Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 9 dv_______________________________Útlönd Sveitarstjómarkosningar í Englandi og Wales: VORTILBOÐ Á TIMBRI Ihaldsflokki spáð stórtapi Breska íhaldsflokknum er spáö stórtapi í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum sem fram fara í Englandi og Wales í dag. Búist er viö aö íhalds- flokkurinn missi 1.500-2.000 af 4.100 sveitarstjórnarfulltrúum sínum og verði þar með þriðji stærsti stjóm- málaflokkurinn, á eftir Verka- mannaflokknum og Fijálslyndum demókrötum, ef tillit^er tekiö til meirihluta í sveitarstjornum. Skoö- anakannanir sýna 30 prósenta for- skot Verkamannaflokksins á íhalds- flokkinn. Þessar spár koma í kjölfar stórtaps í kosningum í Skotlandi fyr- ir um mánuði þar sem íhaldsflokkur- inn var nánast þurrkaður út. AIls er kosið í 300 sveitarfélögum. Sem stendur eru íhaldsmenn með meirihluta í 66 þeirra, Verkamanna- flokkurinn í 93 og Frjálslyndir demó- kratar í 31. í öðrum sveitarfélögum hefur enginn flokkanna hreinan meirihluta. Búist er við sérstaklega hörðum slag á Suður-Englandi þar sem því er spáð að rótgróin vígi íhaldsmanna falh Verkamanna- flokknum í skaut. Úrsht kosninganna verða ekki síð- ur skoðuð sem mælikvarði á vin- sældir ríkisstjórnar Johns Majors forsætisráðherra og vísbending um hvort fólk vhji heldur, John Major eða Tony Blair, formann Verka- mannaflokksins. Tapi íhaldsflokkur- inn 1.500 fulltrúum eða fleiri er búist við hörðum viðbrögðum innan þing- flokks íhaldsmanna og að Major lendi mögulega í svipuðum hremm- ingum og leiddu til afsagnar Margr- étar Thatcher 1990. Aðrar heimildir herma að dagana efir kosningarnar verði þess hins vegar krafist að íhaldsmenn fylki sér um Major og ríkisstjórn hans. NTB Söngkonan Sheryl Crow hampar hér verðlaunum sem hún fékk afhent í Mónakó i gærkvöldi sem vinsælasti nýgræðingur poppsins á siðasta ári. Verðlaunin „World Music Awards" eru árlega veitt vinsælustu söngvurum og tónlistarmönnum liðins árs. Simamynd Reuter Stuttar fréttir Vill frid við Sýrland Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, vih leynilegar frið- arviðræður við Sýrlendinga. ÁtökáN-írlandi Átök á Norður-írlandi grafa undan samningaviðræðum Sinn Fein og bresku stjórnarinnar. Sjúkraliði í fangelsi Norski sjúkraliðinn, sem grun- aöur er um að hafa banað 10 manns á elliheimili, var úrskurð- aður í 12 vikna gæsluvarðhald. Uk komabams flnnst Björgunarmenn í rústunum í Oklahoma fundu lík eins fjögurra kornabama sem er saknað. Reuter/NTB Tudjman Króatíu- forseti hótar hern- aðigegnSerbum Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hefur hótað hernaðaraðgerðum gegn Serbum ef þeir halda áfram að varpa sprengjum sínum á Zagreb. Serb- neskir uppreisnarmenn skutu flug- skeytum á borgina í gær, annan dag- inn í röð, þar sem þau drápu einn mann og særðu tugi annarra. Fimm týndu lífi í fyrri árásinni. Nokkrum klukkustundum eftir að sprengjurnar sprungu í miðborg Zagreb féllust uppreisnarmenn Serba á vopnahlé fyrir milligöngu S.Þ. Serbar í Slavoníu-héraði, sem lutu í lægra haldi fyrir Króatíuher eftir tveggja daga bardaga, eru þegar farnir aö afhenda gæslusveitum S.Þ. þungavopn sín. Reuter Byggingatimbur - plötur, margar tegundir. Grindarefni. 2 1/2"x5" oregon pine, ýmsar lengdir. Gottverð! Utanhússklæðning: Kupt vatnsklæöning 21x120 Bjálkakl. 28x120 (fura) Bandsöguð klæðning. 17x120 og 21 x120 gagnv. og ógv. Nýkomið! M.D.F. plötur, 275x186, ýmsar þykktir. Dokaplötur 0,5x3 og 4 m. Kynningarverð Gipsplötur, 9 og 10 fet. Grenikrossviður, margar stærðir og þykktir. Spónaplötur, margar gerðir og stæröir. SólpaliaefnS Skjólgirðíngar. Eigum bæði gagn- varið og ógagnvarió timbur f sólpalla. Stæröir: 95x95- 28x95-22x95 2"x4", 2"x5" og m.f. stæróir. Smiðsbúð 8 og 12, Garðabæ, sími 5656300, fax 5656306 Sumar í húsi Kolaportsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.