Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 Afmæli Valgerður Þóra Benediktsson Valgeröur Þóra Másdóttir Bene- diktsson bókasafnsfræðingur, Miklubraut 25, Reykjavík, er sextug ídag. Starfsferill Valgerður Þóra var í Landakots- skóla og Kvennaskólanum í Reykja- vík og tók þar landspróf 1951. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunar- skóla íslands tveimur árum síðar. Valgerður Þóra las utanskóla í Nor- egi til stúdentsprófs í Verslunar- skóla íslands og tók það í Reykjavík 1957. Hún lauk BA-prófi í bókasafns- fræði og ensku frá Háskóla íslands 1984 og fimm námskeiðum í uppeld- is- og kennslufræðum frá sama skóla 1992. Valgerður Þóra starfaði í dóms-, kirkju- og menntamálaráðuneytinu sem einkaritari Bjama Benedikts- sonar, þáverandi ráðherra, 1953-56 en flutti þá til Noregs ásamt fyrrver- andi eiginmanni sínum er nam þar sálarfræði. Fjölskylda Valgerður Þóra giftist 1.9.1956 Emi Helgasyni, f. 21.5.1932, sálfræð- ingi. Þau skildu 1974. Foreldrar hans: Helgi Daníelsson, bóndi frá Björk í Öngulsstaðahreppi í Eyja- firði, og Gunnfríður Bjarnadóttir, bóndakona frá Mjóafírði í Norður- ísafjarðarsýslu. Böm Valgerðar Þóru og Arnar: Stefán Már, f. 19.6.1957, sölumaður; Gunnfríður Svala, f. 16.111959, leik- hús- ogkvikmyndafræðingur; Sig- ríður Auður, f. 12.6.1965, lögfræð- ingur, gift Vilhjálmi Sigurhjartar- syni, f. 16.3.1962, viðskiptafræðingi; Helgi.’f. 7.3.1970, sjómaður, unnusta hans er Erna Ólafsdóttir, f. 13.7. 1970, leikskólakennari, þau eiga einn son, Ólaf Öm, f. 22.4.1990. Systkini Valgerðar Þóru: Einar Benediktsson, f. 30.4.1931, sendi- herra; Katrín Svala Benediktsson Daly, f. 14.4.1934, viðskiptafræðing- ur; Oddur Benediktsson, f. 5.6.1937, prófessor í stærðfræði; Ragnheiður Kristín Benediktsson, f. 27.12.1939, tölvukennari. Foreldrar Valgeröar Þóru: Stefán Már Benediktsson, f. 24.7.1906, d. 12.2.1945, forstjóri hjá Brypju í Reykjavík, og Sigríður Oddsdóttir Benediktsson, f. 18.9.1907, d. 29.8. 1988, húsmóðir. Ætt Stefán Már var sonur Einars, skálds og sýslumanns í Rangár- vallasýslu, Benediktssonar, sýslu- manns á Héðinshöfða, alþingis- manns og síðar yfirdómara á Vatns- enda, Sveinssonar, prests á Mýram í Álftaveri, Benediktssonar. Móðir Einars skálds var Katrín Einars- dóttir, umboðsmanns.á Reynistað, Stefánssonar og konu hans, Ragn- heiðar Benediktsdóttur Vídalín, systur Bjargar, ömmu Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra og Jóns Normanns, afa Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu og langafa Katrínar Fjeldsted, læknis ogfyrrv. borgar- fulltrúa. Björg var einnig langamma Sigurðar Nordals prófessors, fóður Jóhannesar Nordals, fyrrv. seðla- bankastjóra. Móðir Stefáns Más var Valgerður Einarsdóttir Zoega, gestgjafa á Hótel Reykjavík, bróður Tómasar Zoéga, langafa Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra og Jóhannesar Zoéga hitaveitustjóra. Sigríður, var dóttir Odds, læknis á Miðhúsum í Reykhólasveit, Jóns- sonar, b. í Þórormstungu í Vatns- dal, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Finnboga Árnadóttir, b. í Kollabúð- um í Reykhólasveit, Gunnlaugsson- ar, b. á Skerðingsstöðum, Ólafsson- Valgerður Þóra Benediksson. ar. Móðir Gunnlaugs var Þorbjörg Aradóttir, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. 90 ára 50ára Kristján Guðmundsson, Borgarbraut 18, Borgarbyggð. 85 ára Valtýr Guðjónsson, Garðvangi, Garði. 75ára Jórunn Ólafsdóttir, Brekkugötu 30, Akureyri. 70ára Kristján Kristjánsson, Álíhólsvegi 39, Kópavogi. Reinhard Oisen, Grandargerði 26, Reykjavík. Sólveig Pétursdóttir, Auöbrekku 14, Húsavík. Stefán Ásmundsson, Hlíðarvegi 27, Kópavogi. Jónína Margrét Sveinsdóttir, Kúrlandi 30, Reykjavik. Laufey Júiiusdóttir, Hólmgarði 60, Reykjavík. Húneraöheiman. 