Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 Fréttir Fiskistofa kærir sex netabáta fyrir að fleygja fiski: Allt að 16 tonniim af þorski hent í róðri - fullyrt að þúsundum tonna hafi verið hent aftur 1 hafið „Þaö hefur verið fleygt ógrynni af þorski aö undanfómu. Það er vaðandi þorskur um allt og þetta snýst ekki um að menn séu að veiða þetta vísvit- andi. Þeir era að reyna við aðrar teg- undir en þorskurinn veður yfir aUt. Menn era í algjörri neyð að fleygja þorski því ef þeir koma með hann í land þá era þeir sektaðir og þurfa þar með að greiða með aílanum," segir skipstjóri sem ekki vill láta nafns sín getið en segir að sér ofbjóði hreinlega hvemig þessum málum sé komið. Hann gagnrýnir það harðlega að ekki sé hægt að gera sjómönnum kleift að bera þennan fisk að landi. „Það er geysilega mikil þorskgengd frá Snæfellsnesi og suður og austur um. Menn ráða ekkert við þessar aðstæður og era að reyna við aðrar tegundir. Þetta er algjört ófremdar- ástand og það tapa allir á þessu fyrir- komulagi. Þessi fiskur er að fara dauður í hafið í stað þess að menn gætu komið með þetta að landi og skapað með því atvinnu og ríkinu tekjur. Ég hef heyrt dæmi um að ein- stakir bátar sem eru á ýsuveiöum hafi verið að henda allt að 16 tonnum eftir daginn," segir skipstjórinn. DV hefur heimildir fyrir því að þetta vandamál sé orðið stærra en nokkru sinni fyrr og menn hafi í mörgum tilvikum orðið aö velja á milli þess að gerast brotlegir við lög með því að koma með fiskinn að landi eða gerast brotlegir með því að henda honum. Margir taki seinni kostinn enda fái þeir ekki sektir meðan það kemst ekki upp. Einn við- mælenda DV fullyrti að þúsundum tonna hefði verið fleygt að undan- förnu. Fiskistofa sendi veiðieftirhtsmenn á sjó um helgina til að kanna orðróm um að fiski hafi verið hent í stórum sttí að undanförnu. Stofnunin leigði til þessa verkefnis bát frá Vest- mannaeyjum og fóru eftirlitsmenn- irnir milli veiðiskipa í því skyni að kanna hvort þessi orðrómur ætti við rök að styðjast. Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri staðfesti í samtali við DV að þeir hefðu leigt bátinn í þessu skyni og sagðist kannast við að fiski væri fleygt. „Viö höfum kært 6 netabáta fyrir að henda fiski. Það voru þarna þrír eftirhtsmenn á ferðinni með mynd- bandsvél og horfðu á þetta með eigin augum og bera um það vitni. Þeir bæði horfðu á þá fleygja og fiskuðu upp úr sjónum fisk sem verið var að fleygja. Þetta var stór og góður þorskur og þetta er hrot á reglugerð- inni um stjórn fiskveiða. Það er skylt að koma með að landi allan afla sem er markaður fyrir og þessar útgerðir mega búast við sektum og veiðileyfis- sviptingum," segir Þórður. Hann segir að það hafi lengi legið _fyrjr að það vantaði skip til að sinna því verkefni að sinna eftirhti á sjó. „Við erum margbúnir að tala um að það myndi gjörbreyta öllu hjá okkur ef við hefðum yfir hraðskreið- um báti að ráða. Það hefur enn ekki fengist og ræðst af fjárskorti. Þetta er viðleitni í þá átt að taka upp eftir- lit á sjó,“ segir Þórður. -rt Tíkall boðinn fyrir kíló af þorski: Svarar ekki kostnaði - segur Þorsteinn Þórðarson, skipstjori a Núpi BA „Við fengum tilboð upp á 10 krónur fyrir ktíóið af 6 kílóa