Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 Stuttar fréttir Vilja ná höfuðborg aftur Foringi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segist ætla aö ná höf- uöborginni, Grozny, aftur á sitt vald. Háðirógnunum NATO Embættismenn Sameinuöu þjóðanna í Bosníu fullyrða að án hótana um loftárásir NATO geti gæslusveitir þeirra ekki varið öryggissvæði fyrir sprengjuárás- um Serba. Berlusconi reynir Fjölmiöla- kóngurinn Silvio Berlusc- oni reynir að blása nýju lífl í stjórnmálaferil sinn með nýrri stefnu sem hann ætlar að boöa fyrir þingkosningar sem væntanlega veröa í október. Gley mdi handbremsunni Við rannsókn á slysinu þar sem rúta rann af norskri feiju og sex manns létust hefur komiö í ljós aö bílstjórinn hafði gleymt aö nota handbremsuna. Refsa Japönum Stjóm Clintons Bandaríkjafor- seta undirbýr refsiaðgeröir gegn Japönum með himinháum álög- um á innfluttar vörur í tilraun til að opna japanska markaöinn fyr- ir bandariskum bílum. Sendinef nd til Víetnam Bandarísk sendineínd mun halda til Víetnam til að ræða viö þarlend stjómvöld um Banda- ríkjamenn sem saknað er eftir Víetnamstríöið. Menemekkiöruggur Carlos Men- em, forseti Argentínu, virðist ekki ör- uggur meö sig- ur í forseta- kosningunum um næstu helgi. Hann hefur reynt að slá á vangaveltur um að kosningamar fari í aöra umferð þar sem úrslitin verði mjög tvísýn, Vilja menn meðreynslu Sigur Jacques Chiracs í frönsku forsetakosningunum hefur leitt til ályktana um að franskir kjós- endur velji menn meö reynslu frekar en „utangarðsmenn" á borö viö þá sem geti unniö banda- rískar kosningar. Gerafólkvinalegra Átak er hafið í New York sem gera á borgarbúa vingjarnlegri gagnvart gestum, Frlðarviðræður í viðræðum milli Sinn Fein, stjómmála- arms írska lýö- veldishersins, og breskra stjórnvalda, hefur Gerry Adams hvatt aöilana til að vera eftirgefanlega. Hann sagði að Sínn Fein mundi ekki láta vopnaviðræður hindra samningaviöræðumar. Fluttirúrfangelsi Mikil óveöur og flóö í New Orle- ans í Bandaríkjunum urðu til þess aö flýtja varö um 800 fanga úr fangelsinu á öraggari stað. SjáHsmorð á netinu Unglingar á Internetinu ræða mismunandi aðferöir til aö fremjasjálfsmorð. Reuter/NTB Utlönd Jeltsín og Clinton ræöa saman á tímum versnandi sambúðar: Koma þín mun bæta samskipti ríkjanna - sagði Jeltsín þegar hann tók á móti Clinton 1 Kremlarhöll 1 morgun Borís Jeltsín Rússlandsforseti og BOl Clinton Bandaríkjaforseti settust niður til sjötta fundar síns á forseta- ferlinum í Moskvu í morgun, áfjáöir í að bæta samskipti ríkjanna tveggja. Jeltsín tók á móti Clinton í hinum glæsilega Katrínarsal í Kremlarhöll og þakkaði honum hjartanlega fyrir að hafa sótt hátíðahöldin í Moskvu í gær þar sem þess var minnst að 50 ár em liðin frá lokum heimsstyijald- arinnar síöari. „Ég er viss um aö koma þín til Moskvu, hátíðahöldin í gær og sam- skipti okkar muni bæta samvinnu okkar, félagsskap og persónulega vináttu okkar,“ sagði Jeltsín við Clinton. Sambúð Bandaríkjanna og Rúss- lands hefur ekki verið erfiðari frá endalokum kalda stríðsins og fyrir fund leiðtoganna sögðust embættis- menn ekki búast við miklum árangri. Helstu ágreiningsmál forsetanna eru hernaöur Rússa í Tsjetsjeníu, fyrirhuguð sala Rússa á kjarnakljúf- um til Irans og áform Vesturlanda um aö stækka NATO og taka inn fyrrum bandalagsríki Rússa í Aust- ur-Evrópu. Það var í desember sem slettast tók upp á vinskapinn. Þá hélt Borís Jelts- ín ræðu í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hann fordæmdi stækkun NATO og varaði leiðtoga Vestur- landa viö því aö ef ekki tækist að semja um nýskipan öryggismála í Evrópu kynni kaldur friður að ríkja í álfunni. Clinton vildi reyna að fullvissa Jeltsín um að Rússum stæði ekki ógn af áformunum um að stækka NATO, að því er bandarískir embættismenn sögðu. Bil! Clinton Bandaríkjaforseti lætur mikilvæga leiðtogafundi ekki