Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 Fréttir Verða handboltaflklar þurrbrjósta vegna bjórleysis á HM ’95? MeMhluti klofiiin og sýslumaður biður - borgarstjóm tekur endanlega ákvörðun um bjórinn í dag Víiíjd/ia'öju uj3'ó bjú/jjjjj Félagsmálaráö Reykjavíkur samþykkir bjórsölu á HM ^ '95 á fundi 24. apríl. Meirihlutinn klofnaöi. - f) Bjórinn tekinn fyrir í borgarráöi 25. apríl. Árni ^ Sigfússon fær málinu frestaö um viku. Bæjarráö Kópavogs samþykkir samhljóða bjórsölu í Smáranum. staklega og bjór ekki seldur einstaklingum undir 20 ára. Tillagan samþykkt. sér- Borgarráöskonur R-listans mótmæla samþykkt borgarráös og telja afmörkun bjórveitingaaöstööunnar ekki m, nægilega. Endanleg afstaöa tekin á borgarstjórnarfundi og ^ bæjarrráösfundi á Akureyri og í jHafriarfirði í dag, 4. mai. Lögreglustjórinn I Reykjavík og sýslumenn í viökomandi sveitarfélögum taka ákvöröun um leyfisveitingu. Borgaryfirvöld Jiafa íjallað um umsókn framkvæmdanefndar heimsmeistaramótsins (HM) í hand- bolta um að fá að selja bjór í Laugar- dalshöll á HM '95 í vel á aðra viku og verður endanleg ákvörðun loksins tekin á borgarstjómarfundi í dag. Verði umsögnin neikvæð verður bjórsölunni umsvifalaust hafnað af lögreglustjóraembættinu í Reykja- vík. Verði umsögnin hins vegar já- kvæð verður bjórsalan líklegast leyfð í Höllinni og þá að öllum líkindum hka í Smáranum í Kópavogi, Kapla- krika í Hafnarfirði og IþróttahöUinni á Akureyri. Hálfgerður vandræðagangur hefur verið á bjórsölumálinu í sveitarfélög- unum en bæjaryfirvöld á hverjum stað þurfa að gefa umsagnir um hugsanlega leyfisveitingu. Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt bjórsöl- una samhljóða en meirihlutinn í Reykjavík hefur verið klofinn í af- stöðu sinni. Málið var fyrst tekið fyr- ir í félagsmálaráði, sem er áfengis- varnanefnd borgarinnar, 24. apríl og hlaut þar samþykki með tveimur at- kvæöum sjálfstæðismanna og Giss- urar Péturssonar sem kom inn sem varamaður Reykjavíkurlistans. Skiptar skoðanir Borgarráð tók bjórsöluna á HM '95 fyrir á fundi sínum þriðjudaginn 25. apríl og lagði Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna, þá til að erindinu yrði frestaö um eina viku. í samtali við DV sagðist hann hafa trú á að bjórsala næði fram að ganga fef 6jór- sölusvæðið yrði afmarkað frá öðru veitingasölusvæði. Borgarráð tók bjórsöluna á HM aftur fyrir á fundi sínum á þriðjudag- inn var. Ámi Sigfússon lagði þá fram tillögu um aö borgarráð mælti ekki gegn bjórsölunni aö því tilskildu að bjórveitingaaðstaða yrði sérstaklega afmörkuð og börnum undir vínveit- ingaaldri yrði óheimilt að fara inn á svæðið. Árni yfirgaf svo fundinn og var málinu frestað þar til síðar á fundinum. Breytingati.llaga viðtillögu Árna Þegar bjórsalan var aftur tekin fyr- ir lögðu borgarfulltrúarnir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Zoega fram breytingatillögu við tillögu Áma Sigfússonar um að mæla ekki gegn umsókninni að því tilskildu aö bjórveitingaaðstaða verði sérstak-. lega afmörkuð og sérstakt eftirlit haft með því að bjór verði ekki seldur börnum og unglingum yngri en 20 ára. Tillagan hlaut samþykki borgar- ráðsmanna Sjálfstæðisflokks og Pét- urs Jónssonar, borgarráðsmanns Reykjavíkurlistans. Borgarráðsmennirnir Guðrún Ág- ústsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir létu bóka í borgarráði að þær væru andvígar sölu áfengis á íþróttaleikj- um í