Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. MAl 1995 Fréttir Þúsundum tonna af þorski fleygt í hafið: Skömminni skáira að svindla en f leygja f iski - segir forseti Sjómannasambandsins „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál og ég hef varað við því að ástand- ið sé með þessum hætti. Það er 1 mínum huga skömminni skárra að svindla en að henda fiski. Númer eitt tvö og þrjú verðum við að virða leik- reglumar, jafnvel þó þær séu vit- lausar,“ segir Sævar Gunnarsson vegna þeirrar meðferðar sem á sér stað á þorskstofninum þar sem þús- undum tonna hefur verið fleygt aftur í hafið. Sævar segir ljóst að finna verði laúsn á þessu vandamáh, hvemig sem hún verði fundin. „Það verður ekki um það deilt að sjómennirnir eru gerendumir en í flestum tilvikum er þetta gert að höföu fuflu samráði við útgerð. Þetta er jafnvel samkvæmt tilskipun frá útgerð. Við þekkjum þess dæmi að sjómenn hafi sagt að þeim sé uppá- lagt að fleygja þorski. Menn gera þetta ekki að gamni sínu - þeir gera þetta tilneyddir vegna þess að sam- kvæmt gildandi fiskveiðilögum geta þeir ekki náð í annan afla án þess að henda þorskinum. Umhverfiö sem þeir búa í, lögin sem gilda, gera það að verkum að þeir verða aö gera þetta. Við verðum að berjast fyrir því að breyta þessum lögum og reglum ef við ekki getum búið við þær,“ seg- ir Sævar. JakoB Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að þama sé mjög alvarlegt mál á ferð og nauð- synlegt sé að finna út hversu stórt það sé. „Þetta er auðvitað hið versta mál og frá okkar bæjardyrum séð er nauðsynlegt að finna út hversu mik- ið magn er þarna um að ræða. Við verðum að fá réttar tölur um það sem drepið er; þaö er fyrsta skrefið fyrir okkur að hnna út hversu mikið er drepið af þorski," segir Jakob. Hann segir að þegar stærö þorsk- stofnsins sé metin sé ekki reiknað með því sem kastað er af dauðum þorski í hafið aftur. „Við höfum ekki haft neinar tölur um það hversu miklu er kastað. Það er númer eitt fyrir mig sem vísinda- mann að fá réttar tölur. Þar fyrir | utan er þetta fyrir neöan allar hell- ur,“ segir Jakob. -rt ) Formannsslagur aö hefjast 1 Alþýðubandalagi: Þörfásam- einingu vinstri flokkanna - segir Margrét Frímannsdóttir „Eg hef fengið víðtækar stuönings- yfirlýsingar og áskoranir frá flokks- bundnu alþýöubandalagsfólki um allt land. Stuðningur kvenna er áber- andi og einnig hefur ungt fólk mikið haft samband. Þetta réð úrslitum," sagði Margrét Frimannsdóttir í sam- tali við DV en hún hefur ákveðiö að gefa kost á sér til formennsku í Al- þýðubandalaginu. Mun hún keppa við Steingrím J. Sigfússon fyrir landsfund i haust. Margrét sagðist ekki búast viö átökum vegna formannskjörsins, skilyrði af hennar hálfu væri aö bar- áttan yrði heiðarleg og málefnaleg. Hvað stefnumál varðaði taldi hún að ekki bæri svo mikið í milli þeirra Steingrims, þetta væri spurning um vinnubrögð innan flokksins. „Ég mun leggja áherslu á að virkja fólk innan flokksins til starfa. Und- anfarin ár hefur flokksforystan veriö allsráðandi. Ég vil gjarnan skipta verkum. Gera þarf flokkinn meira lifandi og jákvæðan og ekki síst skýr- ari kost fyrir láglaunafólk,“ sagði Margrét. Aðspurð vildi húri ekki segja til um hvort sameining vinstri flokkanna yrði að veruleika fyrir næstu kosn- ingar en ef einhvern tímann væri þörf á því þá væri það núna. Fjórir kennarar fara í leyfi vegna þingsetu Fjórir kennarar, sem náð hafa kjöri á Alþingi, hafa sótt um eða ætla aö sækja um launalaust leyfi vegna þingsetu til menntamálaráðu- neytisins. Það eru Svanfríöur Jónas- dóttir, kennari á Dalvík, og