koma í veg fyrir morguntrimmið sitt. í morgun brá hann sér út fyrir fundinn með Jeltsín Rússlandsforseta og hljóp meðfram bökkum Moskvu-árinnar í fylgd lif- varða sinna. Símamynd Reuter Embættismenn sögðu að þetta væri í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem nið- urstaða fundar af þessu tagi væri ekki að öllu leyti geíin fyrirfram, þótt ekki mætti hins vegar búast viö miklum árangri. Ekki var búist við að forsetarnir leystu ágreining sinn um stríðsrekst- urinn í Tsjetsjeníu, þar sem barist var við höfuðborgina þar til í dögun, ogumbardaganaíBosníu. Reuter Jacques Chirac er lítið gefinn fyrir athygli og er flestum ráðgáta: Skiptir oft um skoðun en þykir hjartagóður Jacques Chirac, nýkjörinn forseti Frakklands, er afskaplega lítið fyrir að ræða um einkalíf sitt og forðast kastljós fjölmiðla eins og heitan eld- inn. Verndun einkalífsins er eitt af því fáa sem menn hafa á hreinu um persónuna Chirac, auk mikillar mat- arlystar og gestrisni. Þá þykir hann skipta fulloft um skoðun á ýmsum málefnum. Þegar Chirac stofnaði Samfylking- una um lýðveldið (RPR) 1976, eftir tvö ár í stóli forsætisráðherra, lagði hann til að flokkurinn ætti að reka svipaða stefnu og breski Verka- mannaflokkurinn. En þegar Chirac varö forsætisráðherra í annað sinn, 1986, hafði hann hins vegar söölað um og boðaöi franska útgáfu af thatc- herisma. Hann einkavæddi ríkisfyr- irtæki, stöðvaði takmarkanir á upp- sögnum og lagði niður hátekjuskatt. í dag segist hann sjá eftir þeirri ákvöröun sinni. Sá Chirac sem fólk sá berjast fyrir kjöri síðustu vikum- ar valdi eplatré sem einkennismerki sitt og setti baráttu gegn fátækt og atvinnuleysi á oddinn. Jacques Chirac. Yngri dóttirin nánasti ráðgjafinn Chirac, sem nú er 62 ára gamall, er sonur framkvæmdastjóra en afi hans var kennnari. Hann stærir sig af því að forfeður hans voru bændur enda hefur hann sjaldan skipt um skqðun í landbúnaðarmálum. Ólíkt öðrum frambjóðendum sló hann skjaldborg um einkalíf sitt og fjölskyldu og leytði engar myndatök- ur á heimilinu. í eina skiptið sem eiginkona hans sást með honum á mynd var þegar kosningafundur var haldinn á heimaslóðum þar sem eig- inkonan situr í bæjarráði. Chirac hefur tekist á við sorglega atburði í einkalífmu. Laura, eldri dóttir hans, 35 ára, er menntuð sem læknir en þjáist af þunglyndi. Fyrir sjö árum féll hún út um glugga og slasaðist illa. Var hún lengi á sjúkra húsi og síðan í hjólastól en lítið er vitað um hana í dag. Claude, yngri dóttir hans, 32 ára, er meira í sviösljósinu. Hún er helsti ráögjafi fóður síns. Hún varð fyrir áfalli fyrir tveimur árum, þá nýgift, þegar eiginmaður hennar fyrirfór sér. Chirac treystir yngri dóttur sinni betur en nokkrum öðrum. Hennar hlutverk í kosningabaráttunni var að gæta að því að hann misst ekkert út úr sér sem eyöilagt gæti kosninga- baráttuna. Það kom mörgum á óvart að heyra á dögunum að Chirac hefði ættleitt víetnamska stúlku, Anh Dao, 1979. Dao er 25 ára, nýgift og hefur þegar gert Cirac að afa. Chirac hefur þótt vera mannlegast- ur forsetaframbjóðendanna. Fylgis- menn segja hann eina frambjóðand- ann í kosningunum sem sé í tengsl- um við „hið raunverulega líf ‘ og að hann sé hjartagóður. Daðraði við kommúnisma Ungur að árum daðraði Chirac lítil- lega við kommúnisma en snerist til gaullisma eftir að hafa gegnt her- þjónustu í Alsír. Hann þótti, og þykir enn, fjallmyndarlegur. Tvítugum var honum líkt við kvikmyndastjörnu og fékk konur um alla París til að snúa sér við á götu. í dag er hann lítið fyrir athyglina gefinn og sækir nær aldrei samkvæmi. Dóttir hans segir hann nota frítímann til lesturs og að hann hafl mikinn áhuga á kínverskri og japanskri menningu. Chirac sagði í viðtali í fyrra að ef hann tapaði for- setakosningunum myndi hann hætta öllu stjórnmálavafstri og fara í langt ferðalagumKína. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.