Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 15 Stöðvum unglingadrykkju! Undanfariö hefur farið fram mikið átak undir kjörorðunum Stöðvum unglingadrykkju. Af veigamiklum ástæðum virðist bar- átta forsvarsmanna átaksins dæmd til að mistakast. Þegar rætt er um unglinga- drykkju er einkum horft til neyslu á landa. Að landabruggurum hafa forsvarsmenn „Stöðvum unghnga- drykkju" einmitt beint spjótum sínum hvað mest. Oft er látið í veðri vaka að unglingar séu einu við- skiptavinir landasölumanna. Það er sennilega fjarri sanni. Jafnvel hefur komið upp sá kvittur að landi sé seldur á veitingastöðum sem vodki. Auk þess er ljóst að fjöldi fólks, sem hefur leyfi til áfengis- kaupa hjá ÁTVR, viU frekar nýta sér þjónustu landasölumanna. Landi er einnig iangt frá því að „Áhugi íslendinga eldri en tvítugra er að mestu sprottinn af sömu rótum: verðlagningu áfengis. Einnig spila þar inn í þættir eins og afgreiðslutími vín- búða og tilraunir stjórnvalda til að hefta aðgang neytenda að áfengi.“ „Það er ekki fyrr en tvítugsafmælið gengur í garð að fóik getur gengið inn í verslun Höskuldar Jónssonar og keypt sér einn bjór.“ á áfengislöggjöfinni létt. Meginá- vera eina áfengistegundin sem unglingar hafa um hönd. Af þessu sést að það jafngildismerki sem sett hefur verið milh landasölu og ungUngadrykkju á ekki rétt á sér. Sendum þá í stólinn Forsvarsmenn S.u. hafa lagt áherslu á strangari löggjöf og hert- ar refsingar vegna áfengislaga- brota. Það er einmitt þar sem mál- flutningur þeirra steytir á skeri. Eins og áður er sagt er aðeins hluti viðskiptavina landabruggara ungl- ingar. HlutfalUð er því miður ekki þekkt. Hins vegar er ljóst að ís- lenskir unglingar eiga almennt auðvelt með að útvega sér áfengi hafi þeir hug á því. Áhugi á landa verður því ekki eingöngu rakinn til þess að ungUngar geti ekki feng- ið áfengi með öðrum hætti. Meg- inástæðarl fyrir áhuganum er að sjálfsögðu sú að landi er mun ódýr- ari vímugjafi en það áfengi sem rík- ið sér íslendingum fyrir. Áhugi íslendinga eldri en tví- tugra er að mestu sprottinn af sömu rótum: verðlagningu áfengis. Einnig spila þar inn í þættir eins og afgreiðslutími vínbúða og tíl- raunir stjómvalda til að hefta að- gang neytenda að áfengi. Það gefur augaleið að ef neytandi getur fengið vöru sem hann telur sambærilega við einhverja aðra, við sama verði, minni fyrirhöfn og á hentugri tíma er val hans einfalt. Hverjir eru unglingar? Við sautján ára aldur öðlast menn rétt til að þreyta ökupróf. Ári síðar geta menn þurft að takast á við það vandasama verkefni að velja þjóðinni leiðtoga. Leiðtoga sem setja öllum íslendingum lög. Það er ekki fyrr en tvítugsafmælið gengur í garð að fólk getur gengið inn í verslun Höskuldar Jónssonar og keypt sér einn bjór. Bæði er ósamræmi milli þessara aldurs- marka og auk þess virðist ríkjandi það viðhorf í landinu að sjálfsagt sé að fólk yngra en tvítugt neyti áfengis. í mörgum Evrópulöndum em aldursmörkin átján ár. Ekki er ólíklegt að með lækkun aldurs- marka til áfengiskaupa í átján ár yrði meiri orku varið til að hefta áfengisneyslu barna og unglinga. í dag virðist flestum þykja í lagi að kaupa áfengi fyrir unglinga. Von er til að það breyttist. íslendingar virðast taka brotum stæða þess er hversu úr sér gengin og úr takti við tímann hún er. Með- al breytinga sem gætu orðið til að færa löggjöfina nær nútímanum og um leið auka virðingu almennings fyrir henni mætti nefna: i) Ríkið hætti sölu áfengis en í staðinn verði verslunum sem