60 ára Ragnheiður Runólfsdóttir, Húsavík, Kirkjubólshreppi. Guðmundur Jónsson, Skeljagranda 5, Reykjavík. Einar Jónsson, Kvíholti 2, Hafharfirði. Jón Guðni Hafdal, Gyðufelli 16, Reykjavík. Bryndís A. Ólafsdóttir, Nýbýlavegi 58, Kópavogi. Ingoif J. Ágústsson, Lynghaga 8, Reykjavík. Helga Karisdóttir, matráðskonaí mötuneyti Tteknjskóla ís- lands, Vesturbergi 26, Reykjavík. Maðurhennarer Arnbjörn Jóns- son vélstjóri. Þau eru aö heim- an. . . Erna Friðbjörg Einarsdóttir, Holtagerði 26, Kópavogi. Sigmundur Birgir Júlíusson, Norðurvöllum 8, Keflavík. 40 ára Sigurður Ágúst Rúnarsson, Lóurima 23, Selfossi. Björn Aðalsteinsson, Heiðmörk, Borgarfjarðarhreppi. Rúnar Þröstur Magnússon, Heiðarholti 16h, Keflavík. Þórir Sigursteinsso n, Neðstaleíti 7, Reykjavík. Álfhildur Benediktsdóttir, Strandgötu lla, Vesturbyggð. Eysteinn Þórir Yngvason, Kleppsvegi40, Reykjavik. Jóna Björg Pálsdóttir, Heiðarbæ 8, Reykjavík. Magnea Herborg Jónsdóttir, Tjarnarlandi, Hjaltastaðahreppi. Hildur Gunnarsdóttir, Efstahrauni26, Grindavík.' Flemming Nielsen, Sundabakka 3, Stykkishólmsbæ. Grétar Kristjánsson, Skriðustekk 25, Reykjavík. r VOimi llUH N Húseigendur! 15% afsláttlir af móðuhreinsun glera út maí. Þaktækni hf. Löngumýri 15-210 Garðabæ Sími 565-8185 yfóþrýstiþvottur - Þakdúkalagnir - Þakviðgeróir Guömundur Vignir Björgvinsson vélstjóri, Heiðarvegi 6, Reyðarfirði, varð sjötugur 1. maí. Starfsferill Guðmundur er fæddur á Ketils- stöðum í Jökulsárhlíð í Norður- Múlasýslu og ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum í Sleðbrjótsseli í sömu sveit. Hann var einn vetur í íþróttaskólanum í Haukadal og ann- an í Alþýðuskólanum á Laugum en þaðan lá leið Guðmundar í Vélskól- ann. Guðmundur hefur unnið ýmis störf en aðallega sem vélstjóri á sjó. Fjölskylda Guðmundurkvæntist 26.12.1950 Svanhvíti Hannesdóttur, f. 17.1. 1928, húsmóður. Þau slitu samvistir. Foreldrar hennar: Hannes ívarsson og Árný Þórðardóttir. Börn Guðmundar og Svanhvítar: Rúnar Guðmundsson, f. 17.7.1951; G. Birna Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1952; Árni Guðmundsson, f. 3.8.1954; Björgvin Þór Guðmundsson, f. 26.9. 1957; Hannes Sigurður Guðmunds- son, f. 30.8.1959; Hilma L. Guð- mundsdóttir, f. 13.10.1963; Sólveig Dögg Guðmundsdóttir, f. 6.5.1965. Systkini Guðmundar: Elsa Ágústa Björgvinsdóttir, f. 1.8.1920, d. 30.8. 1977; Jónheiður Petra Björgvins- dóttir, f. 25.1.1922; Stefán Björgvins- son, f. 8.7.1923; d. 1.12.1984; Guðný Björgvinsdóttir, f. 3.8.1927, d. 30.12. 1978; Þórhalla Björgvinsdóttir, f. 9.2. 1929; Vigdögg Björgvinsdóttir, f. 20.2 1933; Fregn Björgvinsdóttir, f. 15.10. 1934; Björgvin Ketill Björgvinsson, f. 12.10.1937, d. 15.12.1991. Foreldrar Guðmundar: Björgvin Vigfússon, f. 16.10.1896, d. 3.8.1961, bóndi á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, og Stefanía Stefánsdóttir, f. 15.2. 1897, d. 26.1.1965, húsmóðir á Ketils- Guðmundur V. Björgvinsson. stöðum í Jökulárshlíð. Fósturfor- eldrar Guðmundar: Björn Guð- mundsson og Guðríður Guðmunds- dóttir í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð. Fréttir Haldið var upp á 80 ára afmæli Verkalýðsfélagsins í Stykkishólmi 1. mai. Á myndinni er hús félagsins. Stykkishólmur: Verkalýðsfélagið 80 ára Amheiður Ólafedóttir, DV, Stykkishólini: Verkalýðsfélag Stykkishólms var stofnað árið 1915 og er því 80 ára á þessu ári. Af því tilefni bauð félagið til hátíðarsamkomu 1. maí í Félags- heimilinu. Einar Karlsson, formaður félags- ins, flutti ágrip af upphafssögu verkalýðsfélagsins, fyrrverandi formaður, Kristinn B. Gíslason, flutti síðan ávarp. Lúðrasveitin lék, leikfélagiö Grímnir var með uppá- komu og Jassband Tónskólans lék fyrir gesti. Síðan var öllum boðið upp á kaffi og glæsilegt tertuhlað- borð sem Hótel Stykkishólmur sá um. Allir gestir fengu minningargjöf, áletraðan penna, í tilefni afmælis- ins. Samkoman var mjög vel sótt og var hvert sæti skipað í Félags- heimilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.