ef marka mátti lófaklappið sem ungu söngvaramir fengu. DV-mynd V S J ________________________ Fjöldi fólks lagði leið sína í Gerðarsafn í Kópavogi um helgina þegar Leifur Breiðfjörð Ustamaður opnaði þar sýningu á verkum sínum. Á sýningunni er m.a. að finna ýmiss konar tilraunastarfsemi með ýmis efni og er hún mjög fjölbreytt. Alls eru um 140 verk á sýningunni en Mál og menning gaf einnig út stóra bók með verkum Leifs sem var til sölu á sýningunni. DV-myndVSJ Mikill fjöldi gesta var saman kominn til að fagna 70 ára afmæh Steingríms St. Th. Sigurðssonar, listmálara og rithöfundar, en afmæhð var haldið á Flug- hóteUnu í Keflavík. Steingrímur opnaði einnig málverkasýningu á afmælis- daginn. Hann sést hér ásamt Kristjáni Pálssyni alþingismanni, Guðrúnu Ásdísi Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigurþórsdóttur. DV-mynd Ægir Már Karlakór SlökkviUðs Reykjavíkur hélt söngskemmtun í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi síðastUðinn sunnudag. Stjórnandi kórsins er Kári Friðriks- son tónmenntakennari og hefur hann stjórnað honum frá upphafi. Hann hefur einnig samið lög og texta auk þess sem hann hefur útsett allmörg þeirra laga sem kórinn fly tur. DV-Mynd S veinn Það var heldur betur fjör á Hótel íslandi á sunnudag þegar þar var haldin knattspymuveisla aldarinnar. í veislunni var rifjuð upp gamla knattspymu- stemningin og knattspyrnuhetjur frá árunum 1955-1967 voru heiðraðar. Margt góðra gesta leit inn og meðal þeirra var Ómar Ragnarsson sem fór á kostum eins og vanalega á meðan hann leit yfir farinn veg. DV-mynd V S J brown MICHÉI-E i. Æ n /1 K E W N I fl H Á M S G H E I H ERTU AÐ HWA ÍPRÓF? Ný handhæg bók fýrir námsfólk á öllum aldri sem vill hámarka árangur sinn og möguleika Þessi nýja bók fjallar um þau þrjú grundvallaratriði sem eru sameiginleg öllu námi og námsmönnum - skipulagningu, einbeitingu og mikla vinnu. Hún getur hjálpað þér að ná meiri árangri, sama á hvaða aldri þú ert og óháð því hvað þú ert að læra. Hún er í handhægu vasabroti, aðgengileg og hnitmiðuð. I bókinni er m.a. fjallað um: • Hvernig á að auka áhugann á náminu. • Val á réttum námsgreinum. • Vinnuaðstæður. • Að koma á skipulagi. • Einbeitingu. •Að læra og leggja á minnið. • Hvernig á að bæta lesturinn. • Glósur og minnispunkta. • Ritgerðir og skrifleg verkefni. •Upprifjunartækni. • Hvernig á að takast á við kvíða, þreytu og spennu. • Próftækni. • Hvað á að gera að afloknum prófum. • Hvernig foreldrar geta hjálpað. VERÐ AÐEINS KR. 990,- VISA/EURO/PQSTKRAFA Við bætist 100 kr. sendingarkostnaður. P0NTUMARSIMI: 552 3344 . IW/i Grænt númer: 800-4455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.