Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 nn Síldin er okkar, veiðum hana. Vorum of góðir við Norðmenn „Úr því að við erum að ákvarða okkar hlutdeild sjálfir þá heföum við átt að ákvarða okkur hlut- deild að lágmarki til jafns við Norðmenn." Jóhann A. Jónsson i DV. Skylda aö læra þjóðsönginn „Það verður engin skylda að syngja upphátt, en það er skylda að fara með hann innra með sér á meðan lagið er spilað." Þorbergur Aðalsteinsson í Tímanum. Ummæli 250 þúsund landsliðs- þjálfarar „Eg þekki það sjálfur að það er ekkert auðvelt að vera í hlutverki landsliðsþjálfara. Og hjá þjóð sem hefur 250.000 landsliðsþjálfara þá er það ekki auðvelt mál.“ Jóhann Ingi Gunnarsson í Timanum. Venjulegir útgerðarmenn „Ég býst ekki við átökum ef venjulegir útgeröarmenn koma að þessum samningum. Guðjón A. Kristjánsson í DV. Prestlega vaxinn „Fari svo í framtíðinni að Árni detti út af þingi, hlýtur hann að geta fengið starf sem safnaðar- fulltrúi og prédikari hjá Betel í Eyjum, svo prestlega er hann vaxinn." Garri i Tímanum. Doris Barnett fær að vita að sá stóri hefur gengið henni úr greip- um. Skin og skúrir í lottói Lottó og alls konar happdrætti er orðinn stór hluti af lífi fólks og nokkrir hafa orðið ríkir á þátt- töku sinni. Einstök er sagan af Doris Barnett sem 30. desember 1985 sneri lukkuhjólinu í sjón- varpslottói í Los Angeles og fékk 3 milljónir dollara. I öllum fagn- aðarlátunum tók hún ekki eftir Blessuð veröldin því að nálin hafði færst. Stjórn- andinn klappaði á öxl hennar og sagði að vinningurinn væri kom- inn niður í 10.000 dollara. Sagði hann að nálin hefði ekki náð að vera fimm sekúndur í reitnum, sem er skilyrði, áður en hún færðist á annan reit. Þetta var mikið áfall fyrir Doris og afkomendur hennar en hún lét ekki hugfallast og fór í mál við lottóið. Eftir að rétturinn hafði margsinnis farið yfir mynd- bandsupptökur sem sýndu kepp- endur fá vinninga án þess að nál- in næði að vera fimm sekúndur á reitnum komst hann að þeirri niðurstöðu að þrjár milljónirnar væru hennar og bætti viö 400 þúsund dollurum sem bætur fyr- ir tillfmningalegt tjón. DV Slydduél norðaustanlands Á morgun má reikna með norðaust- lægri eöa breytilegri átt, víðast golu. Slydduél verða norðaustanlands, þokusúld á Austfjörðum en um land- ið sunnan- og vestanvert léttir heldur til. Hiti verður á bihnu 0-3 stig víð- ast hvar um landið norðanvert en 5-10 stig syðra. Sólarlag í Reykjavík: 22.13 Sólarupprás ú morgun: 4.34 Síðdegisflóð i Reykjavík: 23.55 Árdegisflóð á morgun: 12.40 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri rigning 3 Akurnes rigning 6 Bergsstaðir súid 3 Keíla víkurflugvöllur skýjað 7 Kirkjubæjarkla ustur súld 8 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavík úrk.í grennd - 6 Stórhöfði léttskýjað 7 Bergen skýjað 10 Helsinki skýjað 13 Kaupmannahöfn léttskýjaö 15 Ósló hálfskýjað 16 Stokkhólmur alskýjað 6 Þórshöfn rigning 6 Amsterdam léttskýjaö 23 Barcelona léttskýjað 21 Berlín léttskýjað 15 Feneyjar þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 24 Glasgow rign. á síð. klst. 12 Hamborg skýjað 14 London léttskýjað 26 Lúxemborg léttskýjað 23 Madrid léttskýjað 24 Malaga skúr á síð. klst. 19 Mallorca hálfskýjað 25 New York léttskýjaö 11 Nuuk hálfskýjað 2 Orlando alskýjað 21 París hálfskýjað 26 Róm skýjað 21 Valencia skýjað 24 Vín skýjað 23 Tómas HoItonTómasson, þjálfari ársins: Gaman þegar áhuginn í bænum er mikill Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Tóraas Holton Tómasson kom til liðs við úrvalsdefidarUð Skalla- gríms á síöasta ári sem þjálfari. Það er skemmst frá því að segja að hann náöi frábærum árangri með Uðiö en Skallagrímur komst sem kunn- ugt er í fjögurra liöa úrslit. í kjölfar Maður dagsins þess var hann valinn þjálfari ársins hjá Körfuknattleikssambandi ís- lands. Tómas býr í Borgarnesi ásamt eiginkonu sinni, Önnu Björk Bjarnadóttur, og tveimur ungum börnum þeirra, en hvemig bar það til að hann fór aö þjálfa í Borgar- nesi? „Ég hafði verið i sumarvinnu hjá Borgarnesbæ og kynnst þeim sem standa aö körfuboltadeildinni. Síð- an var hringt til mín síðasta vor Tómas Holton. og ég spuröur