Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 UtLönd Stuttar fréttir Halldór Ásgrímsson ræddi við starfsbróður sinn, Bjöm Tore Godal, 1 morgun: Góður morgunverður getur gert kraftaverk - sagði norski utanríkisráðherrann eftir fundinn sem haldinn var í óvenjumiklu bróðemi Gisli Kristjánsson, DV, Ósló: „Góður morgunverður getur gert kraftaverk," sagði Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við DV eftir að hann ræddi við Hall- dór Ásgrímsson um síldarmálin í Ósló í morgun. Vinátta virtist mikil með þeim félögum þótt engar beinar tillögur kæmu fram um lausn deil- unnar um síldarsmuguna. „Það var ekki ætlun okkar að leysa málin á þessum fundi. Við áttum mjög gagnlegar og vinsamlegar við- ræður og nú má segja að komið sé á persónulegt samband milli okkar. Við höfum ekki hist fyrr,“ sagði Hall- dór eftir fundinn. Ráðherrarnir hittust í húsnæði Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs. Simamynd Reuter norska utanríkisráðuneytisins snemma í morgun. Þeir sátu um klukkustund einir saman á fundin- um en annars voru í föruneyti Hall- dórs þeir Guðmundur Eiríksson haf- réttarfræðingur og Eiður Guðnason sendiherra. Danskt skip að veiðum Halldór ræddi í gær við rússneskan starfsbróður sinn og sagði að þær viðræður hefðu einnig verið jákvæð- ar þótt beinar tillögur um lausn deil- unnar heföu heldur ekki komið fram. Halldór og Godal neituðu því báðir að koma danskra síldarskipa í Síld- arsmuguna ýtti beinlínis á eftir því að viðræður yrðu teknar upp að nýju. í morgun var vitað til að eitt danskt skip væri í Síldarsmugunni og að sögn var von á fleirum. „Þaö var auðvitað hætta á að þetta gerðist. Þessi þróun undirstrikar nauðsyn þess að ná samkomulagi um nýtingu síldarinnar þótt slíkir samn- ingar útiloki ekki aðrar þjóðir frá veiðum. Við höfum um árabil leitað eftir slíkum viðræðum og nú er ég bjartsýnni en áður á að þær hefjist að nýju,“ sagði Halldór. Enn er ekki ákveðið með næsta fund. Ráðherrarnir hittast þó að nýju í kvöld í Kaupmannahöfn á fundi norrænu utanríkisráðherranna. „Við borðum aftur saman í kvöld og þá sjáum við hvort góður kvöldmat- ur getur ekki skilað álíka miklu og góður morgunmatur," sagði Godal. Brasilía: Lögregla drep- ur14eitur- lyfjasmyglara Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasil- íu drap 14 meinta eiturlyíjasmyglara og bankaræningja í tveimur heiftug- um skotbardögum í gær. Átökin hófust þegar sveit lögreglu- manna gerði aðför að vöruskemmum í einu fátækrahverfa Rio de Janeiro, þar sem grunur lék á að eiturlyfja- smyglarar og bankaræningjar héldu til. Hófst skothríð frá skemmunum sem lauk með stórskotahríð af hálfu lögreglunnar. Sjö manns, þar af þrjú börn, voru handteknir. Lögregla útilokar ekki að börn hafi verið ineðal hinna látnu. Foringi lögreglunnnar segir að aö- gerðin hafi ekki veriö nein „Scotland Yard-aðgerð“ en hún valdi vatnaskil- um í baráttunni gegn glæpum. Rann- sókn mun fara fram á aðgerðunum en við sams konar aðgerð í fyrra kom í ljós að tveir menn af 13 látnum voru teknir af lífi. Reuter Chirac, nýkjör- inn Frakklands- forseti,áerfiða dagaívændum Jacques Chirac, nýkjör- inn Frakk- landsforseti, sér fram á að næstu dagar verði honum erfiðir þar sem verkalýðsfélög- in í landinu hafa uppi efasemdír um hversu vel honum muni ganga að standa við kosningalof- orðin um aukna atvinnu. Líklegt er taJiö að Chirac muni taka viö forsetaembættinu af Francois Mitterrand þann 17. mai þótt kjörtímabili þess síðar- nefnda ljúki ekki formlega fyrr en þann 20. maí. Mitterrand þjá- ist hins vegar af krabbameini og hefur óskað eftir því að láta fyrr af embætti. Chh'ac mun á næstu dögum setja saman nýja ríkisstjórn sem tahð er aö Alain Juppé, núver- andi utanríkisráðherra, muni leiða. Reuter Vopnaður lögreglumaður, t.v., þvær hendur sínar i rigningunni í Bio de Janeiro en á götunni liggja nokkrir þeirra 14 sem féllu i valinn í aðgerð lögreglunnar gegn meintum