Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI1995 31 Hringiðan Margir hrossaræktendur leggja leið sína í Gunnarsholt þegar stóðhestar eru dæmdir þar í maíbyrjun. Gunnar Friðþjófsson á Selfossi og Stefán Jónsson frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi láta sig ekki vanta. DV-myndir E.J. Einar Ellertsson á Meðalfelli og Brynjar Vilmundarson i Keflavík spekings- legir á svip. Nýr bfll frá BMW Fyrirtækið Bifreiðar og landbún- aðarvélar, sem m.a. flytja inn BMW- bílana, stóð á föstudaginn fyrir veg- legri sýningu þar sem nýju bifreið- amar frá fyrirtækinu voru kynntar. Á myndinni er Gísli Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, ásamt Jörgen Cosack, forstjóra BMW-verksmiðj- anna í Þýskalandi, sem var viðstadd- ursýninguna. DV-myndVSJ Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 563 2700 Meiming Týndur snillingur - 300 ára ártíð Henrys Purcells Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í óperuhlustun en treysta sér ekki til að sitja undir hraustlegum Wagner-söng i fimm klukkustundir ættu kannski að byija á því að gefa gaum þekkilegri óperu breska tón- skáldsins Henrys Purcells, „Dido og Aenas“ (sem við getum kallað „Diddú og Hannes" upp á íslensku). Þetta verk, sem er raunar eitt það fyrsta sinnar tegundar, tekur einungis klukkustund í flutningi en er samt Geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson uppfullt með öllu því sem prýða má góðar óperur: dramatískum átökum, góðri persónusköpun, öllum blæbrigðum tilfmninga og síðast en ekki síst yndislega ljúfsárri tónlist. Höfundur „Diddú og Hannesar", Purcell, er langt frá því að vera eins þekktur og hann verðskuldar. í nóv- ember næstkomandi er hins vegar 300 ára dánaraf- mæli hans, sem hefur orðið tónlistarfyrirtækjum til- efni til mikillar kynningar á ævistarfi hans, svo og geislaplötuútgáfu. Tvennt er það aðallega sem skyggt hefur á Purcell í tónhstarsögunni, mikil fyrirferð sem var á Handel í breskri tónlist á sama tíma og viðburðasnautt líf Purc- ells sjálfs. Vitneskja okkar um einkalíf hans mundi sennilega komast fyrir á sosum einu flkjublaði. Undrabarn Eitt af því fáa sem við vitum fyrir víst um Purcell er að hann var undrabarn í tónlist, síðar mikilvirkt hirðtónskáld, auk þess sem hann vann fyrir sér á frjálsum markaði. Tónhstarsögulega séð gegndi Purc- ell tvímælalaust miklu hlutverki í Bretlandi. Hann var m.a. hirðtónskáld Karls II., fyrsta konungs Breta, sem ríkti eftir áratugar meinlætastefnu púritana, stefnu sem meðal annars hafði komið illa niður á tónhstar- þroska bresku þjóðarinnar. Konungur haföi alist upp við blómlega tónlistarhefð Frakka - tónlist þeirra Lul- lys og Charpentiers - og fól tónskáldi sínu að laga þær hefðir að breskum. Purceh lagði gjörva hönd á ótrúlega margt, kammer- tónhst fyrir vini og kunningja, tækifæristónhst til hirðbrúks og orgel- og söngtónlist til kirkjubrúks. Eft- ir hann hggja meira en hundrað ættjarðar- og lofsöngv- ar, á annað hundrað sönglög, fjörutíu kammerverk, tuttugu- og fjórar kantötur, auk þess tónhst fyrir næst- um fjörutíu og flmm blönduð sviðsverk, að ógleymdum „hálfóperunum" Díókletían, Artúr konungi, Álfa- drottningunni og Indíudrottningunni. „Diddú og Hannes", sem sprottin er upp úr þeim Henry Purcell. samtíningi fyrir svið sem þá var í tísku, er hins vegar alveg óvenjulega heilsteypt og skilvirkt verk. Þrátt fyrir það vakti frumflutningur þess árið 1690 nánast enga athygli, enda fór hann fram í einkaskóla fyrir stúlkur. Síðari tímar hafa hins vegar komið auga á kosti þess. Fábrotinn stíll eða flúraður? Nú er sem sagt verið að kynna Purcell bak og fyrir og eru tvö fyrirtæki þar fyrirferðarmest, breska útgáf- an Hyperion, undir leiðsögn Roberts King (sem samið hefur ágæta bók um tónskáldið) og svo franska fyrir- tækið harmonia mundi, með breska hljómsveitarstjór- ann William Christie við stjórnvölinn. Það merkilega er að áherslur þessara tveggja fyrirtækja eru nokkuð