Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 15 Salóme getur kært Það er varla að maður viti hvort á að hlæja eða gráta þegar fréttist að þegar sýnt þykir að Ólafur G. Einarsson taki við sem forseti Al- þingis skuli í sömu andrá viður- kennt aö honum beri hærri laun en forverum sínum. Það er eins og að ætla sér að kenna djöflinum dyggðugt líferni að reyna að koma vitinu fyrir valdhafa þessa lands í jafnréttismálum. Svo kórónar Davíð Oddsson for- sætisráðherra skömmina með því að svara því til þegar flokkssystur hans andæfa sköröum hlut í valda- stöðum aö mun mikilvægara sé að glíma við launamisrétti kynja en hafa áhyggjur af titlatogi og form- legri stöðu örfárra einstaklinga. . Ef titlatogið og formleg staða er svona lítils virði, því þá ekki að segja körium á borð við Geir Haarde, Björn Bjarnason og nefnd- KiaUaiinn Hildur Jónsdóttir upplýsingafulltrúi Alþýðubandalagsins „Yrði það ekki glæsileg kóróna á launa- og jafnréttisumræðuna fyrir síðustu kosningar - og raunsannur vitnisburð- ur um stöðu jafnréttismála á íslandi - ef sjálfir forsetar Alþingis þurfa að beita fyrir sig ákvæðum jafnréttislaga til að vera metnar til jafns við karla?“ an Ólaf þann stóra sannleik? Og veröur það fyrsta verk Davíðs Oddssonar í glímunni við launa- misréttið aö hækka þingforseta- laun Ólafs G. Einarssonar? Það er harla merkilegt að maður með þennan skilning á þessu yfirlýsta forgangsverkefni skuli njóta fulls trausts svokallaðra sjálfstæðra kvenna til að leiða jafnréttisbarátt- una. Salóme - og Guðrún Helga- dóttir líka Á síðasta kjörtímabili stóðu mörg spjót á Salóme Þorkelsdóttur, for- seta Alþingis. Mörgum þótti hún í embætti sínu sem oddviti allra þingmanna láta um of stjórnast af vilja forsætisráðherra. Maöur þótt- ist sjá þess dæmi að um hana gilti eins og svo margar konur að þegar þær setjast í valdastöður þá gerist Þrir þingforsetar - tveir fyrrverandi og sá núverandi. - Ekki lag til að leiðrétta launin fyrr en nu? þaö þegar karlar vilja, ef þeir vilja og meö skilyrðum sem þeir setja. Á hinn bóginn taldi maöur líklegt að Salóme ætti ekki sjö dagana sæla innan síns karlaflokks við að standa vörö um embætti sitt og vald. Sýnir þessi staða hvílíkt vandaverk það getur verið fyrir konur aö gegna valdastöðum í heimi karla. í hugann kemur setn- ingin: Þegar kona kemur inn fara völdin út. Ofan á þessa erfiðleika og höfnun í prófkjöri flokksins fær Salóme það fráman í sig - og Guðrún Helgadóttir, forveri hennar - aö laun Ólafs G. Einarssonar verða líklega hærri en þeirra voru. Mér er nákvæmlega sama þótt málið verði fært í þann felubúning aö þingforsetalaunin hafi alltaf veriö of lág en ekki lag til að leiðrétta þau fyrr en nú. Þaö sem skiptir máli er að verði Ólafur á hærri launum en þær eiga þær samkvæmt jafn- réttislögum óvéfengjanlegan rétt til að kæra þá ráðstöfun. Afturvirk launahækkun í leiðbeiningabæklingi um með- ferð kærumála, sem Norræna jafn- launaverkefnið gaf út, kemur fram að kona getur.kært ef hún er beitt misrétti miöað við karlkyns for- vera sinn í starfi eða eftirmann. Þetta þýðir að taki karl við starfi af konu, og starfið við það eitt er metiö til hærri launa, þykir sýnt að sú kona hafi verið beitt mis- rétti. Þess vegna bendir allt til að Salóme og Guðrún geti farið fram á það að launahækkun til Ólafs verði afturvirk og nái til þeirra beggja. Yrði það ekki glæsileg kóróna á