þorski auk kvóta. Við vorum með 10 tonn sem við þurftum að losna viö og fengum þetta ttíboö í aflann. Það svarar ekki kostnaði að setja þetta í kör og ísa þetta,“ segir Þorsteinn Þórðarson, skipstjóri á línubátnum Núpi BA frá Patreksfirði, sem landaði í Þorláks- höfn sl. laugardag tæpum 60 tonnum. Hluti þess afla eða um 10 tonn var þorskur sem ekki var til kvóti fyrir. Þegar leitað var tilboða kom upp þetta 10 króna tilboð frá Grindavík. Þorsteinn segir nærtækast fyrir þá sem fá þorsk undir þessum kringum- stæðum að henda fiskinum. Hann segist ekki geta hugsað sér að þurfa að grípa til þess. „Eg hef ekki geð í mér til að horfa á eftir svona fallegum fiski fljótandi dauðum á eftir bátnum og þá neyðist maður ttí að koma með þetta í land,“ segir hann. Halldór Leifsson, útgerðarstjóri skipsins, vildi ekki tjá sig um máhð að öðru leyti en því að hann sagði ekkert launungarmál að menn væru að fá á bihnu 10 til 30 krónur fyrir kílóiðafþorski. -rt Niðurskurður hjá Vinnuskólanum 1 Reykjavík: Verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur - segir Ami Sigfússon „Þaö er mjög líklegt að þetta gangi í gegn og þetta kynntum við strax við gerð fjárhagsáætlunar. Við rökstyðjum þessar tillögur meö því aö ekki sé rétt eyða svo miklum fjármunum í aö skapa störf fyrir unghnga sem ekki eru komnir á vinnualdur á sama tíma og 24 pró- sent atvinnulausra í Reykjavík eru 16-25 ára. Við þurfum að einbeita okkur frekar að þeim hópi því að stór hluti hans er krakkar sem þurfa að sjá fyrir sér sjálfir," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri. DV hefur greint frá því að allt bendi til þess að unglingar fái minni vinnu og sumarhýra þeirra lækki þar af leiðandi um allt að 40 prósent hjá Vinnuskólanum í sum- ar miðað við í fyrra. Búist er við að flokksstjórum fækki um þriðj- ung í sumar og aðeins verði ráðnir um 100 háskólanemar. Gert er ráð fyrir að sumarstarfsemi Vinnu- skólans kosti um 110 milljónir króna og er það 70 milljóna króna lækkun miðað við í fyrra. „Það er veriö að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta kemur sér afar illa fyrir Ijölskyldur sem hafa búist viö því að laun ungl- inga yrðu svipuð og í fyrra. Þegar leitað er sparnaðar ættu menn að vera sammála um að þetta er ekki staöurinn þar sem sparnaðurinn er mestur,“ segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna. -GHS í dag mælir Dagfari Sök borgarstjórans Kvennalistinn galt mikið afhroð í alþingiskosningunum í vor. Eftir nokkuð gott gengi síðasthðinn ára- tug féll fylgið niður í rúm fjögur prósent og Kvennalistinn þurrkað- ist nánast út af þingi. Nú er svo komið að þijár konur sitja á Al- þingi fyrir kvennahreyfinguna. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir þær kvenhetjur sem hafa verið að berjast fyrir jafnrétti og auknum hlut kvenna í pólitík, einkum vegna þess að konur sem valdar eru og kjömar á öðram hstum eru ekki marktækar konur. Þær era ekki sams konar konur og konurn- ar á Kvennalistanum, sem sést meðal annars á því að Sjálfstæðar konur í Sjálfstæðisflokknum eru ekki sjálfstæðari en það að þær era ánægðar með að karlarnir séu valdir í ríkisstjóm en ekki konur. Efsti maöur á hsta Kvennahstans í Reykjavík, Kristín