Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 33 Fréttir Bjórauglýsingar á HM ’95: Þessaraug- lýsingar komu okkur á óvart - segirfulltrúilögreglustjóra „Þessar auglýsingar komu okkur á óvart. Viö skrifuðum Handknatt- leikssambandinu bréf þar sem vakin var athygli á reglugerðinni. Beinar áfengisauglýsingar eru bannaðar. Við bíðum eftir viðbrögðum," segir Signý Sen, fulltrúi hjá Lögreglustjór- anum í Reykjavík. Bjórauglýsingar umhverfis leik- vanginn í Laugardalsvöll við upphaf heimsmeistaramótsins á sunnudag- inn vöktu athygli margra sjón- varpsáhorfenda. Vegna þessa máls sendi Magnús Jónsson, fram- kvæmdastjóri Budweiser-umboðsins á íslandi, Böðvari Bragasyni lög- reglustjóra bréf í gærmorgun þar sem hann fagnar þeirri viðhorfs- breytingu hjá embættinu að amast ekki við slíkum auglýsingum. Signý segir það misskilning hjá Magnúsi að um viðhorfsbreytingu til áfengisauglýsinga sé að ræða hjá embætti lögreglustjóra. Hún segir embættið bíða eftir viðbrögðum HSÍ og væntir þess að farið verði að lög- um í þeim leikjum sem eftir eru í heimsmeistarakeppninni. Ella geti svo farið að gripið verði til lögreglu- aðgerða. Að sögn Hákonar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra HM ’95, er nú unnið að lausn málsins en hann bendir á að auglýsingarétturinn sé hjá CWL-Telesport í Sviss. Sam- kvæmt heimildum DV er rætt um að bæta orðinu „léttöl“ á auglýsinga- skiltin. Að sögn Signýjar Sen gætu slíkar úrbætur talist fullnægjandi. -kaa Húsavík: Samningur við ÍS nánast á borðinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samningur milli bæjaryfirvalda á Húsavík og íslenskra sjávarafurða hf. um að ÍS annist áfram sölumál Fiskiöjusamlags Húsavíkur og komi inn í fyrirtækið með nýtt hlutafé er nánast tilbúinn til formlegrar af- greiðslu í bæjarráði og bæjarsfjórn. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, segir aö boðað verði til fundar í bæjarráði nú í vikunni þar sem mál- ið verði á dagskrá. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Eins og fram hefur konúð í DV hafa ÍS og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna bitist um viðskipti afurða Fiskiðjusamlags Húsavíkur. ÍS vill koma inn með 75 milljóna króna hlutafá á genginu 1,0 en SH kaupa 100 milljóna króna hlut á genginu 1,25. Bæjaryfirvöld munu ætla að ganga til samninga viö ÍS og er þess vænst að bæjarráð samþykki þá ákvörðun í vikunni. Linda Rós Rúnarsdóttir. Boðið er upp á almenna hársnyrtiþjónustu fyrir dömur og herra á öllum aldri ásamt hársnyrti- og förðunarvörum. Fundir ITC-deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20.30 í safnaðar- heimili Grafarvogskirkju. Fundurinn er öllum opinn. Upplýsingar hjá Önnu, s. 877876. Tapað fimdið Bílkerra hvarffrá Ljósheimum í síðustu viku hvarf frá Ljósheimum meðalstór bílkerra, grá og brún að lit. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um kerr- una vinsamlegast hafl samband við Rannsóknarlögregluna í Reykjavik, s. 699118. Tilkyimingar Kirkjufélag Digra- nesprestakalls Á fundi Kirkjufélags Digranesprestakalls í Kópavogi hinn 27. apríl sl. voru sóknar- presturinn, séra Þorbergur Kristjánsson, og kona hans, frú Elín Þorgilsdóttir, kjömir heiðursfélagar og þökkuð mikil- væg og heillarík leiðtogastörf í félaginu frá stofnun þess. Félagið var stofnað árið 1975. Allt starf félagsins hefur verið unn- ið til styrktar líknarmálum hvers konar og til uppbyggingar félagslegra sam- skipta og samvem safnaðarfólks á kristi- legum gmnni. Myndin er af prestshjón- unum þegar frú Guðlaug Einarsdóttir, núverandi formaður félagsins, afhenti þeim heiðursskjaliö. Hárstofan Særún flutt á Grand Hotel Hárstofan Særún hefur flutt starfsemina á Grand Hotel, Sigtúni 38, Reykjavík. Eigandi stofunnar er Særún H. Jónsdótt- ir, meistari í hársnyrtiiðn, en hún rekur einnig hársnyrtistofuna í Fannborg 8, Kópavogi. Á stofunum starfa auk Særún- ar Hafdís H. Haraldsdóttir hárgreiðslu- meistari. Rebekka Sigurðardóttir og Leikhús SÍBB.