launa- og jafnréttisumræðuna fyrir síðustu kosningar - og raunsannur vitnisburður um stöðu jafnréttis- mála á íslandi - ef sjálfir forsetar Alþingis þurfa aö beita fyrir sig ákvæðum jafnréttislaga til að vera metnar til jafns við karla? Hildur Jónsdóttir Friðþæging kvennabaráttunnar Nú að nýlokinni stjórnarmynd- un hafa margir undrast yfir því að engin kona skyldi hafa veriö valin ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hafa hinir sömu jafnframt haft verulegar áhyggjur af því hvað við Sjálfstæðar konur hefðum nú að segja um þessi mál. Fyrir hvað standa Sjálfstæðar konur? Sjálfstæðar konur gera þá kröfu að konur séu fyrst og fremst metn- ar og virtar sem einstaklingar, en hlutverk þeirra ekki eingöngu ákvörðuð út frá líffræðilegum eig- inleikum. Við teljum að áherslan á konur sem fórnarlömb - einsleitan undirokaðan hóp - sé ein skýringin á því að við höfum aðeins þokast á veg í jafnréttisbaráttunni, en ekki náð settu marki. Við leggjum ríka áherslu á að hagsmunir kvenna og karla fari saman. Karlar eru ekki andstæðingar kvenna, likt og vinstrisinnuð kvennapólitik hefur gengið út frá. Við viljum stuðla að almennri við- horfsbreytingu í þjóðfélaginu, sem við teljum einu raunhæfu leiðina til að útrýma því launamisrétti sem við- gengst milli kynjanna. Við viljum ekki forréttindi kvenna, en þær verða að fá að taka þátt í samkeppn- inni á sömu efnahagslegu, lagalegu og félagslegu forsendum og karlar. Metum konur sem einstaklinga Konur þurfa ekki að njóta ákveð- KjaUaiinn Jóhanna Vilhjálmsdóttir formaður utanríkisnefndar Sambands ungra sjálfstæðis- manna og starfar með Sjálfstæðum konum inna forréttinda ogfyrirgreiðslu til aö komast áfram í stjórnmálum. Ef við konur viljum að við séum metnar út frá hæfileikum og getu okkar sem einstakhngar, en ekki sem konur, þá gerir þessi umræða ekkert annað en að skaða þá við- leitni. Að velja konu til starfa i stjórnmálum einvörðungu vegna þess að hún er kona brýtur í bága við þá grundvallarhugmynd Sjálf- stæöra kvenna að baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna krefjist þess að kona sé metin og skilgreind út frá sínum eigin kostum og göllum - sem einstaklingur. Þessa áherslu okkar hafa ýmsir kosið að túlka á þann veg að viö teldum þar meö þingkonur Sjálf- stæðisflokksins ekki nógu hæfar til að gegna ráðherraembættum. Þessi túlkun er fráleit enda hefur þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins af að státa mjög hæfum forystukonum í stjórnmálum nú sem fyrr. Á síðasta kjörtímabili leiddu til dæmis þing- konur flokksins mjög mikilvægar nefndir á vegum þingsins. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur í flestum kjördæmum landsins valið leið prófkjara tii að velja frambjóöend- ur á lista flokksins fyrir alþingis- kosningar. Venjan hefur verið sú að efstu menn á listum flokksins væru ráö- herraefni flokksins, en útkoman úr prófkjörunum var á þann veg að engin kona náði þeim árangri. Hver ástæðan var fyrir því að kon- um gekk ekki betur í prófkjörunum en raun bar vitni getur hver og einn svarað fyrir sig, en hafa verður í huga þá staðreynd að þátttaka kvenna í prófkjörum var hlutfalls- lega miklu minni en karla. Er ekki rétt að byrja á að breyta því? Friðþæging ekki nóg Það er ekki nóg að friðþægja fyr- ir kröfur kvennabaráttunnar með því að hleypa aö einni og einni konu í valdamikil embætti á meðan ekki er