Ástgeirsdóttir, hefur skrifað um kosningamar í Veru, málgagn kvennahreyfingar- innar, og kemst að þeirri niður- stöðu að ósigurinn sé sök Ingjbarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra. Nú kann einhver að spyrja: hvemig má það vera? Ekki var Ingibjörg Sólrún í framboði. Kristín segir að Ingibjörg Sólrún hafi mætt á fundum hjá andstæð- ingum Kvennalistans, meðal ann- ars hjá Þjóðvaka og Alþýðuflokkn- um. Ekki hefur það nú verið beinlínis þessum tveim flokkum til fram- dráttar að fá borgarstjórann á fund hjá sér þar sem bæði Alþýðuflokk- ur og Þjóðvaki máttu þakka fyrir að fá menn kjöma á þing og ef Kvennahstinn tapaöi í kosningun- um þá töpuðu bæði Þjóðvaki og Alþýöuflokkur ennþá meir. Að minnsta kosti ef miðað er viö vænt- ingar. Kannski eigum við eftir aö lesa greinar frá forystumönnum þess- ara flokka um að Ingibjörg Sólrún hafi eyðilagt og skemmt fyrir flokk- unum með því að mæta á fundum hjá þeim? Kannski er það borgar- stjóranum að kenna að reka fylgið á flótta í hvert skipti sem hún kem- ur fram á fundum hjá stjórnmála- samtökum? Allavega er Kristín Ástgeirsdóttir þeirrar skoðunar að borgarstjórinn hafi svikið ht og svikið Kvennahstann með því að láta sjá sig á fundi með öörum frambjóðendum. Nú er ekki vitað til þess að borg- arstjórinn sé búinn að afla sér slíkra óvinsælda að kjósendur hrökkvi í baklás þegar þeir sjá hana. Enda mun Kristín sjálfsagt eiga við það að Ingibjörg sé löggilt eign Kvennalistans og sem slíkri sé henni ekki heimilt að mæta hjá öðram en þeim sem eiga einkarétt á því að fá hana til sín á fund. Og einmitt það að Ingibjörg skyldi voga sér að mæta á fund hjá öðrum án þess aö láta Kvennahstann vita og spyija ekki einu sinni um leyfi, eyðilagði kjörfylgi Kvennahstans. Það bókstaflega hrandi af hstanum þegar það spurðist út að Ingibjörg væri mætt hjá krötum og Jóhönnu Þjóðvaka. Kristín Ástgeirsdóttir var efsti maður á hsta Kvennalistans. Það hafði ekkert með kosningaúrslitin að gera. Það er ekki frambjóðend- um að kenna þegar illa fer í kosn- ingum. Vera má að það sé þeim að þakka þegar vel gengur, en þegar illa gengur verður að leita að söku- dólgum annars staðar en hjá þeim sem era í framboði og í þessu til- viki er alveg ljóst, að mati Kristínar frambjóðanda, að Ingibjörg Sólrún ber þyngstu og mestu ábyrgðina á því hvernig fór. Ef Kvennalistinn játar ósigur sinn og hættir að bjóða fram skrif- ast það á reikning Ingibjargar Sólr- únar. Það er hún sem hefur drepið kvennahreyfinguna. Ef Kvenna- listinn vill reyna aftur þá er það algjört sktíyrði af hálfu Kvennahst- ans að Ingibjörg Sólrún mæti að- eins á fundum sem Kvennalistinn heldur. Það verður sett á hana fundarbann. Kvenfrelsið og jafn- réttisbaráttan felst ekki í því að borgarstjóri, sem er kona, geti látið sjá sig á fundum hjá öðrum en þeim, sem heyja frelsisbaráttuna. Sjálfstæöi kvenna nær ekki út fyrir öll landamæri og felst ekki í því áð konur geti farið á alla fundi sem þeim sýnist. Að minnsta kosti ekki ef þær eru komnar til áhrifa í krafti kvennaframboöa. Þetta verður Ingibjörg Sólrún að hafa hugfast og það er alveg sama hvort hún er í kjör eða ekki í kjöri. Kvenfrelsið hefur sín takmörk. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.