Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Veiðigjaldi vex ásmegin Stefna veiðileyfagjalds í sjávarútvegi fékk stuðning úr óvæntri átt á aðalfundi Granda á föstudaginn. Stjómar- formaður sjávarútvegsfyrirtækisins mælti með slíku gjaldi í ræðu sinni. Það var Ami Vilhjálmsson prófessor, sem gekk þannig fram fyrir skjöldu á minnisstæðan hátt. Ami vildi, að sjávarútvegurinn innti af hendi ein- greiðslu, sem næmi 50-80 krónum á hvert kíló í þorski eða þorskígildi í öðrum fisktegundum. Taldist honum, að þetta mundi kosta Granda 700 milljónir í stofngjald og 50 milljónir í árlega vexti, ef þeir væm 7%. Stjórnarformaðuriml kom inn á nýstárlegar brautir í röksemdafærslu sinni fyrir veiðileyfagjaldi. Hann taldi gjaldið nauðsynlegt til að gefa sjávarútveginum eins kon- ar vinnufrið, meðal annars fyrir neikvæðri umræðu fólks, þar sem orðið sægreifar kemur iðulega fyrir. Hann benti á, að einn ráðherra fráfarandi ríkisstjóm- ar hefði lýst aflaheimildum útgerða sem ránsfeng. Einn- ig sagðist hann óttast, að fylgismenn veiðigjalds mundu leggjast á sveif með þeim hagsmunaaðilum innan sjávar- útvegsins, sem vilja kvóta- eða aflamarkskerfið feigt. Sú er einmitt raunin, að sjávarútvegurinn hefur sett ofan í umræðunni um þessi mál. Það fer í taugar fólks, að svokölluð þjóðareign skuli ganga kaupum og sölum og jafnvel ganga í erfðir. Einnig sker í augu, að verðgildi seldra skipa fer meira eftir kvóta þeirra en blikki. Landssamband íslenzra útvegsmanna er helzti mál- svari andstöðunnar við veiðileyfagjald. Það hefur smám saman verið að fá á sig stimpil klúbbs sægreifa, sem hfi á forgangi að þjóðareign og illri meðferð þjóðareignar. Landssambandið hefur enda tekið illa kenningum Áma. Á ytra borði virðist staða sægreifanna vera fremur trygg um þessar mundir. Fráfarandi ríkisstjóm mannaði sig ekki upp í að framkvæma loforð um hert orðalag á þjóðareign auðlindarinnar. Sú ríkisstjóm, sem nú hefur tekið við, er ekki heldur líkleg til slíkra verka. Utanríkisráðherra er stundum sagður guðfaðir kvóta- kerfisins og sjávarútvegsráðherra er dyggur fylgismaður hans á því sviði. Þeir munu líklega sjá um, að ríkisstjórn- in standi vörð um núverandi ástand og geri á því eins htlar breytingar og hún kemst upp með hverju sinni. Gott dæmi um það er, að stjómarsáttmálanum fylgir baksamningur um sjávarútveg, þar sem slett er um 10.000 tonna aukningu á þorski í þá hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, sem óánægðastir em með ríkjandi kvótakerfi, svo að þeir fáist til að hætta að mgga báti sægreifanna. Vopnaði friðurinn er samt ekki varanlegur. Baksamn- ingurinn felur í sér aukið álag á ofveiddan þorskstofn. Ef þorskstofninn heldur áfram að minnka, er eðlilegt, að eigendur auðlindarinnar fari að ókyrrast enn frekar og vilji draga ábyrgðarmenn kerfisins til ábyrgðar. Stjórnmálamenn og sægreifar verða taldir bera ábyrgð á, að árum saman hefur ekki verið farið eftir tihögum fiskifræðinga um hámarksafla, og ábyrgð á afleiðingum þessa í minnkandi þorskgengd. Ofveiðin stefnir í slíkt óefni, að kvótakerfið mun um síðir hrynja að innan. Líta má á framtak formanns Granda sem tilraun til að benda ráðamönnum stóm sjávarútvegsfyrirtækjanna á að færa víglínuna aftar, þar sem hún verði frekar var- in, svo að kvótakerfið verði síður fómardýr átaka um önnur og afar viðkvæm ágreiningsefni í sjávarútvegi. Öðrum þræði er svo ræða hans merki um, að veiði- leyfagjald á meiri hljómgrunn í greininni en ráðamenn Landssambands íslenzkra útvegsmanna vilja vera láta. Jónas Krisljánsson Greinarhöf. segir m.a. heildarveltu bókaútgáfu hafa hrapað um 25% árið sem bókaskatturinn var lagður á. Háskalegar þrengingar Bókaútgáfa á íslandi er í hættu. Virt forlög veröa gjaldþrota eða eiga í miklum erfiðleikum. Ekkert forlag er lengur öruggt um sinn hag. Öll hyggjast þau draga veru- lega úr útgáfustarfsemi. Orsakir þessa ástands eru fjölþættar en fyrst og fremst minnkandi bóksala á undanförnum árum. Óvefengjan- íeg könnun sýnir að virðisauka- skattur, sem lagður var á bækur 1993, hefur haft geigvænleg áhrif á söluna. Söluskattur af bókum var afnum- inn 1990. Árið eftir seldust hækur sem aldrei fyrr. Og vertíðin 1992 mátti heita jafn glæsileg. Það var bjart framundan í bókaútgáfu. En í júlí 1993 var virðisaukaskattur lagður á bækur. Þar með byrjaði hrunið. Heildarvelta bókaútgáf- unnar (án virðisaukaskatts) var tæpir 2 milljarðar 1992 en árið sem bókaskatturinn var lagður á hrap- aði hún niður í 1,5 milljarða eða um 25 %. Tapið Fylgni bókaskatts og bóksölu er ótvíræð: Salan jókst stórlega þegar skatturinn var afnuminn en snarminnkaði þegar hann var lagð- ur á aftur. Veltutölur fyrir árið 1994 eru ekki tiltækar en fullvíst er aö þá varð enn umtalsveröur sam- dráttur. Fróðir menn og hlutlægir telja að frá því bókaskatturinn var lagður á og til ársloka 1994 hafi bóksala minnkáð um 40 %. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði fyrir kosningar að þetta jafngilti því að um fimmtíu störf hefðu glatast í prentiðnaðin- um. Hann kynnti sér vandlega af- leiðingar bókaskattsins og lýsti sig síðan andvígan honum-. Er hann þó almennt hlynntur undantekn- ingarlausum virðisaukaskatti. En hann gerði sér ljóst að í þessu tíi- felli haföi ætlaður ávinningur snú- ist í tap. Tapið er nú þegar margvís- KjaUarinn Birgir Sigurðsson rithöfundur legt og alvarlegt en stefnir þó í verra. „Þau tuttugu ár sem ég hef feng- ist við bókaútgáfu hafa höfundar aldrei átt jafn erfitt með að fá útgef- in tyandrit sín og nú,“ sagði útgef- andi viö undirritaðan fyrir skömmu. Fram til þessa hafa at- kvæðamestu og bestu bókaútgef- endur lagt metnað og stolt í útgáfu rita sem vísast skiluðu litlum sem engum hagnaöi en efldu menning- arlifiö. Undir þetta falla bækur meö lítínn markað en mikið erindi og bækur nýrra höfunda. Engin endurnýjun Nú koma sumir vel virtir höfund- ar ekki bókum sínum út og bækur eftir nýja höfunda sjást vart lengur á markaðinum. Þetta hefur gerst þegjandi og hljóðalaust. Útgefend- ur hafa ekki lengur bolmagn til þess að taka áhættu. Bág fjárhags- staða þeirra stefnir tíl þess aö arð- semissjónarmið verði allsráðandi. Þar með verður flóra bókaútgáf- unnar sífellt fáskrúðugri og end- urnýjun engin. Þessar þrengingar grafa þvi háskalega undan ís- lenskri bókmenningu. Samkvæmt stjórnarsáttmála stefnir ríkisstjórnin að eflingu og varðveislu tungunnar. Þeir sem góðum bókum unna skilja gildi þeirra og hlutverk í því efni. Upp- lýsingarmenn 18. aldar, sjálfstæð- isbaráttumenn 19. aldar og endur- reisnarmenn í byrjun þessarar ald- ar skildu það. Og þeir sýndu það í verki. Stjómmálamenn nútímans verða einnig að skilja þaö. Og sýna það í verki. Fyrir nokkrum árum lýstí lands- fundur sjálfstæðismanna yfir and- stöðu gegn bókaskatti. En aö frum- kvæði forystumanna flokksins lagði síðasta ríkisstjórn virðis- aukaskatt á bækur. Verstu spár um afleiðingar þessa skatts eru nú að rætast. Rökrétt niðurstaða af því er sú að sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn í nýskipaöri ríkis- stjórn sameinist um endurskoðun á bókaskattinum og felli hann nið- ur. Birgir Sigurðsson „Verstu spár um afleiðingar þessa skatts eru nú að rætast. Rökrétt niður- staða af þvi er sú að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í nýskipaðri ríkis- stjórn sameinist um endurskoðun á bókaskattinum og felli hann niður.“ Skoðanir annarra Atvinnuleysi og opinber störf „í sögulegu samhengi hefur íslenskur vinnumark- aður fremur verið í ætt við Bandaríkin en Evrópu, með sveigjanleika, litlu almennu atvinnuleysi og langtíma atvinnuleysi nær óþekkt. En því miður bendir allt til þess aö ísland auk annarra Norður- landa, sem lengi hafa getað státað af háu atvinnu- stígi, muni troða slóð annarra Evrópulanda. Orsökin hggur m.a. í því að um langa hríð hafa nær öll ný störf á Norðurlöndum skapast hjá hinu opinbera og þegar því þraut örindi vð mannaráðningar tók at- vinnuleysi að aukast.“ Þórhildur Hansdóttir hagfr. í 15. tbl. Vísbendingar. Ríkisbankar hverfa „Það er mikil breytíng að meirihluti skuh vera fyrir því á Alþingi að breyta ríkisbönkunum í hluta- félög. ... Nú virðast viðhorfm breytt, bæði innan Sjálfstæöisflokksins og Framsóknarflokksins og von er til þess að Alþingi afgreiði ný lög um ríkisbank- ana þegar á næsta þingi. Þetta er fremur einföld laga- setning enda lengi veriö unnið að henni.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 3. maí. Óláns aksturslag „Lögreglan virðist einna helst halda að hraðakstur sé meginorsök árekstra; ég er á annarri skoðun og verð það uns einhver sannar annað. ... Aldrei hef ég séð lögreglu stoppa bíl vegna svínsháttar eða vit- lausrar og stórhættulegrar akreinaskiptingar! Ég held að umferðarráð eða nefnd, Félag bifreiðaeig- enda, tryggingafélög og lögregla gerðu margt vit- lausara en taka á þessu stóra vandamáli af alvöru. ... Satt að segja furða ég mig á láninu sem virðist þó hvíla yfir ökumönnum þessarar þjóðar, að ekki skuU verða miklu fleiri slys og árekstrar með þessu aksturslagi." Hrafn Harðarson í Lesbók Mbl. 29. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.