Laugardalshöll þar sem allir aldurshópar hefðu gr-eiðan aðgang og bentu á að afmörkun bjórveitinga- aðstöðu, sem sýnd hefði verið á teikningu, væri ekki nægileg. Með henni gæti bjórveitingaaðstaöan ekki talist sérstaklega afmörkuð. Kópavogur fyrstur Afgreiðslu bjórmálsins er ekki end- anlega lokið í borginni því reglum samkvæmt verður borgarstjórn að fjalla um mál sem ekki hljóta ein- róma samþykki í borgarráði og verð- ur því fjallað um bjórsöluna á borg- arstjórnarfundi síðdegis í dag. Áfengisvamanefndin á Akureyri hefur lagst gegn bjórsölu í íþrótta- höllinni á Akureyri meöan á HM stendur og verður bjórsalan tekin fyrir í bæjarráði Akureyrar og Hafn- arfjarðar fljótlega. Verði skoðanir skiptar í bæjarráði þessara sveitarfé- laga verður bjórsalan tekin fyrir í bæjarstjórn í næstu vikui Bæjarráð Kópavogs hefur hins vegár veitt sam- hljóða jákvæða umsögn um bjórsölu í Smáranum og hefur sýslumaður í Kópavogi ráðgast við aðra sýslu- menn og lögreglustjórann í Reykja- vík og ákveðið að bíða átekta meðan borgaryfirvöld taka afstöðu. -GHS ForsetiíSÍ: Áfengiog íþróttirfara ekki saman „Við erum algjörlega andvíg bjórsölu því að íþróttir og áfengi fara ekki saman og hátt hlutfall áhorfenda er böm og unglingar. Við gerum athugasemdir við aö íþróttahreyfmgin sé heppileg til að sinna æskulýösstarfi ef af bjórsölu verður og það er alvar- legt mál. Áfengissala í Höllinni hlýtur að leiða af sér þrýsting um áfengissölu á íþróttaviðburðum hérlendis í framtíðinni," segir Valdimar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri átaksins Stöövum unglingadrykkju. Forráðamenn Stöðvum ungl- ingadry kkj u hafa sent bréf til lög- reglustjórans í Reykjavík til að mótmæla veitingu leyfis til að selja áfengan bjór í Laugardals- höll. Það kemur í hlut Lögreglu- sfjóraembættisins í Reykjavík og sýslumanna í Kópavogi, Hafnar- firði og á Akureyri að veita eða hafna leyfi til söiu á bjór meðan á HM '95 stendur. „Mín persónulega skoðun er sú aö það sé hvorki við hæfi aö selja né neyta áfengis eða bjórs i íþróttahúsi þar sem keppni fer fram en ég hef enga aðstööu til að boða eöa banna neitt í þessum efnum. Sú meginskpöun er ríkj- aridi í íþróttahreyfingunni að áfengi og íþróttir fari ekki sam- an,“ segir Ellert B. Schram, for- setiíþróttasambands íslands, ÍSÍ. -GHS Innbrotífélags- heimiliogbíla ' Brotist var inn í félagsheimilið Miðgarð í Varmahlíð í fyrrinótt ogttolið þaðan sjónvarpi, kaffivél og öðrum tækjum. Lögreglan á Sauðárkróki fer meö rannsókn málsins og síðdegis í gær höfðu þrír menn verið handteknir á Akureyri grunaðir um innbrotið. Þá var brotist inn i fjóra bíla á Sauðárkróki í fyrrinótt og stolið úr þeim hljómflutningstækjum. Síðdegis í gær var maöur hand- tekinn á Sauðárkróki og viður- kenndi hann að hafa brotist inn I bílana. Allt þýfið fannst. -pp í dag mælir Dagfari í þágu Davíðs Mikið írafár hefur verið gert út af því sem Davíð Oddsson sagði sem þriðji maðurinn í útvarpsviðtali á sunnudaginn. Þar var Davíð spurð- ur um afstöðu Morgunblaösins og DV til hans, og forsætisráðherra svaraði því til að bæði blöðin væru hliðholl Alþýðflokknum og þá sér- staklega Jóni Baldvin Hannibals- syni. Af þessu tilefni skrifaði ritstjóri Morgunblaðsins leiðara, sem er sennilega lengsti leiðari sem þar hefur verið skrifaður, svo alhr geta séð að mikið liggur við til að sverja af sér Jón Baldvin. Margt skemmtilegt kemur fram í þessum nótum