Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj* ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl* ismennt.is. - Dreifing: dvdreif* ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Sagan og stríðið í dag eru fimmtíu ár liðin frá skilyrðislausri uppgjöf Þjóðverja í heimsstyijöldinni síðari. Sumir vilja raunar meina að það stríð hafi hafist árið 1914 þegar fyrri heims- styijöldin brast á vegna þess að lok þeirrar styijaldar voru þess eðhs að engar sættir tókust og ekkert uppgjör fór fram. Hvað sem líður slíkum sagnfræðilegum vanga- veltum er hitt þó staðreynd að styijaldir, blóðsúthelling- ar og væringar á milli þjóða í Evrópu stóðu nær látlaust allan fyrri hluta aldarinnar. Heimsstyijöldin fyrri átti að vera stríð allra stríða og síðasta stríðið. Það sama var sagt um seinni heimsstyrj- öldina. Hún mundi binda enda á átök þjóða í milli. Svo fór þó ekki og kalda stríðið, sem stóð frá friðardeginum fyrir fimmtíu árum og til allra síðustu ára, setti mark sitt á Evrópu og hneppti helming íbúanna í álfunni í fjötra lögregluríkis og einræðis kommúnismans. ÖD þessi átök og þær hörmulegu blóðsúthellingar sem heimurinn upplifði verða raktar til öfga, fordóma og ein- angrunar. Hver þjóð var lokuð á bak við landamæri og víggirðingar, alið var á hatri gagnvart öðrum þjóðum og öfgastefnur á borð við nasisma, fasisma og kommúnisma þrifust í þessu þröngsýna umhverfi. Saga mannkynsins hefur margsannað í hertri og harðri reynslu stríðsátaka að þjóðernisrembingur og forheimskandi kenningar um hina endanlegu og eilífu hamingju eru upphaf og endir þeirra hvata sem búa að baki ofbeldi og yfirgangi. Þær eru ótrúlegar sögurnar sem skráðar eru og nú þessa dagana riflaðar upp, um mannfyrirlitningu, mis- kunnarleysi og morðæði venjulegra manna sem töldu sig vera að beijast í þágu hins eina rétta málstaðar. Dauðs- föllin á vígstöðvunum eru kannski minnsta málið því þar voru menn heiðarlega að beijast til sigurs. Hitt er miklu hræðilegra hvernig hersveitir og hrokagikkir komu fram við saklaust fólk og óbreytta borgara sem urðu fómarlömb nauðgana, pyndinga og purkunarlausr- ar slátmnar. Það á ekki einasta við um stormsveitir Þjóð- veija. Bandamenn vom ekki bamanna bestir. Þessir atburðir em margir hverjir í frásögur færðir í tilefni friðardagsins. Sumt er sagt sem enginn hefur áður þorað að tala um vegna þess að samviska manna og heilla þjóða hefur verið svo slæm og minningamar svo sársaukafullar að fæstir hafa treyst sér til að skrá þær, hvað þá að horfast í augu við þær. Að því leyti er þessi sagnfræði þó nauðsynleg að nýjar kynslóðir em komnar til sögunnar sem ekki þekkja for- tíðina og geta ekki skilið hana. Ungt fólk getur ekki skil- ið hvemig nágrannar á borð við Þjóðveija og Frakka eða upplýstar þjóðir eins og ítaJir og Bretar gátu murkað líf- ið hver úr annarri og framið ódæðisglæpi. Allt var þetta jú siðað fólk með langa menningarhefð, rétt eins og fólk- ið sem við umgöngumst í dag. En minnið er stutt og lífið heldur áfram. Yngsta kyn- slóðin í Bretlandi í dag veit lítil sem engin deili á Win- ston Churchill og Adolf Hitler er í besta falli nafn eða ímynd af manni, jafn langt 1 burtu frá veruleika nútím- ans og Napoleon eða Atli Húnakonungur. Allt saman saga sem er horfm. Friðardagurinn er þess virði að hans sé minnst, ekki eingöngu vegna friðarins og fagnaðarins sem þessum degi fylgdi heldur til áminningar um að aldrei, aldrei aftur skulum við binda trúss okkar við einangrunar- og þjóðemisstefnur, alheimslausnir póhtískra trúarkenn- inga né heldur leiðsögn bijálaðra einstakhnga sem treysta vald sitt 1 krafti heimskunnar og hatursins. Við skulum læra af reynslunni og sögunni. Án fortíð- ar er engin framtíð. Ehert B. Schram Greinarhöfundur telur að stjórnmálaflokkar hér séu alvarlega á skjön við þá frjálsræðisþróun og opnun sem átt hefur sér stað i íslensku samfélagi. Eru Ijármál stjórnmála- f lokka feimnismál? í nýafstaðinni kosningabaráttu fór of lítið fyrir umræðunni um fjármál stjórnmálaflokkanna. Ef einhvers er sérstaklega að sakna úr nýgerðum málefnasamningi ríkisstjómarinnar þá er það ákvæði um að unnið skuli að því að skylt veröi að gera fjármál stjórnmálaflokka opinber og þeim gert að birta sundurliðaða reikn- inga sína árlega, líkt