Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 nn Er kominn klofningur í kvenna- listann? Aldrei sætt sig við R-listann Ákveðinn hópur innan Kvennalistans þarf einfaldlega að gera upp afstöðu sína gagnvart Reykjavíkurlistanum." Ingibjörg Sólrún Gisladóttir i DV. Erfitt að kenna djöflinum dyggðugt líferni „Það er eins og að kenna djöílin- um dyggðugt líferni að reyna að koma vitinu fyrir valdhafa þessa lands í jafnréttismálum." Hildur Jónsdóttir i DV. Ummæli Herraþjóðin Norðmenn „Norðmenn hafa komið fram eins og herraþjóð en ekki viðsemjend- ur.“ Matthías Bjarnason i Mánudagspóstinum. Settum í fluggír „Þorbergur talaði vel yfir okkur í hálíleik og í síðari hálíleik sett- um við í íluggir." Geir Sveinsson í DV. Væntingar til hins trúarlega og tilvistarlega „Nú þegar pólitísk hugmynda- fræði er hrunin sér maður að fólk hefur bullandi væntingar til hins trúarlega og tilvistarlega." Pétur Pétursson prófessor i Alþýóublaóinu. Krummi hirðir golfbolta „Krummi er búinn að taka ein- hver hundruð bolta í vor... Það er ansi hart ef menn verða að fara vopnaöir út á golfvöll." ingvar Baldursson hjá Golfklúbbnum á Hellu í DV. Svefnleysi hefur reynst mörgum hin versta plága. Hefur ekki sofló síöan í síðari heimsstyrjöld- inni Svefnleysi háir mörgum og hef- ur farið illa með fjöldann af fólki og eru til þekkt dæmi. Einn er þó sá maður sem hefur nokkra sérstööu. Hann heitir Tomas Izquierdo og fæddist á Kúbu 1933. Hann hefur ekki sofið síðan í síð- ari heimsstyrjöldinni og er hann Blessuð veröldin eina dæmið sem læknavísindin viðurkenna, enda er búið að sanna hans svefnleysi. Hann tel- ur sjálfur að þetta sé afleiðing af ofsahræðslu sem leiddi til mar- traða þegar hálskirtlarnir voru teknir úr honum. Hann býr í bænum San Antonio þar sem hann er þekktur undir nafninu Tómas sem ekki sefur. Margt þekkt fólk hefur þjáðst af svefnleysi. Má þar nefna rit- höfundana Franz Kafka, Mark Twain og Alexandre Dumas og leikarana Marlene Dietrich, W.C.Fields, Judy Garland og Gro- ucho Marx, sem um miðjar nætur þegar hann gat ekki sofið hringdi í vini og kunningja og reyndi sem hann gat að móðga þá sem mest. Víða léttskýjað í dag og á morgun verður hæg breyti- leg átt á landinu. Skúrir eða slydduél á stöku stað við suðaustur- og austur- Veðrið í dag ströndina en yfirleitt léttskýjað ann- ars staðar. Hiti 4 til 8 stig yflr daginn en hætt við næturfrosti, einkum norðanlands og vestanlands. Á höf- uðborgarsvæðinu verður breytileg eöa hæg vestlæg átt. Lengst af létt- skýjað. Sólarlag í Reykjavík: 22.17 Sólarupprás á morgun: 4.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.56 Árdegisflóð á morgun: 02.18 Heimild: Almanak Hóskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí heiðskírt -2 Akurnes skýjað 1 Bergsstadir heiðskírt -2 Bolungarvík léttskýjað -2 Keíla víkurflugvöUur léttskýjaö 2 Kirkjubæjarkla ustur skýjað 2 Raufarhöfn léttskýjað -2 Reykjavík léttskýjað 2 Stórhöfdi skýjað 3 Bergen léttskýjað 8 Helsinki léttskýjaö 5 Kaupmannahöfn rigning 4 Ósló léttskýjað 6 Stokkhólmur skýjað 4 Þórshöfn alskýjað 4 Amsterdam skúr 9 Barcelona skýjað 18 Berlín skýjað 9 Chicago skúr 10 Feneyjar þokumóða 15 Frankfurt skýjað 9 Glasgow léttskýjað 6 Hamborg skúr 8 London léttskýjað 9 Lúxemborg léttskýjað 8 Madríd skýjað 14 Malaga þokumóða 14 MaUorca léttskýjaö 15 Montreal heiðskírt 10 New York léttskýjað 14 Nuuk léttskýjað 0 Oríando alskýjað 21 Róm heiðskírt 14 Valencia þokumóða 16 Vin skúr 15 Winnipeg skýjað 10 Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður íþróttahallarinnar á Akureyri: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef ekki hinar minnstu áhyggjur af því að við munum ekki halda leiki heimsmeistarakeppn- innar, sem fram fara hjá okkur, með miklum glæsibrag. Það hafa allir lagst á eitt til að svo megi verða og aðstaðan í höllinni er orð- Maður dagsins in alveg frábær,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður íþróttahallarinnar á Akureyri, þar sem 19 leikir heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik