Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 Viðskipti Hækkunávísi- tölu neysluverðs Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,2% frá aprílmán- uði. Miðað við verðlag í maíbyij- un reyndist hún vera 172,1 stig, samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar. Neysluvisitala án hús- næðis i maí er 175,7 stig. Hækkun vísitölunnar er helst rakin til hækkunar grænmetis, ávaxta og brauðs. Það sem dró úr hækkuninni var lækkun síma- gjalda og bjórs. Hagstofan birti einnig í gær samanburð á verð- bólgu í nokkrum ríkjum miðað við breytingar á neysluvisitölu frá mars 1994 til mars 1995. Verö- bólgan á íslandi mældist 1,4%, eða hvergi lægri í ríkjum Evrópu. Aðeins Japan var með minni verðbólgu, eða 0,3% verðhjöðn- un. Meðaltal ESB-ríkía var 3,3% verðbólga. Sem fyrr var hæst verðbólga í Grikkiandi eöa rúm 10%. SSfékkVernd Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli fékk í síöustu viku af- hent umhverfisviðurkenningu Iönlánasjóðs fyrir framúrskar- andi öryggi á vinnustað og að- búnað starfsmanna. Viðurkenn- ingin, sem nefhist Vernd, er veitt árlega af Iðnlánasjóöi, Á aðal- fundi sjóösins afhenti Guðmund- ur Bjarnason umhverfisráðherra viöurkenninguna og er myndin að neðan tekin við það tækifæri. Jón Gunnar Jónsson, íram- leíðslustjóri SS, tók viö viður- kenningunni. í undlrbúningi hjá Upplýsingamiöstöð ferðamála 1 Reykjavík: Skiptistöðvar með gjaldeyri í samráði við Change Group Ltd í London í undirbúningi er stofnun gjaldeyr- isskiptistöðva fyrir erlenda ferða- menn á íslandi. Um er að ræða útibú frá breska fyrirtækinu Change Group Ltd í London. Frumkvæði í málinu hefur haft Upplýsingamið- stöð feröamála í Reykjavík sem er í eigu Ferðamálaráðs og Reykjavíkur- borgar. Samningar hafa ekki verið undirritaðir en þegar hefur verið auglýst eftir starfsfólki. María Guð- mundsdóttir, forstöðumaður Upplýs- ingamiðstöðvarinnar, vildi ekki ræða málið þegar DV hafði samband við hana í gær, sagði það viðkvæmt. Samkvæmt heimildum DV stendur til að gjaldeyrisskiptistöð verði í hús- næði Upplýsingamiðstöðvarinnar í Torfunni auk þess sem samningavið- ræður standa yfir við forráðamenn Leifsstöðvar um að setja þar upp stöð. Leyfi hefur þegar fengist frá Seölabankanum fyrir starfseminni sem eingöngu snýst um að skipta gjaldeyri og ferðatékkum. Eftirspurn eftir skiptistöðvum af þessu tagi hefur verið mikil undan- farin ár, sér í lagi eftir að komum ferðamanna til íslands utan „ver- tíða“ fór að fjölga. Erlendis eru svona stöðvar á hverju strái. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar- innar og annarra ferðaþjónustuaðila hefur margoft rekiö sig á að erlendir ferðamenn hafa á veturna hvergi getað skipt gjaldeyri utan afgreiðslu- tíma banka og sparisjóða. Aðeins gestir stærstu hótelanna hafa fengið þessa þjónustu. Samkvæmt því sem DV kemst næst reyndi Upplýsingamiðstöðin að fá viðskiptabankana til samstarfs um að opna sérstakar gjaldeyrisskipti- stöðvar yfir vetrartímann en ákveðið var að taka tilboði Change Group í London sem bauð betur hvað varðar fjármögnun og afgreiðslutíma. - Ef samningar nást við Change Group í London verður að öllum líkindum opnuð gjaldeyrisskiptistöð fyrir erlenda ferðamenn hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála i Reykjavík. DV-mynd ÞÖK Birgir Agústsson og Helgi Ingv- arsson við nokkra af nýju Su- baru-btlunum. DV-mynd gk BílaleigaAkur- eyrarfær35 nýja Subaru-bíla GyK Kristjánsson, DV, Akureyri: Bílaleiga Akureyrar fékk ný- lega afhenta 35 nýja bíla af gerð- inni Subaru Impressa sem fyrir- tækið keypti af Ingvari Helgasyni hf. Helgi Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri