Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 Fréttir 25 ára karlmaður ákærður: Bruggari dæmdur: Braust inn, dró upp hníf og nauðgaði 25 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa brotist inn í híbýli konu, ógnað henni með hnífi og nauðgað. Atburðurinn átti sér stað í Grindavík aöfaranótt 13. nóv- ember síðastliðinn. Manninum er gefiö að sök að hafa brotist inn um glugga þar sem konan Stuttarfréttir 12sóttuum Alls sóttu 12 um stöðu trygg- ingayfirlæknis hjá Trygginga- stofnun ríkisins, þar af óskuöu 2 nafhleyndar. Óli kommi hættir Ólafur Jónssqn, betur þekktur undir nafninu Óli kommi, hættir sem vitavörður á Hombjargsvita um næstu mánaðamót. Sam- kvæmt RÚV er óvíst um búsetu þar í framtíðinni. Sameining á Króknum Fiskiðjan og Skagfirðingur á Sauðárkróki hafa formlega sam- einast í eitt fyrirtæki en þau hafa starfaö undir sama þaki undan- farin ár. Gróói af Iðnþróunarsjóði Síðasti aðalfundur Iðnþróunar- sjóðs í sameign Norðurlandanna fór fram í gáer en sjóðurinn er alfarið kominn i eigu íslendinga. Á síðasta ári varð 85 milljóna hagnaður af rekstri sjóðsins. 2,8 milljarða ríkisvíxlar í útboði á rikisvíxlum í gær var tilboðum tekið fyrir 2,8 miUjaröa. Meðalávöxtun 3ja mánaða víxla hækkaði úr 7,11% frá siðasta út- boði í 7,18%. VigdístOKína Vigdís Finnbogadóttir mun flytja erindi á kvennaráöstefnu Sameinuöu þjóðanna sem fram fer i Kína í september á þessu ári. Sexþriburar Sex þríburafæöingar voru hér á landi á síðasta ári og 78 tvíbura- fæðingar. Samkvæmt Tímanum er um íslandsmet að ræða í báð- um tilvikum. Óvissa á Breiðdalsvik Óvissa ríkir um atvinnumögu- leika á Breiödalsvík eftir að eini togari staðarins var seldur burtu. Þetta kom fram á Ríkissjónvarp- inu. Verkalýðsfétögin óánægð Ný lög um úthlutunarnefndir atvinnuleysisbóta tóku gildi 1. apríl. Samkvæmt Ríkissjónvarp inu hefur ekkert gengið aö manna nýjar nefndir þar sem óánægjá ríkir hjá verkalýðsfélög- um með nýju lögin. Áhorf endur i svefnpoka Svo viröist sem erlendir áhorf- endur á HM’95 gisti ekki á hótel um heldur í ódýrari gistiplássum eins og svefnpokagistingu, sam kvæmt Ríkissjónvarpinu. bjó og komið að henni og ógnað með hnífi. Síðan hafi hann nauðgað kon- unni og horfiö á braut við svo búið. Konan kærði manninn til lögreglu fljótlega eftir atburðinn. Þegar farið véu: að yfirheyra manninn kom hins vegar upp sú óvenjulega staða að hann sagðist ekki muna hvort hann hefði framið umræddan verknað og heldur ekki hvar hann hefði veriö. Ölvun kvað hann vera skýringuna á minnisleysi sínu. Við rannsókn lög- reglu fannst hnífur í.fórum manns- ins, svipaður þeim sem konan lýsti að hann hefði dregið upp þegar hann neyddi hana til samræðis við sig. Máhö hefur verið flutt fyrir héraðs- dómi og er dóms að vænta á næstu vikum. Maðurinn hélt fram minnis- leysi sínu fyrir dómi, á sama hátt og þegar hann var yfirheyrður hjá lög- reglu. -Ott Eldur Slökkviliðið réð niðurlögum elds sem kviknaði i fólksbíl í akstri á Skulagötu. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti eftir aðstoð slökkviliðs þar sem lögreglu tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn skemmdist talsvert. DV-mynd Sæmundur ÁR með fjórðung þorskkvóta síns eftir daginn: Menn bölva allri þessari þorskgengd - seglr Elvar Eiríksson stýrimaður Reynir Traustason, DV, Þorlákshöfn: „Það hefur mokveiðst í netin aö undanfórnu og menn bölva allri þessari þorskgengd. Við höfum verið með 6 trossur í sjó sem er rétt rúmur helmingur þess sem áður var. Þetta er engin