fara fram. „Við byrjuöum verklegan undir- búning þegar kennaraverkfallið skall á i febrúar en áður höfðum við unnið mikla skipulagsvinnu og fundað mikið. Hér hefur ótalmargt verið framkvæmt og sem dæmi má nefna að nýtt gólfefni var lagt í salnum, lýsingu var gjörbreytt og hún aukin mjög, við höfum byggt Aðalsteinn Sigurgeirsson. DV-mynd gk stúkur íyrir blaðamenn, sett upp nýjar klukkur, bætt hljóðkerfi hússins, auk þess auðvitað að koma upp allri annarri aðstöðu s.s. fyrir blaðamenn og yfirsíjórn keppninn- ar, íyrir lækna og áfram mætti telja. Eg þori ekki að nefna neinar tölur um kostnað viö þessar fram- kvæmdir en stefnan er að gera höllina þannig úr garði og standa þannig að framkvæmd leikjanna hér að það verði okkur til sóma. Bæjaryfirvöld hafa sýnt metnað í þessu máli eins og aðrir sem aö þessu koma.“ Aðalsteinn segir að þegar keppn- in sé hafin felist hlutverk starfs- manna íþróttahallarinnar fyrst og fremst í því að halda húsinu hreinu og snyrtilegu og sirrna tilfallandi verkefnum. „Það verður örugglega nóg að gera, það er ekki aðeins að hér fari fram 19 leikir heldur verða liðin á æfingum alla dagana sem þau dvelja hér, jafnt keppnisdaga sem aðra daga. Vinnudagurinn verður án efa langur hjá okkur og við faum lítið frí þegar þessu lýkur. Sem dæmi um hvað tekur við má nefna að við höldum hér sex mjög stórar veislur á næstu vikum með allt að 1300 matargestum. Ég á því von á að viö fórum lítið að huga að sumarleyf- um fyrr en síðla sumars eða í haust,“ sagði Aðalsteinn. Myndgátan Lausn gátu nr. 1211: Ísland-Túnis Þessa dagana er allt á fullu á HM eins og þjóðin hefur sjálfsagt tekið eftir og verða leiknir níu leikir í dag. Sá leikur sem vekur mestan áhuga hjá íslendingum er viðureign okkar manna við Iþróttir Túnis. Sá leikur er í Laugardals- höllinni og hefst kl. 20.00. Á und- an leika Bandaríkjamenn við Ungverja kl. 15.00 og S-Kórea við Sviss kl. 17.00. í riðlinum í Hafn- arfirði leika Kúba - Tékkland kl. 15.00, Sióvenia - Rússland kl. 17.00 og Marokkó - Króatía kl. 20.00. A Akureyri leika Hvít- Rússar-Spánn kl. 15.00, Brasil- ía-Svíþjóð kl. 17.00 og Kúveit- Egyptaland kl. 20.00. Á morgun munu íslendingar síöan leika við Ungverja. Skák Frá atskákmótinu í Moskvu á dögun- um. Þessi staða er úr skák Rússans unga, Alexanders Morosjevíts, sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistarans kunna Vladimir Bagirov. Svartur lék síðast hrók á d8 til að ógna drottningu hvíts. Hverju svarar hvítur? E áS iá * m • i gA s s 2<á> B H 26. Hxg7! Hxd5 27. Hxg6+ Rd4 28. Hg4! og þessum laglega leik verður ekki svar- að með góðu móti. Ekki gengur 28. - fxg4 29 Hxt8 + Kg7 30. Hf4, eða 28. - Hfd8 29. Hxd4 Hxd4 30. Hdl og vinnur vegna lepp- unarinnar. Bridge Þaö er aldrei ástæða til þes að gefast upp þó að samningarnir líti illa út í upphafi. Norður og suður höfðu sagt allfrekjulega á spilin og höfnuðu að lokum í 6 hjörtum sem virtust vonlítil, jafnvel með spaða- gosa út. Sagnhafi í þessu spih reyndi að gera sér í hugarlund þá legu í spilinu sem gæti orðið til þess að 6 hjörtu stæðu. Allt spilið var svona: ♦ 764 V ÁG954 ♦ D5 + Á73 * G1092 V -- ♦ G743 + D8642 N V A S * K8 V 732 ♦ Á1092 + G1095 ♦ ÁD53 V KD1086 ♦ K86 + K Austur setti spaðakónginn í gosann sem gaf sagnhafa vísbendingu um að austur kynni að vera með stuttht í spaöanum. Svo virtist sem alltaf væri tapslagur á spaða og tígulás en sagnhafi sá möguleika ef austur átti tígulásixm. Hann drap fyrsta slaginn á ás, spilaði hjarta á gos- ann og síðan tígli að kóngnum. Austur varð af augljósum ástæöum að gefa þann slag en þá tók sagnhafi laufkónginn, spil- aði sig inn í blindan á tromp, tók laufás og henti tígli heima. Síðan var þriðja lauf- ið trompað, hátt tromp tekið, spaða- drottningu spilað og staðan var þessi: ♦ 7 V 95 ♦ D + - ♦ 109 V -- ♦ G7 + -- N V A __S * -- V -- ♦ Á109 + B ♦ 53 V D ♦ 8 í þessari stöðu spilaði sagnhafi tígli sem austur drap á ás en varð síðan að spila öðrum hvorum láglitanna í tvöfalda eyðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.