Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 31 Fréttir Málmiðnaður á Akureyri: Botninum náð og nú liggur leiðin upp á við segir formaður Félags málmiðnaðarmanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það eru alveg hreinar línur að viö erum búnir að ná botninum og nú liggur leiðin upp á við nema við verðum fyrir einhverju óvæntu stóráfalb, enda tími til kominn," segir Hákon Hákonarson, formað- ur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Eftir mikil áfoll í málmiðnaði á Akureyri undanfarin ár, sem að mestu má rekja til erfiðleika í skipasmíðaiðnaði og samdráttar hjá Slippstöðinni, virðist leiðin nú liggja upp á við að nýju og Hákon segir að störfum fyrir málmiðnað- armenn hafi fjölgað að undanf- örnu. „Það heföi einhvern tíma ekki þótt fréttnæmt að Slippstöðin réði til sín iðnnema en nú er það að gerast í fyrsta skipti í langan tíma og það verður auglýst eftir nemum í vél- og stálmíði á næst- unni,“ segir Hákon. Bjartsýni málmiönaðarmanna á Akureyri má einnig rekja til kaupa Akureyrarbæjar á flotkvínni frá Litháen sem sett verður niður á athafnasvæði Slippstöðvarinnar Odda innan skamms og gerir kleift að vinna þar við mun stærri skip en áður. „Þaö leiðir vonandi af sér að stöðin getur tekið að sér verk- efni sem ekki hefur verið hægt að vinna þar til þessa, og ekki síður að hægt verður að vinna verk fljót- ar og betur. Það er orðið mjög mik- ið atriöi, t.d. varðandi tiðboðsgerð í viðhaldsverkefni, að geta unnið verkin á sem skemmstum tíma,“ segir Hákon. Lífleg fasteignasala á Akureyri: Stæiri eignir hafa lækkað talsvert í verði -segirTryggviPálsson fasteignasali Gylfi Kristjánsson, DV, Akoreyii: „Fasteignasala hér á Akureyri var mjög lífleg í byrjun ársins, í janúar og febrúar, en síðan dró úr henni vegna utanaðkomandi athurða eins og kennaraverkfalls og kosninga, slíkt hefur alltaf einhver áhrif. En nú er markaðurinn að taka við sér aftur og salan verður væntanlega líf- leg næstu tvo mánuðina," segir Tryggvi Pálsson, fasteignasali á Ak- ureyri. Tryggvi segir að íbúðaverð á Akur- eyri'hafi lítið breyst síðustu 3 árin í krónutölu en íbúðaverð hafi ekki fylgt verðlagshækkunum. „Hins veg- ar hafa stærri eignir lækkað í verði og það gerðist aðallega á síðasta ári. Það varð til þess að fólk hélt að sér höndum og eignirnar seldust ekki,“ segir Tryggvi. Hann segir að ýmislegt hafi valdið þessari verðlækkun, t.d. það að verk- takar sem byggt hafi á Akureyri hafi boðið þær fasteignir á mjög góðu verði og fólk verði hreinlega að laga sig að þeirri staðreynd að það getur ekki selt eldri eignir fyrir hærra verð en nýjar. Þetta hafi gerst og nokkurt jafnvægi sé varðandi framboð og eft- irspurn. Varðandi fasteignaverð á Akur- eyri, miðað við verð á sams konar eignum í Reykjavík, segir Tryggvi að erfitt sé að gera slíkan samanburð þar sem fasteignaverð í höfuðborg- inni sé mjög misjafnt eftir borgar- hlutum og hverfum. Þó telur hann að íbúðaverö á Akureyri sé svipað og verð á sambærilegum eignum í ,jaöarhverfum“ í Reykjavík eins og Arbæ og Breiðholti. í öðrum tilfell- um, eins og þegar borið sé saman verð á Akureyri og í dýrari íbúða- hverfum í Reykjavík, geti verðið ver- ið um 15 lægra á Akureyri. Listaverki eftir Gerði Helgadóttur hefur verið komið fyrir á umferðareyju við Kópavogsbrýrnar á móti Kópavogs- kirkju. Stækkun verksins var kostuð af Kvenfélagasambandi Kópavogs og er gjöf til Kópavogsbæjar sem á 40 ára afmæli á morgun. DV-mynd S Harpa Guttormsdóttir, móðir 10 ára drengs í Nesjaskóla í Homafirði: Meirihluti foreldra er mótfallinn breytingum - bæjaryfirvöld vilja frekar kaupa rútur og keyra bömin en byggja nýjan skóla „Alhr á foreldrafundinum í Nesjaskóla voru mótfallnir því að keyra þessar breytingar í gegn og vildu hafa skólamálin óbreytt nema einn skólanefndarmaður sem átti þátt í að samþykkja þessar tillögur. Ég held að meirihluti for- eldra séu heitir út af þessu máli og ég trúi því ekki að þetta verði sam- þykkt þegar foreldrar hafa fellt þetta bæði á Höfn og í Nesjaskóla. Það er bara peningaaustur að kaupa tvær rútur og ráöa bílstjóra til að keyra börnin, eins og talað er um, og miklu nær að byggja nýjan skóla,“ segir Harpa Gutt- ormsdóttir, móðir tiu ára drengs í Nesjaskóla í Hornaíjarðarbæ. Á næstunni taka bæjaryfirvöld í Hoí'nafirði ákvörðun um þaö hvort farið verður í breytingar á gnmn- skólanum í Homafjarðarbæ þann- ig að öll börn í 1.-4. bekk verði í Nesjaskóla, öll höm í 5.-7. bekk í Hafnarskóla og öU 13-15 ára börn í sýslunni verði í Heppuskóla. Nái tillögurnar fram að ganga verður að keyra sex til tíu ára böm frá Höfn í Nesjaskóla og tíu til 12 ára böm af Nesjum inn á Höfn. Fram að þessu hafa sex til tólf ára böm verið bæði í Nesjaskóla og Hafnar- skóla eftir búsetu. „Þaö er bara verið að ræða þessi mál og ekki búið að ákveða neitt. Við verðum að taka ákvörðun um það á næstunni hvort þetta gerist í haust eða á þarnæsta skólaári því að við verðum að fara að ráða kennara og undirbúa næsta skóla- ár. Ég held aö það sé alveg sama hvaða breytingar eru gerðar, það verða alltaf einhverjir óánægðir. Það yrðu ábyggilega einhveijir oánægðir ef ekkert yrði gert í þess- um málum," segir Albert Ey- mundsson, formaður bæjarráðs Hornafjarðarbæjar. Breytingar á skólamálunum í Hornafirði koma í framhaldi af sameiningu sveitarfélaganna á þessu svæði í fyrra. Húsnæðismál skólanna eru slæm og standa bæj- aryfirvöld því frammi fyrir því að byggja skóla á Höfn eða flytja höm- in milli skóla. Albert segir að hús- næði Nesjaskóla sé rúmgott og að fjórir yngstu bekkirnir rúmist þar með góðu móti. Nái þetta fram að ganga þurfi ekki að huga að skóla- byggingu í bráð. Mýraskóli helst óbreyttur hvern- ig svo sem fer með málefni Hafnar- skóla, Nesjaskóla og Heppuskóla í Hornafirði þar sem Mýraskóh er mjög fjarri þéttbýhnu en Harpa Guttormsdóttir segir að í framtíð- inni sé fyrirhugaö að leggja niður Nesjaskóla og íbúarnir séu mjög ósáttirviðþað. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.