sjómennska í samanburði við það sem var á árum áður,“ segir Elvar Eiríksson, stýrimaður á neta- bátnum Sæmundi HF, sem rær frá Þorlákshöfn en leggur afla sinn upp í Grindavík. Þegar DV ræddi við Elvar voru þeir félagar á Sæmundi að landa 14 tonnum af þorski eftir daginn. Þaö er um fjórðungur þess kvóta sem báturinn á af þorski. „Við erum aö fiska fyrir aöra en til gamans má geta þess að það tæki okkur fjóra daga að klára þorskkvót- ann miðað við þennan afla. Við erum búnir að fiska um 300 tonn á vertíð- inni í vetur sem telst gott miðað viö að róa á hálfum afköstum," segir Elvar. Alfaverðmætið eftir daginn er um 650 þúsund en til samanburðar má nefna að kostnaður við að leigja kvóta á móti 16 tonnum af þorski er rúmlega 1,5 milljónir. Elvar Eiriksson, stýrimaður á netabátnum Sæmundi HF. Þeir félagar fisk- uðu fjórðung þorskkvóta síns á einum degi. DV-mynd ÞÖK þúsund krónasekt Tæplega tvítugum Reykvíkingi hefur með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið gert að greiða 600 þúsund króna sekt fyrir að brugga og eima áfengi. Málið kom upp i janúar síðastl- iðnum þegar lögreglan lokaöi bruggverksmiöju við Fiskislóð. Hald var lagt á 1795 litra af landa og 73 lítra af sterku áfengi og viö- urkenndi Reykvikíngurinn að hafa framleitt gambrann, eimað áfengið og að hafa átt tæki sem gerð voru upptæk með dóminum. Hafi ákæröi ekki greitt sektina innan fjögurra vikna frá uppk- vaðningu dómsins er honum gert að sæta varöhaldi í 60 daga. Loks var ákærða gert að greiða sakar- kostnaðíríkissjóð. -pp Norsk-íslenska síldin: Færeyskt nótaskip fékk 500 tonna kast Tveir færeyskir síldarbátar fengu góða veiði fyrir nokkrum dögum. Bátarnir fengu síldina innan færeysku lögsögunnar, skammt frá suöurenda Síldar- smugunnar. Annað skipið, Júpit- er frá Götu, fékk 850 tonn í þrem- ur köstum. Þar af fékk skipið 500 tonn i einu kasti. Hitt skipið fékk 450 tonna afla. Síldin er úr norsk-íslenska síld- arstofhinum sem er kominn inn í færeýska lögsögu. Árni Joensen, lögþingsmaður í Færeyjum, segir aö mikiö sé af síld á þessum slóð- um. Hann segir að Færeyingar muni ekki sætta sig við aö fá að- eins 10 prósenta hlutdeild í síld- veiðinni. Lítið er vitað um skipaferðir innan Síldarsmugunnar og ekk- ert reglulegt eftirlit með þeim. Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að reglulegt eft- irlit með veiðum þar væri ekki en áform væru þó um að breyta því: „Viö munum reyna að fylgjast með þessu eins og hægt er úr lofti næstu mánuði,“ segir Halldór Nellet, yfirmaður hjá Landhelgis- gæslunni, vegna veiða innan Síldarsmugunnar. Halldór segir ekki vitað hvort einhver skip hafi veriö á þessum slóöum aö undanfómu en stefnt sé aö því aö fljúga reglulega yfir svæðið í sumar. -rt Enska knattspyman: RÚVheldur leikjunum Ríkissjónvarpsstöðvarnar í Noregi og Svíþjóð hafa tapað rétt- inum til aö sýna enska úrvals- deildarleiki næstu þrjú árin. TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð keyptu réttinn fyrir hðlega einn milljarð króna og fylgir réttinum einkaleyfi i Danmörku og Finn- landi. ísland er undanskiliö. „Við höfum náö mjög góöu sam- bandi við umboösaðila úrvals- deíldaleikjanna á Englandi (CIS)“, segir SamúelÖrn Erlings- son hjá Ríkissjónvarpinu. „Samkomulagið gekk illa til að byría með en nú er allt á góðu ról. Við erum að ræöa þriggja ára samning en ekki er búið að Ijúka honum. Það hefur komið fram viljayfirlýsing frá báðum aöilum um þriggja ára samning." -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.