Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um f.rétt, hringdu þá í sima 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREI0SLA 0G ÁSKRIFT ER OPIHs Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGAftDAGS* OG MANUDAGSMORGNA MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995. Ráðherrabílstj órar: Ingibjörg ræður kosn- ingastjórann Daniel Ólafeson, DV, Akxanesi: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ráðið sér ráðherrabíl- stjóra á eigin bíl. Björn Kjartansson, 41 árs trésmiður á Akranesi, sem hefur unnið á trésmíðaverkstæði Akranesbæjar og var kosningastjóri Framsóknarflokksins á Vesturlandi í alþingiskosningunum, hefur verið ráðinn bílstjóri Ingibjargar. Selbeinfundust Enn fleiri bein fundust í nágrenni Hafnarfjarðar í fyrradag. Beinunum var komið í vörslu lögreglu þar sem talið var að um mannabein væri að ræða en slík bein hafa nýverið fund- ist í fjörunni í nágrenni Straumsvík- ur. Eftir að RLR hafði kannað málið kom þó í ljós að um bein úr sel var aðræðaíþettaskiptið. -pp Engar aðgerðir Vagnstjórar hjá SVR hyggja ekki á neinar sérstakar aðgerðir og ganga strætisvagnar því með eölilegum hætti í dag. Talsverð seinkun varð á ferðum vagnanna í gær. -GHS EfniúrDV: Viðbætur á Interneti Þau tímamót urðu í gær að efni DV fór í fyrsta sinn inn á Internetið um Upplýsingaheima Skýrr. Stærst- an hluta efnisins mátti þegar nálgast í gær og núna hafa bæst við dagskrár útvarps og sjónvarps, bílasmáaug- lýsingar, gengisskrá, Hringiðan, Sandkorn, menningargagnrýni og efni opnunnar Dagsönn. í næsta mánuði veitist aðgangur að gagna- banka DV. Hér að neðan birtist netfang DV á Internetinu. LOKI Og er þá fundinn selurinn Snorri! I...... ^tnni' mi iiniir nn'' ■ m, - httn: //www.skvrr ÍQ/dv/ Átta nótaskip lögð af stað í Síldarsmuguna: Viljum fá svipaðan hlut og Norðmenn - segir Jóhann A. Jónsson, formaður úthafsveiðinefndar LÍÚ „Ég næ nú bara ekki upp í það hvernig menn láta sér detta í hug aö tala um 60 þúsund tonn. Norð- menn eru meö í sinn hlut 550 þús- und tonn og við höfum haldið því fram að við ættum aö fá svipaðan hlut og þeir. Þetta er alveg út í hött," segir Jóliann A. Jónsson, formaður úthafsveiöinefndar LÍÚ og útgerðarmaður nótaskipsins Júpíters ÞH. vegna hugmynda Norðmanna um lokun Síldarsmug- unnar og kvótasetningar á síldina. „Ég minni á það að síldin dvaldi átta mánuði á ári í íslenskri lög- sögu og fjóra mánuði í þeirri norsku. Út frá þeirri staöreynd eiga menn að ganga," segir Jóhann. í morgun voru að minnsta kosti átta íslensk nótaskip lögð af stað til veiða í Síldarsmugunni. Þar á meðal er Júpíter ÞH„ skip Jó- hanns. „Við fórum að þeim fyrirmælum að bíða fram yfir fund Norömanna, Færeyinga, Rússa og okkar. Hann fór svo í vaskinn í gær vegna þoku og samkvæmt því sem við höfúm frétt af því sem er á ferðinni í þess- um viðræðum er ekkert tilefhi til að bíða sérstaklega," segir Jóhann. Halldór Ásgrímsson utanrikis- ráöherra vildi í samtali við DV í morgun ekki tjá sig um einstök atr- iöi i umræðum um Síldarsmuguna. Hann sagöi þó að þarna væru mikl- ir hagsmunir á ferð og þess vegna hefðu þeir beöið skipin aö bíða. Hann sagði stjórnvöld ekki hafa vald til að skipa þeim neitt. „Ég get í sjálfu sép ekki haft neitt á móti því að menn sigli um hafið. En þar sem við höfum beint tilmæl- um til útvegsmanna um að það verði ekki hafnar veiðar meðan samningar standa yfir þá vænti ég þess að menn fari aö þeim tilmæl- um og byrji ekki veiðar fyrr en að loknum fundi," segir Halldór. Formanni úthafsveiðjnefndar LÍÚ finnst litið í spilunum og þess vegna ekki ástæða til að bíða: „Ég veit ekki hvernig hann metur það en ég tel vera mikið í spilunum. Hér eru mjög stór mál á ferðinni og þetta varðar allt langtímahags- muni okkar og Norðmanna," segir Halldór. -rt Þó vor sé í lofti og sumarylur í vændum blása enn kaldir vindar svo æska landsins heldur sig viö vetrarklæðin. Þessi vaski hópur leikskólabarna frá Vesturkoti i Hafnarfirði var i miöbæ Hafnarfjarðar í gær. DV-mynd GVA Nýgeröur kjarasamningur Sóknar: Á mun hærri nótum en aðrir samningar Kjarasamningur sá sem Starfs- mannafélagiö Sókn geröi í lok apríl við íjármálaráðherra og Reykjavík- urborg gerir ráð fyrir að lægstu laun- in hækki langt umfram þær hækkan- ir sem samið hefur verið um í öðrum kjarasamningum að undanfórnu. Úttekt á samningnum leiðir í ljós að lægstu launin hjá Sókn hækka um allt að 15,9 prósent eöa um 6.883 krón- ur á mánuði. Hjá ASÍ fengust þær upplýsingar að í heildarsamningunum í vor hefðu sambærilegir hópar og eru í Sókn fengið 5 til 9 prósenta hækkun. Þar á bæ er litið svo á að í kjölfar ný- gerðra samninga við kennara hafi kjarasamningar verið gerðir á öör- um nótum en gerðir voru í vor. -kaa Bjórmálið til lögreglustjóra: Fylgir líklega afstöðu borgarstjórnarinnar Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagði í samtali við DV í morgun að í ljósi þess að borgin legg- ist ekki gegn tillögu um bjórsölu á HM „sé möguleiki á aö lögreglu- stjóraembættiö veiti leyfi". Ljóst er að borgarstjórn þarf aö taka fyrir tillögu um bjórsölu „á af- mörkuðu svæði" á heimsmeistara- keppninni í handknattleik á fundi á morgun. DV spurði lögreglustjóra í morgun hvort embættið afgreiddi umsóknir sem þessar yfirleitt í samræmi við niðurstöðu borgaryfirvalda: - Ef maður athugar forsöguna hef- ur reynslan verið sú nema í mjög sérstökum málum sem helst hafa varðað grenndarsjónarmið, t.d. þeg- ar íbúar hafa verið mjög andvígir veitingarekstri," sagði lögreglustjóri. Veöriðámorgun: Hlýjast sunnan- lands Á morgun verður austan- og suðaustankaldi eða stinnings- kaldi og dálítil rigning um mest- allt land, minnst þó noröanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 11 stig og hlýjast suövestanlands. Veðriö 1 dag er á bls. 28 K I N G A L0TT# alltaf á Miðvikudö^um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.