Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJ0RN - AUGLYSINGflR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA. AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995. HM’95: Bjóraug lýsingum breytt sjá bls. 33 Samningar sjómanna: Slitnaði uppúr viðræðum „Þeir vísuðu því frá sér að ræða aðalatriðið sem er ráðstöfun og verð- myndun afla. Jafnframt vildu þeir ekki ræða önnur atriði en töldu þó að ekki bæri mikið í milli,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, um samningafund sjómanna og út- gerðarmanna í gær. Upp úr fundinum slitnaði og hefur ekki verið boðað til annars fundar hjá ríkissáttasemjara. Sjómenn ætla að ráða ráðum sínum í dag vegna þessararstöðu. -rt - sjá bls. 10 Réðstá símastúlkur Ölvaður maður réðst á tvær starfs- konur Pósts og síma í Kirkjustræti í gærmorgun. Maðurinn kom inn á vinnustað kvennanna til að fá að hringja út á land og missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk þær upplýsingar aö hann hefði geflð upp rangt númer sem hann bað aðra konuna að hringja í. Önnur þeirra gerði sig lík- lega til að hringja í lögregiuna og ærðist maðurinn þá og sló til annarr- ar konunnar og greip hina kverka- taki. Þegar samstarfsfólk kvennanna kom þeim til hjálpar hljóp maöurinn út. Hann var handtekinn stuttu síðar aflögreglu. Hann hefur oft komiö við sögu lögreglu áður vegna ölvunar. Konurnarmeiddustlítillega. -pp LOKI Vestfjarðagoðinn veldural- deilis usla í Reykholti! Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, segir að framkvæmdanefnd HM ’95 láti bæta orðinu léttöl inn á bjóraug- lýsingar í íþróttahúsunum í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Ak- ureyri og verði límmiðar límdir inn á auglýsingarnar í dag. Áfengisauglýsingar eru bannaðar samkvæmt reglugerö. -GHS Olafur Þ. Þórðarson aftur skólastjóri i Reykholti eftir 15 ára hlé: Eyðilegging á uppbyggingar starf inu hér - segir Oddur Albertsson, „Samkvæmt lögum hefur Ólafur Þ. Þórðarson rétt á skólastjóra- starfinu. Við veröum að fara eftir lögunum. Það er ósköp einfalt," segir Björn Bjarnason mennta- málaráðherra. Ólafur Þ. Þórðarson, fýrrverandi alþingismaður, hefur farið fram á það við menntamálaráðuneytið að hann fái á nýjan leik skólastjóra- stöðu við Reykholtsskóla sem hann gegndi fyrir 15 árum. Þá fékk hann leyfi frá störfum vegna setu á Al- þingi. í skólastjóratíð Ólafs var Reykholtsskóli héraðsskóli en nu er hann opinn ffamlialdsskóli. Á undanfömum þremur árum hefur nemendafjöldinn aukist úr 27 í tæp- settur skólameistari lega 100. Ákvörðma Ólafs kom kennurum og nemendum skólans mjög á óvart þegar hún spurðist út í Reykholti í gær. Nemendur funduðu um mál- ið í gærkvöldí. Þar voru samþykkt mótmæli og lýst yfir stuöningi við Odd Albertsson sem hefur verið skólameistari frá 1982. „Við erum í sjokki yfir þessu og að mmu mati eru lögin afar ein- kennileg. Líklega verður ráöherra að fara eftir þessum lögum og við beygjum okkur imdir það þó svo að þaö hafi í för með sér eyðilegg- ingu á því uppbyggingarstarfi sem hér hefúr átt sér stað,“ ságöi Oddur í samtali við DV í morgun. -kaa Með hverjum deginum sem líður nálgast sumarið með hækkandi sól. Lund mannfólksins léttist og mátti sjá greinileg merki þess i miðbæ Reykjavikur i gær. Þar voru gestir kaffihúsa komnir undir bert ioft að sötra góm- sætt kaffið og sleikja sólargeislana. Stemningin fór ekki fram hjá Ijósmyndara DV. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Yfirleitt léttskýjað Á morgun verður hæg breytileg átt á landinu. Skúrir eða slydduél á stöku stað við suðaustur- og austurströndina en yfirleitt létt- skýjað annars staðar. Hiti 4-8 stig yfir daginn en hætt við nætur- írosti, einkum norðaniands og vestan. Veðrið í dag er á bls. 36 Norsk-íslenska síldin: Komin í íslenska lögsögu „Við urðum varir við góðar síldar- torfur þegar við komum í íslensku lögsöguna. Það er enginn aö spá í veiðar þarna meöan mokveiðist í Síldarsmugunni," sagði Arnbjörn Gunnarsson, stýrimaður á Keflvík- ingi, í samtali við DV í morgun þar sem hann var á leið í Síldarsmuguna eftir löndun. Hann vitnar þarna til þess að á landleiðinni sáu þeir síld Islandsmegin við mörk lögsögu ís- lands og Færeyja. Moksíldveiði var í gær og fengu margir góðan afla. Nokkrir sprengdu nætur sínar og eitt skip tapaði kraft- blökk sinni í hafið. Að sögn Tilkynn- ingaskyldunnar eru nú 29 skip við síldveiðaríSíldarsmugunni. -rt Lítil grá- sleppuveiði Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Flest bendir til að grásleppuvertíð- in á þessu vori verði ákaflega léleg. Grásleppubændur á Norðvestur- landi hafi flestir ekki einu sinni náð 10 tunnum og er það ákaflega lítið. Svolítill bati virtist vera að koma í veiðarnar á dögunum en síðan minnkaði veiðin aftur. Maímánuður verður að gefa sér- staklega vel ef vertíðin á að komast upp í það að teljast þokkaleg. Veiö- arnar virðast vera jafnlélegar á öllu svæðinu. Þaö hefur þótt gott á þessari vertíð að fá 40-50 grásleppur í trossuna. Mjög margir bátar stunda veiðarnar að þessu sinni enda gott verð sem greitt er fyrir hrognin, rúmlega 70 þúsund fyrir tunnuna. Gautaborg: íslendingur fær verðlaun Herdís Storgaard, starfsmaður hjá Slysavarnafélagi íslands, hefur feng- ið norræn heilsuverðlaun að íjárhæð 400 þúsund fyrir starf sitt á vegum Slysavamafélagsins viö að fyrir- byggja slys og tryggja öryggi barna. Verðlaunin verða afhent á morgun í Nordiska folkhalsohögskolan í Gautaborg. -GHS I.ANDSSAMBAND ÍSI.. RAFVKRKTAKA LVTlt alltaf á Miðvikudögnm t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.