sem Davíð er að senda Mogganum og Mogginn að senda Davíð. Forsætisráðherra segir að hann hafi aldrei beðið Moggann um eitt né neitt, hvorki viðtal, mynd af sjálfum sér né stuöning við sinn málstað. Þaö sýnir auðvitað hvaö Davíð þarf lítið á Mogganum að halda og sýnir jafnframt dóm- greindarleysi ritstjóranna að birta ekki myndir af Davíð án þess að hann biðji um það. Bæði í Mogga og DV hafa ritsfjórar leyft sér að skrifa eitt og annað án þess að bera það undir Davíð. Enn annað dæmi um ósvífnina. Að vísu tekur Davíðfram að hann hafi stundum skrifað minningar- greinar í Mogga og er þakklátur Morgunblaðinu fyrir hve myndar- lega blaðið hefur brugðist við þegar minningargreinarnar berast frá honum. Þeim er ekki alls vamað á Mogganum. En það er þetta með Jón Baldvin. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jón Baldvin sé sérstakur skjól- stæðingur tveggja stærstu blað- anna og kann það að stafa af því að þessi tvö blöð hafi á einhveiju stigi mála talið Jón Baldvin með skynsamlegan málflutning. Því miður kemur það fyrir við og við að aðrir en Davíð Oddsson hafi eitt- hvað jákvætt til þjóðmálanna að leggja og blöðin hafa neyðst til að geta um það. Þetta er auðvitað slæmt til afspurnar og kemur sér illa fyrir þá fjölmiðla sem vilja hafa Davíð góöan vegna þess að það hefur enginn efni á því aö hafa Davíð upp á móti sér. Hins vegar er það misskilningur hjá Davíð að blöðin séu á móti Dav- íð þótt þau skrifi vel um aðra held- ur en Davíð og Davíð má ekki gleyma því að það kemur sér ekki alltaf sérstaklega vel þegar skrifað er vel um þá sem Davíð er ekki vel við. Dagfari minnir á að Jón Bald- vin fór með Alþýðuflokkinn í kosn- ingar í vor og beið ósigur. Hann fékk ekki nema rétt rúmlega tíunda hluta þjóðarinnar til aö fylgja sér og þó var búið að hæla honum í Mogganum og DV og Davið hafði tekið eftir því og þjóöin hafði tekið eftir því. Stuöningur Morgunblaðsins og DV viö Jón Baldvin var þannig mikill bjarnargreiði og raunar mun það vera svo aö Jón Baldvin bíöur þess skelfingu lostinn hvort fram- hald verði á þeim stuðningi þegar hann er nú kominn í stjórnarand- stöðu. Þá er úti um Jón og hann má ekki til þess hugsa að Mogginn og DV haldi áfram að tala vel um hann. Ekki fer á milli mála að ritstjórar Morgunblaðsins og útgefendur DV bera hlýjan hug til Sjálfstæðis- flokksins. Og þar í hggur einmitt stuðningur þessara blaða við Sjálf- stæðisflokkinn og þau vilja honum ekki það illt að fara að tala vel um hann, svo Sjálfstæðisflokkurinn missi fylgi eins og Jón Baldvin út á það að blöðin tali vel um flokkinn og formann hans. Allar líkur eru á því að blöðin hafi látið undir höfuð leggjast að hæla Davíð nógu mikið og eins mikið og Davið sjálfur hefði kosið, vegna þess aö sennilega vilja þau ekki eyðileggja orðstír Davíðs eins og þau eru búin að eyöileggja orðst- ír Jóns Baldvins með vinsamlegum skrifum. Með öðrum orðum: DV og Morg- unblaðið hafa vísvitandi hlíft Davíð við lofinu til að tryggja honum áframhaldandi fylgi og stuðning þeirra lesenda blaðanna sem mundu strax fyllast tortryggni ef þessi blöð tækju upp á því að tala vinsamlega um þann mann sem þau styðja. Þetta verður Davíð Oddsson að skilja. Hann verður að átta sig á því aö blöðin eru að gera honum greiða með því aö hæla Jóni Bald- vin í staðinn fyrir aö hæla honum sjálfum. í því liggur stuöningur blaðanna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.