hvort ég vildi þjálfa SkaUagrím. Ég sló bara til,“ sagði Tómas í samtali við DV. Tómas sagðist hafa þekkt vel til í Borgar- nesi eftir dvölina þar, auk þess sem kona hans er uppalin í Borgamesi. Honum fannst spennandi að taka þátt í körfunni þar sem áhuginn var svo mikill í bænum sem raun bar vitni, en áhorfendur á heima- leikjum Skallagríms eru oft um og yfir 400 talsins. Þau hjónin höfðu dvalið í Noregi um tveggja ára skeið áður en Tóm- as tók til við að þjálfa lið Skalla- gríms. Þar höfðu þau verið við nám í íþróttaháskóla. Áður höfðu þau verið í tvö ár í Ungverjalandi, einn- ig rið nám í iþróttaskóla. Mikil stemning er i kringum körfuknattleikslið Skallagríms í Borgarnesi og fjölmennir fólk á öll- um aldri á heimaleiki liðsins. Einn- ig fylgir stór hópur áhangenda lið- inu þegar það leikur mikilvæga leiki á útivelli. Það er í nógu að snúast hjá þjálf- ara ársins, Tómasi Holton. Auk þess aö vera þjálfari hjá Skalla- grími er hann kennari við Grunn- skóla Borgarness og þjálfar með landsliðinu í körfuknattleik, en hefur hann gert einhverjar fram- tíðaráætlanir? „Nei, maður veit ekki fyrir víst hvar maöur verður eftir ár. Það getur margt gerst á einu ári í Úr- valsdeildinni,“ sagði Tómas Holton Tómasson, þjálfari úrvalsdeildarl- iðs Skallagríms og þjálfari ársins. Myndgátan Veður úr einu máli í annað Níu leikir á HM í hand- bolta í dag er leikið í þremur riðlum af fjórum á HM í handbolta. í Hafnarfirði leika Rússland og Kúba kl. 15, Tékkland og Mar- okkó kl. 17 og Króatía og Slóvenía kl. 20. í Kópavogi leika Frakkland og Japan kl. 15, Þýskaland og Rúmenía kl. 17, Danmörk og Al- íþróttir sír kl. 20. Á Akureyri leika Spánn og Kúveit kl. 15, Svíþjóð og Hvíta-Rússland kl. 17 og Egypta- land og Brasilía kl. 20. Það er meira að gerast í íþrótt- um en handboltinn. í dag verður í Njarðvik landsleikur í körfu- bolta. ísland mætir Hollending- um kl. 20. Skák Stórmeistarinn Ian Rogers sigraði af öryggi á alþjóðlegu móti í Canberra í Ástraliu á dögunum, hlaut 6 v. af 7 mögu- legum. Skemmtilegasta skák hans var gegn E. Levi þar sem hann hafði svart og átti leik -í þessari stöðu: 20. - Rxh4! 21. f3 Ekki gengur að þiggja drottninguna. Ef 21. Bxc7 Rf3+ 22. Kg2 Hh2 mát. 21. - Hb2! 22. Hf2 Enn er drottn- ingin friðhelg. Eftir 22. Bxc7 Hg2+ 23. Khl Rxf3 +! 24. Kxg2 Hh2 er hvítur aftur mát. 22. Rxf3 +! 23. Hxf3 gxf3 24. Bxc7 Taflinu varð ekki bjargað lengur. 24. - Hg2+ og hvítur gaf, enda mát í næsta Jón L. Árnason Bridge I þessu spili er það vandamál fyrir AV að velja lokasamninginn í tvímenningi. Við fyrstu sýn virðist sem fimm lauf eða tíglar virðast vera skyhsamlegustu samningarnir en ekki er víst að það eigi viö um tvímenning. Þrjú grönd eru einn- ig freistandi en þau gætu hæglega farið niður ef suður á spaðaásinn. Best er aö spila þau á austurhöndina því þá hnekkja fáar legur þeim samningi nema norður eigi hjartaásinn og suður spaðaásinn. En þess verður aö gæta að NS eiga hugsan- lega spaðafórn sem fer að vísu tvo niður með bestu vörn (spaða spilað við hvert tækifæri). Spilið kom fyrir í annarri umferö íslandsmótsins í tvímenningi. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, norður gjafari og NS á hættu: ♦ D873 V Á1097 ♦ G532 ■fr 6 * 10 V KDG8 ♦ K98 * ÁÐ432 N V A S ♦ ÁG6542 ¥ 43 ♦ 4 ♦ G1097 ♦ K9 V 652 ♦ ÁD107I K85 Norður Austur Suður Vestur Pass 1 G Pass 2+ Pass 2* Pass 3+ Pass 34 Pass 3» Pass 3 G p/h Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Eitt grand austurs lofaði 13-15 punktum (gátu verið góðir'12 punktar) og tvö lauf spurðu um hálit. Tveir tíglar neituöu háht og þrjú lauf spurðu frekar um skipt- inguna. Þrír tíglar lýstu fimm spilum í öðrum hvorum láglitanna, 3 hjörtu spurðu frekar og 3 grönd var fimmlitur í tígli. Á þeirri stundu er vestur á kross- götum, því hann veit lítið um skiptingu spilanna að öðru leyti. Freistandi er að spila 5 tigla, en sennilega er affarasælast að passa þriggja granda sögn austurs í þeirri von að í spilunum leynist 9 eða fleiri slagir. í reynd spilaði suður út spaða frá ásnum og 9 slagir nægðu í 24 stig af 30 mögulegum. isak Örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.