háskóla- kennaramir Ágúst Einarsson og Guðný Guðbjömsdóttir auk Hjálm- ars Árnasonar skólameistara sem hyggja á launalaust leyfi í fjögur ár. Tómas Ingi Olrich, menntaskóla- kennari á Akureyri, hefur þegar ver- iö í launalausu leyfl í fjögur ár og fær leyfið endumýjað út þetta kjörtíma- bil. „Leyfið er veitt meðan viðkomandi gegnir þingstörfum og af því aö Tóm- as Ingi er endurkjörinn gildir hans leyfi áfram. Það er ákaflega fátítt að kennurum sé meinað aö fara í launa- laust leyfi í eitt ár. Leyfin em þó tímabundin og það þarf samþykki viðkomandi skólastjóra og umsögn skólanefndar. Ef sótt er um fram- lengingu á leyfinu þarf að færa rök fyrir því,“ segir Siguröur Helgason, starfsmaður menntamálaráðuneyt- isins. Menntamálaráðuneytið veitir kennurum launalaust leyfi í eitt ár með möguleika á framlengingu en undanþágur em veittar vegna þing- setu eða þegar kennarar fara utan sem sendikennarar, svo að dæmi séu nefnd. Kveðið er á um launalaust leyfi í kjarasamningum kennara en ekkert kemur fram um það í lögum. Sigríður Anna Þórðardóttir alþing- ismaður er sú eina í kennarahópnum á Alþingi sem hefur sagt upp starfi sínu og er því engin kennarastaða geymd fyrir hana meðan hún situr á þingi. -GHS Margrét Frímannsdóttir var innan um rósir og aðrar jurtir hjá Garðyrkju- stöð Ingibjargar i Hveragerði í gær þegar hún ákvað endanlega að gefa kost á sér til formennsku i Alþýðubandalaginu. DV-mynd GVA Kveikt í öskutunnum Grunur leikur á að kveikt hafi ver- ið í öskutunnum fyrir utan hús við Þórsgötu snemma í morgun. íbúar hússins voru í fastasvefni þegar eld- urinn kviknaði og var það hundur nágranna sem vakti húsbónda sinn og hringdi hann í slökkviliðiö og til- kynnti um eldinn. Að sögn aðalvarö- stjóra hjá slökkvihöinu mátti litlu muna að eldurinn bærist í íbúðir í húsinu en slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir það og ráða niður- lögum eldsins áður en verr fór. Samtals 12 útköll voru hjá slökkvi- liðinu í gær og nótt. Flest vegna sinu- bruna. -pp Stuttar fréttir Enn hækka vextir Búnaðarbankinn hækkar út- lánsvexti sina í dag um allt aö 0,5 prósentustig. íslandsbanki hækkar innlánsvexti. Aimannavarnir styrkjast Almannavarnir Reykjavíkur styrktust í gær þegar samningur var undirritaöur við ríkið um samstarf viö björgunarsveitir, samkvæmt RÚV. Kópavogur40ára Kópavogskaupstaður er 40 ára í dag. Af því tilefni verður viða- mikil og fjölbreytt afinælisdag- skrá fram yfir helgi. Aukinnhagvöxtur Miðað viö 250 þúsund tonna kvóta íslands í Síldarsmugunni eykst hagvöxtur um hálft prósent og verður 3,5% i ár miðaö við brædda sild. Verði sfldin unnín til manneldis margfaldast verð- mæti útflutningsins, samkvæmt RÚV. Bónustöivur Tæknival mun opna nýja versl- un á morgun sem nefnist Bónus- tölvur. Þar verða tölvur seldar ódýrari en víða annars staöar auk þess sem fleiri vörumerki verða í boði. \ Sumarviðhöfnina Reykjavikurhöfn mun standa fyrir tjölbreyttri dagskrá á Hafn- arbakkanum í sumar. Fjörið hefst með harmóníkudansleik í kvöld í tileftii af lokadegi í dag. RARIKiBorgarfirði Samningar hafa tekist um að Rafmagnsveitur rikisins, RARIK, taki við rekstri Rafveitu Borgar- ness frá og með 1. júni næstkom- andi. Brunamálastof nun logar Stjórn Brunamálastofnunar telur ástandið innan stofnunar- innar það alvarlegt aö hún geti ekki lengur borið ábyrgð á rekstri hennar. Samkvæmt Ríkissjón- varpinu sé ábyrgðin hjá félags- málaráðherra. Stafhúsvígt Allsherjargoði ásatrúarmanna helgaði gyðjunni Freyju stafhús í Hafnarfirði í gærkvöld að forn- um siö. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.