Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 5 Fréttir Úreltur loðnufloti og norsk-íslenska síldin í gúanó: Eintómir grútarprammar - segir skipstjórinn á Jóni Kjartanssyni SU „Þetta fer allt í bræðslu. Bæði er þetta of löng leið og ekkert af skipun- um okkar útbúið til að geyma þetta á neinn hátt. Þetta eru allt saman grútarprammar. Það er aðeins eitt skip útbúið kælitönkum," segir Grét- ar Rögnvaldsson, skipstjóri á loðnu- skipinu Jóni Kjartanssyni SU, um ástand íslenskra nótaskipa. íslenski loðnuflotinn er ekki í stakk búinn til að bera að landi síld úr Síld- arsmugunni til manneldis. Þetta staf- ar af því að skipin hafa ekki nauðsyn- legan kæhbúnað til að halda síldinn ferskri. Aðeins eitt skip, Jóna Eð- valds SF, hefur þennan búnað. Vegna þeirrar löngu sighngar sem er úr Síldarsmugunni og heim er þessi húnaður nauðsynlegur. Grétar segir vera sólarhringssigl- ingu hjá þeim sem þurfa styst að fara th löndunar en aht að tveir sólar- hringár hjá þeim sem lengsta leið eiga fyrir höndum. Það er þvi nokkuð ljöst að sú shd sem veiðist á þessum slóðum fer að mestu th bræðslu. Þó er talið líklegt að einhverjir frystitog- arar muni halda á þessar slóðir og frysta á hafi úti. Hahdór Ásgrímsson utanríkisráð- herra tekur undir sjónarmið Grétars og segir ljóst að þessi floti sé ekki th þess fallinn að bera ferska shd að landi. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki flota th veiða síld á þessum slóð- um th manneldis. Menn standa frammi fyrir þeirri staðreynd," segir Hahdór Ásgrímsson. Samkvæmt samningi Færeyinga Þórhállur Vilmundarson: Áframforstöðu- maðurÖrnefna- stofnunar Þórhahur Vilmundarson hefur lát- ið af emhætti sagnfræðiprófessors við líaskóla íslands vegna aldurs en hann verður hins vegar áfram for- stöðumaður Örnefnastofnunar Þjóð- minjasafns. Menntamálaráðuneytið hefur falið honum að hafa umsjón með stofnuninni th 30. júní 1997. Að sögn Áma Gunnarssonar, skrif- stofustjóra menningarmálaskrif- stofu menntamálaráðuneytisins, var Þórhalh fahn forstaða Örnefnastofn- unar á sínum tíma í aukastarfi með störfum sínum í Háskólanum. Árni segir ekki um eiginlega stöðu að ræða, hugsanlega 25% starf. Árni segir að endurskoða eigi á næstunni hvemig örnefnarannsóknum verði best fyrir komið í framtíðinni. Spurningin sé hvort þær verði áfram tengdar Þjóðminjasafninu, eins og verið hafi, eða hvort þær munu tengjast Háskólanum. Tveir til þrír starfsmenn vinna við Örnefnastofn- un. Norðurland: Síðustugrá- sleppurnar drepnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að það sé verið að drepa síðustu grásleppurnar, það htur a.m.k. út fyrir að svo sé,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmdastjóri á Þórshöfn, um afspymuslaka grá- sleppuveiði á vertíðinni. Þetta er fjórða árið í röð sem grá- sleppuveiðin%við Norðurland bregst algjörlega, sjómenn segja vertíðina hafa veriö „steindauða" og eru marg- ir þeirra þegar búnir að taka upp netin og komnir á hnu. og íslendinga er hlutur íslendinga af þeim 250 þúsundum tonna fast að 200 þúsund tonn. Sá afli gæti gefið í útflutningstekjur um 2 milljarða miðað við að allt fari í bræðslu. Víkingur Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá íslenskum sjávarafurðum, segir vera markað fyrir heilfrysta shd í Japan en vandamáhð sé að verðið er mjög lágt. „Það eru ágætar markaðshorfur en verðið er mjög lágt. Norðmenn hafa verið að bjóða síld þar á mjög lágu verði. Ég sé það aftur á móti fyrir mér að mögulegt sé að selja síldarflök á Evrópumarkað ef tekst að koma shdinn ferskri að landi. Þetta er bara eitthvað sem þarf að skoða þegar skýrist hvernig veiðarnar ganga,“ segirVíkingur. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.