uppfylla almenn skilyrði leyft að selja það. ii) Ald- ursmörk áfengiskaupa lækkuð í átján ár. iii) Skattlagning ríkisins á áfengi minnkuð til að minnka hvat- ann til ólöglegs innflutnings og bruggunar. Það er alltaf ánægjulegt þegar eldhugar finna sig knúna til að berjast fyrir verðugum málstað. En það er jafn sárgrætilegt að sjá þeg- ar þeir beita kolröngum vopnum og beija hausnum í steininn. Hér með er skorað á forráðamenn átaksins Stöðvum unghnga- drykkju að stiga á bremsuna og skipta hið snarasta úr bakkgírnum áður en þeir rekast á vegg. Þorsteinn Arnalds Úr mælagjaldi 1 vörugjald: I óþökk atvinnulvfsins „Meö þessu móti er lagt á 7.100 millj. og endurgreiðslur (undanþágur) eru áætlaðar 4.800 millj. Mjög erfitt verður að fylgjast með fyrirtækjum í blönduð- um rekstri, t.d. með vinnuvélar og vörubíla, og misnotkun því augljós fylgifiskur.“ Nýlega var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um vörugjald á olíu. Um er að ræöa að leggja niður núverandi mælakerfi til innheimtu þungaskatts af bílum og taka upp hærra gjald á hvern lítra og endur- greiðslur með undanþágum til þeirra er gera virðisaukaskattskil og nota olíu á annað en bfla. Kostur-ókostur Ástæða þess að ég kveð mér hljóðs er sú skoðun mín að hér sé unnið að því aö auka skattheimtu og koma á kerfi sem á allan hátt er dýrt og flókið. Hætta á undan- skotum er meiri en í núverandi kerfi en það var talinn helsti ókost- ur þess. í áhti nefndar, sem um máhð íjallaði, var fjallað um þrjár leiðir (kosti) til endurbóta á mjög svo göhuðu núverandi kerfi. í fyrsta lagi að endurbæta núver- andi kerfi. Þar kemur fram að gjald af mælum er u.þ.b. 1500 millj. og árgjöld um 115 mihj., þ.e. tekjur ríkisins eru um 2100 millj. á ári. Fjárfesting í mælum er 350 millj. og rekstrarkostnaður um 40 mihj- ónir. Kostur þess er að mælagjaldið tekur tilht til shts og viðhalds vega. Ókostur þess er hins vegar að und- andráttur er verulegur og eftirht erfitt og það sem verra er; sönnun undandráttar (svika) er erfið og raskar það því verulega samkeppn- isaðstöðu. Dýrt eftirlit I öðru lagi var fjallað um þann kost sem til stendur að koma á, KjaUaiinn Halldór Ingólfsson verkfræðingur riefnflega að leggja hátt gjald á olíu og endurgreiða til húshitunar, skipa, vinnuvéla og þeirra sem ekki greiða í dag sérstakan þungaskatt. Með þessu móti er lagt á 7.100 mihj. og endurgreiðslur (undanþágur) æru áætlaðar 4.800 mihj. Mjög erfitt verður að fylgjast með fyrirtækjum í blönduðum rekstri, t.d. með vinnuvélar og vörubfla, og mis- notkun því augljós fylgifiskur. Eft- irht verður dýrt og afar óábyggi- legt. Eins eru olíufélögin sett í stór- vandræði þar sem innheimta þeirra gengur erfiðlega í dag þegar olía kostar um 23 kr. htrinn, hvað þá þegar hún þrefaldast í verði. Er óvíst annað en það endi með skelf- ingu og kemur því rakleiðis til hækkunar tfl að mæta áfóllum sem þau verða fyrir. Eina landið sem hefur þetta kerfi er Danmörk og þar er verið að leggja það af vegna galla og fara yfir í htaöa olíu. Endurskoðið frumvarpið í þriðja lagi er fjallað um htun ohu. Það er sá kostur sem ahir vinnandi menn mæla með. Þá yrði olía, sem í dag er greiddur þunga- skattur af, ólituð og þeir sem í dag eru undanþegnir þungaskatti not- uðu htaða olíu. Þetta kerfi er ein- falt í framkvæmd og eftirht mun auðveldara en í þeim kostum sem áður voru nefndir. Þessi lausn jafnar verulega sam- keppnisaðstöðuna vegna minni hættu á undanskotum. Hafa nær öh Evrópulönd notað hana með góöum árangri. í