raunverulega tekið á rótum vandans. Við Sjálfstæðar konur viljum að sjálfsögðu sjá enn þá fleiri konur taka þátt í stjórnmál- um og hefur okkar starf m.a. beinst að því að hvetja konur til aukinnar þátttöku í stjómmálum. Þannig getum við séð fyrir okkur framtíð þar sem konur og karlar taka til jafns þátt í pólitísku starfi. Spurningin snýstþá ekki um konur annars vegar og karla hins vegar heldur um einstaklinga sem metnir eru út frá þeirra eigin getu og verð- leikum. Jóhanna Vilhjálmsdóttir „Það er ekki nóg að friðþægja fyrir kröfur kvennabaráttunnar með því að hleypa einni og einni konu í valdamik- il embætti á meðan ekki er raunveru- lega tekið á rótum vandans.“ Meðog ámóti Veiðileyfagjald i sjávarútvegi Hugmyndinni vexásmegin „Ég er í grundvallar- atriðijm þeirrar skoð- unar aö út- gerðin eigi að greiða veiði- gjald. Lögin um stjórnun fiskveiöa óssur Skarphéðinsson. segja það Alþýðullokki. skýrt og skorinört að fiskimiöin í kringum ísland séu sameign þjóöarinnar. Þróunin hefur samt veriö sú að útgerðinni hefur verið úthlutað veiöiheimildunum án þess að greiða einn einasta eyri fyrir. Síö- an er útgerðarmönnum frjálst að kaupa og selja, ogjafnvel veðsetja kvótann með eigin verði. í reynd eru þeir því búnir að setja yfir sig veiðigjald en í staðinn fyrir að greiða hinum eiginlegu eig- endum, þjóðinni, gjaldiö þá láta þeir það renna hvor í vasa ann- ars. Þetta kerfi er í vaxandi mæli misnotað gróflega til þess að lækka laun sjómanna og gera þá að nokkurs konar lénsþrælum í nýju lénsveldi sægreifanna. Þessu þarf að breyta og besta leiðin, svo þjóðin njóti arðsins af eigninni, er að útgeröarmennirn- ir greiði veiðigjald. Þessari hug- mynd vex ásmegin víða. Verka- i lýðshreyfingin hefur nú í fyrsta I sinn tekið afdráttarlaust undir kröfuna. Áhrifamenn í sjávarút- vegi hafa með vissum hætti tekiö undir hana og þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjöröum sömuleiðis. Og nú hefur Ámi Vil- hjálmsson, ' stjórnarformaður Granda, sett fram eitt afbrigði af útfærslu á veiðigjaldinu. Eg tel það meira en svo koma til greina að skoða hugmyndina en tækni- lega hliðin lætur útgerðarmenn- ina sleppa ansi ódýrt. Ef ekki verður tekiö upp veiði- gjald mun þjóöin rísa upp bull- andi af reiði og heimta breyting- „„ u Ekki uppi á borðinu Sverrir Leósson úlgerð- armaður. „Eg tel að óbéint sem beint sé búið að leggja veiðilevfa- gjald á út- gerðina. Ég er þeirrar skoð- unar að mið- að við stöðu útgerðarinn- ar hafi hún ekki mikla burði til að það sé verið að auka álögur á hana með slikri skattlagningu. Skattlagn- ingin er næg fyrir. Veiðileyfagjaldið er að minu mati ekki uppi á borðinu. Ókost- irnir eru alveg ljósir. Með því að tala um álögur á þessa atvinnu- grein þá er bara verið að gera henni ennþá erfíðara fyrir. Það er alltaf verið að minnka það sem má taka úr sjónum. Menn hafa verið að gira sig niður og reynt að aðlaga sigþessum erfiðleikum. Þess vegna er ekki timabært að ræða þessa skattlagningu. Sjávarútvegur er undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar. Á þessu lifir þjóðin. Að nefna eitthvað sem heitir veiðileyfagjald er gjör- samlega útilokaö. Ég er hlynntur kvótakerfinu eins og það er í dag. Þegar maður heyrir menn finna kvótakerfinu allt til foráttu og spyr þá hvað eigi að koma í stað- inn þá verður fátt um svör.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.