Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Yfirstétt var ógnað Áhyggjur mögnuðust meðal framsóknarmanna beggja stjómarflokkanna, þegar Sól fór að bera víurnar í Mjólk- ursamlag Borgfirðinga. Áhyggjurnar urðu að skelfmgu, þegar kom í ljós, að Hagkaup gæti vel hugsað sér að kaupa helminginn af framleiðslu mjólkursamlagsins. Framsóknarmenn beggja stjórnarflokkanna töldu, að hlutafélög úr einkageiranum væm með þessu að trufla ríkisrekstur landbúnaðarins og gætu smám saman koll- varpað hinni friðsælu og dýru einokun búvöruiðnaðar, sem ríkið heldur uppi á kostnað bænda og neytenda. Núverandi og fyrrverandi landbúnaðarráðherrar rík- isstjómarinnar voru sammála um, að grípa þyrfti í taum- ana, áður en starfsfólk mjólkursamlagsins áttaði sig á, að tilboð úr einkageiranum gæti bjargað atvinnu þess. Skrifað var í skyndi undir ákvörðun um úreldingu. Skipulögð úrelding er aðferð ríkis og samtaka land- búnaðarins við að draga saman seglin í landbúnaði og búvömvinnslu. í stað þess að leyfa markaðsöflum að ráða ferðinni og efla búvömsölu í leiðinni, er skipulagt að ofan, hvort afnema eigi þetta fyrirtæki eða hitt. Ríkið og stofnanir landbúnaðarins skipuleggja á sama hátt, hvernig dregið skuh jafnt og þétt úr heimild bænda til að framleiða vörur. Þetta er jafnréttisaðferð, sem ger- ir alla fátæka eftir hlutfallareikningi og kemur í veg fyr- ir, að séðir bændur geti notfært sér markaðslögmálin. í öllum tilvikum er úrelding í landbúnaði að meira eða minna leyti framkvæmd á kostnað skattgreiðenda. Þeir leggja til peningana, sem notaðir eru til að kaupa fram- leiðslukvóta af bændum og til að leggja niður búvöru- vinnslu á borð við Mjólkursamlag Borgfirðinga. Ráðamenn Sólar báðu ráðherra um frest, svo að unnt væri að kanna, hvort hægt væri að sameina drykkjar- vöruframleiðslu Sólar og mjólkurvöruframleiðsluna í Borgamesi í nýju hlutafélagi, sem rekið væri í Borgar- nesi. Þetta var ráðherranum óbærileg tilhugsun. Óformlegar viðræður vom þá raunar þegar hafnar milh ráðamanna Sólar og stjórnarmanna Kaupfélags Borgfirðinga, sem rekið hefur mjólkursamlagið í Borgar- nesi. Þessar viðræður höfðu verið á jákvæðum nótum, sem ýtti undir skelfmguna í landbúnaðarkerfmu. Landbúnaðarráðherra ver gerð sína með tilvísun í formsatriði. Kaupfélagið í Borgarnesi hafi áður verið búið að óska skriflega eftir úreldingu og að hann hafi ekki skriflega fengið neina beiðni frá sama aðha um að fresta málinu, meðan hugmyndir Sólar væru kannaðar. Starfsfólk mjólkursamlagsins í Borgamesi verður því að deila reiði sinni yfir atvinnumissi á tvo aðila, annars vegnar á ríkisstjóm Framsóknarflokkanna tveggja og hins vegar á stjóm kaupfélagsins, sem láðist að gæta hagsmuna fólksins á örlagastundu, er tækifæri gafst. Hér var verið að tefla um vinnslu 15-18 mihjón htra af mjólkurvörum og öðrum drykkjarvörum og atvinnu fyrir 60-80 manns. Engu hefði verið fómað með því að skoða máhð, en atvmnutækifærum í Borgamesi var fórn- að með því að ijúka 1 að undirrita úreldinguna. Atvinnu Borgnesinga var hafnað til að koma í veg fyrir að mggað yrði báti, sem smíðaður var fyrir hags- muni yfirstéttar landbúnaðarins. Markmið íslenzka land- búnaðarkerfisins er að halda uppi hægum og vel borguð- um stjómunarstöðum utan við hret markaðslögmálanna. Þessi yfirstétt beitti pólitískum örmum sínum í stjóm- arflokknum tveimur th að koma í veg fyrir lausn, sem hún taldi geta ógnað hagsmunum sínum sem yfirstéttar. Jónas Kristjánsson Skoðanir annarra Þegar GATT komst loks í höfn með Marakesh-samkomulaginu eftir rúmlega sjö ára samningaþóf og að lokinni stofnun arftaka GATT, Al- þjóðlegu viðskiptastofnunarinnar, WTO, önduðu margir léttar. Þetta nýja GATT-samkomulag er hins vegar aðeins tii sex ára og með því náðist einungis hluti af þeim markmiðum sem menn settu sér í Úrúgvæ á árinu 1987 um nýja skip- an alþjóðlegra viðskipta. Ágreiningsmál næstu ára kjara launafólks. Viö þekkjum áhrif þessa helst af bágri sam- keppnisstöðu íslenskra skipa- smíðastöðva við pólskar. Refsitollar á lág laun? Afar skiptar skoðanir eru um hvort og hvernig bregðast eigi við slíkum undirboðum, eða hvort „social dumping" flokkist yfir höf- uö undir undirboð. M.a. hefur verið bent á að þeir áfangar sem náðst hafa á vegum GATT, að draga úr viðskiptahindrunum, gætu auð- veldlega orðið að engu, ef