Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 Fréttir i>v Dómur 1 Vatnsberamálinu: 60 milljóna sekt og þriggja ára f angelsi - framkvæmdastjóririn þótti hafa sýnt „einbeittan brotaviIja“ Héraösdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Þórhall Ölver Gunnlaugsson, 37 ára, í þriggja ára fangelsi og til að greiða 20 milljónir í sekt til ríkissjóðs vegna stórfelldra virðisaukaskatt- svika frá því í maí 1992 fram í ágúst- mánuð 1994. Ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna er Þór- halli gert aö sæta árs fangelsi til við- bótar. Enn fremur var hann dæmdur fyrir að svíkja út úr ábyrgöasjóöi launa sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður útflutningsfyrir- tækisins Vatnsberans hf. tæplega 400 þúsund krónur. Þá var 43 ára Reyk- víkingur dæmdur með Þórhalli í þriggja mánaða skilorðsbundið fang- Akureyri: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það má segja að hér sé um hefð- bundið eftirlit að ræða og að ein- hveiju leyti framhald á rannsókn síðan fyrir nokkrum árum,“ segir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, skatt- stjóri á Akureyri, en bókhald íþrótta- félaganna Þórs og KA er nú til rann- sóknar hjá embætti hans. Sveinbjöm vildi ekki tjá sig mikið um þetta mál en sagði að m.a. væri verið að kanna hvort atriði sem gerð- ar vom athugasemdir við í fyrri rannsókn væru komin í lag. Bók- haldsgögn félaganna voru sótt í höf- uðstöðvar þeirra en Sveinbjöm segir rannsókn á þeim gögnum ekki lokið. Hvalir inni á Öxarflrði: þettafyrr - segir Auðun Benediktsson „Ég hef séð hvah héma undanf- ama daga. Ég hef þó ekki komist það nálægt þeim að ég nái að þekkja teg- undina. í fyrradag sá ég tvo blástra og þar var greinilega á ferð fullorðin kýr með kálf,“ segir Auðun Bene- diktsson, skipstjóri á Kópaskeri. íbúar á Kópaskeri fengu að sjá hvali með tilheyrandi blæstri og sporðaköstum um helgina. Auðun segir að þeir sem næst komust þeim telji að þama haíl verið sléttbakar á ferð. Jlann segir þetta vera einstakt fyrirbæri inni á Oxarfirði. „Ég hef aldrei séð þetta fyrr þau 22 ár sem ég hef búið hérna," segir Auðun. -rt Akranes: Enginn bæjar- listamaður á þessuári Daniel Ólafsson, DV, Akranesú Bæjarráð Akraness samþykkti á síöasta fundi sínum að beina því til bæjarstjómar að staða bæjarlista- manns verði ekki auglýst á þessu ári eins og verið hefur undanfarin ár. Þess í stað á menningarmála- og safnanefnd að kaupa til bæjarins listaverk fyrir allt að 1 milljón króna. elsi fyrir hlutdeild í broti Þórhalls um að svíkja fé út úr ábyrgðasjóði launa. Brot Þórhalls fólust í því að hann útbjó 111 tilhæfulausar virðisauka- skattskýrslur á fyrrnefndu tímabili þar sem tilgreindur innskattur var að meginhluta samkvæmt reikningi frá einkafyrirtæki ákærða, E.B.O. verktaka, án þess að nokkur við- skipti hefðu átt sér stað milli fyrir- tækjanna. Einkafyrirtækið var ekki með neina starfsemi og skilaði á greindu tímabili ýmist engum virðis- aukaskattskýrslum eða skýrslum þar sem virðisaukaskattskyld velta var engin. Samtals námu virðisauka- Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Það hefur verið og virðist vera nokkuð gott jafnvægi á leigumark- aðnum hér í bænum og það er mín trú að fólk sem er að flytjast hingað og ætlar að leigja sér íbúðir fái hús- næði en það getur e.t.v. tekið 1-2 mánuði," segir Tryggvi Pálsson, fast- eignasali á Akureyri. Nokkur aukning virðist vera á flutningi fólks til Akureyrar um þessar mundir enda virðist ýmislegt benda til að bjartari tímar séu fram- undan í atvinnulífinu í bænum. T.d. er vitað um 15 fjölskyldur sem eru að flytjast til Akureyrar á næstu skattsvik ákærða rúmlega 38 millj- ónum króna. Telur dómurinn brot ákærða gegn lögum um virðisaukaskatt stórfelld, bæði vegna þess að um verulegar fjárhæðir er að ræða og þá þykja brotin framin með mjög vítaverðum hætti. Þá var ákærði enn fremur sak- felldur fyrir brot á hlutafélagalögum. Ákærði hefur margoft verið dæmd- ur fyrir skjalafals, fjárdrátt, fjársvik og fíkniefnabrot, eða í samtals 9 skipti. Auk þess hefur hann undir- gengist dómsáttir