Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGAftDAGS-OG MANUDAGgMÐRGNA MIÐVIKUDAGUR 10. MAl 1995. Framsóknarflokkurinn: Barist um bankaráð „Ég hef ekkert heyrt í flokksforyst- unni um að ég eigi að víkja þannig að ég er alveg róleg. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að ræða þetta við mig og þá met ég það í samráði við flokks- forystuna. Ég er yfirleitt sveigjanleg í viðskiptum og met hagsmuni flokksins ofar mínum persónulegu hagsmunum,“ segir Sigrún Magnús- dóttir, varamaður Framsóknar- flokksins í bankaráði Landsbankans. Framsóknarmenn kjósa fulltrúa sinn í bankaráð Landsbankans á vor- þingi en nýtt þing kemur saman á þriðjudag. Búist er við að Gunnlaug- ur Sigmundsson alþingismaður gefi kost á sér í bankaráðið og er gert ráð fyrir hörðum átökum. Nafn Unnar Stefánsdóttur, gjaldkera Framsókn- arflokksins, hefur einnig verið nefnt. „Ég hef mestan áhuga á bankavið- skiptamálum og atvinnumálum en ég þarf að sjá pakkann í heild áður en ég segi hvort ég gef kost á mér í þetta,“ segir Gunnlaugur Sigmunds- son alþingismaður. -GHS Formaður Sleipnis: Göngum bjart- sýnir til verka Samningaviðræöur hjá ríkissátta- semjara í deilu rútubílstjóra og við- semjenda þeirra báru ekki árangur í gær. Annar fundur hefur verið boð- aður síðdegis í dag en verkfall Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis hefst á miðnætti ef samningar hafa ekki náðst. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði við DV í morgun að hans menn gengju bjartsýnir til verka í dag. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert segja um hvort hann væri bjartsýnn á að samningar tækjust fyrir miðnætti og verkfalli yrði frestað. Selfoss: Bruggverk- smiðju lokað Lögreglan á Selfossi handtók í gær tvo menn um leið og hún lokaði bruggverksmiöju þar í bæ. Annar þeirra viðurkenndi að eiga tvö eim- ingartæki sem hald var lagt á. Einnig var hald lagt á þúsund htra ílát und- ir gambra og 80 lítra af landa. Viður- kenndi sami maður einnig fram- leiðslu á honum. Framleiðslan átti sér stað í bílskúr viðheimahúsáSelfossi. -pp Samstarf SAS og Lufthansa: Engin áhrif á samstarf SAS og Flugleiða „Við höfum engar áhyggjur af þessu. SAS er ekki að slíta samstarf- inu við Flugleiðir. Við höfum fylgst með málinu og átt í viöræðum við aðalstjórnendur SAS síðustu vikum- ar, síðast í gær. Við þurfum ekki að bregðast sérstaklega við þessum tíð- indum,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. SAS og Lufthansa hafa náð sam- komulagi um sameiningu félaganna og skrifa undir bráðabirgðasam- komulag á morgun. Danska blaðið Berlinske Tidende birti frétt í morg- un þar sem segir að SAS verði að hætta samstarfi við Flugleiðir vegna hins nýja samkomulags flugfélag- anna stóru. Sigurður segir það ekki rétt. Hann hafi rætt við bæði for- stjóra SAS og Lufthansa og ekki sé ágreiningur um áframhaldandi sam- starf við Flugleiðir. Sigurður segir að Hamborgarflug félagsins verði óbreytt. Flugleiðir muni halda áfram að fljúga milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. -Ari Digranesprestakall: Kjörfundurinn valdi Gunnar Séra Gunnar Sigurjónsson á Skeggjastöðum hlaut meirihluta at- kvæða í prestskjöri í Digranespresta- kalh í gær. Á kjörfundinum áttu sæti 7 sóknarnefndarmenn í presta- kallinu og 7 varamenn þeirra. Alls 9 umsóknir bárust um stöðuna en nú- verandi sóknarprestur, séra Þor- bergur Kristjánsson, lætur af störf- um í sumar. Komi ekki fram ósk um almenna prestskosningu frá fjórð- ungi safnaðarmeðlima innan viku telst Gunnar rétt kjörinn prestur í DigranesprestakalU. -kaa Síldarsmugan: Tíu þúsund tonná sóiarhring „Það má áætla að flotinn fiski um 10 þúsund tonn á sólarhring. Veiðin í gær var með mesta móti og það eru flestir annaðhvort á leið til löndunar eða út aftur," segir Grétar Rögn- valdsson, skipstjóri á Jóni Kjartans- Rannsóknir á Miöhúsasilfrinu í danska þjóðminjasafninu eru á lokastigi. Vafi leikur á þvi að það sé allt frá víkinga- syni, þar sem hann var á landleið öld. Lars Jorgensen safnvörður, sem sfýrir rannsókninni, skoðar hér silfursjóðinn í forvörsludeild safnsins. Hann með 1100 tonn úr Síldarsmugunni. segir að beðið sé eftir niðurstöðunum af áhuga víðar en á íslandi DV-mynd pp -rt Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður: Stef nir ótrauð- uríReykhoH „Ég hef aldrei breytt út af kúrs. Ólafur ljóst að þeir eigi vart annars ir Oddur þess að ráðherra veiti sér Það er grundvallaratriði í lífinu að úrkostienstandameðsínumskóla- liðsinni við að finna núverandi taka stefnur og fara eftir þeim. Þaö stjóra. Fyrir dyrum standi próf en starfsemi á Reykholti stað annars er fyrir löngu búið að ákveða það aö þeim loknum haldi þeir til sins staðar. Oddur bendir á að undir aö ég taki við skólanum,“ segir heima. Þá vísar Ölafur því á bug sinnistjórnhafiveriöunniðþróun- Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrverandi að hann sé óhæfur þar sem liann arstarfinnanskólanssemhafivak- alþingismaður, sem ætlar sér að skorti réttindi til kennslu í skólan- ið athygli meðal skólafólks. Um sé taka viö skólastjórn í Reykholti eft- um. að ræöa opinn framhaldsskóla sem ir 15 ára leyfi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla taki mið af þörfum skapandi ung- Ólafur segir ekkert óeðhlegt við að börn á Islandi hafi tekið þeirri raenna sera fóti sig iha í hefð- þaö þótt settur skólastjóri sé ósátt- rosalegu breytingu að þau séu mér bundnu og köldu skólakerfi. ur við að hætta enda sé atvinnu- ókunnugt viðfangsefni," segir Ólaf* „Ég bíð eftir því sem verða viU. leysi í landinu. Vegna þessa sé ur. Stundum geta svona ferli leitt af Oddur Albertsson, starfandi skóla- Að sögn Odds Albertssonar virð- sér eitthvað nýtt,“ segir Oddur. stjóri í Reykholti, óhæfur til að ist menntamálaráöherra bundinn -kaa fjalla um málið. af lögunum og neyðast til að setja Hvað nemenduma varðar segir Ólaf i stárfið. Á hinn bóginn vænt- LOKI Eftir einhverju hlýtur að vera að slægjast í bankaráðunum! Veðrið á morgun: Skýjaðog súldarvottur Á morgun verður norðvestan gola, skýjað og súldarvottur við vesturströndina en norðanlands verða smáél á annesjum en bjart- ara inn til landsins. Á Suðaustur- og Austurlandi verður áfram létt- skýjað í dag en skýjað með köfl- um í nótt. Hiti 1-5 stig norðan- og vestanlands yfir daginn en 3-8 stig suöaustanlands. í nótt verður hiti víða nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 36 MTTO alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.