eiturlyfjasmyglurum og bankaræningjum. Símamynd Reuter Karl Bretaprins skyggði á hátíðahöldin 1 bresku pressunni: Kyssti Díönu og heillaðist af Sissel Það vakti verulega athygli þegar Karl Bretaprins kyssti fyrrum eigin- konu sína létt á kinnina við hátíða- höldin í tilefni af lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þótt Díana sýndi engin viðbrögð, væri köld sem steinn, þótti sumum að kossinn væri ekki einungis tákn friðar í Evrópu heldur friðar á konungsheimilinu í Windsorhöll. Kossinn glæddi vonir ófárra um að tveggja ára stríð þeirra Karls og Díönu gæti verið á enda. Skyggði kossinn á hátíðahöldin sjálf á forsíðum helstu síðdegisblað- anna. „Stríðslok", sagði dagblaöið The Sun á forsíðu en Today sagði „Friður á okkar tímurn". Daily Mail bætti um betur og sagði: „Konung- legt vopnahlé á friðardegi". En það létu ekki allir glepjast af kossinum né sökktu sér í vangavelt- Sissel Kyrkjebö heillaöi Karl Breta- prins upp úr skónum. ur um framtíð eins umtalaðasta pars fyrr og síöar. Þeir sem sáu til Karls og Díönu við hátíðahöldin þóttust sjá að það andaði köldu milli þeirra. Allt látbragð benti til að lítið væri um frið, ást og gagnkvæman skiln- ing. Heimildir herma að kuldi Díönu gagnvart Karli hafi ekki síst átt ræt- ur að rekja til þess aö henni var ekki boðið til konunglegs hádegisverðar í Buckinghamhöll fyrr um daginn. En eftir hátíðahöld dagsins fór Karl til friðarhátíðar í London Coliseum í gærkvöldi þar sem fjöldi skemmti- krafta kom fram. Þar heillaði norski söngfuglinn Sissel Kyrkjebö Karl og aðra gesti upp úr skónum með söng sínum. Karl var svo heUlaður að hann fór baksviðs að lokinni dag- skránni til að heilsa upp á Sissel. Hrifning Karls þótti ekki fara miUi mála og sagðist hann ætla að fylgjast náið með Sissel í framtíðinni. Reuter/NTB Aðgerðaleysi gagnrýnt Sú ákvörðun Samneinuðu þjóð- anna að hafna hcrnaðarlegri íhlutun vegna sprengjuárásar Serba á Sarajevo, sem varð 11 manns að bana, hefur vakið hörð viðbrögð hjá Bandaríkjastjórn og stjórnvöldum í Bosníu. Bamta viðskipti viðíran Bandaríkja- stjóm hefur j skipti banda- rískra aðila við íran þar sem hún fullyrðir að írönsk Él& ^ J wLr' M sijóravöld styðji alþjóðlega hermdarverka- starfsemi og stuðli að útbreiöslu gereyðingarvopna. ■ ú :<■ í C: Skrifað undir samvinnu Jórdanar og ísraelar settu staf- ma sína undir samkomulag um samvinnu á sviði landbúnaöar, orkuframleiðslu og umhverfis- mála. En Jórdanar segja gagn- kvæmt friðarsamkomulag ríkj- anna 1 hættu yfirtaki ísraelar iand Araba í austurhluta Jerúsal- em. Óveðurbanar21 Hvirfilbyljir og mikíð óveður um helgina varð 21 að bana í Oklahoma og Texas og slasaði yfir 400 manns. Þriggja er enn saknað. Ramos sigurstranglegur Útlit er fyrir stórsigur Fid- els Ramos í þingkosning- unum " . á Filippseyjum. Yfir 70 manns hafa látist í átökum tengd- um kosningunum. Deilt um kjarorkuvopn Kjarorkuveldi heimsins og aðr- ar þjóðir deildu um hvernig ætti að skerpa reglur um takmörkun kjarorkuvopna. Sexlétustírútuslysi Sex manns létust þegar rúta rann út af ferju sem var á siglingu skammt frá Bergen í gærkvöldi. Baráttagegnglæpum Lögreglumenn frá öllum heims- hornum, sem funda í Egypta- landi, hvetja til aukinnar sam- vinnu í baráttunni gegn hryðju- verkum, spillingu, alþjóölegum glæpasamtökum og umhverfis- glæpum. Særðiríferju Japönsk farþegaferja sigldi á bryggju í morgun og slösuðust 128 manns. Menem borubrattur Carlos Me- nem, forseti Argentínu, var góður með sig í gæroggerðilít- ið úr nýjum skoöanakönn- urmm sem sýna að hann muni ekki vinna afgerandi sigur í kosn- ingunum á sunnudag og þvi verði að kjósa aftur. Rushdievillfrið Rithöfundunnn Salman Rush- die vonast til aö ný áætlun ESB um að vernda hann gegn dauða- dómi írana muni leiða gott af sér. Nýnasistiframseldur Þjóðverjar fagna ákvörðun danskra stjórnvalda um að fram- selja bandarískan nýnasista. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.