Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 Spumingin Tekurðu þátt í Víkingalottóinu? Inga Hauksdóttir húsmóðir: Ég hef einu sinni spilað með. Magnea H. Björnsdóttir leikskóla- kennari: Ég spila aldrei með. Margrét Jónsdóttir nemi: Nei, ég tek aldrei þátt í Víkingalottóinu. Guðrún Kristín ívarsdóttir húsmóð- ir: Ég spila alltaf með en hef aldrei unnið neitt. Eyja Bryngeirsdóttir afgreiðslu- dama: Ég hef aldrei spilaö í Víkinga- lottói. Ómar örn Smith nemi: Ég spila stundum með. Lesendur Samningaviðræður um fiskveiðimál: Höf um líklega tapað forskotinu Jón Björnsson skrifar: Maður fylgdist spenntur með gangi samningaviðræðnanna við Norð- menn og Færeyinga um veiðar úr hinum svonefnda norsk-íslenska síldarstofni. Viðræður milli íslend- inga, Rússa og Norðmanna um lög- sögu og veiðar í Barentshafinu leiddu ekki til lausnar. Tilefni þessara skrifa er bréf í DV 3. maí sl. þar sem spurt er einfaldlega „Höfum við nógu hæfa menn?“ og er átt við samningamenn okkar í viö- ræðunum. Þar er drepið á nokkur atriði, svo sem það að undirstaða allra slíkra viðræðna væri að geta ávallt ræðst við á ýmsum tungumál- um reiprennandi og komist þannig í betra samband við viðkomandi tals- menn handan borðsins. Hvað sem þessu líður, tel ég, líkt og áðurnefndur bréfritari, að við ís- lendingar höfum í seinni tíð þurft að beygja okkur óþarflega mikið gagn- vart viðsemjendum okkar á erlend- um vettvangi í ýmsum málum. En sjávarútvegsmálin eru sérstök fyrir okkur. Þau eru okkur lífsspursmál og þar verðum við að hafa hinum hæfustu mönnum á að skipa. Horfnir eru nú af vettvangi menn eins og Hans G. Andersen þjóðréttarfræð- ingur, sem er látinn og var einn hinna færustu sérfræðinga í heimin- um í þessum efnum, Guðmundur Eiríksson, sem var íjarlægður úr starfi sínu sem þjóðréttarfræðingur stjórnvalda, og mér tjáð að hann hafi starfað sem prófessor við erlend- an háskóla. Einnig minnist ég Gunn- ars G. Schram, sem var mikið tengd- ur þessum málum. Honum hef ég ekki séð bregða fyrir í þessum síð- ustu viðræðum. Ekki veit ég gjörla hversu núver- andi samningamenn íslenskir eru fróðir um sjávarútvegsmál sérstak- lega, en mér finnast fréttir af gangi viðræðna að undanfömu bera þess vitni að stirðlega gangi okkar mönn- um. Að einhvem veginn höfum við tapað forskotinu á þessum vettvangi. Ég er alls ekki að segja að við eigum ekki sérfróða menn í málinu, en þeim er þá ekki beitt sérstaklega, eða þeir láta lítið fyrir sér fara. - Vonandi breytist þetta. Kannski verða þeir Guðmundur og Gunnar í fararbroddi viðræðnanna. Auðvitað á að tefla fram þeim mönnum sem hafa viöa- mikla þekkingu í málinu sjálfu og svo á alþjóðavettvangi. Hans G. Andersen, Guðmundur Eiríksson og Gunnar G. Schram, sem bréfritari minnist á. Stjórnmálamenn fortíðarinnar K.Þ. skrifar: Undanfariö hafa alls kyns speking- ar farið mikinn í fjölmiölum og full- yrt að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hljóti að vera „stjórn kyrrstöðunnar". Einkum hafa alþýðuflokksmenn verið iðnir viö þetta. - Vitaskuld færa menn engin rök fyrir slíkum upphrópun- um. Sagan sýnir að ríkisstjórn þessara flokka getur vel stigið skref í frjáls- ræðisáttir. Eitt dæmi ætti að verða mörgum umhugsunarefni. - Árið 1984, í stjómartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fékk Sjálf- stæðisflokkurinn því framgengt að lagt var fram frumvarp um frjálst útvarp. Enginn alþýðuflokksmaður studdi það frumvarp. Núverandi formaður Alþýðuflokksins sat þá á þingi en studdi ekki frumvarpið. Fyr- ir harðfylgi Sjálfstæðisflokksins náð- ist þetta frumvarp í gegn. Flestir þingmenn Framsóknar- flokks sátu hjá, nokkrir þeirra studdu þaö en a.m.k. þeir Páll Péturs- son og Stefán Valgeirsson, þáverandi alþingismenn, greiddu atkvæði gegn frumvarpi Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra. Þetta ættu menn aö hafa í huga þegar alþýðuflokksmenn láta sem þeir séu „frumkvæðisafl í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem reyndu aö koma í veg fyrir frjálst útvarp á ís- landi eru ekki stjórnmálamenn framtíðarinnar heldur fortíðarinnar. Bílaþvottur við borgardyrnar Ragnar skrifar: Eg er farinn að trúa því sem kunn- ingi minn, sem er leigubílstjóri, sagði nýlega að bílaþvottur sé ein þeirra þjónustugreina sem er hvað mest metinar hjá bifreiðaeigendum. Sem bíleigandi er ég einn þeirra sem nota þessa þjónustu alloft, því veðrið hér er ekki þannig alla jafna að