Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10: MAÍ 1995 Fréttir Lyktir rannsókna á silfursjóðnum frá Miðhúsum í sjónmáli: Niðurstaðna beðið með mikilli eftirvæntingu segir Lars J^rgensen, safnvörður í danska þjóðminjasafninu Pétur Pétuisson, DV, Kaupmaimahööi; „Það er sjaldgæft að það komi upp efasemdir um uppruna fomleifa- fundar sem þessa. í raun er þetta í fyrsta skipti sem rannsókn af þessum toga fer fram á silfursjóði sem til þessa hefur verið talinn vera frá vík- ingaöld. Ég hef orðið var við mikinn áhuga á rannsókninni. Á stundum hefur lítill vinnufriður verið hér sök- um hringinga frá íslenskum fjölmiðl- um. í raun er þessi fornleifafundur heimsþekktur meðal áhugamanna og sérfræðinga um þessi efni og nið- urstöðunnar því beðið víða um heim,“ segir Lars Jorgensen, safn- vörður í fornaldardeild danska þjóð- minjasafnsins, í samtali við DV um Miðhúsasilfrið. Lars heldur utan um þá rannsókn sem fer fram á silfursjóðnum sem fannst að Miðhúsum síðsumars 1980. Talið hefur verið að sjóðurinn sé frá víkingaöld en á seinasta ári rannsak- aði breskur prófessor, dr. James Graham-Campell, sjóöinn eftir að einstakir starfsmenn Þjóðminjasafns íslands höfðu lýst yfir efasemdum um aldur og uppruna sjóðsins. Skýrsla prófessorsins styður þessa tilgátu en þar er dregið í efa að hluti sjóösins sé jafn gamall og upphaflega var haldið fram heldur sé seinni tíma smíð. Benti hann jafnframt á að rannsaka þyrfti munina ítarlegar. í kjölfar þessa fylgdu mikil blaða- skrif. Formaður fornleifanefndar á þessum tíma, prófessor Sveinbjörn Rafnsson, lýsti því yfir að hér væri um sviksamlegt athæfi að ræða. Svo virtist sem tekist hefði að blekkja yfirvöld vísvitandi, sagði hann enn fremur. Þór Magnússon þjóðminja- vörður sagðist hins vegar ekki sjá hvemig hér gæti verið um fals að ræða. Um svipað leyti var því lýst yfir í fjölmiðlum að nokkuð væri um að munir hefðu horfið úr vörslu Þjóð- minjasafnsins. Vegna þessa og um- ræðnanna um Miðhúsasilfrið átti þjóðminjavörður fund með Ólcifi G. Einarssyni, þáverandi menntamála- ráðherra. Á sama tíma og þetta átti sér stað kom nýtt þjóðminjaráð saman. Eitt af fyrstu verkum þess var að kalla eftir gögnum um málið og funda um það. í lok október var svo ákveðið að beiðni menntamálaráðuneytis að senda sjóðinn utan. Voru færustu sérfræðingar danska þjóðminja- safnsins fengnir til að rannsaka sjóð- inn. Rannsóknin hefur dregist nokkuð en í janúar sagði Olav Olsen, þjóð- minjavörður Dana, að niðurstaða fengist innan skamms. Hún hefur ekki enn litið dagsins Ijós þrátt fyrir að hún hafi verið boðuð frá því í fe- brúar og lýsti Sturla Böðvarsson, formaður þjóðminjaráðs, því yfir í lok seinasta mánaðar að þjóðminja- ráðsmenn væru orðnir órólegir með hvað það drægist að fá niðurstöðu í máhnu. „Ástæðan fyrir því að þetta hefur dregist er meðal annars sú að við erum fámenn hér. Að auki taka sum- ar rannsóknirnar langan tíma, lengri tíma en við ætluðum upphaílega," segir Lars Jorgensen um tafirnar. Hann segir að rannsóknirnar snú- ist fyrst og fremst um það að kanna hvaða verkfæri voru notuð til smíð- innar og hvaða snefilefni þau skildu eftir á mununum. Þá sé uppbygging silfurmunanna könnuð, bæði útlits- leg og efnasamsetningin. Rannsókn- irnar fari bæði fram á forvörsludeild þjóðminjasafnsins danska og tækni- háskóla í Kaupmannahöfn. „Rannsóknum verður lokið fljót- lega og skýrsla mun liggja fyrir í lok þessa mánaðar. Þá munum við, með nokkuð mikilh vissu, geta sagt til um hver aldur munanna er sem við höf- um rannsakað," segir Lars Jargen- sen. Þjóðleikhúsið: Höf um sparað og sparað Gæslumaður á Þjóðminjasafni Islands við Miðhúsasilfrið nokkru áöur en það var flutt til rannsóknar í Danmörku DV-mynd JAK „Við erum ekki búin að skha af okkur ársreikningum ennþá þannig að ég er ekki með endanlega tölu en við erum ekki með neinn haha sem við sjáum ekki fram úr. Við erum ekki með bankalán eða neitt slíkt. Við vorum að skhja við dýrt ár því við settum upp óperu og þær eru dýrar en við höfum veriö'thtölulega heppin og verið meö mikh sölustykki eftir það,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. DV hefur greint frá því að fjárhags- staða Leikfélags Reykjavíkur er slæm um þessar mundir. Skuldir Leikfélagsins nema um 40 milljónum króna og benda allar líkur til þess að til aukafjárveitingar þurfi að koma. Samkvæmt heimhdum