Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 fþróttir Aðkomuhestarnir auka sífellt stnn hlut: Stálu senunni á sýningu stóðhestastöðvarinnar Hin árlega sýning stóðhestastöðv- arinnar í Gunnarsholti er að taka á sig nýjan blæ, því aðkomuhestar auka sífellt hlut sinn. Fulldæmdir voru þrír fimm vetra stöðvarhestar og fimm fjögurra vetra hestar, en átta aðkomuhestar í elsta flokki, ellefu fimm vetra hestar og sjö íjögurra vetra stóðhestar. Auk þess voru margir folar mældir og dæmdir fyrir byggingu. Það kemur sér vel fyrir stóðhesta- eigendur að fá dóm á gradda sína snemma sumars svo hægt sé að nýta þá við notkun á hryssum. Stóðhestarnir komu úr ölium landsijórðungum en hafa flestir ver- ið í tamningu á Suðurlandi. Hæst- dæmdu hestarnir fengu að koma fram á yfirlitssýningunni á laugar- daginn og fengu um leið mikla aug- lýsingu og áhorf. Jón Vilmundarson, Kristinn Huga- son og Þorkell Bjarnason sáu um dóma. Vantaði skeið í þá efstu Útkoma á stöðvarhestunum var ekki til að hrópa húrra fyrir. Fimm vetra hestamir Hrynjandi frá Hrepp- hólum og Hjörvar frá Arnarstöðum fengu báðir 8,11 í aðaleinkunn en Hestarnir voru ekki allir jafn viljugir í dóm. Sveipur frá Skáney 7,85. Hrynjandi er undan Stíganda frá Sauöárkróki og Von frá Hrepphól- um. Hann fékk 8,28 fyrir byggingu og 7,93 fyrir hæfileika. Hjörvar er undan Otri frá Sauðár- króki og Hrafntinnu frá Arnarstöð- um. Hann fékk 8,38 fyrir byggingu og 7,83 fyrir hæfileika. Hvorugur hestanna sýndi skeið. Hælisgraddinn langefstur Sproti frá Hæli er gimsteinn fjög- urra vetra folanna, fékk 8,00 í aðal- einkunn og var langefstur. Hann er undan Hrafni frá Holtsmúla og Bylgju frá Hæli. Sproti fékk 8,05 fyrir byggingu og 7,94 fyrir hæfileika en sýndi ekki skeið. Hann fékk 9,0 fyrir háls og herðar og 9,0 fyrir brokk og fegurð í reið. Ljúfur frá Torfunesi fékk 7,76 í að- aleinkunn en aðrir hestar ollu von- brigðum. Þrjár níur á Nasa Aðkomuhestarnir komu vel fyrir margir hveijir. Átta þeirra fengu 8,0 eða meira í aðaleinkunn og átján 7,75 eða meira. Nasi frá Hrepphólum undan Goða Sproti frá Hæli er efnilegur fjögurra vetra foli. Knapi er Eiríkur Guðmunds- Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti, hæstdæmdi fimm vetra stóðhesturinn. frá Sauðárkróki og Von frá Hrepp- son. DV-myndirE.J. Knapi er Eiríkur Guðmundsson. Jón Vilmundarson, Kristinn Hugason og Þorkell Bjarnason dæmdu stóðhestana hólum fékk hæstu aðaleinkunn mótsins, 8,35. Hann er bróðir Hrynj- anda frá Hrepphólum, sem fékk ágætiseinkunn í flokki fimm vetra stöðvarhesta. Nasi fékk 8,23 fyrir byggingu og 8,47 fyrir hæfileika, þar á meðal 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurö í reið, en einungis 6,5 fyrir skeið. Gumi frá Laugarvatni, undan Pá og Glímu frá Laugarvatni, kom næst- ur með 8,18 fyrir byggingu, 8,36 fyrir hæfileika og 8,27 í aðaleinkunn. Blakkur frá Snjallsteinshöfða, und- an Anga frá Laugarvatni og Ösku frá Viðborðsseli, var í þriðja sæti með 8,10 fyrir byggingu, 8,30 fyrir hæfi- leika og 8,20 í aðaleinkunn. Jafnar einkunnir á Nökkva Hestar úr uppsveitum Árnessýslu fengu góðar einkunnir. Auk Hrepp- hólahestanna Hrynjanda og Nasa og Sprota frá Hæh í Gnúpveijahreppi fékk Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti í Gnúpveijahreppi góða dóma. Nökkvi er undan Anga frá Laugar- vatni og Hrafnhettu frá Vestra-Geld- ingaholti og fékk 8,28 fyrir byggingu, 8,36 fyrir hæfileika og 8,32 í aðalein- kunn. Faldur frá Tóftum, undan Anga frá Laugarvatni og Hríslu frá Laugar- vatni, fékk 8,28 fyrir byggingu, 8,19 fyrir hæfileika og 8,23 í aðaleinkunn. Angi frá Laugarvatni átti þijá syni á sýningunni, sem allir fengu 8,0 eða meira í aðaleinkunn. Asi frá Kálfholti, undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Stjörnu frá Kálf- holti, fékk 8,05 fýrir byggingu, 8,36 fyrir hæfileika og 8,20 í aðaleinkunn. Fjögurra vetra folarnir jafnir Fjórir efstu fjögurra vetra folarnir fengu jafnar einkunnir. Vaiberg frá Arnarstöðum stóð efstur með 7,95 í aðaleinkunn. Hann er undan Gassa frá Vorsabæ og Kolfinnu frá Arnar- stöðum. Brynjar frá Árgerði, undan Kol- finni frá Kjamholtum og Snældu frá Árgerði, fékk 7,88 og þeir Jarl frá Búðardal og Gyrðir frá Stórhóli 7,80. Jarl er undan Kolfinni frá -Kjarn- holtum og Rispu frá Búðardal, en Gyrðir er undan Stormi frá Stórhóh og Jarpskjónu ffá Stórhóh. -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.