og önnur sam- tök og fyrirtæki. Erfitt að sanna í þessum efnum er það ein tegund samtaka sem er alvarlega á skjön viö þá frjálsræöisþróun og opnun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi á öllum sviðum hin síð- ari ár, en það eru stjómmálaflokk- arnir. Gildir það um öll stjórnmála- samtök, stóra og litla flokka, hefð- bundna og óhefðbundna. Með reglulegu millibili fer fram umræða um þau mögulegu hags- munatengsl sem greina má milli stjórnmálaflokka og þeirra sem leggja þeim til fjármuni. Erfitt hef- ur reynst aö færa sönnur á að þau tengsl hafi leitt af sér ólöglegt at- hæfi eða ósæmilega fyrirgreiðslu. Það breytir þó ekki því að miðaö við það upplýsta samfélag sem við teljum okkur byggja, þá er þetta óviðunandi staða sem ekki má dragast mikið lengur að tekið veröi á. Nægar fyrirmyndir erlendis Ef leita á fyrirmynda um með hvaða hætti upplýsmgaskyldu stjórnmálaflokka verði fullnægt mætti líta tii Bandaríkjanna þar sem þessi mál eru í mjög fóstum skorðum og hafa verið lengi. Meðal reglna sem þar gilda um fjármögn- Kjallarmn Bolli Héðinsson hagfræðingur un stjórnmálabaráttu, hvort sem það er t.d. barátta einstaklinga fyr- ir kjöri í prófkjörum eða þá stjórn- málaflokka sem beriast á lands- vísu, þá gildir aö skylt er að nafn- greina öll framlög sem fara yfir ákveðna fjárhæð, t.d. sem svarar 5 þúsund krónum. Með þessu á að tryggja að öll stærri framlög verði opinber og því öllum kleift aö meta hvort framlögin hafi síöan leitt til fyrirgreiðslu til viðkomandi fyrir- tækis eða einstaklings, sem sá stjómmálaflokkur eða stjórnmála- maður, sem í hlut átti, var í aðstöðu til að úthluta. Skattaívilnun Með sama hætti og fyrirtækjum er kleift aö telja fram ýmis framlög til stjórnmálaflokka sem kostnað í rekstri væri eðlilegt að framlög ein- staklinga til stjórnmálaflokkanna yrðu einnig frádráttarbær frá skatti, upp að vissu marki. Ella væri verið að mismuna flokkum eftir uppbyggingu þeirra og sam- setningu fylgismannahóps því aug- fjóst er að stjórnmálasamtök eiga mismunandi fylgi aö fagna hjá fyr- irtækjunum í landinu. Lagaákvæði, sem næðist í gegn á Alþingi og tryggði að fjármál stjórnmálaflokkanna yrðu gerð opinber, yrði óbrotgjarn minnis- varði fyrir hveria þá ríkisstjóm, stjómmálaflokk eða stjórnmála- mann sem hefði forgöngu um laga- setningu af því tagi. Bolli Héðinsson „Lagaákvæði, sem næðist í gegn á Al- þingi og tryggði að fjármál stjórnmála- flokkanna yrðu gerð opinber, yrði óbrotgjarn minnisvarði fyrir hverja þá ríkisstjórn, stjórnmálaflokk eða stjórnmálamann sem hefði forgöngu um lagasetningu af því tagi.“ Skoðanir annarra Vinnufriður? „Það eru aðeins liðnir rúmlega tveir mánuðir frá því, að samningar tókust á almennum vinnumarkaöi og við flesta aðra aðila, sem koiha að kjarasamning- um, þ. á m. kennara. Þegar þeir samningar voru gerðir mátti ætla, að vinnufriöur hefði verið tryggð- ur um tveggja ára skeið. Þessi vinnufriður er for- senda þess, að okkur takist að nýta þá uppsveiflu í efnahagsmálum, sem augljóslega er hafin... Af þess- um sökum valda þær visbendingar sem nú liggja fyrir um óróa á vinnumarkaðnum áhyggjum." Úr forystugrein Mbl. 5. maí. Tíðindi úr Bændahöll „Sigurgeir Þorgeirsson, nýráðinn framkvæmda- stjóri Bændasamtka íslands, sagði í afar athygli- veröu viðtah í Alþýðublaðinu, að „menn eigi að setja markið á að losna úr þessu kvótakeríV' í landbún- aði. Hann kveöst fylgjandi einhverri samkeppni með innflutningi á landbúnaðarvörum og kveðst telja ein- sýnt, að aðstoða verði bændur fjárhagslega sem bregða vilja búi með því að kaupa jarðir þeirra... Viðhorfin í Bændahöllinni eru í meginat- riðum í samræmi við stefnu Alþýðuflokksins. Það hefðu einhvern tima þótt tíðindi." Úr forystugrein Alþýðubl. 5. maí. Þeir kláruðu síldina „Enn hafa ekki verið færð óyggjandi rök fyrir því hvers vegna norsk-íslenski síldarstofninn hrundi fyrir um þremur áratugum. Þó er fulhúst talið að ofveiði sé um að kenna og er uppi krytur um hvort þar hafi íslendingar eða Norömenn verið að verki. En auðvitað voru það báðar þjóðirnar sem veiddu síldina nær upp til agna með fullkomnari og stórtæk- ari veiðitækni en menn höfðu yfir að ráða fram að þeim tíma.“ Úr forystugrein Timans 5. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.