upphafi yrði fjár- festing ohufélaganna nokkur en ekki meiri en svo að það sé svipað og notendur greiða í dag af mælum og ætti því ekki að koma til hækk- unar fyrir neytendur. Fyrrverandi forstjóri Olíufélags- ins benti nýlega á að til stæði að leggja niður blýbensín svo nota mætti þá tanka fyrir htaða olíu auk þess sem dreifing olíufélaganna í dag með bflum er aðallega tfl þeirra sem nota htaða olíu. Fram kemur í séráliti Vegageröar ríkisins að eini raunhæfi kosturinn sé að fara yfir í htaða olíu. Einnig kom fram við ákvörðun á upphæð ohugjalds að eyðsla flutningabfla er stórlega vanáætluð og vísvitandi gert th að mæla með hærri skattlagningu en nú er. Félagar innan flutninga- og verk- takageirans fara fram á það að þingmenn endurskoöi og komi betra lagi á frumvarpið og gangi í að finna máhnu farveg sem kemur öllum til góða, nefnilega að taka upp litaða ohu. - Með von um góða samvinnu og farsæla lausn málsins. Halldór Ingólfsson Áfengisauglýsingar Neysluvarn- ingurekki feimnismál „Áfengi er neysluvarn- ingur og hluti af menningu Vesturlanda en ekki feimnismál sem þarf að fela. Seljend- ur ncyslu- vöru koma «r*«nourVteralunar- skilaboöum réí>8'slan,,3■ um ágæti hennar til neytenda með auglýsingum. Það sama á auðvitað að eiga við um þessa til- teknu vöru. Þó að áfengisneysla i óhófi sé slæm þá gildir hið sama um allt óhóf, t.d. veldur óhóf i mataráti hættu á ýmiss konar hjarta- og æðasjúkdómum. Auglýsingabann í íslenskum lögum er arfur frá gamalli tíð og fullt af þversögnum. Þannig eru auglýsingar í erlendum tímarit- um (og sjónvarpssendingum) heimhar. Heimilt er að auglýsa „léttör sömu áfengistegundar og Hæstiréttur hcfur staðfest aö „vínkynningar" séu löglegar. Auglýsingabannið gerir sam- keppni íslenskra hölmiðla við erlenda erfiðari þar sem stór og öflugur auglýsingamarkaður er imhendum fjölnúðlum lokaður. Þetta bitnar einungis á neytend- um í formi hærri áskriftargjalda. Áfengisauglýsingar á HM hafa minnt á hversu forpokuð íslensk áfengislöggjöf er, þar er þörf á breytingum." Hættuieg skilaboð „Þaðer leitt að forráða- menn hand- boltans skuli brjóta lands- lög fyrir pen- inga. Engum dylst að fjár- magnið talar Valdímar Jóhanncsson, beear for- iramkv®m<*astjóri ," átakslns Stöövum ungt- raðamenn mgadrykkfu. HM 95 selja ólöglegar auglýsingabirtingar fyrir áfengisframleiðanda. Átrúnaðargoð ungmenna lands- ins næstu vikurnar, sjáhar hand- boltahetjurnar, veröa öh ræki- lega merkt meö áfengisauglýs- ingum sem einnig blasa hvar- vetna við áhorfendum. Skilaboð- in eru þessi: Handboltinn er iþrótt fyrir sterka menn. Vertu stór og sterk(ur) og drekktu þetta áfengi. Hér eru augljóslega brotin áfengislög og reglugerð nr. 82 frá 1989 um bann við áfengisauglýs- ingum. í 1. gr. laganna segir m.a: Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökmn áfengistegundum eru bannaðar. Augljóst er að ekki er verið að auglýsa léttöl. Mér er ekki kunn- ugt um að léttöl af þessari tegund sé selt hér á landi. Það er þvi ekki fullnægjandi lausn, eins og stungið hefur verið upp á, að bæta orðinu léttöl viö auglýsinga- skiltin. Slíkt er augljóst yfirklór nema selt sé léttöl með því nafni á markaðinura, sem ekki er. Með birtingu áíéngisauglýsinga á op- inberum vettvangi er verið að bijóta lög i landinu, lög sem eru sett th að veija hagsmuni hins almenna borgara. Éf okkur á að vera líft I landinu verða menn að sætta sig við að hlíta lögum þó aö peningavandræði steðji að.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.