DV stendur Þjóðleikhúsið einnig iha eft- ir dýran vetur en Guðrún Guð- mundsdóttir segir það rangt. „Við einbeittum okkur að óperu og gátum ekki gert neitt sem okkur langaði th að öðru leyti eftir þetta dýra ár en þetta setti okkur ekki í neinn vanda. Viö erum ekki með neinar skuldir. Við urðum bara að standa okkur og spara og spara,“ segirGuðrún. -GHS I dag mælir Dagfari Nýmæli í f iskveiðum íslendingar eru smám saman að theinka sér nýjungar í fiskveiðum. Var kominn tími th fyrir þessa miklu fiskveiðiþjóð að endurhæfa sig. Gömlu veiðamar gengu ekki lengur. Mikhvægasta nýjungin er tví- mælalaust sú að nú róa menn á miðin th aö veiða fiskinn th að henda honum. Einkum þorskinn. Ástæðan er sú að mönnum er ekki heimht að koma meö hvaða fisk sem er í land og ef einhver er svo vitlaus að veiða þorsk og hirða hann þá fæst lítið sem ekkert fyrir aflann upp úr bát. Þá má jafnframt minna á að þorskveiði hefur verið góð að undanfomu hjá krókabát- um og þeir era nánast búnir með kvótann þannig að þeir mega ekki og geta ekki hirt þann fisk sem þeir veiða. Þetta þýðir ekki að menn hætti aö róá. Menn róa meðan þeir geta, algjörlega án tihits th þess hvort þeir hafi kvóta eða ekki. Aðalatrið- ið er að róa og kasta netum og þeg- ar menn veiða í netin tekur þaö viö að henda fiskinum sem fæst í net-_ in. Fiskistofa telur þessar aðferöir svo nýstárlegar og merkhegar að stofnunin hefur leigt sér hraðbát til að stíma á milh fiskibátanna á miðunum og festa nýjungarnar á mynd. Nú er upplýst að þannig hefur Fiskistofa myndað íslenska sjómenn kasta að minnsta kosti sextán tonnum af smáþorski í haf- ið, enda veitir ekki af að henda nógu miklu. Þorskurinn er að ná sér á strik aftur og það má ekki gerast. íslenskir sjómenn og út- gerðarmenn verða að stemma stigu við of mikihi þorskgengd. Meðan þetta fer fram á heimam- iðum stímir hinn helmingurinn af flotanum, einkum bátar sem eru sérhannaðir fyrir loðnu- og síld- veiðar, austur í Síldarsmuguna til að veiða það sem ekki má af shd- inni. Raunar er þetta svo langt stím að síldin er nánast verölaus þegar bátarnir koma í höfn og ekkert annað að gera en moka henni í gúanó til að hafa hraðann á og komast aftur á miðin th að veiða meira af síld til að moka henni í gúanó. Hér er ekki spurt um hvort megi veiða síldina, né heldur hvort hún gefi eitthvaö af sér eða hvort stofninn þoh þessa sókn. Það sem skiptir máh er að veiða og veiða og veiða meira og næst er sjálfsagt viðbúið að íslenski bátaflotinn kasti shdinni líka fyrir borð eins og smáfiskinum og þorskinum, vegna þess að þaö tekur því ekki að sigla með hana í land. Þetta er allt verðlaust hvort sem er. Satt að segja hafa menn uppgöt- vað á þessum síldveiðum að flotinn er meira og minna úr sér genginn og er ekki útbúinn til að veiða svona mikið magn á íjarlægum miöum og aflinn fer í gúanó vegna þess að skipin era ekki útbúin til aö taka við svona síldarmagni svona langt í burtu. Með öðrum orðum: íslendingar sækja sjóinn af krafti th að veiða til að henda verðlausum fiski, vegna þess að bátamir eru handó- nýtir og úr sér gengnir. Er nema von að glöggir menn í landi hafi áttað sig á því að nú sé kominn tími th að útgerðarmenn borgi þjóöinni veiðheyfagjald th að stunda svona fiskveiðar! Menn verða að borga fyrir þann lúxus að gera út ónýta báta á fiskimið sem eru svo gjöful að sjómennirnir verða að henda fiskinum eða í besta fahi koma honum í gúanó th að geta veitt meira! Ef menn hafa efni á fiskveiðum af þessu tagi og hafa efni á að gera út th að kasta fiskin- um í hafið og veiða shd, bara th að veiða shd, þá hljóta þeir að eiga fyrir veiðileyfum. Þetta gera amer- íkanarnir sem stunda laxveiðar. Þeir borga fyrir veiðheyfið enda þótt þeir gefi laxinum líf. Sama sportmennskan er að ryðja sér til rúms á fiskimiðunum umhverfis landið. Þar veiða menn smáfisk og þorsk og aðrar fisktegundir th þess eins að gefa þeim líf eða þá til að deyja drottni sínum í hafinu heima hjá sér. Því verður ekki á okkur logið, íslendinga, að við erum framsækin þjóö og erum alltaf skrefinu á und- an öðrum þegar kemur að fiskveið- um og nýjungum á því sviði. Og til að sýna hvers við erum megnugir rekum við Fiskistofu fyrir skatt- peningana til að vísindamenn okk- ar geti sýnt þaö útlendingum og landkröbbum hvaö við erum góðir við fiskinn sem við veiðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.