Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 Fréttir 17 Heimsmeistaramótið í handknattleik: Ríkisútvarpið að blóðmjólka HSÍ? Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í Veruleg óánægja ríkir innan íþróttahreyfingarinnar með þær greiðslur sem Handknattleikssam- band íslands þarf að inna af hendi til Ríkisútvarpsins vegna sjónvarps- útsendinga frá heimsmeistaramót- inu. Þykir mörgum sem Ríkisútvarp- ið sé að blóðmjólka ijárvana sam- bandið. Þær raddir gerast æ hávær- ari að ríkið þurfi að styðja HSÍ með fjárframlögum vegna þessara út- gjalda á einn eða annan hátt. Forsaga málsins er að í október síðastliðnum neyddist HSÍ til að gera samning viö Ríkisútvarpiö um allar sjónvarpsupptökur á mótinu vegna dulinna skilmála Alþjóðahandknatt- leikssambandsins þegar ákveöið var að keppnin yrði á íslandi. Samkvæmt samningnum við Ríkis- útvarpið þarf HSÍ að borga 42 millj- ónir fyrir sjónvarpsupptökur sem siðan verða seldar út um allan heim af CWL-Telesport í Sviss sem keypti dreifingaréttinn af Alþjóöahand- knattleikssambandinu. Samningur- inn kveður einnig á um að Ríkisút- varpið geti sjónvarpaö allt aö 40 leikj- um og er sá liður samningsins met- inn á 2,5 milljónir. Ljóst er nú að Ríkisútvarpiö mun fullnýta útsendingarétt sinn meðan heimsmeistaramótið stendur yfir. Miöað við verð á auglvsingatímum, sparnað við dagskrárgerö og íleiri rekstrarþætti er ljóst að sparnaður Ríkisútvarpsins vegna heimsmeist- aramótsins nemur tugum milljóna króna. Þá vekur það athygli aö Ríkis- sjónvarpiö ætlar að skattleggja kost- unaraðila, sem styðja vilja HSÍ með auglýsingaskiltum á leikvangi, með því að taka til sín fyrstu 2 milljónirn- ar sem HSÍ fær með þeim hætti. Mikill kostnaður Aö sögn Haröar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, var samningurinn viö HSÍ ekki gerður með þaö markmið í huga að græöa á honum. Ljóst sé að kostnaðurinn verði íviö meiri en sem nemur 42 milljónunum en á móti komi til út- sendingarréttur frá mótinu og nokkrum öðrum íþróttaviðburðum síðar. Varöandi kostnaöinn bendir Hörður meðal annars á að yfir 100 manns muni vinna við upptökur á þeim 4 stöðum sem mótið fer fram á og til landsins hafi verið fengnir sér- útbúnir upptökubílar. „Saga þessa máls er sú að Ríkisút- varpið vildi taka þetta að sér í reikn- ingsvinnu að sjá um upptöku og út- sendingu á kostnaðarverði og þá með eftirliti fulltrúa framkvæmdanefnd- ar HSÍ. En þeir óskuðu eindregið eft- ir því að Ríkisútvarpiö tæki þetta að sér fyrir fast verð. Við treystum okk- ur ekki til að fara neðar en þetta,“ segir Hörður. -kaa Ungir gestir á fjölskyldutónleikum með Bubba Morthens á Djúpavogi DV-mynd Hafdís Erla Djúpivogur: „Er Bubbi til í alvörunni?“ Hafdis Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi: Bubbi Morthens hélt fjölskyldutón- leika í íþróttahúsinu á Djúpavogi um mánaðarmótin. Það er ekki á hverj- um degi sem aðdáendum hans hér gefst kostur á að líta átrúnaðargoð sitt augum enda var búiö að bíða þessa viðburðar með mikilli eftir- væntingu. Einn eldheitur 4 ára Bubbaaðdá- andi spurði mömmu sína: „Er Bubbi Morthens til í alvörunni?“ Viti menn, þarna stóð Bubbi sjálfur fyrir framan litla karlmanninn og var „í alvörunni" og söng. Já, einu mega goðin aldrei gleyma. Þau eru í alvörunni. þau eru elskuð og eitt lítið bros, orð, jafnvel klapp á kollinn, er eins og að finna fjársjóð. Mun færri erlendir áhorfendur á HM en vænst var: Verða að hámarki um eitt þúsund Útlendir áhorfendur á leikjum HM í handbolta verða mun færri en reiknað var með í upphafi. Að sögn Halldórs Jóhánnssonar hjá ferðaskrifstofunni Ratvís, en hann gerði á sínum tíma samning um miðasöluna á keppnina við HM- nefndina, segist giska á að erlendir áhorfendur verði kannski í kringum eitt þúsund manns. Mestur áhugi sé á seinni hluta keppninnar. Halldór segir að það séu aðallega Svíarnir sem séu að bregðast. Ferða- skrifstofur þar í landi hafi verið bjartsýnar og talið sig geta selt nokk- uð vel á leiki keppninnar en það virð- ist hafa brugðist. Menn reki það aðal- lega til slæms efnahagsástands og eins að heimsmeistarakeppni í is- hokkíi stendur nú yfir þar í landi. Kristín Sif Sigurðardóttir hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn segir aö fyrstu „venjulegu" áhorfendurnir, það er að segja ekki blaðamenn og gestir keppninnar, á vegum skrifstof- unnar hafi komið til landsins um helgina. Hún vildi ekki gefa upp hversu margir kæmu á þeirra vegum en ljóst væri að þeir yrðu mun færri en búist var við. Búið hefði verið að bóka mörg hundruð gistinætur en flestar bókanir hefðu dottið upp fyrir þegar nær dró keppninni. Á vegum SL kemur fólk frá Þýskalandi, Sví- þjóð og Ungverjalandi. Hún segir að ýmsar skýringar hafi verið nefndar fyrir minni áhuga. Kostnaður sé mikill, keppnin sé haldin seint miðað við fyrri keppnir og sumir tali um minnkandi vinsældir handboltans í heiminum. Sigrún Jakobsdóttir hjá Úrvali- Útsýn segir að von sé á 50 til 80 er- lendum áhorfendum vegum feröa- skrifstofunnar. Flestir komi um næstu helgi, fyrir seinni viku keppn- innar, enda sé meiri áhugi á seinni keppnisvikunni. Hún sagðist giska á að um eitt þúsund erlendir áhorfend- ur kæmu, sem sé mun minna en búistvarvið. -Ari SÍMA 563 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.