ý ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið STAKKASKIPTI ettir Guðmund Steinsson 3. sýn. á morgun, nokkur sæti laus, 4. sýn. fid. 11/5, nokkur sæti laus, 5. sýn. sud. 14/5, nokkur sæti laus, 6. sýn. fid. 18/5, nokkur sæti laus, 7. sýn. Id. 20/5, örfá sæti laus, 8. sýn. sud. 21/5. Ath. Ekki veröa fleiri sýningar á þessu leikári. Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents viö tónlist Leonards Bern- steins Kl. 20.00 Föd. 12/5, uppselt, Id. 13/5, nokkur sæti laus, föd. 19/5, örfá sæti laus, mvd. 24/5, örfá sæti laus, föd. 26/5, nokkur sæti laus, Id. 27/5, nokkur sæti laus. Sýningum lýkuri júní. Smíðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00. í kvöld, þrd., föd. 12/5, uppselt, Id. 13/5, upp- selt, mvd. 17/5, uppselt, föd. 19/5, uppselt. Siöustu sýningar á þessu leikári. Gjafakort í leikh’ús - sígild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími 1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta. Tslenska óperan =^IIM Sími 91-11475 Tónlist: Giuseppe Verdi Aöalhlutverk: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Olafur Arni Bjarnason og Bergþór Pálsson. Laugardaginn 13. maí, allra.allra siðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrlr sýningardag. TÓNLEIKAR: Martial Nardeau, flauta, og Peter Máté, píanó. Þriðjud. 16. mai kl. 20.30. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega, sýningardag til kl. 20. SÍM111475, bréfasími 27384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Áskriftarsíminn er 563 2700 Grænt númer er: 99-6270 LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SjS Stóra sviðið kl. 20. DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander Föstud. 12/5, siðasta sýning. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fimmtud. 11 /5, laugard. 13/5, föstud. 19/5, lau. 20/5. Takmarkaður sýningafjöldi. Litlasviðkl. 20.30. Leikhópurinn Erlendur sýnir: KERTALOG eftir Jökul Jakobsson Sunnud. 14/5, fimmtud. 15/5, laugard. 20/5. Allra síðustu sýnlngar. Miðaverð1200kr. Litla sviðið: ísland gegn alnæmi Tveir verðlaunaeinþáttungar. ÚT ÚR MYRKRINU eftir Valgeir Skagfjörð ALHEIMSFERÐIR ERNA eftlr Hlín Agnarsdóttur Sýning til styrktar átakinu „ísland gegn alnæmi" fimmtudaginn 11. mai kl. 20.30. Sýningar laugardaginn 13/5 kl. 16 og sunnudag 14/5kl. 16. Aðeins þessar sýningar. Miðaverðer1200kr. Munið gjafakortin okkar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Sími miðasölu 680680. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Fimmtud. 11/5 kl. 20.30, föstud. 12/5 kl. 20.30, laugard. 13/5 kl. 20.30. • • • • J.V.J. Dagsljos KIRKJULISTAVIKA1995: GUÐ/jón Sýnt í Safnaðarheimiii Akureyrarkirkju Frumsýning i kvöld kl. 21.00. 2. sýn. á morgun, mvd. 10/5, kl. 21.00. 3. sýn. sunnud. 14/5 kl. 21.00. AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGARI Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Sími 24073. Greiðslukortaþjónusta. Ég þakka systkinum mínum og öllum vinum og vandamönnum nær og fjær, sem glöddu mig í tilefni sjötugsafmælis míns, fyrir mikilsmetnar kveöjur, gjafir, heimsóknir og góðar óskir. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Inga Sigurðardóttir frá Skuld í Vestmannaeyjum HÍllM, DV 9 9*17*00 Verð aðeins 39,90 mín, Fótbolti 21 Handbolti 3 Körfuboiti 14:1 Enski boltinn 5 i ítalski boltinn 6 Þýski boltinn - 7 [ Önnur úrslit 8 NBA-deildin lj Vikutilboð stórmarkaðanna 21 Uppskriftir Læknavaktin [2J Apótek 3 Gengi 4éunuá'iuui JÍJ Dagskrá Sjónv. 2j Dagskrá St. 2 [3] Dagskrá rásar 1 4j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 51 Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 Jj Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin Krár 21 Dansstaðir j: 31 Leikhús 4] Leikhúsgagnrýni ^jBÍÓ j 6 j Kvikmgagnrýni JLJ Lottó ; 21 Víkingalottó 3 Getraunir 11 Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna ftílliL 99*17*00 Vérð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.