IH, afhenti bílana formlega á Akureyri. Birgir Ágústsson hjá Bílaleigu Akureyrar segir að langflestir bílarnir séu fjórhjóladrifhir og svo er reyndar um nær allan „bílaflota“ leigunnar sem er nú um 300 bílar af ýmsum gerðum. Nýju Subaru-bilarnir eru nyög vel útbúnir og eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. Vigdisikynning- arriti DHL í nýlegu kymúngarriti DHL hraðflutningafyrirtækja á Norð- urlöndum, Right on Time, er miklu plássi variö í umflöllun um ísland. Meðal annars er heilsíðu- viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur forseta auk þess sem forsíðu- myndin er tekin í Bláa lóninu. I leiðara ritsins hælir svæðis- stjóri DHL í Norður-Evrópu ís- lenska útibúinu fyrir framúr- skarandi árangur við að byggja upp viðskipti hér á landi. Þess má geta að DHL Worldwide Ex- press og ABB Serviee hafa hafið samstarf um uppbyggingu flutn- ingamiöstöðva víðs vegar í Evr- ópu til að flýta enn frekar fyrir flutningi varahluta til viðskipta- vina sinna. Hlutabréf Olís falla í verði Hlutabréfaviöskipti í síðustu viku námu 24,6 milljónum króna og á mánudag urðu 4,5 milljóna viðskipti. Langmest var keypt af bréfum Har- aldar Böðvarssonar í síöustu viku, eða fyrir 11 milljónir króna, og Flug- leiða fyrir 8,5 milljónir. Viðskipti í öðrum félögum voru óveruleg. Á mánudaginn gerðist það helst aö gengi hlutabréfa Olís lækkaði niður í 1,91 og hefur lækkað um þriðjung á fáum vikum. Viðskiptin hafa reyndar verið óveruleg í krónum tal- ið. Um miðjan dag í gær höfðu engin viðskipti átt sér stað meö Olísbréfin. Þó var inni kauptilboð á genginu 2,25 en enginn hafði bitið á agnið þegar þetta var ritað. Önnur viöskipti hafa ekki verið með hlutabréf olíufélag- anna síðustu daga. Mikil gámasala í Englandi Töluverð fisksala var úr gámum í Englandi í síðustu viku. Alls seldust 580 tonn fyrir 73,4 milljónir króna, þar af voru 285 tonn af ýsu. Aðeins einn togari landaði í Þýskalandi í síð- ustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Aflamiðlun LÍÚ. Skagfirðingur SK seldi 162 tonn fyrir 16,3 milljónir. Álframleiðendur birtu sl. fóstudag tölur um töluverða minnkun birgða frá síðustu birtingu. Við það lækkaði staögreiðsluveröið niður í 1737 doll- ara tonnið. Þegar viðskipti hófust í gærmorgun var verðið svipað. Á næstunni spá sérfræðingar stöðug- leika á markaönum, ekki sé von á hækkunum yfir sumartímann. Gengi dollars og punds gagnvart íslensku krónunni hefur lækkað síð- ustu daga. Sölugengi pundsins er komið niður í 100 krónur sléttar og doUars í 62,80 krónur. Gengi þýska marksins og jensins helst svipað. Evrópskarvið- skiptafréttirum gervihnött Daniel Ólaísson, DV, Akranesi: í síðustu viku hóf enska sjón- varpsstöðin European Business News, EBN, sendingar á nýjum gervihnetti, Eutelsat Hot Bird, og sjást þær sendingar mjög vel hér á landi. EBN birtir íréttir úr viö- skiptaheiminum, s.s. um gengi, hlutabréfaviðskipti og fyrirtæki í Evrópu og Asíu ásamt viðtölum og úttektum á rekstri fyrirtækja og markaða. Skeljungsstöðí ættviðBónus Daniel Ólaísson, DV, Akranesi: Ný bensínstöð Skeljungs á Akranesi verður tekin í notkun í júrú. Samkvæmt heinúldum sem DV hefur aflað sér mun þessi stöð verða einstök að því leyti aö við- skiptavinurinn afgreiðir sig sjálf- ur að öllu leyti, þ.e. dælir á bOÍnn, velur og tekur sjálfur olíuvörui' og annað úr lúllum og greiðir við sérstakt afgreiðsluborö. Þetta er fyrsta sjálísafgreiðslubensínstöö sinnar tegundar á íslahdi og svip- ar til þess sem Bónus innleiddi í sínum verslunum. Gámaþorskur Olíufélagið Skeljungur Þingvísrt. hlutabr. ý?| Þíngvísit. húsbr. 5,50 ^^MAM I 1091,25 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.