ólíkar. King telur sig fulltrúa breskrar tónlistarhefð- ar, sem leggur talsvert upp úr hófstilltum og ýkjulaus- um flutningi á tónhst meistarans, en Christie, sem alið hefur manninn í Frakklandi, þar sem hann stjórn- ar rómaðri barokkhljómsveit, telur réttlætanlegt að sveigja tónhst Purcells meira í átt til hins flúraða franska barokkstíls. Hefur þetta leitt til ákafra skoð- anaskipta í tónhstarpressunni. Allt um það hefur þessi athygli orðið til aö rétta hlut Purcells stórlega í tónhst- arsögunni. í nóvember næstkomandi gætum við ís- lendingar lagt okkar lóð á vogarskáhna með flutningi á einhverju lykilverka hans. Erfitt er að gera upp á mihi Hyperion-útgáfunnar og harmonia mundi; hefur hvor til síns ágætis nokk- uð. Sjálfur hef ég haft til hlustunar prýðilegt úrval tónsmíða Purcehs sem harmonia mundi hefur gefið út í sex-geislaplötu-pakka og verður enginn svikinn af því úrvali. A Purcell Companion: Dldo & Aenas, Funeral Sentences, Chamber Music, King Arthur, Music lor a While, Organ Works. harmonia mundi HMX 2901528.33 Umboð á íslandi: Japis Sálumessa á tiffinningasviðinu Skífan hefur nú hrint í framkvæmd áður auglýsum áformum um reglubundna kynningu á tónhstarfólki á klassíska sviðinu. Fyrst voru kynntar upptökur messósöngkonunnar Ceciliu Bartoh, síðar voru óperur Verdis undir smásjánni og nú síðast beinist athyglin að hljómsveitarstjóranum John Ehot Gardiner. Gard- iner er að sönnu ekki „nafn“ á borð við Verdi eða Domingo, en hann er engu að síður einn mestur smekk- og atorkumaður í hljómsveitar- og kórstjórn sem nú er uppi, jafnvígur á aht frá Monteverdi til Kurts Wehl. Sérstaklega er hann rómaður fyrir upp- tökur með upprunalegum hljóðfærum. Ekki er fjarri sanni að segja að í tónlistarheiminum fari nú fram gagngert endurmat á Beethoven í kjölfar heildarútgáfu á sinfóníum hans sem Gardiner stjórnaði (DG), en þar beitir hann upprunalegum hljóðfærum og nákvæmari útfærslu á nótnablöðum meistarans en áöur hefur tíðkast. Nýjasta rósin í hnappagat Gardiners er upptaka hans á Sálumessu Verdis fyrir Phillips, en það verk nefndi gagnrýnandi nokkur „óperu með kirkjulegu sniði" og þótti vont. Sprengikraftur Þessi upptaka hefur hlotið einróma lof og prís um allan heim. Ekki þarf neina samanburðarfræöi til að skynja hvað aðdáendur hennar eru að fara. í meðför- um Gardiners myndar sálumessan fimasterka hehd, túlkunarlega Sem tæknhega. Öhum smáatriðum er haldið th haga, dramatíkin er virk og verulega áhrifa- mikh og samsph söngs og hljóðfæraleiks í hárfínu jafn- vægi. Umfram allt hefur áheyrandinn á tilfinning- unni, þökk sé þeirri lofsverðu tilhneigingu Gardiners að draga úr hraða, að hér sé á ferðinni trúarleg th- beiðsla, en ekki söngverk sem vhlst hefur af ópem- sviði - en þannig hafa sumir óneitanlega túlkað sálu- messuna. Ástæða þess að allt gengur hér upp hjá Gardiner er að hluta th sú að hann gjörþekkir sitt fólk, bæði hljóm- sveit og kór, hefur unnið með þeim ámm saman að Geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson mismunandi verkefnum og hefur gefíð sér drjúgan tíma til að móta tónhendingar. Einsöngvarar eru einnig vel valdir góðkunningjar hljómsveitarstjórans; sérstaklega er Luba Orgonasova (en söng hennar er að finna á ódýrri geislaplötu frá Naxos) stórbrotin. Meðferð hennar á hæga kaflanum í „Libera me“ er ósegjanlega hrífandi. Eini gallinn við þessa upptöku er í rauninni ekki gahi. Hún er gerð í Westminster-dómkirkjunni í Lund- únum og tekur yfir svo vítt tónsvið að þeir sem skrúfa aht í botn th að njóta lágt stemmdra kafla, ppp, fá yfir sig holskeflu tónhstar - sprengja sennhega hátal- ara - þegar kemur að „Dier irae“ og öðrum magn- þrungnum söng. Gluseppe Verdi - Messa da Requiem: Luba Organosova, Annie Sofie von Otter, Luca Canonici, Alistair Miles Monteverdi Choir Orchestre Révolutionnaire et Romantique John Eliot Gardiner Phillips 442 142-2 Umboð á íslandl: SKÍFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.