aðildar- ríkin geta skellt refsitollum á inn- flutning á t.d. þeirri forsendu að laun séu of lág í viðkomandi út- flutningslandi; mælikvarði á lág laun sé meira en vandfundinn. En þaö er fleira sem þrýst er á um. Gengi gjaldmiðla er aö margra mati orðið háðara sjávarfollum spákaupmennsku en efnahagsþró- unar og vaxandi umræða er um það hvort ekki beri að sporna gegn þeirri þróun með einhverjum hætti. Við heyrum fréttir af þjóðum sem eyða lunganum úr gjaldeyris- foröa sínum í að verja gjaldmiðil sinn falli. Þá eru umhverfismálin að ryðja sér til rúms sem einn erfiðasti málaflokkur alþjóðlegra viðskipta- samninga. Nýi GATT-samningur- inn hefur sætt harðri gagnrýni fyr- ir að vera beinlínis í hrópandi and- „Social dumping“ Margt bendir til þess að vinnu- löggjöf og kjaramál verði sá mála- flokkur sem muni leysa landbún- aðinn af sem helsta ágreiningsefni næstu samningalotu, en flestum eru eflaust í fersku minni þau gíf- urlegu átök sem urðu um landbún- aðarhluta samkomuiagsins. Ágreiningurinn stóö fyrst og fremst um niðurgreiðslur og aðrar opinberar aðgerðir sem áhrif hafa á verðmyndun og samkeppnis- stöðu landbúnaðarafurða á heims- markaði, svokallað „dumping“ eða undirboð á afgangsframleiðslu í landbúnaði. Margt þrýstir nú á um að tekið verði upp á vettvangi WTO svokall- að „social dumping", þ.e. að þjóðir geti stundað undirboð í krafti bágr- ar vinnumálalöggjafar og lélegra „Social dumping". - „Við þekkjum áhrif þessa helst af bágri samkeppn- isstöðu íslenskra skipasmiðastöðva við pólskar." - Úr pólskri skipa- smíðastöð. stööu -við umhverfisverndarsjón- armið og fyrirheit voru gefin af yfirstjórn GATT um að í næstu samningalotu yrði tekið af alvöru á þeim. Nýja heimsskipanin Allt eru þetta málefni sem hafa hingað til legið á jaðri, ef ekki utan verksviðs alþjóðlegra viðskipta- samninga og viöbúið að mikil átök skapist um þau þar sem afar and- stæðir hagsmunir eru í húfi. Margt bendir til að þessi þróun sé vegna uppstokkunar og myndunar nýrra átakalína á alþjóðavettvangi í því tómarúmi sem endalok kalda stríðsins skildu eftir. Og það verður erfitt að segja mik- iö fyrir um þessa þróun, annað en það að hún mun líklega í megin- dráttum snúast um átökin á milli hinna auðugu og fátæku ríkja heims. Helga Guðrún Jónasdóttir KjaUarinn Helga Guðrún Jónasdóttir framkvæmdastj. Alþjóða verslunarráðsins á íslandi Dómgreind og siðareglur „Skráðar siðareglur munu aldrei spanna nema lít- inn en mikilvægan hluta af starfssviði sfjórnmála- manna og í flestum efnum munu dómgreind þeirra og mannkostir ráða mestú um hvernig tii tekst. Það er því rangt aö vanmeta hlut einstaklinga í siðferði stjórnmála og kenna stjórnarsiðunum um allt sem miður fer. Einstakir stjórnmálamenn verða ávallt að axla störf sín af samvizkusemi og leitast við að taka réttlátar ákvarðanir. í því verkefni eiga almenn- ar siðaregiur að vera dómgreindinni stöðug áminn- ing og leiðarljós." Vilhjálmur Árnason í Lesbókarrabbi Mbl. 6. maí. Innlendir bjjórframleiðendur „Það er einkennilegt að heyra tal um að ríkið niður- greiði bjór. Verðið á bjórkassa hingað komnum er 681 króna, en útsöluverð er 3.240 krónur. Þá skil ég ekki hvar niðurgreiðslan er... Hvað hafa framleið- endurnir tveir þá fengið að gjöf frá ríkinu þessi ár? Ég fæ ekki annað séð en að þama sé um milljónir að ræða.“ Skúli Karlsson, Brœðrunum Ormsson, í Tímanum 6. maí. Þjóðarsátt um sjávarútvegsstefnu? „Þjóöarsátt um sjávarútvegsstefnu gæti verið fólg- in í eftirfarandi: í fyrsta lagi fallist samtök sjávarút- vegsins á það grundvallaratriði, að eðlilegt sé, að atvinnugreinin borgi fyrir afnot af sameiginlegri auölind þjóöarinnar. í ööru lagi fallist atvinnugrein- in á vissa lágmarksgreiðslu í 5-6 ár því til staöfesting- ar. í þriðja lagi og að þeim umþóttunartíma liðnum t.d. við upphaf nýrrar aldar komi eðlileg og sann- gjöm greiðsla fyrir. í íjóröa lagi hefjist umræður um það á milli samtaka útgerðar, sjómanna og stjórn- valda hver séu eðlileg afskipti stjórnvalda af skipu- lagi veiðanna." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 7. maí. „Margt þrýstir nú á um að tekið verði upp á vettvangi WTO svokallað „social dumping“, þ.e. að þjóðir geti stundað undirboð 1 krafti bágrar vinnumálalög- gjafar og lélegra kjara launafólks.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.