gott sé að standa úti við bílaþvott. Steyptar og malbikaðar götur koma ekki í veg fyrir að maður þurfi sjaldan aö þvo og þrífa bílana. Mal- bikið spænist upp og tjaran situr alls staðar á bílnum. Þetta er reynsla manns eftir nokkurra hundraða kíló- metra akstur, jafnvel minna. Fyrir skömmu kom ég akandi utan Aöeins 39,90 mínútan —eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 af landi í bíl mínum. Er ég kom að borgarmörkunum eftir Vesturlands- veginum tók ég eftir því í skini gatna- ljósanna að bíllinn var orðinn all- hrikalegur úthts og ók ég þó á bundnu slitlagi mestalla leiðina til Reykjavíkur. Ég fór því að leita í huganum aö bílaþvottastöð sem tæki bílinn minn rækilega í gegn. Það var farið að kvölda og ég var orðinn úr- kula vonar um aö fá slíka þjónustu fyrr en næsta dag. En þarna ghtti allt í einu í bíl uppi á þaki og þar taldi ég bílaþvott að finna. Ég ók áfram eftir Vesturlands- veginum í átt að Ártúnsbrekku og sá þá skiltið Bón- og bílaþvottastöðin. Ég var ekki lengi að beygja að húsinu og lét taka bílinn í gegn með þvotti og tilheyrandi. Þarna fékk ég þá allra bestu hreinsun á bíl mínum sem ég hefi lengi fengið. Sem dæmi voru hjólkopparnir hreinsaðir með sér- stöku efni. Mér var einnig boðið bón með sérstakri teflonhúð sem mynd- aði glerung á lakkið sem þyldi áfram- haldandi tjöruþvott, en mátti ekki vera að því í það skiptiö. Mér er sagt að þessi sérstaka meðferð skili góð- um árangri og mun áreiðanlega not- færa mér hana síðar þarna. Þarna fékk ég þá allra bestu þjónustu sem ég hefi lengi fengið, segir m.a. i bréfinu. Húsbréf akerf ið í endurskoðun Ungur fjölskyldumaður skrifar: Ég las fróðlega og tímabæra grein í DV sl. miðvikudag eftir Stefán Ingólfsson. Hún fjahaði um nýja gerö húsnæðislána. Hann lagði til breytingu á formi húsnæðislána til þess að fast- eignakaupendur gætu unnið sig út úr erfiöleikum fyrstu áranna. Þetta á einmitt við um þá er kaupa í fyrsta sinn. Rætt hefur verið um að húsbréfakerfið verði endurskoðað, m.a. þannig að hlutur húsbréfa verði hækkaður upp í 90% af kaupverði. Og þá einungis til þeirra sem kaupa i fyrsta sinn. Ég tel þetta vera bestu lausnina en ekki lengingu Iánstímans. Vigdísi áfram sem forseta! Gísli Einarsson hringdi: Úr því fariö er að ræða forseta- framboð á annað borð legg ég til að Vigdís verði áfram forseti okk- ar næsta kjörtímabil. Hún hefur reynst farsæl i starfi. Það er auk þess þjóðhagslegur spamaður að þurfa ekki að skipta um forseta. Axarsköft Alþýðu- flokksins Ámi Guðmundsson skrifar: Auðvitað engjast alþýðuflokks- menn vegna tapsins i alþingis- kosningunum. En þeir þurfa að hta miklu betur í eigin barm en þeir hafa hingað til gert. Alþýðu- flokkurinn og forystumenn hans eyðhögðu t.d. mjög fyrir sér með óprúttnum mannaráðningum tvist og bast og Guðmundarmálið varð flokknum dýrkeypt. Segja má að það hafi svo orðið hlut- skipti Jóhönnu Sigurðardóttur að slá á frekari axarsköft Alþýðu- flokksíns með því að stofna Þjóð- vaka þvi þá fyrst sá flokksforust- an að himnarnir voru að opnast og reiði kjósenda yrði þeim þung- bær. Reykingabamt óþarft í f lugvélum Gyða skrifar: Ég vil taka undir bréf Ragn- heiðar í DV 28. apríl sl. um reyk- ingabann í flugvélum Flugleiða sem er auðvitað alveg óþarfa frelsissvipting farþega sem reykja. Miklu meira ónæði skap- ast um borð af farþegum sem koma um borð, t.d. í Keflavík, beint frá bamum og er það dijúg uppspretta ölvunar um borð í flugvélunum. Af þessu skapast líka mun alvarlegri hætta en vegna örfárra reykingamanna. Og hvers vegna ættu Flugleiðir að þrengja meira að allsgáðum farþegum sínum meö reykinga- banni en t.d þekkt flugfélög eins og SAS og fleiri? Glöggtergests- augað Heidi Kristiansen skrifar: Þegar von er á gestum tökum við til hjá okkur. Ekki er lagt á fallegt dúkað borð þakiö drash. - island er markaðssett sem hreint og fagurt land. Það skortir hins vegar á hreinleikann víða, t.d. á sumum götum og umhverfi þeírra, ekki síst í undirgöngum. Rushð verður þó tínt upp þegar skólakrakkar heíja sumarstarfið. Þá veröur HM-mótinu lokið og stærsti hluti gestanna farinn af landi brott. Tómar áldósir, plast- pokar, bréfarusl og hvaðeina þessu líkt skemmir umhverfið, sama í hve litlum mæli. Ég skora á aha sem geta á annað borð hreyft sig aö taka th hendinni í sínu umhverfi, við heimili eða vinnustaði. Og þetta er alveg út- gjaldalaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.