Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 5 Fréttir Eldvarnakerfi prófuð með því að kveikja elda í flugskýli á Vellinum: Kostar 30 milljónir Prófanir á eldvarnakerfum og slökkvikerfum í flugskýlum standa nú yfir í einu af flugskýlum Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Prófan- irnar, sem kostaðar eru af verkfræði- deild bandaríska flotans, auk ann- arra opinberra bandrískra stofnana og framleiðenda eldvarnakerfa, kosta um hálfa milljón dollara, rúm- lega 30 milljónir íslenskra króna, og lýkur á þriðjudag. Þegar hefur álíka fjárhæð verið varið til sams konar prófana í hlýrra loftslagi í flugskýl- um á Filippseyjum. „Mönnum hefur ekki borið saman um brunatæknifræðilega hönnun á flugskýlum. Til þessa hafa bruna- varnir í mannvirkjum af þessu tagi verið gerðar eftir reiknilíkönum en með þessu fæst úr því skorið hvemig eldar haga sér í svona stóm rými. Keflavíkurherstöðin var valin til verksins og það er mikill heiður að við skulum verða fyrir valinu,“ segir Ástvaldur Eiríksson, varaslökkvi- stjóri á Keflavíkurflugvelli. Undanfarna daga hafa eldar verið kveiktir í skýlunum, í fyrstu í litlum ohupönnum, til að kanna samspil elds, súrefnis og reyks og hvernig þessir efni haga sér í samanburði við hönnun húsanna. Eftir hverja próf- un, sem stendur í 10 til 15 mínútur, eru eldarnir slökktir aftur. í dag mun síðan stór eldur, á allt aö 25 fermetra fleti, verða kveiktur í skýlinu. Við svo stóran eld munu eldtungurnar líklega teygja sig upp í þak bygging- arinnar sem er um 30 metra há. Ekki er þó búist við að mikið af þeim fjármunum sem varið er til til- raunarinnar verði eftir á íslandi en öll tæki koma að utan og mannskap- urinn er þegar í vinnu hjá Varnarlið- inu. Aö öllum líkindum má þó búast við að flugskýlið þar sem prófanimar fara fram verði endurnýjað að til- raunum loknum. Ekki er ljóst hve- nær niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir en sú vinna fer ekki fram á íslandi. -PP smáskór Barnaskór . 0 / Litur beige Xí St. 24-37 v^Verð frá S'ím) 2-990 '' , 1 -■ „ smáskór sérverslun m/barnaskó i bláu húsi v/Fákafen, sími 683919 Litla-Hraun: Kynferðisbrota- maðurræðstá fíkniefnasmyglara Björgvin Þór Ríkharðsson, dæmd- ur kynferðisbrota- og ofbeldismaður, hefur undanfarna daga afplánað refsingu Fangelsismálastofnunar fyrir agabrot í fangelsi. Samkvæmt upplýsingum DV réðst Björgvin á Ólaf Gunnarsson, höfuðpaurinn í stóra fikniefnamálinu, og kýldi hann þar sem þeir afplána báðir dóm á Litla-Hrauni. Fangar og fangaverðir þurftu að skilja Björgvin og Ólaf að. Heimildir DV herma að Björgvin hafi oftar en einu sinni átt þátt að atvikum sem þessum á árinu. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknar- deild lögreglunnar á Selfossi. Þetta er í annað sinn sem ráðist er á Ólaf í fangelsi síðan hann hóf af- plánun fyrir aðild sína að stóra fíkni- efnamálinu. Síðastliðið sumar réðst geðsjúkur franskur afbrotamaður á hann með kafFikönnu að vopni í Síðumúlafangelsi. Þá hlaut Ólafur alvarlega áverka og var fluttur í sjúkrahús þar sem gera þurfti að sárum hans. Áverkar hans voru hins vegar ekki alvarlegir nú, mar og skrámur. -pp Suðurnes: Gögnumsafnað í naf namálinu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Félagsmálaráðuneytið hefur beðið bæjarstjórn Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna álits á kæru Einars fngi- mundarsonar á kosningunni um nafn á sveitarfélagið en kosningin fór fram samhliöa alþingiskosningun- um. Einar telur að bæjarstjórnina skorti lagalegan grundvöll til að láta kosninguna standa einungis á milli tveggja nafna, Reykjanesbæjar og Suðurnesbæjar. Bæjarstjórnin er að safna gögnum um máliö en hún þarf að vera búin að svara ráðuneytinu fyrir 10. maí en þá mun kæran verða tekin fyrir. Beislagerð - Taumar Námskeið í gcrð reiðtygja I verðurhaldið laugardaginn 13. B maí undir leiðsögn fagmanns. | Einnig verður farið í viðgcrðir. UpplÝsingar og skráning: Simi 561-2141 HVÍTLIST HF. Bygggörðum 7 170 Seltjarnarnes Ný handhæg bók fyrir námsfólk á öllum aldri sem vill hámarka árangur sinn og möguleika Þessi nýja bók og ódýra bók fjallar um þau 3 grundvallaratriði sem eru sameigin- leg öllu námi og námsmönnum - skipulagningu, einbeitingu og mikla vinnu. MICHÉU: brown kUHGUKSKÚ HkMSUtN' &J 0 J , J > > I ) > > 1 1 ,j ) > ) > 1 * * * * y h F R A Ð L Æ R A BÓK »» K^IUH Þt* h 3 d 'Kó°la OG námsgrein A L D R I ’ s K u L . , ,, r e c < Hún getur hjálpað þár að ná meiri árangri, sama á hvaða aldri þú ert og óháð því hvað þú ert að læra. Hún er í handhægu vasabroti, aðgengileg og hnitmiðuð. í bókinni er m.a. fjallað um: • Hvernig á að auka áhugann á náminu. • Val á réttum námsgreinum. • Vinnuaðstæður. • Að koma á skipulagi. • Einbeitingu. • Að læra og leggja á minnið. • Hvernig á að bæta lesturinn. Glósur og minnispunkta. Ritgerðir og skrifleg verkefni. • Upprifjunartækni. Hvernig á að takast á við kvíða, þreytu og spennu. Próftækni. • Hvað á að gera að afloknum prófum. Hvernig foreldrar geta hjálpað. 0 f « c a c.: f ( c r e f VERÐ AÐEINS KR. VISA/EURO/PÓSTKRAFA Við bætist 100 kr. sendingarkostnaður. “ÍinTllf/UHSIkVI: HAGKAUP gœöi úrval þjónusta FÆST EINNIG í VERSLUNUIVI HAGKAUPS TRYGGÐU ÞER EINTAK - HRINGDU NÚNA - Grænt númer: 800-4455 '’>///! i*'V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.