fyrir önnur brot. Þá var hann á skilorði er þessi brot voru framin, reyndar var hann í af- plánun er hluti fjárins var svikinn mánuðum í tengslum við starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystíhúsanna sem hefst í suniar og langflestar þess- ara fjölskyldna hyggjast fara í leigu- húsnæði til að byrja meö. Tryggvi segir að á þessum árstíma sé alltaf talsvert um að íbúðir losni úr leigu, t.d. íbúöir sem skólafólk hefur tekið sig saman um að leigja. Hann segist því ekki sjá nein stór- vandræði fyrir þær fjölskyldur sem eru á leið í bæinn og hyggjast fara á leigumarkaðinn. Ef þessir flutningar valda breytíngum á leigumarkaði gerist það frekar í haust þegar skóla- krakkar koma aftur til bæjarins. „Það er oft nokkur pressa á haustin út. A sama tíma sveik hann út orlof frá hinu opinbera. „Þykir þetta sýna einbeittan brota- vilja ákærða og er þetta virt honum til þyngingar við ákvörðun refsing- ar.“ Þá þykir ljóst að allir fjármunir sem sviknir voru út hafi farið um hendur Þórhalls og inn á banka- reikning hans. Auk ofangreindrar refsingar var ákærða gert að greiða ríkissjóði rúm- lega 38 milljónir í skaðabætur og ábyrgðasjóði launa tæplega 400 þús- und. enda margt skólafólk sem tekur íbúðir á leigu í bænum á þeim tíma. Það eru líka alltaf einhver dæmi um að foreldrar skólafólks hreinlega kaupi litlar íbúðir á Akureyri fyrir börnin sín, t.d. ef þeir eiga fleiri en eitt barn og reikna með að þau komi til bæjarins tíl að stunda framhalds- nám.“ Tryggvi segir að alltaf sé eitthvaö um leiguskiptí á íbúðum á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur. Að öllu samanlögöu segist hann ekki sjá neina stóra sveiflu á leigumarkaðn- um þótt greinilegt sé að fólk muni í auknum mæli flytjast til Akureyrar á næstu mánuðum. Jóhanna Sveinsdóttir. slysförum í Frakklandi Jóhanna Sveinsdóttir, bók- menntafræðingur og rithöfund- ur, lést af slysfórum í Frakklandi síðdegis á mánudag. Hún var 43 ára að aldri. Ekki er fyllilega ljóst með hvaöa hættí slysið varð en Jóhanna var að hjóla ásamt 10 ára gamalli ís- lenskri stúlku á eyjunni Belle Ile de Mer á vesturströnd Frakk- lands. Virðist reiðhjólið hafa gef- ið sig og Jóhanna kastast af þvi niður í vatn. Jóhanná lauk námi í bók- menntafræði frá Háskóla íslands og starfaði síðan sem mennta- skólakennari, blaðamaöur og rit- höfundur. Hún var búsett í París undanfarin þrjú ár þar sem hún lauk nýlega magistersprófi í ís- lenskum bókmenntum og vann að ritstörfum. Jóhanna lætur eftír sig upp- komna dóttur. Stuttarfréttir Skoðanakönnun á vegum Gall- up leiðir í Ijós fylgisaukningu h)á stíóraarflokkunum. Tæplega helmingur aöspurðra er fylgjandi sameiningu stíómarandstöðu- flokkanna en yfirgnæfendi meiri- hluti telur ólíklegt að af því verði. Sjónvarpið greindi frá. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur ráðiö Þórir Haraldsson lögfræðing sem að- stoðarmann. Tðlögurumspamað Nefnd um spamaö i borgar- rekstri hefur lagt iram tillögur um 260 milljóna króna sparnað á árinu. Mbl. skýrði frá þessu. Viðræðumhafnað Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstíórn Húsa- víkur buðu í gær Alþýðubanda- laginu upp á viðræður um mynd- un nýs meirihluta i bæjarstjórn vegna málefna Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Skv. RÚV hafnaöi Alþýðubandalagið boðinu. Samstarf íhættu SAS gætí þurt að hætta sam- starfi við Flugleiðir. Skv. Mbl. gæti krafa þessa efhis komið upp innan ESB vegna samstarfs- samnings SAS og Lufthansa. Dýrari matvörur Matvörur hafa hækkað um 4,6% frá áramótum. Tíminn greindi frá. Sophia Hansen hefur verið lögð inn á spítala vegna áiags. Fimra ár eru liðin síðan dætur hennar fóru til Tyrklands. Stöð 2 hafði eftir Sophiu aö ástandið væri orð- iöóþolandi. _kaa I gær var limt yfir hluta umdeildra bjórauglýsinga í Laugardalshöllinni. Til að allt yrði lögum samkvæmt þurfti þó ekki að hylja allar auglýsingarnar heldur nægði að bæta við orðinu „léttöl". DV-mynd BG Greinileg fólksflölgun framnndan á Akureyii: Gott jaf nvægi á leigumarkaðnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.